Morgunblaðið - 17.11.1983, Side 9

Morgunblaðið - 17.11.1983, Side 9
um allt húsið. Við höfðum búið til körfur sem hengdar voru á grein- arnar, úr mislitum pappír utan af stílabókunum okkar og í þær var látið eitthvað smávegis af sæl- gæti. Svo komu afi og amma og fleira fólk um kvöldið, gengið var í kringum jólatréð og sungnir jóla- sálmarnir og drukkið súkkulaði og kaffi. Dögunum var raðað niður. Á annan í jólum vorum við vanalega hjá ömmu og afa um miðjan dag- inn. Um kvöldið máttum við spila við nágrannakrakkana en mest skemmtum við okkur við að syngja. Andrea Kristjánsdóttir á Risabjörgum, fóstursystir móður minnar, hafði alltaf boð á gamla- árskvöld. Já, þá var mikil tilhlökk- un. Súkkulaðilyktin barst að vit- um manns þegar maður kom að húsinu. Svo var farið í leiki, spilað og jafnvel dansað. Gústa, mamma Andreu, átti nýársdaginn og þang- að fórum við öll um miðjan dag eftir messu, ef hún var. Miðsvetrarprófin tóku við strax eftir nýárið svo það þurfti að nota alla daga milli hátíða til lesturs. Jólatréð var samt ekki tekið niður fyrr en eftir þrettándann. En í huganum geymdist ilmurinn, birt- an og hátíðleikinn og þau áhrif vara enn. Ferming Séra Magnús Guðmundsson fermdi mig. Hann var prestur hér um fjörutíu ára skeið. Hann lagði mikla áherslu á að uppfræða okkur vel og gerði kröfur til að við lærðum allt að fjörutíu sálma. Það hefur komið mér að góðu haldi síðar, sérstaklega eftir að ég varð organisti kirkjunnar. Eg tók ferminguna alvarlega. Það var haldin fermingarveisla heima eins og annars staðar, en ég var eiginlega alveg utangátta í veislunni. Eg hugsaði mikið um athöfnina sjálfa og þýðingu henn- ar fyrir líf mitt. Mér fannst ég vera að skilja við æskuárin og taka á mig ábyrgð. Ég man að gömul kona sagði við mig: „Nú ertu komin i fullorðinna manna tölu.“ Og ekki bætti það úr skák. Gjöfum man ég þó ekki mikið eft- ir, man að ég fékk sálmabók og eitthvað fleira, ásamt fallegum al- klæðnaði frá foreldrum mínum. Eldiviður Þú spyrð um eldivið. Fólk keypti ekki kol á þessum tíma heldur tók upp mó. Strax og við gátum farið að gera eitthvað, svona rétt fyrir fermingu, þá þótti manni mikil virðing í því að fá að fara inn í Helluskarð og taka þátt í að vinna við balagröf. Ég man að ég var afskaplega montin yfir því þegar mér var falið að hita kaffi ofan í mannskapinn. Síðan vorum við látin taka í sundur móinn, sem MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1983 57 kallað var, og leggja út og seinna að hreykja. Þá var verið með kaffi í hlóðum. Og stundum voru marg- ir þarna að hreykja og þá heim- sótti fólkið hvert annað. Állt hafði þetta kosti í okkar augum, var eins konar ævintýri. En það leið- inlegasta við þetta allt var reiðsl- an á mónum og að taka undan, bera inn og hlaða. Þá varð maður rykugur frá hvirfli til ilja. Þegar lítið var orðið um eldivið þá brugðu margir á það ráð að sækja þang niður í fjöru, og við krakkarnir vorum látnir snúa þangflekkjunum niðri á bökkum. Og mikið þótti manni gaman þeg- ar verið var að brenna þangið. Þá heyrðust smellir og brestir um allt húsið. Síðan var farið að flytja inn kol og þá var fólk ekki lengur háð mótekjunni. Kreppuárin Hér var mikið atvinnuleysi á kreppuárunum og fátækt eins og annars staðar. En flestir gátu bjargað sér á þeim afla sem kom úr sjó og allir höfðu einhverjar skepnur. Fólk notfærði sér sjó- föngin og birgði sig upp af slát- urmat og súrmeti fyrir veturinn. Það var mikið um fólksflutn- inga héðan á kreppuárunum og rétt fyrir þann tíma — byrjaði 1928 og mátti heita stanslaust fram undir seinna stríð. Þetta fólk fór allt suður á bóginn. Það mátti heita að Njarðvíkurnar væru byggðar af fólki héðan að mestum hluta. Þangað fór t.d. Karvel Ögmundsson ásamt bræðrum sín- um, fimm duglegir sjómenn. Aðrir fóru til Reykjavíkur, einnig Hafn- arfjarðar. Organistastarfið Faðir minn var sjóknarnefnd- arformaður og þegar organistinn, Kjartan Lárusson, flutti burt þá sagði hann við mig: „Nú er ekki gott í efni. Nú vantar okkur organista og ég sé ekki önnur ráð en að þú farir suður og lærir fyrir kirkjuna." Maður var nú vanur því að hlýða flestu sem beðið var um á þessum tíma, svo ég fór suður til að læra fyrir kirkjuna. Þá var ég 16 ára. Ég sótti tvö námskeið hjá Sig- fúsi Einarssyni í Reykjavík, að vori og hausti. Hann var góður og skilningsríkur kennari og skildi vel