Morgunblaðið - 20.11.1983, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1983
Utgefandi nX»Xnt>iÞ hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skelfunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 20 kr. eintakiö.
Alþýðubandalagið er
flokkur í fjötrum fortíð-
arinnar. Þráðurinn frá
Kommúnistaflokki íslands,
sem var stofnaður 1930 undir
handarjaðri Jóseps Stalín, er
óslitinn. Hugsjón flokksins
var smíðuð af Karli Marx um
miðja síðustu öld. Flokks-
stefnan byggist á því
kenningakerfi sem hefur
orðið fleiri að aldurtila og
leitt til meiri örbirgðar en
nokkur önnur stjórnmála-
stefna á þessari öld. Þeir
sem nú fara með völdin í Al-
þýðubandalaginu sækja afl
sitt að verulegu leyti til Sósí-
alistafélags íslendinga Aust-
antjalds (SÍA), en um störf
og stefnu þess óþjóðlega fé-
lagsskapar eru til óhrekjan-
leg gögn, SÍ A-skýrslurnar í
Rauðu bókinni, sem rifjaðar
hafa verið upp hér í blaðinu
undanfarna daga í tilefni af
landsfundi Alþýðubanda-
lagsins. Við varaformanns-
kjör í flokknum í dag hafa
tveir félagar úr SÍA verið
nefndir til leiks: Hjörleifur
Guttormsson, formaður SÍA,
og Vilborg Harðardóttir.
SIA starfaði í nánum tengsl-
um við austur-þýska komm-
únistaflokkinn og í sam-
vinnu við hann og með fjár-
stuðningi austur-þýskra
stjórnvalda var efnt til
stjórnmálaskóla Sósíalista-
flokksins í Austur-Þýska-
landi á árinu 1960 fyrir 67
félaga úr flokknum og
Æskulýðsfylkingunni. A
landsfundi Alþýðubanda-
lagsins nú er ætlunin að
endurreisa Æskulýðsfylk-
inguna og í setningaræðu
fundarins komst Svavar
Gestsson, formaður, svo að
orði um Sósíalistaflokkinn:
„Hann lagði okkur ... til
vegnaesti, víðsýni og
alþjóðahyggju."
Alþýðubandalagið getur
ekki brotist undan fjötrum
fortíðarinnar og reynir því
að fara í feluleik til að forð-
ast hana. Samskonar tvö-
feldni einkennir svipaða
flokka annars staðar í lýð-
frjálsum ríkjum. Til þess að
draga athyglina frá upp-
runa, sögu og grundvallar-
stefnu sinni reyna flokkar af
þessari gerð að standa fyrir
„umræðu" um hitt og þetta
án þess þó að meina nokkuð
með henni en í þeirri von að
fólk glepjist til fylgis við þá.
Lýðskrumið verður æ Ijósara
þeim mun lengur sem flokk-
arnir starfa. Nú þegar 15 ár
eru liðin frá stofnun Alþýðu-
bandalagsins flytur formað-
ur þess setningarræðu á
landsfundi sem hlegið er að
síðar á fundinum þegar einn
ræðumanna dregur fram
innantóm slagorðin.
Fréttir af landsfundinum
staðfesta þá skoðun, að eftir
5 ára setu í ríkisstjórn sé Al-
þýðubandalagið sundurvirk-
ari flokkur en nokkru sinni
fyrr. Þetta er forystu flokks-
ins ljóst, en það er til marks
um hve veik hún er að nú
berst formaðurinn fyrir hug-
myndum um að brjóta flokk-
inn upp í nýjar einingar í
þeirri von að geta deilt og
drottnað. Fyrir þessari til-
lögugerð hefur sá hópur í
flokknum staðið sem lýtur
forystu Ólafs R. Grímssonar,
gömlu Möðruvellingarnir,
sem hafa hreiðrað um sig á
flokksskrifstofunni og Þjóð-
viljanum. Tillögurnar um
niðurrif flokkskerfisins voru
fyrst settar fram í árásar-
grein ólafs R. Grímssonar á
flokkinn eftir afhroðið í
sveitarstjórnarkosningunum
í maí 1982. Á landsfundinum
réðst Ásmundur Stefánsson,
forseti Alþýðusambands ís-
lands, á lagabreytingarnar,
þær væru eingöngu til að
sundra flokknum með því að
stilla upp andstæðum hóp-
um.
