Morgunblaðið - 17.11.1983, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 17.11.1983, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1983 53 sept. Daginn eftir tókst okkur að fá lánaöan slakan lágmarksbúnað. Þá um kvöldið löbbuðum við að fjallahóteli sem liggur um 800 m hærra en Chamonix. Uppferöin Um kl. 5 að morgni vöknuðum við og fórum að gera okkur klára. Klukkan eitthvað rúmlega 6 lögð- um við síðan af stað. Er lítið merkilegt um ferð okkar að segja fyrr en við komum að klettavegg er liggur frá 3200 m upp í 3870 m. Áður en byrjað er að klifra sjálft klettabeltið, sem er ekki mjög erfitt en þó nokkuð hættulegt, þarf maður að fara yfir um 20—30 m breiðan snjóskafl, en ofan á hann hrynur mikið grjót. Klifid á brattann Við völdum að fara ekki hefð- bundna leið upp klettabeltið þar sem við töldum öruggara að fara erfiðari leið þar sem minna grjóthrun væri. í þessu klettabelti hafa flestir látið lífið af þeim sem farist hafa á „Mont Blanc". Þegar litið er uppeftir klettabeltinu sést skálinn Le Gauter gnæfa efst á bjargbrún. Þegar við vorum komnir þangað upp var kl. 1. Þar tókum við annað matarhlé dagsins en um kl. 2 lögðum við aftur af stað síðustu 100 m því það var ætl- un okkar að fara þetta á einum degi. Fljótlega uppúr 3800 m var þrekið farið að minnka þar sem loftið var farið að þynnast aðeins. Þegar við vorum komnir í um það bil 4000 m hittum við Pólverja sem höfðu snúið við í 4362 m hæð við efsta skálann vegna þess að þeir sáu ekki fram á að þeir kæm- ust niður þennan sama dag ef þeir reyndu að strekkja á toppinn, en niður og úr landi urðu þeir að komast því landvistarleyfi þeirra í Frakklandi rann út daginn eftir. Þegar við vorum komnir í um 4400 m hæð skall á slæmt veður, þoka, rok og svolítil hríð. En er þar var komið sögu þótti okkur of seint að snúa við með rúma 400 m eftir, þó að höfuðverkur og máttleysi væri farið að hrjá okkur nokkuð en puðið fékk tilgang um síðir því kl. 6 stóðu 2 þreyttir félagar á toppn- um á „Mont Blanc" í 4807 m yfir sjávarmáli, ánægðir yfir þvi að vera í augnablikinu hæst stand- andi menn í Evrópu með fast land undir fótum. Niðurleiðin Niðurleiðin var ævintýraleg því nú skall myrkrið á. Bundum við nú línu milli okkar og voru 30 m á milli. Þvínæst var áttavita-stefna tekin, en þegar grípa átti til vasa- ljóssins var það ekki þar sem það átti að vera. Þannig kom það til að við urðum að ganga blint eftir áttavita með hengiflug og sprung- ur á nær alla vegu og kanta. Til að byrja með gekk þetta nokkuð vel en fyrir slysni lentum við um 150—200 m útaf leið eftir tveggja tíma þræðingar milli sprungna og hengiflugs. En þar lentum við í þó nokkuð brattri hlíð með ótal sprungum. Vissum við ekki þá að þetta væri ekki alveg rétt leið en höfðum þann háttinn á að annar tryggði með ísöxi meðan hinn renndi sér á ísöxi 30 m (linulengd) og þannig koll af kolli. Fórum við yfir margar stórar sprungur með þessum hætti. Er þetta hafði gengið um hríð gátum við leiðrétt þessa skekkju okkar og komumst í skála i 3863 m hæð 3'/í klukku- stund eftir veru okkar á toppnum eða um 9.30. Þar gistum við um nóttina en drifum okkur niður daginn eftir og héldum uppá ferðina með Mútsig old lager bjór. P.s. Að gefnu tilefni skal það tek- ið fram að félagarnir greiddu allan kostnað við ferðina sjálfir. EINAR FARESTVEIT &. CO HF. Bergstaöastræti 10 A — Sími 16995. Blombera Heimilistækin eru glæsileg, bæði frístandandi og til inn- byggingar. Líttu við og skoðaðu BLOMBERG heimilistækin eða hringdu eftir bæklingi Fyrir heimilið Öll tæki á einu bretti f rá Verona borðstofuborð úr massífu beyki. Plata fylgir með. Verð kr. 3.750.- Laura stólar úr massífu beyki, bólstruð seta, ljóst óklœði. } Verð kr. 1.520.- hab i tat Laugcrvegi 13, siml 25800. Opið: til kl. 21 á fimmtudögum, til kl. 19 á föstudögum, frá kl. 9 - 12 á laugardögum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.