Morgunblaðið - 17.11.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.11.1983, Blaðsíða 30
78 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1983 Psychic TV. ^rörntreöurupp meö Kuklinu í Tónleikar Psychic TV í MH í næstu viku: Einar Örn kemur fram frá London í gegnum gervihnött Nú hefur fengist endanleg staöfesting á því aó breska hljómsveitin Pscychic TV haldi tónleika hér á landi þann 23. nóv- ember, eóa í næstu viku. Þá vek- ur það vafalítió ekki síður athygli, að tónleikarnir veröa haldnir í Menntaskólanum vió Hamrahlíö. Annaö og jafnframt ákaflega forvitnilegt atriöi um leiö er sú staöreynd, aö reyna á aö flytja Ein- ar Örn Benediktsson (Purrkur Pillnikk, iss! og nú síöast Kukl) inn á þessa tónleika í gegnum gervi- hnött. Takist þaö er |jetta aö sjálf- sögöu í fyrsta sinn, sem gervihnetti er beitt í tengslum viö tónleika hér á landi. Hljómsveitin Kukl kemur fram á þessum tónleikum, en þar sem höfuðpaurinn, Einar Örn, er í námi erlendis er hugmyndin sú, aö tón- leikarnir veröi símsendir til Bret- lands, en mynd Einars og rödd hans síöan sendar þaðan hingaö til lands á tónleikana. Veröur mynd hans varpaö upp á stóran skerm á sviöinu, en röddin flutt í hátalara- kerfi hljómleikanna (sjá skýringar- mynd). Þegar þetta er ritaö liggur ekki fullkomlega Ijóst fyrir hvort þetta tekst, en meö vilja góöra og færra manna og þá ekki síöur í Ijósi þess aö í ár er ár fjarskiptanna er von- andi aö þetta uppátæki veröi til þess að brjóta blaö i íslenskri poppsögu. Af hverju ísland? Hvaö þaö er sem veldur því aö Psychic TV vill endilega halda fyrstu tónleika sína hér á landi (hljómsveitin hefur aldrei komiö fram á sviöi áöur) er ekki á færi venjulegs fólks aö greina. Skýring- in á tónleikastaönum er hins vegar sú, aö hljómsveitin vildi leika sem allra næst Öskjuhlíöinni, þar sem stærstu álfabyggöir og orku- uþpsprettur höfuöborgarsvæðis- ins ku vera aö finna. Psychic TV er um flest einstök hljómsveit, hvernig svo sem á mál- iö er litiö. Hún er t.d. fyrsta hljómsveitin í 16 ár, sem CBS-risa- plötufyrirtækiö gerir samning viö án þess hún hafi nokkru sinni kom- iö fram á tónleikum eöa hafi hugs- aö sér tónleikaferöalag til þess aö fylgja eftir plötum sínum. Sú staðreynd, aö Psychic TV hefur enn ekki haldiö neina tónl- eika hefur vakiö óskipta athygli og ekki vekur þaö minni eftirtekt aö ísland skuli veröa fyrir valinu þegar efnt er til fyrstu tónleikanna. Vegna þessara fregna hafa öll virt- ustu poppblöö Breta ákveðiö aö senda blaöamenn hingaö til lands með sveitinni. Jafnframt hefur heyrst, aö blaöamenn frá Noröur- löndum hyggist sækja okkur heim i sömu erindagjöröum. „Holophonic“-tæknin Tónlist Psychic TV er undarleg- ur samsetningur. Kennir þar áhrifa frá klassík og allt út í austurlenska trúartónlist. Diskó, pönk og gre- gorískur messusöngur er ennfrem- ur nokkuö, sem bregöur fyrir í sumum laganna. Þá er hljóöfæra- valiö ekki síöur kyndugt; tíbetskir iúörar geröir úr mannalærleggjum og tóntölvur gefa e.t.v. til kynna öfgana til beggja átta. Psychic TV hefur sent frá sér tvær plötur. Sú nýrri er tekin upp meö svonefndri „Holophonic"- tækni ítalska uppfinningamannsins Zuccarelli. Meö þessari tækni ööl- ast hlustandinn rúmskyn, sem felst í því að tónarnir koma úr öllum áttum; aö aftan og aö framan, aö ofan jafnt sem aö neöan. Þessi lítt þekkta tækni hefur enn sem komiö er lítt rutt sér til rúms á hljómplöt- um, en t.d. má nefna aö Pink Floyd fékk leyfi til aö taka upp eilítinn hluta síöustu plötu sinnar meö þessari tækni. Forsala aögöngumiöa á þessa tónleika, sem viröast hafa alla buröi til aö geta oröiö meö öllu ógleymanlegir, er þegar hafin í Gramminu á Laugavegi 17. Fyrstu 230 miöunum fylgir sérstakur bæklingur frá Psychic TV, auk þess sem því er lofaö aö handhafi miöa nr. 666 (Number of the Beast?) uppskeri eitthvaö óvænt og gleöilegt. Skýringarmynd af hinum tækmlega tónlistarflutningi. ___________ Sveit Gary Moore. F.v.; Murray, Paice, Carter og Moore. Gary Moore fær enn aukið lið Þott nafn Gary Moore sé á hraöri uppleiö á stjörnuhimni þungarokkaranna er hann enn sem komið er fremur lítt þekktur hérlendis. Á því kann þó aö veröa breyting innan skamms, þar sem hann hefur nú fengiö til liös viö sig fágætt safn manna. Áöur voru þeir lan Paice, trymb- ill, og Neil Murray, bassaleikari, komnir til liðs viö Moore og nú hef- ur Neil Carter, gítarleikari, bæst í hópinn. Þá Paice og Murray ætti vart aö þurfa aö kynna, enda báöir úr Whitesnake hér i eina tíð. Carter kemur úr UFO heitinni. Hörkumaö- ur þar á ferö. Þannig skipuö heldur hljómsveit Gary Moore inn í hljóöver einhvern næstu daga. Platan hefur þegar hlotiö nafn, þótt ekki sé hún full- gerö. Á hún aö heita „Law of the Jungle" eöa „Frumskógarlögmál- iö“. Ótrúlegir erfiöleikar hjá Anti Nowhere League Anti Nowhere League hefur átt í óhemjumiklu basli viö aö koma út hljómleikaplötu sinni, „Live In Jugoslavia", en nú viröist sem eitthvaö kunni aö vera aö rofa til. Scotland Yard geröi 6000 eintök af plötunni upptæk fyrir nokkrum vikum og hefur síöan staöið í þófi vegna orðalags í laginu „So What“. Þaö fékkst þó lamiö í gegn, en þá tók ekki betra viö. Gæöaeftirlitsmenn plötupress- unarfyrirtækisins neituöu nefnilega aö hlusta á textann í laginu á þeim forsendum, aö hann væri ósiösam- legur. Sat þá allt fast á ný. Reyndi útgáfufyrirtækiö aö fá eftirlitsmennina til þess aö gefa plötunni grænt Ijós, án þess að hlusta á þetta eina lag, en þá greip verkalýösfélagiö í taumana. Meö slíkri ákvöröun væri veriö aö hafa vinnu af eftirlitsmönnunum. Aö endingu var því ákveöiö aö skipta um pressufyrirtæki og þá loks tókst að koma skífunni út. Svo eru Mikki Pollock og félagar aö kvarta!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.