Flokksformaðurinn telur
ekki aðeins nauðsynlegt að
breyta skipulagi flokksins,
hann vill líka að stefnan sé
tekin til „umræðu": „Nú eftir
að 10 ár eru liðin frá því að
stefnuskráin var samþykkt
liggur reynsla fyrir og því
rétt að taka hana enn til um-
ræðu,“ sagði Svavar Gests-
son í setningarræðu lands-
fundarins og boðaði „stefnu-
skrárumræðu" að fundinum
loknum, ekki til að breyta
grundvallaratriðunum, hin-
um hugsjónalegu fjötrum
sósíalismans, heldur til að
nýju flokksbrotin geti sam-
einast um pólitísk tískumál.
Nú er svo komið fyrir hinu
„pólitíska forystuafli verka-
lýðshreyfingarinnar", að á
landsfundi þess stendur hag-
fræðingur Bandalags starfs-
manna ríkis og bæja upp til
þess að harma það að á
landsfundinum sé ekki að
finna eitt einasta stefnumót-
andi skjal í kjaramálum.
Sundrung, forystuleysi og
hugmyndafræðilegir fjötrar
einkenna Alþýðubandalagið
og landsfund þess. í setn-
ingarræðunni sagði Svavar
Gestsson: „Þau grundvallar-
atriði sem við viljum að setji
svip á íslenska þjóðfélagið
eru þau hin sömu og ein-
kenna flokk okkar. Þess
vegna á Alþýðubandalagið
að geta orðið samnefnari
fyrir þúsundir og aftur þús-
undir íslendinga sem til
þessa hafa fylgt öðrum
flokkum — einnig stjórnar-
flokkum." Ásmundur Stef-
ánsson hitti naglann á höf-
uðið þegar hann sagði um
þessa hrokafullu yfirlýsingu
formannsins: „Það er kjaft-
æði að þúsundir bíði í röðum
eftir að komast í flokkinn."
Stærsti stjórnarandstöðu-
flokkurinn á alþingi er í upp-
lausn. Hann hefur efnt til
misheppnaðs landsfundar.
Alþýðubandalagið hefur ekki
lagt mál þannig fyrir að það
eigi framtíð án fjötra.
Flokkur í fjötrum
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
Rey kj avíkurbréf
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 19. novembcr ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
Tími hugsjóna,
vona og
bjartsýni
Fyrri hluti sjöunda áratugarins
var tímabil blómstrandi hugsjóna,
sterkra vona og mikillar bjart-
sýni. Þjóðir Vesturlanda höfðu
rétt við eftir heimsstyrjöldina síð-
ari, lífskjör fóru batnandi og
framtíðin blasti við. Línur í
hugmyndabaráttu þjóða heims
voru skýrar. Berlínarmúrinn reis.
Hinum megin hans lifðu hinar
kúguðu þjóðir kommúnismans.
Hérna megin við múrinn stóð
ungur maður í ræðustól við ráð-
húsið í Vestur-Berlín og mælti hin
fleygu orð, sem áttu eftir að
hljóma um alla heimsbyggðina:
Sérhver frjáls maður segir stoltur:
ég er Berlínarbúi. „Ich bin ein
Berliner". Það var ógleymanleg
stund fyrir tvo íslenzka háskóla-
stúdenta að fylgjast með þeim gíf-
urlegu áhrifum, sem þessi orð
John F. Kennedys höfðu á a.m.k.
hálfa milljón Berlínarbúa, sem
söfnuðust saman á ráðhústorginu
sólbjartan júnídag til þess að
hlýða á ræðu Bandaríkjaforseta.
