Morgunblaðið - 17.11.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.11.1983, Blaðsíða 18
66 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1983 Hvers vegna ritskoðun á tíma- ritum en ekki Morgunblaðinu? — eftir Ólaf Hauksson Kg óska Morgunblaðinu til ha- mingju með 70 ára afmælið. A þess- um tímamótum óska ég Morgun- blaðinu einnig til hamingju með það að hafa aðstöðu til að greiða starfs- fólki góð laun, byggja hús yfir starf- semi sína og endurnýja tækjakost. Þessa góðu aðstöðu má Morgun- blaðið þakka að það er góð „vara“ og þar af leiðandi kaupir fólk það. Þá virðist rekstur blaðsins einnig vera til fyrirmyndar. En Morgunblaðið má einnig þakka velgengni sína því að það nýtur sérstakra kjara hjá opinber- um aðilum. Morgunblaðið greiðir ekki söluskatt. Morgunblaðið greiðir aðeins 0,3% aðstöðugjald, á meðan flest önnur fyrirtæki greiða 1,3% aðstöðugjald. Öll hin dagblöðin njóta sömu kjara og Morgunblaðið. Öll (nema kannski DV) eiga þau í rekstrar- erfiðleikum þrátt fyrir fríðindin. Það segir kannski ýmislegt um það hve Morgunblaðið er vel rekið. Morgunblaðið sparar milljónir króna, ef ekki tugmilljónir, með því að sleppa við söluskatt og að- stöðugjald. Þess vegna getur Morgunblaðið borgað góð laun, byggt og endurnýjað tækjakost- inn. Fríðindi dagblaðanna hjá ríki og borg eru ekki nema sjálfsögð. Þau stuðla að frjálsri fjölmiðlun. Frjáls dagblöð eru einn af horn- steinum lýðræðis. Hver mundu viðbrögðin verða ef Morgunblaðinu yrði allt í einu, einu dagblaða, gert skylt að greiða söluskatt og fullt aðstöðugjald? Ef stjórnvöld ákvæðu að gróði Morg- unblaðsins væri svo mikill, að það hefði vel efni á þessu? Hróp um mismunun og ritskoð- un mundu eflaust heyrast hæst. Ekki aðeins í Morgunblaðs- mönnum, heldur einnig í öðrum unnendum lýðræðis. Enda væri það ekkert annað en ritskoðun að taka Morgunblaðið út úr og láta „Hvers vegna eru ís- lensk dagblöð og hlið- stæð blöð, svo og flest tímarit, undanþegin söluskatti, en nokkur tímarit látin greiða sölu- skatt?“ það greiða gjöld sem hin dagblöð- in sleppa við. En hvað er það þá sem gerir íslensk tímarit ómerkari en ís- lensk dagblöð? Hvers vegna eru íslensk dagblöð og hliðstæð blöð, svo og flest tímarit, undanþegin söluskatti, en nokkur tímarit látin greiða söluskatt? Það eru þau rit sem að mati fjármálaráðuneytis eru gefin út í „ágóðaskyni". Þetta er bundið í lögum um söluskatt frá 1960. Reyndar virðast fæst tímarit gefin út í ágóðaskyni að mati fjár- málaráðuneytisins, því um 470 slík hafa undanþágu frá greiðslu sölu- skatts. Um 20 eða 30 tímarit eru hins vegar ritskoðuð, með því að þeim ber að greiða söluskatt sem öll önnur blöð á landinu sleppa við. • Vikublaðið Helgarpósturinn sleppur við að greiða söluskatt, en vikublaðið Vikan borgar hann. • Tímaritin Húsfreyjan og Hús og búnaður eru undanþegin söluskatti, en Hús & Híbýli greiðir söluskatt. • Spegillinn sleppur við sölu- skatt, en Samúel greiðir hann. • Tímarit Máls & menningar sleppur við að greiða söluskatt, en Storð ber að greiða hann. Það er ekkert annað en ritskoð- un þegar stjórnvöld fá að ákveða hvaða fjölmiðlar skuli greiða sölu- skatt og hverjir ekki. Með réttu er hægt að segja að Morgunblaðið sé gefið út í ágóðaskyni. Ef Morgun- blaðið væri tímarit, þá væri því gert að greiða söluskatt. Þessi skollaleikur með söluskatt Ólafur Hauksson blaða er fáránlegur. Þegar sölu- skattur er 23,5%, þá er hann ekk- ert annað en kúgunartæki stjórn- valda, þegar þau fá að mismuna með honum. Söluskattur á að ná jafnt yfir alla. Annaðhvort eiga öll blöð og tímarit að greiða söluskatt, eða ekkert þeirra. Ég skora á Morgun- blaðið að taka þátt í baráttunni fyrir því að ritskoðun verði aflétt á fslandi. Ólafur Haukssoa er eian af rít- stjórum og útgefendum tímarít- anna Húsa og Híbýla og Samúels. Samningsréttur EF ... — eftir Halldór Jónsson Um nokkurt skeið hefur það