Morgunblaðið - 17.11.1983, Síða 13

Morgunblaðið - 17.11.1983, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1983 61 Æviþættir og mannaminni Bókmenntír Erlendur Jónsson SAGA STRÍÐS OG STARFA. Æviminningar Hallgríms Jónssonar frá Dynjanda. Erlingur Davíðsson bjó til pr. 152 bls. Skjaldborg. Akureyri, 1983. Erlingur Davíðsson segir frá því í formála hvernig fundum þeirra Hallgríms Jónssonar bar saman: Hallgrímur hafði skráð ævisögu sína, hélt með hana til höfuðborg- arinnar í leit að útgefanda en sneri bónleiður til búðar. En til að gera honum einhverja úrlausn réðu útgefendur honum að snúa sér til Erlings í þeim vændum að minningar hans fengju inni í safn- ritinu »Aldnir hafa orðið« sem Erlingur skrásetur og ritstýrir. Hygg ég að þeir hafi ráðið honum heilt. Mikið styttar hefðu þessar endurminningar orðið mun læsi- legri. En Erlingur og þeir hjá Skjaldborg völdu hinn kostinn að gefa þetta út svo til óbreytt og segir Erlingur sinn þátt að verkinu hafa falist »í vélritun og tillögum um smávægilegar breyt- ingar.« Gallinn í þessum endurminn- ingum felst einkum — eins og í fleiri slíkum — í endurtekningum og meiningarlausum málalenging- um. Svo ég finni orðum mínum stað tek ég sem dæmi eftirfarandi á bls. 24: »Þar bjuggu Guðrún Guðmundsdóttir og Majas Jóns- son á móti Guðmundi Tómassyni.* Og síðan á næstu opnu: »Sem fyrr segir hétu hjónin á Leiru, sem ég var ráðinn hjá, Guðrún Guð- mundsdóttir og Majas Jónsson ... Hinn ábúandinn á Leiru var Guð- mundur Tómasson.« Þetta hefði Erlingur átt að laga — og fleira af sama tagi. Óþarfar tel ég athuga- semdir eins og: »Fólk þekkti lítt til þæginda ... « og »Þá voru nú ekki styrkirnir ... « Margendurteknar eru skýringar á því hvers vegna efnahagur stórbænda fór þverr- andi á fyrstu áratugum þessarar aldar. Nóg hefði verið að útskýra það einu sinni. Tel ég óhjákvæmilegt að benda á þessi atriði enda þótt margt megi gott um þessar endurminn- ingar segja. Lítið er um stríð í bókinni þótt hún heiti »Saga stríðs og starfa« — en meir af hinu síðartalda. Hallgrímur Jóns- son fæddist af fátæku foreldri. Ekki var undir hann mulið í bernsku og æsku, síður en svo. Hann þráði skólamenntun, en slíks var enginn kostur. Hins veg- ar varð hann svo heppinn að fá tilsögn hjá sjálfmenntuðum bónda í fræðum þeim sem síðar komu honum að gagni er hann varð hreppstjóri og forvígismaður í fé- lagsmálum sveitar sinnar. Fyrst og fremst er þetta saga erfiðis- manns sem stritaði mikið og lengi fyrir naumum arði. Lífsbaráttan reyndi mikið á þor og krafta en var friðsæl hvað mannlegu sam- Hallgrímur Jónsson frá Dynjanda. skiptin varðaði. Bjart er yfir minningum Hallgríms Jónssonar. En tilþrif eru ekki mikil í sögu hans. Hann er maður orðvar og sérlega umtalsgóður og gerir meira að því að minnast samferða- manna á lífsleiðinni en að segja frá þeim. Mannlysingar — sem raun- verulega geta nefnst því nafni — eru því af skornum skammti í sögu hans. Nánast allir eru góðir og hjálpsamir, og sé þeim grun lætt að lesandanum að út af því hafi brugðið eru höfð um það svo fá orð og ópersónuleg sem framast er kostur. Hallgrímur Jónsson var lengi bóndi á Dynjanda við Leirufjörð sem er einn Jökulfjarða. Þar lifði fólk jöfnum höndum af sjó og landi. Jarðir voru erfiðar til bú- skapar. Sjávargagnið var því nauðsynlegt til lífsviðurværis. En þarna var afskekkt. Og að lokum fór allt í eyði. Bregða þeir atburðir auðvitað skugga yfir minningar Hallgríms, en hann var þá kominn á efra aldur þegar hann brá búi og fluttist til ísafjarðar. Hallgrímur hlaut oft að komast í hann krappan á sjó þótt hann geri jafnan lítið úr eigin afrekum. Hann segist hafa vanist »þessu og sannast máltækið oftast, að það verður hverjum list sem hann leikur.