Þess er minnzt víða um heim
þessa dagana, að á þriðjudaginn
kemur eru tuttugu ár liðin frá því
að Kennedy var myrtur í Dallas. Á
þeim tíma sem liðinn er, hefur
engum Ieiðtoga hins frjálsa heims
tekizt að blása æskunni í brjóst
hugsjónir, vonir og bjartsýni með
sama hætti og Kennedy gerði. Ef
til vill er það mikilvægasta arf-
leifð þeirra tíma. Æskufólk þarf
hugsjónir til að berjast fyrir.
Fyrir tuttugu árum stóðu þær í
blóma. Æska Vesturlanda var
reiðubúin til að halda á lofti fána
frelsis gegn einræði kommúnism-
ans. Þetta unga fólk hafði líka
löngun til að láta gott af sér leiða
í þeim hlutum heimsins, þar sem
hlutskipti fólks var verra. Frið-
arsveitir Kennedys streymdu út
um heiminn fullar af bjartsýni.
Víetnamstríðið eyðilagði þetta
andrúmsloft. Unga fólkið varð
fyrir alvarlegum vonbrigðum. Ef
til vill höfðu vonir verið kveiktar í
brjósti þess, sem enginn gat staðið
við. Smátt og smátt var skapaður
jarðvegur fyrir sumrinu 1968 og
öllu því sem á eftir fylgdi. Það er
fyrst á allra síðustu árum, sem
áhrif þeirra atburða hafa fjarað
út.
Er tími hugsjóna, vona og bjart-
sýni liðinn? Eða er nú tímabært
að hefja til vegs það merki, sem
æskan bar með slíkum glæsibrag á
fyrstu árum sjöunda áratugarins?
Stórveldin
eru ekki eins
Það hefur verið tízka í allmörg
ár að leggja stórveldin tvö, Banda-
ríkin og Sovétríkin, að jöfnu og
telja að áhrif þeirra á heims-
byggðina séu jafn slæm. Það er
tímabært að hrinda þessari rök-
semd.
Sovétríkin eru nú sem fyrr höf-
uðvígi einræðisaflanna í heimin-
um. Þar ráða ríkjum örfáir menn,
sem byggja vald sitt á öflugri
hernaðarvél. Þar ríkir ekkert lýð-
ræði, ekkert málfrelsi, ekkert
skoðanafrelsi, ekkert frelsi yfir-
leitt. Þar eru þeir, sem andvígir
eru öldungaveldinu í Kreml, settir
á geðveikrahæli, sendir i útlegð,
hraktir úr landi eða settir í fang-
elsi. Þar er hver tilraun til sjálf-
stæðrar skoðunar barin niður.
Sovétríkin eru fjölmennasta lög-
regluríki veraldar. Þau hafa lagt
undir vald sitt hvert nágrannarík-
ið á fætur öðru. Sérhver tilraun
þeirra til að skapa sér sjálfstæða
stöðu hefur kallað á sovézka
skriðdreka. Berlín 1953, Poznan
1956, Búdapest 1956, Prag 1968.
Pólverjar hafa leitað frelsis í
skugga sovézka hersins í 3 ár. Og
sovézkir hermenn berjast við að
leggja enn eitt nágrannaríkið,
Afganistan, undir sovézka stjórn.
Bandaríkin eru stærsta lýðræð-
isríki heims. Líklega hafa lýðræð-
islegir stjórnarhættir hvergi náð
eins langt eins og þar. Frjáls skoð-
anaskipti eru þar til sérstakrar
fyrirmyndar. Tvisvar sinnum á
þessari öld hafa Bandaríkin bjarg-
að Evrópu úr klóm einræðissinna.
