Morgunblaðið - 17.11.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1983
67
„Frásögn
um marg-
boðað morð“
í annarri
útgáfu
SKÁLDSAGA Nóbelsskáldsins
Gabriel Garcia Marquez, „Frisögn
um margboðað morð“, hefur verið
gefin út í annarri útgifu.
Sagan greinir frá atburðum i
litlu þorpi á strönd Karabfska
hafsins. Allir þorpsbúar vita
fyrirfram að Santíago Nasar á að
deyja — allir nema hann sjálfur.
Brúðkaup var haldið í þorpinu, en
á brúðkaupsnóttina sjálfa var
brúðinni skilað heim í föðurgarð
af því að hún reyndist ekki hrein
mey. Heiður fjölskyldunnar hafði
verið flekkaður og bræður brúðar-
innar neyða hana til að skýra frá
nafni hins seka. Tveim tímum síð-
ar en Santíago Nasar dauður.
MARGBOÐAÐ
MORÐ
Hvers vegna reyndi enginn að
hindra þetta morð — því fremur
sem morðingjarnir báðu nánast
um að einhver stöðvaði þá?
Sagan er sögð í formi rannsókna
og eftirgrennslunar áratugum eft-
ir atburðinn, í viðtölum við fólk
sem varð vitni að honum.
Bókin er 140 blaðsíður.
(tlr frétUtilkynningn.)
Önnur bók
um Buster
KYSSTU stjörnurnar, barnasaga eft-
ir danska rithöfundinn Bjarne Reut-
er, er komin út hji Máli og menn-
ingu. Þetta er framhald af bókinni
Veröld Busters, sem kom út í fyrra
og þýðandinn, Ólafur Haukur Sím-
onarson, fékk viðurkenningu
Fræðsluriðs Reykjavíkur fyrir. Ólaf-
ur Haukur þýðir einnig þessa nýju
bók.
í frétt frá útgefanda segir m.a.
um efni bókarinar: „Söguhetjan,
Buster Oregon, býr í Kaupmanna-
höfn og lendir í mörgum ævintýr-
um. í þessari bók spinnast þau
mörg út frá leiksýningunni sem
sett er á fjalirnar í skólanum og
Buster tekur þátt i. Margar at-
hyglisverðar persónur koma við
sögu, til dæmis Súlíman fursti,
Hrosshárs-Kalli, Elvíra álfamær,
Rósa og Ingeborg, Villi Valdi,
Pipar-Ása og heilagur Goggalús."
Kysstu stjörnurnar er 128 bls.
Aftast eru nótur að lögum sem
Ólafur Haukur gerði við texta í
sögunni. Setningu og prentun
vann Prentrún en Bókfell hf. ann-
aðist bókband.
Líöur þér illa
í svartasta skemmdeginu
Lausnin er Bláa lónið
Já, þeir eru margir íalendingarnir aem eru búnir aö fá nóg
af stressi og ordnir steinuppgefnir á öllu.
Nú erum viö búin aö opna Bláa lóniö sem er 1. flokks
hvíldarhótel og stendur viö hið frábæra Bláa lón. Dvöl þar
hressir, bætir og kætir alla.
1. flokks herbergi meö baöi og nuddsturtu, sjónvarpi og
vídeói á öllum herbergjum. Allar veitingar á lágu veröi.
Gott útivistarsvæöi í nágrenninu tilvaiiö til göngutúra og
þess háttar. Sundsprettur í Bláa lóninu gerir öllum gott.
Þú færó bót í Bláa lóninu.
Bláa lónið,
sími 92-8650.
MetsöliMad á hverjum degi!
NYJASTA FRA LK- NES
LK-NES 2000 - INNFELLT
Rofarnir í samstæðunni eru
allir með stórum veltihnöppum
fáguðum í hönnun, sem gerir
þá auðvelda I notkun og útlit
þeirra bæði f allegt og vel
samræmt.
Umgjörðir eru eins bæði á
rofum og tenglum og er það
bæði til prýði auk þess sem
það myndar æsklleg tengsl á
milli eininga.
LK-NES 2000 - UTANÁ-
LIGGJANDI
LK-NES 2000 fyrir utanáliggj-
andi rafbúnað er eins að
uppbyggingu og hönnun og
innfelldur rafbúnaður. Vegna
einfaldrar og sígildrar hönn-
unar LK-NES 2000 hentar það
sérlega vel til endurnýjunar á
hvaða rafbúnaði sem er.
Gerð LK-NES2000veldurþví
að hann er bæði gott að snerta
Hreyfið veltihnappinn með því
að renna fingrinum létt eftir
Krónurofi-innfelldur.
Rofi með gaumljósi - innfelldúr. Ljósdeyfir með sleðarofa Veltihnappur I LK-NES 2000 Rofi með gaumljósi - utaná- Tengill með sérstöku barna- einkennist af bognum (rúnn- liggjandi. öryggi. uðum) hornum.
I l RAI=VÖRUI? Sl .AUGARNESVEG 52 - SlMI 86411 oll