« Og það er hverju orði sannara. Er því naumast að vænta að mað- ur sem fyrst hefur ritstörf á efri árum kunni strax öll tök á þeirri vandasömu list. Erlendur Jónsson Merkur brautryðjandi Bókmenntir Erlendur Jónsson ATHÖFN OG ORÐ. Afmælisr. helg- að Matthíasi Jónassyni áttræðum. Ritstj. Sigurjón Björnsson. 287 bls. Mál og menning. Reykjavík, 1983. í bók þessari eru sautján rit- gerðir eftir vini og velunnara Matthíasar Jónassonar, þar að auki Ritaskrá Matthíasar Jónas- sonar 1936—1982 eftir Einar Sig- urðsson. Fyrsta ritgerðin ber sömu yfirskrift og bókin. Athöfn og orð, og er Broddi Jóhannesson höf- undur hennar. Þar er fyrst rakinn í stórum dráttum æviferill Matthíasar þar til hann hóf skóla- nám, fullorðinn maður. Mennta- skólanámi lauk hann á tveim ár- um og hafði þá aldur fram yfir flesta sem ljúka háskólaprófi. En hann lét aldurinn ekki aftra sér frá að hefja langt — og að ýmsum hefur þá vafalaust virst heldur óráðið háskólanám í Þýskalandi sem hann lauk þar með doktors- gráðu. Eftir að heim kom gerðist Matthías mikilvirkur rithöfundur í fræðum sínum, og það svo mjög að enginn hefur enn farið fram úr honum á þeim sviðum. Fljótlega varð hann prófessor við Háskóla íslands og mótaði þar frá grunni kennslu í uppeldisfræðum. Er Matthías Jónasson hóf kennslu við Háskóla íslands bar hann með sér andrúmsloft rótgró- inna menntastofnana á megin- landi Evrópu. Þegar hann birtist á bak við kennaraborðið fór ekki framhjá neinum að þar var kom- inn maður sem sjálfur hafði num- ið mikil fræði. Þýskaland var á nítjándu öld öðru fremur land heimspeki og hugvísinda. Þau fræði eru ekki öllum þekkileg nú á tímum. En Matthías fór svo með tyrfin hugtök að þau urðu einföld þegar hann hafði útskýrt þau. Hann leitaði að mannlega kjarn- anum í flóknum og stundum nokk- uð háspekilegum kenningum. Broddi Jóhannesson líkir starfi Matthíasar við hrosshársreipi, en getur þess jafnframt að sú samlík- ing kunni að þykja langsótt »á tölvuöld, þegar árétta skal traust- leika og snyrtibrag í vinnubrögð- um vísindamanns og rithöfundar.* Broddi getur allra meginrita Matthíasar. Hann segir meðal annars að Athöfn og uppeldi, sem kom út 1947, sé »samfelldasta og ítarlegasta rit í uppeldisfræðum, sem samið hefur verið á vora tungu.« Broddi telur upp ýmis störf Matthíasar, auk ofangreindra. Til dæmis var Matthías fyrrum kvaddur til ráðgjafar þegar meiri- háttar breytingar voru á döfinni í skólakerfinu. Af einu slíku tilefni skrifaði Matthías: »Verklærðir menn í öllum atvinnuvegum, menntaðir og framtakssamir kunnáttumenn við alla fram- leiðslu þjóðarinnar, það á að vera kjörorðið í skólamálum okkar næstu áratugi.* Þetta er stórvit- urlega mælt. Hitt getur hver og einn dæmt fyrir sig hvort farið hafi verið eftir þessum heilræðum. Broddi bendir á að vígorðin: »menntunin er besta fjárfesting- in« — sé ein þeirra upphrópana »sem svo gálauslega hefur verið farið með á undanförnum árum, að við slysum hefur legið.« Og hann skírskotar til orða Matthías- ar þar að lútandi þar sem meðal annars segir að fræðslukerfi þjóð- ar sé ekkert undratæki »þar sem fjármunir ávaxtist áhættulaust.