Bandaríkin hafa legið undir
þungri gagnrýni fyrir afstöðu
þeirra til nágrannaríkja í Mið- og
Suður-Ameríku og alveg sérstak-
lega í Víetnam. En þegar lóðin eru
lögð á vogarskálarnar getur eng-
um blandast hugur um, að Banda-
ríkin eru höfuðvígi frelsishug-
sjóna og lýðræðisstjórnarhátta
Vesturlandabúa. Ef Bandaríkj-
anna nyti ekki við hefði frelsi þegn-
anna og lýðræðislegir stjórnar-
hættir fyrir löngu verið þurrkaðir
út í okkar heimshluta. Stórveldin
eru ekki eins. Þau eru gjörólík.
Það er tími til kominn, að þjóðir
Vesturlanda og þá ekki sízt æsku-
fólk öðlist á ný kjark til þess að
viðurkenna þessa staðreynd og
halda henni fram og segja með
sama stolti og fyrir tuttugu árum:
Við erum borgarar hins frjálsa
heims, við viljum vera það og er-
um tilbúnir til að berjast fyrir
hugsjónum okkar.
Trúin á verð-
bólgubaráttuna
I forystugrein Morgunblaðsins
sl. sunnudag var því haldið fram,
að sá árangur, sem núverandi rík-
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1983
25
Áhrifa frá kvikmyndinni
Gandhi er farið að gæta, að því
er sagði í frétt í þessu blaði fyrir
rúmri viku. 1 London er búið að
opna nýjan veitingastað í Bail-
ey-hótelinu, þar sem boðið er
upp á indverskt lostæti á hlað-
borði að eigin vali og þjónusta
fyrsta flokks. Þjónað til borðs á
kvöldin. Þarna geta menn sem
sagt kýlt vömbina — í anda
Gandhis. Obbolítið er það nú
skondið að meinlætamaðurinn
sem varði ævi sinni í að predika
gegn bruðli og græðgi og lifði
sjálfur á svo litlum og fábreytt-
um mat að hann leit út eins og
beinagrind, skuli vera orðinn
auglýsing fyrir sælkera? Nafn
hans notað til að lokka fólk til að
eta sem mestan og dýrastan
mat? Ætli fylgi ekki með mynd
af litla horaða karlinum.
Kannski skiptir það engu máli
á nútíma auglýsingaöld hvernig
Gandhi var áður en hann, löngu
látinn, lenti í frægðarmyllunni
með ævisagnagerð, kvikmyndun
með tilheyrandi auglýsinga-
kynningum í fjölmiðlum og eft-
irfarandi mótun I rétta ímynd til
að hala inn peninga. Eru ekki
allir í stílnum eins og strúturinn
sem fann filmubút og gleypti.
Þegar næsti strútur spurði:
„Hvernig var hann?“ svaraði
hann eins og vera ber: „Mér
fannst nú bókin betri."
Ekki ætti að vanmeta aug-
lýsingamaskínu nútímans. Væri
það ekki fyrir hana mundi mað-
ur kannski fara á leiksýningu
eða listsýningu án þess að vita
nokkuð hvernig á að horfa á eða
meðtaka það sem boðið er upp á.
Ef höfundurinn væri til dæmis
ekki búinn að segja manni til
vonar og vara nokkrum sinnum f
viðtölum í útvarpi, sjónvarpi og
öllum blöðum að þetta sé grát-
broslegt leikrit með alvarlegu
ívafi, hvernig á maður þá að vita
að bæði ber að hlægja og gráta.
Gæti orðið sér til algerrar
skammar með því að skelli-
hlægja allan tímann. Og ef leik-
stjórinn væri ekki líka í tæka tíð
fyrir frumsýningu búinn að full-
vissa alla í viðtölum um að leik-
ritið sé Jafnvel ennþá betra en
höfundurinn geti ímyndað sér“,
þá gæti áhorfandinn álpast til að
standa ekki á öndinni af hrifn-
ingu. Og ef leikararnir væru ekki
búnir að búa mann fyrirfram
undir það hvers konar persónur
þeir eru að túlka og leiða í sann-
leika um hve margbrotnar og
erfiðar þær eru, þá mundi maður
kannski halda að þetta væri
bara hversdagsfólk á sviðinu.