verið efst á baugi hjá verkalýðs- leiðtogum landsins „að endur- heimta samningsréttinn" eins og það er kallað. Það nennir sjálfsagt enginn lengur að fara að pexa um það, hvort samningsrétturinn hafi hleypt verðbólgunni af stað til nýrra hæða árið 1977 eða ekki. Enda er tilgangslaust að vera að reyna að stýra fortíðinni, sem þó óneitanlega setur mestan svip á stjórnmálaumræður fslendinga frá degi til dags. Hinn almenni launþegi er hins- vegar nokkuð skýr á því, að honum finnst betra að geta átt krónuna sína í mánuð og fengið þá það sama fyrir hana í dag, heldur en að hún lækki um 10—15% við mánðargreymslu í vasanum. En það samsvarar mismuninum á þeirri verðbólgu, sem orðin var staðreynd á síðasta gildistíma samningsréttarins og nú er að vera. Hinn almenni maður var orðinn meira en efins í því, að þetta kapphlaup vísitölu og verð- lags væri vinnanlegt fyrir hann. En það eru aðrir, sem ólmir og uppvægir vilja fá þennan rétt aft- ur svo þeir geti haldið áfram að „bæta kjör hinna lægstlaunuðu". Og víst væri útlátalaust að af- nema lögin strax, ef heimurinn á að enda í febrúar nk., það nást hvort eð er engir samningar fyrir þann tíma. Víst er, að engin ríkisstjórn verður langlíf í landinu á því einu að lækka bara kaupið yfir alla lín- una. Þess vegna taldi einhver ráð- legt, að hún nú, til þess að bæta vígstöðuna, gerði eitthvað fyrir hina raunverulega lægstlaunuðu. Þetta gæti hún kannski betur gert í gegnum skattakerfið í stað upp- töku samningsréttarins, sem há- launahræsnararnir hafa oftar en hitt notað til þess að þéna mest sjálfir í skjóli láglaunatalsins. Vinnutækni Þegar ég gerðist félagi í Verk- fræðingafélaginu, þá var mæting á aðalfundum þar svona 10—20 manns. Gjarnan mættu þar menn með svipaðar skoðanir á þjóðmál- um. Þótti mörgum þannig koma öðruvísi blær á þetta ópólitíska fé- lag eftir suma aðalfundina, en þeir hefðu sjálfir viljað, hefðu þeir nennt að mæta sjálfir á fundinn og greiða atkvæði. Halldór Jónsson „Tekin var upp ný teg- und atkvæðagreiöslu. Hún var fólgin í því, að hver félagsmaður fékk sendan atkvæðaseðil ásamt áskrifuðu um- slagi. Allt sem gera þurfti var að kjósa og setja seðilinn í næsta póstkassa. Við þessa aðferð tí- faldaðist þátttakan í stjórnarkosningum og eining og félagsþróttur jókst að sama skapi.“ Og letin var jafnan yfirsterkari bráttuviljanum hjá verkfræðing- um og áhrifin á félagið urðu þau að því hnignaði félagslega séð. Því var brugðið á annað ráð. Tekin var upp ný tegund atkvæðagreiðslu. Hún var fólgin í því, að hver fé- lagsmaður fékk sendan atkvæða- seðil ásamt áskrifuðu umslagi. Allt sem gera þurfti var að kjósa og setja seðilinn í næsta póst- kassa. Við þessa aðferð tífaldaðist þátttakan í stjórnarkosningum og eining og félagsþróttur jókst að sama skapi. Nú greiðir slíkur fjöldi félagsmanna atkvæði, að vandfundið er það öldurhús, sem myndi rúma þá alla á fundi. Mætti þó búast við enn meiri þátttöku, væri um kjaramál að ræða fremur en stjórnarkosningu og yrði þá Laugardalshöll að koma til er 1000 verkfræðingar þyrftu að koma saman. Hvað yrði þá um verka- lýðsfélögin, sem mörg eru marg- falt stærri? Hvar gætu þau haldið slíka fundi? Enda er kjarni málsins, að menn geti greitt atkvæði um mál- efnin og geri það, ekki það að gaspra sem mest á fundum. Væri boðað til félagsfundar í 4000 manna verkalýðsfélagi, t.d. á Hótel Loftleiðum, gætu aðeins um 5—10% félagsmanna tæknilega komist að til að greiða atkvæði. Samt er það á svona fundum, þar sem örlög ríkisstjórna okkar eru ráðin og heilsufari efnahagskerfis okkar stýrt í bráð og lengd. Og verkfræðingar eru ekkert einir Is- lendinga um að vera haldnir fé- lagsmáladeyfð. Það er ekki margt verkafólk sem leggur á sig að fara úr vinnunni og ofan í bæ á félags- fundi. Og það verður þá að hlýta því, að fyrir það sé ráðið af öðrum. En er það verjandi, með tilliti til mikilvægis ákvarðana, að