Morgunblaðið - 17.11.1983, Side 12

Morgunblaðið - 17.11.1983, Side 12
00 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1983 • • Ondvegisrit Bókmenntir Erlendur Jónsson FERÐABÓK SVEINS PÁLSSON- AR. Dagbækur og ritgerðir. I.—II. 813 bls. Bókaútg. Órn og Örlygur hf. Reykjavík, 1983. Ferðabók Sveins Pálssonar kom fyrst út 1945, þetta er önnur út- gáfa. Bókina ritaði Sveinn á dönsku. Jón Eyþórsson, Pálmi Hannesson og Steindór Stein- dórsson þýddu hana á íslensku og önnuðust fyrri útgáfu, Jón þó mest. Steindór er nú einn eftir þremenninganna og hefur hann séð um þessa aðra útgáfu. Er hún ljósprentuð eftir fyrri útgáfunni, nema hvað Steindór hefur nú auk- ið við »Nokkrum lokaorðum* þar sem hann minnist samstarfs- mannanna. Frá fyrri útgáfu er hins vegar æviágrip Sveins Páls- sonar, ritað af Jóni Eyþórssyni. Er þar mjög stuðst við ævisöguágrip það sem Sveinn lét sjálfur eftir sig. Sveinn Pálsson var Skagfirðing- ur, fæddur á Steinsstöðum 1762, en dó 1840 í Suðurvík í Mýrdal þar sem hann hafði búið síðustu þrjá áratugina. Sveinn Pálsson var átjándu ald- ar maður í orði og athöfn. Á seinni hluta þeirrar aldar voru náttúru- vísindin leidd til öndvegis í menntaheiminum. Þá var að mótast sú hugmynd að menn gætu létt Iífsbaráttuna með því að ná tökum á náttúruöflunum. En nátt- úruvísindin voru ómótuð og marg- ir endar lausir í rannsóknarstarfi. Sveinn Pálsson nam læknisfræði að nokkru leyti hér heima en sigldi síðan til Hafnar til að full- numa sig. En hann sinnti ekki að- eins læknisfræðinni heldur lagði hann einnig stund á náttúruvís- indi og vonaðist eftir kennslu- starfi við latínuskólann sem þá var í Reykjavík (Hólavallaskóli). Læknisprófi lauk hann ekki en hlaut styrk til rannsókna á Is- landi, kvaddi Höfn í þeim vændum að snúa þangað aftur og ljúka prófi, en það varð ekki. Hann kvæntist og varð með góðra manna hjálp bóndi og læknir, þótt ekki hefði hann lokið prófi í grein- inni. Sveinn Pálsson hefur í bland verið hneigður til skáldskapar og lista. Og ekki buðust öllum þau tækifæri sem honum voru lögð í hendur. En fyrir honum fór sem mörgum hæfileikamanninum að hann skipti sér um of. Þess iðraði hann sáran á elliárum. Þegar hann leit yfir liðna ævi þótti hon- um sem illa hefði spilast úr fyrir sér. Hann var alla tíð fátækur. f Höfn hefði hann gjarnan viljað njóta heimsins og menningarinn- ar lystisemda. En fátækur stúdent utan frá íslandi gat þá engan veg- inn blandað sér í hóp ungra menntamanna í borginni við Sundið. Hann hafði ekki efni á að halda sig til jafns við þá. Flestir héldu stystu leið til prófs- og starfsréttinda. Sveinn Pálsson slysaðist til að víkja af þeim vegi. Þegar Sveinn Pálsson hlaut styrkinn til íslandsrannsókna fylgdi nákvæmt erindisbréf. Ferðabókin — sem er nú raunar dagbók mestanpart — var því nokkurs konar skýrsla sem hann skyldi leggja fram til að sýna fram á að hann hefði unnið fyrir Sveinn Pálsson kaupi sínu. Þar kennir margra grasa. Eins og að líkum lætur á þeirri hagsýnisöld er saman blandað athugunum á landshögum og náttúru. Veðurfarsathuganir gerði Sveinn margar. Einnig gaf hann talsverðan gaum að mynd- unarsögu landsins enda þótt jarðfræði í nútímaskilningi væri þá mjög svo ómótuð