Kynni að þvælast fyrir að átta
sig á hversu mikið afrek er að
skapa það. Og hver á svo sem
betur að vita og geta leitt mann í
allan sannleika um hvílíkt af-
bragð verkið sé en höfundurinn
sjálfur og leikstjórinn eða leik-
ararnir sem eru að búa því bún-
ing? Leiðir af sjálfu sér að út-
varp, sjónvarp og blöð sjá svo
um að skoðanir þeirra geti ekki
farið fram hjá væntanlegum
áhorfendum áður en þeir fá leyfi
til að sjá þetta sjálfir. Ekki ráð
nema í tíma sé tekið. Hvernig
ættu menn svosem að vita þegar
þeir koma á indverskan veit-
ingastað í London með öllum
þessum fjölbreyttu krásum, að
þetta sé svo merkilegt ef ekki er
vísað til' Gandhis. Indverjans
sem með lífi sínu ávann sér
nægilega virðingu og traust til
að hlustað yrði á hann? Fyrir
hvað er þá kannski aukaatriði.
Svona margfaldar fyrirfram-
kynningar hafa fleiri kosti. Að
hlusta á söguþráðinn nokkrum
sinnum í misflötum styttingum
og fá endursögn í blaðafréttum,
auk þess sem það liggur fyrir
hvort þarna er um að ræða
vandamál, getur svei mér komið
sér vel í tímaþröng nútímans og
miklu framboði. Þar er búið að
svala mestu forvitninni og eftir-
væntingunni.
Það kom dálítið skrýtið fyrir
mig þegar ég kom heim úr
sumarleyfinu í haust. Mig lang-
aði til að sjá íslenska mynd sem
ég hafði nær ekkert um heyrt,
Nýtt líf í Nýja bíói. Mikið var
gaman. Við hlógum og hlógum
og skemmtum okkur svo vel við
græskulausan húmor. Enginn að
lemja neinn eða skjóta á nokk-
urn mann. Bara ærsl og kunn-
uglegar uppákomur. Nú er alveg
óvíst að við höfum átt að hlægja
og skemmta okkur svona vel. Ef
til vill hefur leynst þarna vanda-
mál, sem fór alveg fram hjá
okkur svona aðvörunarlaust.
Nýlega lenti ég svo fyrir tilviljun
í Stúdentaleikhúsinu þar sem
gamanleikarar frá Frakklandi
drógu upp bráðskemmtilega
þætti úr daglega lífinu. Vissi
ekkert fyrirfram við hverju
mátti búast og beið með öll
skilningarvit opin eftir því hvað
kæmi næst. Fannst ég ekki mega
missa af neinu og þótti fengur að
því sem bar fyrir augu. Á meðan
bíður margt af því sem búið er
að fræða mann miklu meira um
— og vitanlega er ætlunin að sjá
þegar tími gefst til.
En allt er þetta víst afstætt.
Nærri lá að ég missti af kvik-
mynd Lárusar Ýmis, Andra
dansen, fyrir það að ég var búin
að lesa svo mikið af söguþræðin-
um um tvær konur sem aka sam-
an norður eftir Svíþjóð. Sú frá-
sögn vakti ekki áhuga. En í blæ-
brigðum sínum og uppákomum
reyndist myndin sjálf óskert
hreinasta listaverk. Fékk enda
verðlaun í Svíþjóð og slagaði
hátt upp í kvikmynd Ingmars
Bergmans um Alexander og
Fanney þegar til samkeppni
kom. Svona verður að vara sig.
En líklega er það samt rétt hjá
honum Oskari Wilde, að maður
eigi að halda svolítið spart á
sannleikanum. Það er nefnilega
svo lítið af honum.
fiokks I hádeginu er boöiö
upp á indverskt lostaeti á
hlaöboröi aö eigin vali, en
viö kvöldverð er þjónaö til
borös.