aðstæður okkar sem vorum að taka við organistastarfi úti á landi. Nú, svo æfði ég mig ræki- lega og hlustaði vandlega á organ- ista Dómkirkjunnar og af því lærði ég heilmikið. Ég var organisti Ingjaldshóls- kirkju í 52 ár og sé ekki eftir þeim tíma. Mér hefur alltaf fundist yndislegt að spila við skírnir, hjónavígslur og ógleymanlegar verða margar fermingarathafn- irnar. Ekki síst meðan við sungum versið „Meðan Jesús minn ég lifi“ og. börnin krupu. Þá var mikil stemmning í kirkjunni. Sama stemmning var á jólum þegar kirkjan var troðfull af fólki og há- tíðasöngurinn fyllti kirkjuna og flestir tóku undir jólasálmana. Ekki eru síður minnisstæðir sorg- aratburðir sem voru margir á svo löngu tímabili. Það má segja að i gegnum organistastarfið hafi ég lifað með samferðafólki mínu í gleði og sorg í rúma hálfa öld. Mér þótti jafnvænt um þetta starf þegar ég hætti og þegar ég hóf það. Ólafsvík: Hvalvík sækir hausa og skreið Ólafsvík, 15. nóvember. MS. HVALVÍK er væntanleg hingað í kvöld til að taka alla herta þorsk- hausa sem til eru og nokkuð af skreið. Langt er síðan svo þráð skipskoma hefur verið til Ólafsvíkur og gæti jafnvel þurft að leita aftur til síðustu aldar til að finna samjöfnuð. Skreiðarverkendur eru nefni- lega orðnir ærið langeygir af því að skima eftir skipi er tæki vöru þeirra. Ekki er mér þó kunnugt um að þeir hafi heitið verðlaunum þeim er fyrstur sér til skipsins, eins og Ólafsvíkurkaupmaður gerði forðum, þegar Svanurinn var væntanlegur. Björgúlfur ólafsson segir í ævisögu sinni að þau eftirsóttu verðlaun hafi verið brennivínsflaska. Einn skipverja Hvalvíkurinnar hittir hér líka sína kæru fjöl- skyldu, því í sumar lánuðum við okkar reyndasta hafnvörð, Krist- ján Helgason á skipið um tíma, ef vera kynni að hann kæmi nokkr- um „skikk“ á hafnarvörslu í út- landinu. Hvalvíkin er því marg- þráð og er óskað fararheilla. - Helgi. TOLVU i uivuvra undirbúningur og f ramkvæmd Stöðugt fleiri fyrirtæki taka ákvörðun um kaup á tölvubúnaði til notk- unar við fjárhags-, viðskipta-, launa-, birgðabókhald og framleiðslu og verkstýringu. Dæmin sýna og sanna að fátt er mikilvægara en réttur undirbúningur þegar tekin er ákvörðun um með hvaða hætti sé ráðlegast að tölvuvæða fyrirtækið. MARKMIÐ NÁMSKEIÐSINS er að gera þátttakendur færa um að skilgreina kröfur og þarfir eigin fyrir- tækis og kynna fyrir þeim helstu lausnir sem koma til greina. EFNI: - Hvað er tölva - hvemig vinnur tölva. - Hvaða rekstrarþætti er hagkvæmt að tölvuvæða - stjómun, fjármála- svið, birgðastýring, framleiðslustýring. - Undirbúningur tölvuvæðingar - úttekt á þörfum fyrirtækisins, skil- greining á kröfum fyrirtækisins til tölvulausnar. - Söfnun upplýsinga - gerð útboðsgagna, samanburður tilboða, vai hug- búnaðar og vélbúnaðar. - Framkvæmd tölvuvæðingar - fjármögnun, námskeið, samningur við seljendur. - Áhrif tölvuvæðingar á starfsfólk og stjómun. - Sýning á nokkmm tölvukerfum. Sérstaklega verður fjallað um framboð á hugbúnaði og vélbúnaði á ís- lenska markaðnum. ÞATTTAKENDUR: Stjómendur og starfsmenn fyrirtækja og stofnana er hafa með höndum ákvörðun um val tölvubúnaðar og umsjón með framkvæmd tölvuvæð- ingar. LEIÐBEINENDUR: Gunnar Ingimundarson, við- skiptafræðingur, próf f við- skiptafræði frá Háskóla ís- lands, 1981, starfar sem ráð- gjafi hjá Félagi fslenskra iðn- rekenda við undirbúning og framkvæmd tölvuvæðingar. Páll Kr. Pálsson, hagverkfræð- ingur, próf í hagverkfræði frá Tækniháskólanum í V-Berlín 1980, deildarstjóri tæknideild- ar Félags fslenskra iðnrekenda og stundakennar við Háskóla íslands. TIMI: 23. nóv. kl. 10-18. 24.-25. nóv. kl. 8.30—12.30. TILKYNNIÐ ÞÁTTTÖKU í SÍMA 82930 ATH.: Starfsmenntunarsjóður Starfsmanna ríkisstofnana greiðir þátttökugjald fyrir félaga sína á þessu námskeiði. Upp- lýsingar gefa viðkomandi skrifstofur. STX5RNUNARFÉLNG ÍSLANDS f»o23 P4BSTFAX nýfurtg sem ðllum nýti Reykjavlk kl.13.00 Með nýjum og fullkomnum myndsendibúnaði heimshluta í milli á mettíma. Pósts og síma - Póstfax - sendir þú skjöl, Tökum sem dæmi teikningu sem geymd er á skýrslur, yfirlýsingar, verkteikningar, tæknilegar Reykjavíkursvæðinu en þarf skyndilega að nota upplýsingar, vottorð og hvað annað sem gæti norður í landi: þarfnast tafarlausrar sendingar, lands- eða Hún er sett í Póstfaxtæki í Reykjavík... Póstfax

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.