verkalýðsfélög geti starfað áfram við það form, að hversu lítið brot félagsmanna, sem er, geti komið saman eftir einni lítilli auglýsingu og tekið þar ákvarðanir sem snerta hagsmuni tugþúsunda landsmanna? Ákvarðanir, sem all- ir verða að lyppast niður fyrir; Ríkisstjórnir, þegnarnir, fjár- hagslegt sjálfstæði landsins og í rauninni lýðræðið sjálft. í rauninni sjá allir, að þetta er fáránlegt. Það þorir bara enginn að gera neitt, slíkt er orðið vald þeirra manna sem félagsmálin stunda sér til lífsfyllingar og framfærslu. Er ekki núna kominn tími til þess, að þeir menn, sem mest tala um nauðsyn þess að „endurheimta samningsréttinn", verði látnir við- urkenna í verki að endurheimtin þurfi að tengjast einhverri þjóð- félagslegri ábyrgð og verða skilyrt breyttri vinnutækni. Vinnutækni sem gerir öllum kleift að neyta at- kvæðisréttarins og skýr lagaboð um það, hversu margir félags- menn í einu félagi verð að greiða vinnustöðvun atkvæði, áður en hún getur farið fram. Ég fæ ekki séð, að nokkuð sé athugavert við samningsrétt. EF ..., — og lýðræðisleg vinnubrögð eru viðhöfð í hvívetna. Nama að „samningsréttur" sé svo flókið hugtak, að „fólkið" geti ekki farið með hann án hjálpar hinna útvöldu. 10.11. 1983. Halldór Jónsson er rerkfræðingur og forstjóri Stevpustöóvarinnar hf. „Ég óska ykkur gæfu og gengis um leið og ég vona að þið þurfið aldrei á því að halda að kasta þessum netum í sjó,“ sagði Markús Þorgeirsson, neta- framleiðandi, er hann afhenti Rúnari Einarssyni, skipstjóra, björgunarnetin. Björgunamet Markúsar: Sala hefur aukist eftir að þýska skip- ið Kampen fórst „Er þýska skipiö Kampen strandaði við íslandsstrendur 1. nóvember síð- astliðinn var skipverjum bjargað í ís- lensk skip, með björgunarnetunum sem ég bý til og hef til sölu,“ sagði Markús Þorgeirsson í samtali við Morgunblaðið nú fyrir skömmu. Markús hefur vinnuhúsnæði í Hafnarfirði, skarnmt sunnan við höfnina, þar sem hann vinnur björgunarnetin og selur þau. „Ég byrjaði á þessu árið 1980 og síðan þá hafa 180 skipstjórar keypt' net í skip sín og báta. Eftir sjóslysið, þegar þýska skipið strandaði, og notagildi björgunarnetanna sann- aðist, hafa 15 net verið pöntuð, sem er töluverð aukning frá því sem áð- ur var.“ Netið er stórmöskvað og á teinum þess eru nokkrir korkar, sem að sögn Markúsar eiga að hafa sama fleytiafl og venjulegur björgun- arhringur. „Netið er fislétt og auð- velt í notkun,“ segir Markús. Hann viktar eitt tveggja manna net og í ljós kemur að það vegur um fjögur kíló. „Möskvar netsins eru miðaðir við að fullorðinn maður geti hæg- lega komið fótunum í gegnum þá,“ heldur hann áfram. „Við höfnina hérna í Hafnarfirði hefur nú verið komið fyrir fjórum netum og tvö eru væntanleg á næstunni." Rúnar Einarsson, skipstjóri á nótabátnum Fífli, sem gerður er út frá Hafnarfirði, var fyrsti maður- inn sem keypti björgunarnet Mark- úsar í bát sinn, eftir að Kampen strandaði við fslandsstrendur. „Á nýafstöðnu þingi Farmanna- og fiskimannasambandsins var rætt Markús sýnir hér hvernig björgun- arnetið virkar. Maðurinn festir sig í því og er síðan dreginn upp í bát. um að skylda alla báta til að hafa björgunarnet um borð,“ sagði Rún- ar. „Það er mikill kostur að hafa þessi net á skipum, sem eru há í sjó, því ef einhver fellur útbyrðis, er auðveldara að nálgast manninn. Þetta er ekki síður kostur á loðnu- bátum. Maður, sem fellur í sjóinn, missir oftast meðvitund mjög fljótlega og þá er hægt að „fiska“ manninn upp með þessum netum. Við keyptum tvö tveggja manna net á þennan bát,“ sagði Rúnar Ein- arsson. Markús sagðist framleiða netin í fjórum stærðum; fyrir einn mann, tvo, þrjá og fjóra menn. Verð á net- unum er mismunandi eftir stærð. Tveggja og þriggja manna net eru að sögn Markúsar á verðinu um 10.500 krónur og bætist söluskattur síðan ofan á það verð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.