* Og ritgerð sína endar Broddi á að vitna til þessara orða Matthíasar: »Markmið uppeldisins er samfé- lagshollur einstaklingur í anda vaxandi menningar.« Sú hljómplata sem ég hef hlakkað hvað mest til að heyra á þessu ári er plata Elvis Costello „Punch the Clock". Eftir frá- bæra hljómplötu í fyrra, sem alltof margir fóru á mis við, var ekki að vita hvort drengurinn gæti staðið við sitt og haldið gæðamerkinu á lofti. En efinn var ástæðulaus, því það tókst honum og gott betur. Að vísu er nokkur munur á tónlistinni en varla má á milli sjá hvor sé betri. Á „PTC“ eru 13 lög, tólf þeirra eru létt popplög sem skiptast í rólegan, þægilegan hóp og síðan spenntan og drífandi hóp. Þar liggur munurinn milli þessarar skífu og þeirrar næstu á undan. Ekki veldur sá er varar, og víst er að Matthías Jónasson á ekki sök á því hve íslenskt skólakerfi hefur nú hraðvaxið að umfangi en að sama skapi minnkað að gæðum. »Fimmti áratugur þessarar ald- ar mun vera eitt frjóasta skeið ís- lenzkrar skólasögu,« segir Broddi Jóhannesson. Það er vafalaust rétt. Síðan er mikið vatn runnið til sjávar. Broddi bendir á að íslensk tunga sé ekki langþjálfuð í notkun sér- fræðihugtaka. Það er og hverju orði sannara. Þegar Matthías tók að rita um uppeldis- og kennslu- fræði fyrir fjórum áratugum var íslenskan allsendis óviðbúin slík- um fræðum. Það var lán fyrir tunguna að Matthías reyndist ekki aðeins málhagur rithöfundur heldur einnig kröfuharður og nákvæmur í meðferð málsins. Því Jafn frábær sem fyrr Hljóm- plotur Finnbogi Marinósson Sú er tiltölulega þyngri áheyrn- ar á meðan „PTC“ er poppuð. Einnig notar Elvis kvenraddir og blásturshljóðfæri í fyrsta skipti með þrælgóðum árangri. Engan veginn get ég gert upp miður hafa ekki allir síðari fræði- menn í sömu greinum fetað í spor hans. Á eftir þætti Brodda fara sex- tán ritgerðir um ýmis efni, flestar þó um uppeldis- og skólamál. Margt er þar fróðlegt þó hvergi lýsi af eldmóði í anda Matthíasar Jónassonar og hugsjónir fari með jörðu. Ekki ætla ég að nefna eina ritgerð annarri fremur, enda sýn- ist bókin ekki tekin saman eftir neinni skipulegri heildarlínu held- ur til að samfagna merkum braut- ryðjanda. Meðal höfundanna eru vafa- laust margir gamlir nemendur Matthíasar. Máltækið segir að eigi skuli lærisveinninn vera fremri meistara sínum. Að mínum dómi halda höfundar þessarar bókar prýðilega í heiðri þá fornu reglu. Erlendur Jónsson á milli laganna sem á plötunni eru. Að vísu fannst mér „Pills and Soap“ lélegt fyrst, en lagið vinnur hratt á og ég er bara ekki frá því að það falli ágætlega inn í heildarsvip plötunnar. Af lög- unum á fyrstu hliðinni eru mér ferskust í minni „Let Them All Talk“, Every Day I Write the Book“, „Love Went Mad“ og „Shipbuilding". Öll eru þessi lög í úrvalsgæðaflokki og þá líka all- ur bakgrunnur, svo sem hljóð- færaleikur, útsetningar og ekki síst söngurinn. Sömu sögu er að segja um seinni hliðina. Hún er jafn sneisafull af frábærum lög- um og með slíkan kjörgrip í höndunum ætti engum að leiðast langur dimmur vetur. FM/ AM pnSTFAX irpg sem filkim nýfist Þá er fullkomið afrit tilbúið til afhendingar úr Nú eru íslensku Póstfaxstöðvarnar tjórar; í Póstfaxtæki á Akureyri. Reykjavík, á ísafirði, Akureyri og Egilsstöðum - í beinu sambandi við allan heiminn. Póstfax

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.