Áhrif frá kvikmyndinni
„Gandhi“ gætir á
veitingahúsum
Ahrif frá kvikmyndinni
Gandhi teygja sig víöa Fyrir
skömmu var opnaöur nýr
veitingastaöur „Bombay
Brasserie" i Bailey-hótelinu
viö Gloucester Road. Mat-
•
< mí
isstjórn hefði náð með störfum
sínum fram að þessu, væri fyrst
og fremst fólginn í því, að hann
hefði sýnt fólki fram á kosti stöð-
ugs verðlags og þolanlegrar verð-
bólgu. Ríkisstjórnin hefði gefið
fólki tækifæri til að meta þetta
tvennt: sívaxándi verðbólgu, stöð-
ugt gengissig, vísitöluhækkanir
kaupgjalds á þriggja mánaða
fresti og allt sem þessum víta-
hring fylgir og hins vegar óbreytt
gengi, takmarkaðar verðhækkan-
ir, litla hreyfingu á kaupgjaldi en
leið út úr vítahringnum.
Þetta mat Morgunblaðsins hef-
ur nú verið staðfest í skoðana-
könnun sem Hagvangur hf. hefur
framkvæmt og birt var í Morgun-
blaðinu í gær, föstudag, þar sem
fram kemur, að ríflegur meirihluti
þjóðarinnar trúir því, að unnt sé
að ná verðbólgunni niður á svipað
stig og í nágrannalöndum okkar, á
næsta ári.
Niðurstöður þessarar könnunar
eru mjög uppörvandi fyrir ríkis-
stjórnina vegna þess að þær sýna,
að henni hefur tekizt það sem
miklu skiptir, að sannfæra verð-
bólguhrjáða þjóð um, að enn sé
von til að komast upp úr kviksynd-
inu. í rauninni er fátt mikilvæg-
ara fyrir ríkisstjórnina en einmitt
þessi trú almennings á árangur.
Segja má að hún sé forsenda þess,
að raunverulegum árangri verði
náð.
En jafnframt gera þessar niður-
stöður ákveðnar kröfur til ríkis-
stjórnarinnar um, að hún standi
við þær vonir, sem hún hefur
kveikt í hugum fólks um betri tíð.
Til þess að svo megi verða, þarf
samstilltan ráðherrahóp, þar sem
hver sýnir öðrum tillitssemi af
þeirri óeigingirni sem ein hæfir
þeim sem sækjast eftir að bera
ábyrgð á æðstu stjórn landsins.
Þjód í kreppu —
hvernig bregst
hún við?
Um þessa helgi efna samtökin
Líf og land til ráðstefnu undir
heitinu Þjóð í kreppu. Þetta er
rétt lýsing á stöðu þjóðar okkar
nú. Við erum í margvíslegri
kreppu, bæði efnahagslegri, at-
vinnulegri og sálrænni kreppu.
En hvernig snúumst við gegn
þessari kreppu? Athafnamaður
sagði við höfund þessa Reykjavík-
urbréfs fyrir skömmu: Um allan
bæ eru menn að leita nýrra leiða
og vilja taka höndum saman um
að brjótast út úr þessari kreppu.
Þannig á að bregðast við. Við-
brögðin við kreppunni eiga og
munu spretta upp úr atvinnulífinu
sjálfu með samstarfi og samstilltu
átaki þeirra þúsunda einstaklinga,
sem hafa hazlað sér völl þar.
Það er mikilvægt, að menn geri
sér glögga grein fyrir því hver
verkaskipting á að vera milli at-
vinnulífs og stjórnmálamanna að
þessu leyti. Stjórnmálamennirnir
og það opinbera kerfi, sem þeir
styðjast við, eiga ekki að hafa
frumkvæði um uppbyggingu ein-
stakra þátta atvinnulífsins. Þær
áætlanir um uppbyggingu at-
vinnufyrirtækja hér og þar, sem
orðið hafa til á undanförnum ár-
um með einhvers konar fyrir-
greiðslu stjórnmálamanna og
opinbera kerfisins, eru nánast all-
ar tóm vitleysa, þótt enginn þori
að segja það vegna margvíslegra
hagsmuna, sem tengdir eru þess-
um áætlunum. Hlutverk stjórn-
málamanna og opinbera kerfisins
er í þessum efnum eitt og aðeins
eitt: Að skapa almenn skilyrði
fyrir atvinnulífið til þess að það
blómstri.
