Morgunblaðið - 17.11.1983, Blaðsíða 28
76
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1983
„ Miq vcuráax uppþv/ottewé! sem geiuk
viébreni^díl pofcta. 09 pöiamur
— ci dog- "
Ó8Í er ...
... eltingaleikur.
TM Reo. U.S. Pat. Off.—all rights reserved
©1983 Lœ Angeies Tlmes Syndicate
HÖGNI HREKKVÍSI
Burt með bölv og ragn
Sigurlaug Tryggvadóttir skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Að gefnu tilefni skrifa ég þessar
línur.
Þegar ég var lítil stúlka var ég
svo sæl á kvöldin þegar faðir minn
eða móðir voru hjá mér og báðu
með mér kvöldbænina eða sögðu
mér róandi fallegar sögur. Þá var
svo gott að sofna og finna að engl-
ar Guðs voru umhverfis hvílu
mína.
Ekkert getur gefið börnum
meira öryggi og frið en vitundin
um það að Guð vakir og gætir
þeirra sem eiga fullvissuna um al-
mætti og gæsku hans.
Ég skrifa þetta vegna þess að
mér finnst gæta mikils ábyrgðar-
leysis gagnvart börnum í Ríkisút-
varpinu. Það er hræðilegt að
nokkrum skuli falið að sjá um
barnaefni, þegar manni virðist
kæruleysi og sýndarmennska
stjórna aðgerðum.
Tökum til dæmis til meðferðar
þáttinn „Við stokkinn". Hvað hafa
lítil börn sem eiga að fara að sofa
að gera með skrípalætin og orð-
bragðið, sem þeim er boðið uppá?
Heiðdís Norðfjörð virðist þó skilja
hvað börnunum er fyrir bestu.
Hún minnti þau á að biðja kvöld-
bænina. Það gekk svo fram af mér
hér eitt kvöldið, þegar glumdi í
eyrum manns: „Þú lýgur svo mikið
sem þú mígur." Er þetta ekki fal-
legt?
Hvers vegna eru ekki fengnar
velhugsandi ömmur eða afar til
þess að enda daginn með börnun-
um? Þau hafa þó reynsluna og vita
hvað börnum hentar. Það er eins
og eldra fólkið sé sniðgengið þegar
„forsjónin" velur starfsfólk í þessa
þætti.
„Aðgát skal höfð í nærveru sál-
ar.“ Öll höfum við verið börn, og
öll þörfnumst við kærleika og um-
hyggju, ekki síst börnin, rétt eins
og biómin og aðrar jurtir. Ef þær
eiga að þroskast þurfa þær rétta
næringu og meðferð.
Við Islendingar eigum að teljast
kristin þjóð. Og enginn ætti að
þurfa að blygðast sín fyrir að
kenna börnunum mun á réttu og
röngu. Flestir foreldrar óska þeim
gæfu og gengis og öruggasta leiðin
er trúin á Guð eins og Kristur
kenndi okkur. Við berum öll
ábyrgð á nýgræðingnum.
Burt með bölv og ragn og annan
óþverra úr fjölmiðlunum, sem við
borgum fyrir og bjóðum inn á
heimili okkar."
Lofsvert framtak
Ánægður kirkjugestur skrifar:
„Velvakandi.
Laugardag 8. nóvember (nánar
tiltekið kl. 10.30) var haldið hér í
Hafnarfjarðarkirkju fræðsluer-
indi um trúarjátninguna. Gátu
kirkjugestir að erindinu loknu
lagt fram spurningar í framhaldi
af því. Flytjandi og gestur safnað-
arins var dr. Einar Sigurbjörns-
son. Erindi þetta var vel auglýst
og hefur því varia farið fram hjá
þeim, sem áhuga hafa á boðskap
þessarar mikilvægustu játningar
kristinna raanna.
steini. Undir borðum var spurt,
spjallað og svarað. Myndaðist
þarna innilegt samband milli
kirkjugesta.
Að lokum vil ég þakka sókn-
arpresti Hafnarfjarðarkirkju, sr.
Gunnþóri Ingasyni, lofsvert fram-
tak, og færa kvenfélagskonum
kærar þakkir fyrir rjúkandi kaffið
og góða meðlætið. Ég bíð eftir
næsta laugardagsmorgni.
Með kærri kveðju."
Það hefur lengi tíðkast í nokkr-
um kirkjusóknum í Reykjavík að
hafa slíka fræðsluþætti fyrir safn-
aðarfólk og hefur kirkja Garðbæ-
inga einnig tekið upp þennan þátt
í starfsemi sína, eftir því sem ég
best veit.
Tilefni þess að ég rita þessar
línur er hve fátt af safnaðarfólki
kom á þennan fræðslufund, því að
ánægjulegra hefði verið, ef kirkj-
an okkar góða hefði verið þéttset-
in undir fræðslu svo útvalins
fræðara sem dr. Einar er. Vil ég
eindregið hvetja þá, sem áhuga
hafa á kristinni trú, til að fjöl-
menna til kirkjunnar okkar á
laugardaginn kemur (19. nóv.) kl.
10.30, því að eftir eru þrír laugar-
dagsmorgnar til útskýringar trú-
arjátningarinnar.
Eftir erindi dr. Einars buðu
kvenfélagskonur safnaðarins upp
á kaffi og gott meðlæti í Dverga-
■
Fjórmennlngarnir
í Kiss farðalausir
— reiðarslag fyrir alla litlu^grísinajj)
Þá er það komM é hreint. FJór- á strtðl, aiH frá þvi sveitln kem fyrst Klss w um mundJr ^
mennirtgarnir ( Klss hafa ákveöiö fram. leggja siöustu hönd á undirbunlng
eð neme brott andlttsfarðenn, sem Ef marka má viðbrögð 1 bresku tónleikaferöalags um Bretlsndseyj-
vertö hefur heista einkenni þeirra poppritunum er pessi ákvöröun ar Mun noKkurlnn troös þer upp án
hljómsveitarinnar áhangendum „„ faröans_ þannlfl ^ .omir af
hennar sannkallaö reiöarslag og nýrri aödáendunum fá aidrei aö sjá
»*!&■ mai, 80 viöbrögö allra llttu ^ j rét1um umbúöum. , 1
fTgrisannaJ hér á landi veröl i sama J I
Ferlega móðgaðir
Þ.G., B.G. og E.E., Hafnar-
firði skrifa:
„Velvakandi.
Við erum þrír vinirnir mikl-
'ir Kiss-aðdáendur og erum
ferlega móðgaðir út í Sigurð
Sverrisson.
Ef marka má orð hans held-
ur hann að við íslenskir Kiss-
aðdáendur séum einhverjir
grísir. Hann má til með að éta
þetta ofan í sig aftur. Ekki má
gleyma því að það væri ágætt
(ágætt er besta einkunn) að
sjá Kiss í sjónvarpinu, eins og
t.d. AC&DC og Rolling Stones.
Fyrirfram þökk fyrir birt-
inguna.“
■