fræðigrein. Þá athugaði hann jökla. Róman- tíkin var ekki komin til sögunnar. Eigi að síður ber við að Sveinn gefi hrifningu sinni lausan taum- inn, fegurðarsjónarmiðin og fræðimennskan blandast saman líkt og hjá Jónasi síðar. En ofar á blaði var það átjándu aldar sjón- armið að skyggnast eftir því sem að gagni mætti verða í búskap og lífsbaráttu þjóðarinnar. Hjátrú var hér landlæg. Fræði- maður, sem hugðist styðjast við frásagnir fólks og lýsingar á ýms- um náttúrunnar fyrirbærum, varð að reyna á dómgreind sína til hins ýtrasta vildi hann greina hjátrú frá raunveruleika. Maður gat komið til hans og lýst fyrir honum rostungi eða einhverri annarri Steindór Steindórsson sjaidséðri skepnu. En sá hinn sami gat líka sagt frá kynnum af sjóskrímsli. Hvernig átti vísinda- maður að komast að raun um að lýsingin á fyrrtöldu skepnunni kæmi heim og saman við raun- veruleikann, en siðartalda fyrir- bærið væri hugarburður? Það var ekki aðeins að sauðsvartur almúg- inn gerði sér furðulegar hugmynd- ir. Lærðum gat líka skjöplast. Til dæmis hélt Skúli Magnússon fram þeirri skoðun í viðræðum við Svein að rauðmaginn og gráslepp- an væru tvær tegundir — þó svo að hrogn hefðu enn ekki fundist í rauðmaganum. Það markar nokkuð svipmót þessarar reisubókar að Sveinn ferðast um landið skömmu eftir Móðuharðindi. Slíkar hörmungar þurrkast ekki svo brátt út úr með- vitund þjóðarinnar. Hins vegar fór hagur íslendinga batnandi á búskaparárum Sveins. Þegar hann lést var ný tíð runnin upp og ný kynslóð komin fram á sjónarsviðið með Fjölmismenn í broddi fylk- ingar. En þær hræringar hafa ekki haft mikil áhrif á gamla manninn. Ævisöguágrip það, sem hann lét eftir sig og Jón Eyþórs- son skírskotar víða til eins og fyrr segir, skrifaði hann á efra aldri á sinnar tíðar íslensku. Það er mót- að af átjándu aldar stíl og máli. Fjarri hefur það ritmál verið ís- lensku talmáli. Það var embætt- imanna og lærðra manna stíll sem Sveinn hafði ungur tamið sér að hætti fyrirmanna; og hann skrif- aði sögu sína í þriðju persónu. En þó svo að þessir karlar skrifuðu tyrfinn og einkennilegan stíl komu þeir til skila því sem þeir vildu sagt hafa, jafnvel viðkvæmustu einkamálum. Saga Sveins lýsir fjölmenntuðum og — þegar öllu er á botninn hvolft — tilfinningarík- um manni. Þýðing þeirra, þremenninganna, er með miklum ágætum. Einnig hefur útgefandi gert ritið svo veg- lega úr garði sem slíku öndvegis- riti hæfir — með skrautlegum titilsíðum og mjög góðri prentun korta og mynda. Sveinn Pálsson var fyrst og fremst læknir og menntamaður og mikils virtur sem slíkur. Jón Ey- þórsson segir að hann hafi eignast »marga vini meðal lærðra samtíð- armanna heima og erlendis, en virðist ekki hafa verið til þess fall- inn að koma sér í mjúkinn hjá valdamönnum, enda var lengi undarlega illa að honum búið um laun og lífskjör.