Þrátt fyrir vinstri stjórnir síð-
ustu ára hafa múrar gamalla for-
dóma verið að hrynja í samfélagi
okkar. Einkaverzlunin í Reykjavík
hefur gert verðlagslöggjöf hlægi-
lega með þeirri verðsamkeppni,
sem orðið hefur til í höfuðborginni
á nokkrum árum og breiðst út um
landið. Nú á þessi verðsamkeppni
enn eftir að harðna, þegar Sam-
bandsveldið með allt sitt auðmagn
á bak við sig, hefur lagt til atlögu
við einkaverzlunina í því skyni að
leggja undir sig mikinn hluta
smásöluverzlunar í Reykjavík,
eins og Sambandsforstjórunum
finnst sjálfsagt. Nú reynir á
einkaframtakið.
Frjálsræði í gjaldeyrisviðskipt-
um er að aukast. Senn geta þeir
íslendingar, sem flytjast til út-
landa flutt eignir sínar með sér
með eðlilegum hætti og þess er
skammt að bíða, að allur almenn-
ingur geti tekið upp nútíma ferða-
máta, sem í nokkur misseri hefur
verið á færi aðeins fárra útvaldra.
Viðhorfið til atvinnulífsins er að
breytast. Fyrir nokkrum árum
töldu menn hættulegt að láta það
vitnast, ef fyrirtæki hagnaðist. Nú
er það til marks um sterka forystu
og góða stjórn, ef fyrirtæki sýnir
hagnað og sífellt meiri kröfur eru
gerðar til stjórnenda atvinnufyr-
irtækis.
Mesta framlag stjórnmála-
manna nú til þess að brjóta þjóð-
inni leið út úr kreppunni, er að
brjóta niður síðustu múra for-
dóma og þröngsýnis í löggjöf, sem
snertir atvinnulífið. Þar skiptir
miklu, að sett verði á þessu þingi
löggjöf, sem gerir jafn hagkvæmt
fyrir fólk að leggja sparnað sinn í
hlutabréf eins og spariskírteini
frá skattasjónarmiði séð. Enn-
fremur er nauðsynlegt að setja
rammalöggjöf um starfsemi þess
fjármagnsmarkaðar, sem hefur
verið að spretta upp fyrir frum-
kvæði og framtak nokkurra ein-
staklinga og mun skapa þá sam-
keppni við ríkisbanka og opinbera
fjárfestingarsjóði, sem gerir at-
vinnulífið óháðara opinberum að-
ilum um fjármögnun fram-
kvæmda. Margt fleira mætti
nefna. Við slík skilyrði reynir á
framsýni og áræði einstaklinga í
atvinnurekstri. Tími stærri ein-
inga í atvinnulífinu er runninn
upp. Samstarf fyrirtækja, sem
hingað til hafa starfað hvert í sínu
horni, er forsenda verulegra fram-
fara. Beinn samruni þeirra fyrir-
tækja, sem fyrir eru, getur víða
átt við.
En um leið og atvinnulífið leitar
nýrra leiða til þess að brjóta þjóð-
inni leið út úr kreppunni, má ekki
gleyma sjálfum undirstöðum þjóð-
lífsins. Engin nýjung í atvinnulíf-
inu er mikilvægari en sú að færa
rekstur útgerðar og fiskvinnslu í
nútímalegra horf. Það kallar á
róttækan uppskurð í höfuðat-
vinnugrein landsmanna.
Hugsunarháttur fólks, sem býr í
fámenni og einangrun á eyju langt
norður í hafi, verður óhjákvæmi-
lega lokaður og þröngur. Leiðin út
úr kreppunni kallar á víðsýni og
framsýni. Getum við brotið af
okkur fjötra gamals hugsunar-
háttar? Það er forsenda fyrir ný-
sköpun atvinnulífsins.