Morgunblaðið - 17.11.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.11.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÖVEMBER 1983 55 Konur vinna stöðugt í í þjóðfélaginu og nú gerðust þau tíöindi að kona var í fyrsta skipti kosin í aðalstjórn LH. Var það Guðrún Gunnarsdóttir sem þann heiður hlaut og sést hún hér ávarpa þingið. ur fyrir valinu og mun hesta- mannafélagið Sörli sjá um fram- kvæmd þess. Það er töluvert mál að halda þing sem þetta, þar sem þing- fulltrúar eru 145 og útvega þarf gistingu fyrir 170—180 manns. Vélrita þarf og fjölrita gögn bæði fyrir og meðan á þingi stendur. Það voru einkum tveir menn sem báru hita og þunga af þessu þingi, þeir Sigurður Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri LH, og Guðmundur Sigurðsson, formaður Faxa. Kváðu þeir illmögulegt að reikna út heildarkostnað við þetta þing- hald. Kostnaður skiptist á ýmsa aðila og mikil sjálfboðavinna er unnin. Þó sögðu þeir að LH bæri allan kostnað vegna fjölritunar- kostnaðar á þingskjölum fyrir þingið. Hestamannafélagið sem heldur þingið, í þessu tilviki Faxi, sæi um að útvega hús fyrir þingið, gistingu fyrir alla fulltrúa og maka þeirra ef óskað væri eftir. Þingfulltrúar kostuðu allt uppi- hald sjálfir eða það félag sem þeir eru fulltrúar fyrir. Einnig sögðu þeir að mikil vinna væri í vélritun og fjölritun meðan á sjálfu þing- inu stendur og bæri Faxi allan kostnað við það. Þá voru þeir spurðir hvort þeir teldu þingin orðin of stór og svaraði Guðmund- ur því á þessa leið: „Ég leyni því ekki að mér finnst þetta orðið of stórt og þungt í vöfum. Þingin skilja ekkert minna eftir sig, þó fulltrúar séu færri. Árangur þing- anna ræðst mest af því hversu vel er unnið í nefndum." Hreinsaö til í óljósum málum 1 lok þingsins var einn af stjórn- armönnum LH tekinn tali og varð fyrir valinu Gísli B. Björnsson, gjaldkeri samtakanna. Hann hafði þetta að segja um þingið: „Ég verð að segja það, að mér finnst þetta þing hafa verið um margt mjög gott. Það sem gleður mig mest er að þingið hafði djörfung til að klára ýmis mál sem hafa verið að þvælast fyrir okkur og þá nefni ég númer eitt lög LH. Við höfum búið við gömul lög og um margt mjög ófullkomin og það sem varðar embætti mitt sem gjaldkera er náttúrulega alveg útilokað að all- ar tekjur skuli koma inn tíunda mánuð ársins. Og við vorum raunverulega tekjulausir þessa tíu mánuði. Nú, ég tel að þingið hafi hreinsað til í óljósum málum í sambandi við gæðingakeppnina, t.d. úrslitakeppnina. Þingfulltrúar voru vel virkir núna. Við höfum kvartað yfir hversu slæm þátttaka hefur verið í atkvæðagreiðslum. Núna snýst þetta við, 80—90% fulltrúa tóku að jafnaði þátt í at- kvæðagreiðslum." Og með þessum orðum gjald- kera LH er rétt að slá botninn í þessa umfjöllun um 34. ársþing Landsambands hestamannafé- laga. Dýrin og mannfólkið — eftir Benny Sigurðardóttur Undanfarið hafa skrif um hundahald í Reykjavík skipað veglegan sess í dagblöðum borgar- innar. Þó að hundahald sé bannað innan höfuðborgarsvæðisins, breytir það ekki þeirri staðreynd, að margir halda hunda í trássi við reglugerð þar um. Það er auðvitað ámælisvert að brjóta reglugerðir sem borgar- stjórn setur íbúum sínum, en hvers vegna er þessi reglugerð svo þverbrotin af fólki úr öllum stétt- um, því vitað er, að hundahald tíðkast jafnt meðal löggæslu- og stjórnmálamanna sem almenn- ings, og lái þeim hver sem vill. Að sjálfsögðu eru margar ástæður fyrir hundahaldi fólks, en ein megin ástæðan er vafalaust sú, að fylla upp í eyður í tilverunni, skapa sér og sínum þá ánægju sem fylgir því að annast dýr og efla ábyrgðartilfinningu ungra fjöl- skyldumeðlima. Sjálfsagt og eðlilegt er að segja viss skilyrði fyrir hundahaldi, en hundavinum og hundaræktendum er áreiöanlega ljúft að uppfylla slík skilyrði. Breyttar félagslegar aðstæður gera hlutverk hundsins og ann- arra gæludýra, stærra en áður fyrr, meðan hundurinn var aðeins þarfur þjónn bóndans eins og hesturinn, en sem gæludýr nánast óþekkt. Víða um lönd hafa gæludýr í vaxandi mæli verið tekin í þjón- ustu sjúkra og þeirra, sem eiga við félagsleg vandamál að stríða, auk þess sem öllum er hollt að annast dýr, og mætti margt um það rita. í skrifum um hundahaldið eða öllu heldur bannið, hefur mér fundist allt of lítið fjallað um þessi mál af sálfræðingum, lækn- um eða féiagsfræðingum, sem áreiðanlega þekkja öðrum betur notkun hunda og annarra gælu- dýra, í sambandi við félagsleg vandamál, og lækningu ýmissa sjúkdóma. Áhugasamt fólk innan þessara stétta hefur vafalaust margt fróðlegt fram að færa og væri æskilegt, að það léti frá sér heyra. Nauðsynlegt er að ræða þessi mál af víðsýni, velvilja og þekk- ingu á högum manna og dýra. Það yrði öllum aðilum til góðs og far- sældar er frá líður. Benney Sigurðardótlir er hús- stjórnarkennari, til heimilis í Hreragerði. Vestmannaeyjar: Fyrsta loðnan barst f morgun Vestmannaeyjar, 15. nóvember. FYRSTA loðnan á þessari vertíd barst hingað í morgun, alls 1300 tonn út tveimur skipum. Sigurður RE var með 800 tonn og Gígjan RE var með 500 tonn. Skipin voru um einn og hálfan sól- arhring að sigla af miðunum út af Norðausturlandi. Aflanum var landað hjá Fiskimjölsverksmiðju Einars Sigurðssonar og munu þessi tvö skip ásamt Heimaey VE og Guðmundi VE landa aflanum að öðru jöfnu hjá FES, en saman- lagður kvóti þessara fjögurra skipa mun vera um 30.000 tonn. Er því fyrirsjáanleg mikil vinnsla hjá FES í vetur, en verksmiðjan tók aftur til starfa í haust eftir nær 2ja ára stöðvun vegna hráefnis- skorts. Frá því verksmiðjan fór aftur í gang í haust hefur þar ver- ið stöðug vinnsla við bræðslu á kolmunna. - H.KJ. ODpioneer ... er fyrir fegurkera! fl----------------------- HIFI- X-2000 ábyrgð Magnari 2X50 wött --- Útvarp með LM — M og FM ,,Digital“ stafir. Hátalarar60 wött þrefaldir ,,3way“ Skápur með glerhurð Segulband Dolbi, 25-16.000 Hz. Verð kr. 28.460.- KTr~~ O MMMMMI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.