* Getur Jón þess einnig að ekkert blað eða tímarit hafi minnst hans er hann féll frá. Við lá að handritið að Ferðabók- inni glataðist. Sagt er að Jónas Hallgrímsson hafi bjargað því frá glötun með því að kaupa það fyrir eigið fé. Síðan seldi hann Bók- menntafélaginu. Ferðabók Sveins Pálssonar er ekki aðeins vísindarit. Hún er líka bókmenntaverk sem sérhver fs- lendingur verður að vita nokkur deili á. Endurkoma hennar á markaðinn nú er þvi sérstakt fagnaðarefni. Erlendur Jónsson 1 JL IM flMk ** |Ý m ffr1 ** jr» ’ * fjfc ^ - i- t I* 4 w flLiJPij Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir A Compassionate Peace Varla líður sá dagur, að Mið- austurlönd séu ekki í fréttum um allan heim, margir eru þeirrar skoðunar að þar sé hættulegast ástand mála allra staða og er þó ókyrrð og ólga víða. Hæst ber vitanlega samskipti ísraela og Araba og ótal greinar hafa verið skrifaðar um það efni, málsmet- andi áhrifamenn vítt um veröld fjalla um það, en sem stendur virðist ekki nein lausn í sjónmáli á vandamálunum sem er við að etja í þessum heimshluta. Sadat sálugi Egyptalandsforseti komst svo að orði, að Miðausturlönd gætu verið unaðsreitur heimsins ef tækist að koma þar á friði milli þeirra afla sem eigast við. Sem stendur er ekkert sem bend- ir til annars en svæðið verði enn um hríð blóðugur táradalur þar sem ósveigjanleiki, tortryggni og grimmd hafa orðið yfirsterkari allri viðleitni til að jafna ágrein- inginn. Eins og gefur að skilja er harla erfitt að skrifa bók um ástand mála í Miðausturlöndum, þar gerist allt svo hratt og um- fram allt er þar alltaf eitthvað að gerast, að hætt væri við að bók af slíku tagi væri um margt orðin úrelt, þegar hún kæmi fyrir sjónir lesenda. Everett Mendelsohn hefur í bók sinni, A Compassionate Peace, hefur komizt ljómandi vel frá verki sínu. Bók hans er í senn ótrúlega upplýsandi, bæði fyrir þá sem glöggt fylgjast með gangi mála og hina sem hafa ekki gert meira en gára yfirborðið. Ein- kunnarorð bókarinnar eru tekin frá William Penn, upphafs- manni kvekara á sínum tíma: „Force may subdue, but love gains. And he that forgives first wins the laurel ... Let us then try what love can do.“ Auðvitað eru mál ekki svo ein- föld í löndunum fyrir botni Mið- jarðarhafs, að þar sé hægt að leiða kærleikann einan til önd- vegis og leysa þar með öll mál. En víst gæti það orðið friði til framdráttar, að menn sýndu töluvert meiri skilning og um- burðarlyndi, og er þar átt við að skynja ljós fortíðar ekki síður en nútíð og framtíð. Everett Mendelsohn hefur unnið prýðilegt verk með bók- inni og gerir viðamikið og flókið mál bæði læsilegt og líklegra að lesendur fái betri skilning en fyrr á því sem er á seyði í Mið- austurlöndum eftir lestur henn- ar. Hangir vart í meðallagi Kiss Lick It Up Casablanca/Fálkinn Hljómplotur Sigurður Sverrisson Einhverra hluta vegna hefur Kiss aldrei fallið mér almenni- lega í geð. Eitt og eitt laga þeirra hefur þó náð að vekja athygli mína, en meira hefur það vart verið. Eftir plötuna Creatures Of The Night, sem kom út fyrr á þessu ári eða í lok þess síðasta, afskrifaði ég fjórmenningana al- veg. Eg var á því að láta Lick It Up sigla lönd og leið er ég heyrði titillagið fyrir tilviljun. Þetta reyndist vera hið ágætasta lag, bara skrambi gott og við nánari hlustun virðist eitt og annað hafa batnað hjá fjórmenningun- um farðalausu. Þótt yfirbragð plötunnar sé ekki ósvipað því sem ég hefi áður heyrt hjá Kiss er meira „trukk" í lögunum en áður og þau meira grípandi án þess þó að detta út úr þeim ramma, sem þeim er óneitanlega settur, þ.e. þunga- rokk. Sem