Morgunblaðið - 17.11.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.11.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1983 79 poppfréttir | Óhagganleg staðreynd: %> Þungarokkið er vinsælt! Illar tungur halda því oft fram, aö unnendur þungarokks séu mikl- um mun færri en menn vilja vera láta. í nýjasta fréttablaöi Steina hf., Dúndrinu, er hins vegar staö- festing á hinu gagnstæöa. Þar seg- ir m.a.: „Þungarokkstónlistin er svo sannarlega í hávegum höfö. Rokkskífurnar fjúka út jafnharöan og þær koma í verslanir hér á landi. Þrátt fyrir tímabundinn sam- drátt í plötusölu hér heima hefur þungarokksgeggjurum ekki þótt viö hæfi aö draga neitt í land." Því til stuönings bendir blaöiö á, aö plöturnar með AC/DC, Y&T og Krokus hafa hreinlega rokiö úr verslununum og svipaöa sögu er hægt aö segja af ýmsum öörum skífum. Segi menn svo, að þungarokkið (bárujárnsrokk vil ég nú heldur nefna þaö, innsk. -SSv.) sé ekki vinsælt. Járnsíöan tekur undir um- mæli Dúndursins og blæs á skoö- anir annars efnis. Angus Young og Brian Johnson f AC/DC. Sex ungar sveitir og Tappi Tíkarrass að auki — Músíktilraunir SATT og Tónabæjar hefjast í kvöld Músíktilraunir SATT og Tóna- bæjar hefjast í kvöld, fimmtudag, kl. 20 í Tónabæ, eins og reyndar hefur ítrekað verið skýrt frá á Járnsíöunni. Þær sveitir, sem koma fram í kvöld, hafa þegar ver- iö valdar. Fyrst er aö nefna hljómsveitina Rit, þá flokkinn %, Tidon, Þarma- gustana, 69 á salerninu og Afsak- iö. Sex hljómsveitir, sem allar eiga þaö samnefnt aö vera lítt þekktar, nema ef vera skyldi Afsakiö. Sérstakur gestur kvöldsins veröur hljómsveitin Tappi Tíkar- rass og fer nú hver að veröa síö- astur aö berja þau fjögur augum því ef marka má oröróm og blaöa- skrif er stutt í aö Tappi Tíkarrass deyi drottni sínum. Hljómsveitin mun m.a. kynna lög af rétt óút- kominni plötu sinni, Miranda. Aö sögn Ólafs Jónssonar, for- stööumanns Tónabæjar, er lögö á þaö rík áhersla, aö áhorfendur séu virkír þátttakendur í þessum Mús- íktilraunakvöldum. Þeir gefa hverri sveit atkvæöi í samræmi frammistööuna og tvær hæstu sveitirnar á hverju komast áfram í úrslitakeppnina 9 desember. viö stiga- kvöldi Kynnir á þessum kvöldum verö- ur útvarpsmaöurinn góökunni Ásgeir Tómasson. Ásgeir er greindur og geðþekkur Gaflari eins og mörgum mun e.t.v. kunnugt. Þess skal loks getiö hér, aö ákveöiö hefur veriö aö BARA- Flokkurinn komi fram næsta fimmtudag. Hann mun þá jafn- framt kynna lög af nýrri plötu sinni, sem er væntanleg innan skamms. Með nöktum í Safari i frétt á síöustu Járnsíöu um tónleikaherferö Pax Vobis og Sonus Futurae var skýrt frá því, aö flokkarnir myndu koma fram í Safari þann 24. nóvem- ber. Halldór Lárusson, trommari sveitarinnar Með nöktum, haföi samband viö Járnsíöuna vegna þessa og sagöi þetta ekki rétt. Meö nöktum ættu aö spila í Safari þetta kvöld, en vegna misskilnings heföi veriö tvíbókaö á þetta kvöld. Kikk ræður trommara Þótt hljómsveitin Kikk sé ekki gömul hafa þegar verið geröar tvær breytingar á skip- an hennar. Sú fyrri varö er Gunnar Rafnsson gekk í Egó og Nikulás Róbertsson tók sæti hans og sú síöari átti sér staö i síöustu viku. Þá gekk trymbillinn úr sveitinni en hans sæti tekur Jón nokkur Björg- vinsson. Jón þessi sat áöur á bak viö trommusettiö hjá hljómsveit- inni KOS (Choice?) og skilaöi hlutverki sínu þar meö mikilli prýöi. Er ekki aö efa aö hann á eftir aö reynast Kikk góöur liösauki þegar fram líöa stund- ir. Þessa dagana mun hann vera aö koma sór inn í pró- grammið hjá sveitinni. Tónleikar í Flensborg Þrjár hljómsveitir efna til tónleika í Flensborgarskólan- um í Hafnarfiröi á föstudags- kvöld, 18. nóvember. Eru þaö Singultus, Omicron og nýr flokkur manna, sem nefnir sig Hýjaglívur & hýjalín. Tónleikar þessir hefjast kl. 21 að staðartíma og verö aö- göngumiöa er kr. 100. Tilvaliö tækifæri fyrir Gaflara aö kynna sér hvaö er aö gerast í rööum yngri poppara landsins. Heiðursgestur kvöldsins: Tappi Tíkarrass. CPM-áætlanir2 MARKMIÐ: Tilgangur námskeiðsins er að kynna frekari notkunarmöguleika CPM- áætlana við gerð framkvæmdaáætlana, m.a. varðandi kostnaðar- og framkvæmdaeftirlit. EFNI: - Upprifjun á CPM-áætlanagerð frá fyrra námskeiði, örvarit, tímaút- reikningar, kostnaðarmat. - Presidence örvarit. - Kostnaðareftirlit og greiðsluáætlanir. - Lykilatriði í framkvæmdaeftirliti. - Raunverkefni og tölvuvinnsla. ÞÁTTTAKENDUR: Námskeiðið er ætlað stjórnendum, skipuleggjendum og eftirlitsmönnum meiriháttar verka. Undirstöðuþekking í CPM-áætlanagerð nauðsynleg. LEIÐBEINANDI: Eiríkur Briem rekstrarhag- fræðingur. Lauk prófi í rekstr- arhagfræði frá Háskólanum í Linköping, Svíþjóð. Starfar nú sem fjármálastjóri Rafmagns- veitu Reykjavíkur. TÍMI: 24.-25. nóvember 1983 kl. 14—19,26. nóvember kl. 09-12 og 14-18, samt. 17 klst. Síðumúli 23, 3. hæð. TILKYNNIÐ ÞÁTTTÖKU í SÍMA 82930 ATH: Starfsmenntunarsjóður Starfsmannafélags ríkis- stofnanna greiðir þátttökugjald fyrir félaga sína á þessu námskeiði og skal sækja um það til skrifstofu SFR. STJÓRNUNARFÉLAG ÍSIANDS Ims^23 Kraftmikil (1000 watta) motor gef- ur hámarks sogkraft. Tvöfaldur rykpoki sem tekur 7 lítra. + allt annaö. GLÓEY HF. Ármúla 28 - 105 Reykjavík - Sími 81620

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.