fyrr eru það þeir Paul Stanley og Gene Simmons, sem bera hitann og þungann af tón- listinni en Vinnie Vincent, nýi gítarleikarinn, gerir það gott og Eric Carr lemur húðir af krafti, en ekki alltaf af jafn mikilli lip- urð að sama skapi. Það hefur verið sagt um David Coverdale í Whitesnake, að text- ar hans fjalli ekki um neitt ann- að en kvenfólk og hvernig heppi- legast sé að fleka það. Fleiri þungarokkssveitir hafa hlotið svipuð ummæli fyrir ófrumlegar textasmíðar, en ég held ég hafi aldrei lesið jafn kynferðislegan texta við nokkurt þungarokkslag og í lagi Kiss Fits Like A Glove. Hræddur er ég um, að eitthvert eftirlit hefði kippt í taumana ef slíkt hefði verið fest á blað, hvað þá heldur þrykkt í plast hér heima. Annars eru textar Kiss svipaðir því sem gerist hjá öðr- um sveitum á svipaðri línu, hvorki verri né betri. Lick It Up er tvímælalaust besta lag þessarar plötu og því var það nokkur falssýn, er ég heyrði það upphaflega. All Hell’s Breakin’ Loose er einnig gott lag og vert er að veita gítarsólóum í lögunum Not For The Innocent og Gimme More athygli. Engin bylting, en allrar athygli vert. Annað er það nú varla á þessari plötu, sem er fyrir ofan meðal- lag. Ekki spor — stökk í rétta átt Mötley Criie Shout At The Devil Elektra/Steinar Við fyrstu sýn mætti halda að Mötley Crúe væri einhverskonar blendingur af Kiss og Robert Halford í Judas Priest. Þegar hlustað er á tónlistina kemur glöggt í ljós, að Crúe lýkist hinu fyrrnefnda miklu meira en því síðarnefnda. Þó er talsvert ann- að yfirbragð á tónlist Motley Crúe en Kiss og hún er miklu kröftugri. Mötley Crúe er ekki þekkt hljómsveit hér á landi, en í heimalandi sínu, Bandaríkjun- um, hefur hún ört verið að koma undir sig fótunum. Shout At The Devil er önnur plata sveitarinn- ar og það verður að segjast hreint út, að hún er mörgum gæðaflokkum ofar þeirri fyrstu. Hljómsveitin telur fjóra menn; Nikki Sixx/bassi og söng- ur, Vince Neil/söngur, Mick Mars/gítar og söngur og Tommy Lee/trommur og söngur. Upp til hópa er hljóðfæraleikurinn ágætur, þótt mér finnist bassinn fuilmáttlaus á köflum og hljóm- urinn í bassatrommunni flatur. Slíkt er áberandi jafn hraustlega og trommarinn notar hana. Söngurinn er kröftugur og rödd- in liggur einhvers staðar mitt á milli Plant og Steven Tyler í Aerosmith. Það er ekki slegið slöku við á Shout At The Devil. Titillagið fylgir á eftir upphafsstefi, sem ber nafnið In The Beginning, og á að hljóma voðalega djöfullega. Hins vegar farast Black Sabbath og öðrum sveitum slíkar þreif- ingar miklu betur úr hendi. Þótt ég eigi óskaplega erfitt með að sætta mig við það „image“ sem hljómsveitin hefur skapað sér verður því ekki á móti mælt, að sum laganna eru skrambi hressileg. Nægir þar að nefna Knock ’em Dead Kid, Looks That Kill, Bastard og svo Helter Skelter Bítlanna. Hressi- leg útfærsla það. Mötley Crúe ber þess nokkur merki að vera bandarísk sveit. Nokkrum sinnum hefur henni þó tekist að sleppa undan silki- hönskum upptökumannsins og útkoman er óheflað rokk. Ekki kannski á meðal þess allra besta í þungarokkinu í dag, en óneit- anlega stökk í rétta átt frá fyrstu plötunni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.