Morgunblaðið - 20.11.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.11.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1983 27 Öryggismiðstöð Vara eins árs: — spjallað við forstjórann Baldur Agústsson um þjófavarnir Árið 1969 stofnadi Baldur Ág- ústsson flugumferöarstjóri fyrir- tækiö Vara, sem býður upp á sér- hæfða öryggisþjónustu af öllu mögulegu tagi, svo sem þjófavarn- ir, brunavarnir, kerfisbundið eftir- lit og fieira. Fyrir ári kom fyrirtæk- ið upp öryggismiðstöð í bækistöðv- um sínum að Þóroddsstöðum við Reykjanesbraut, en við þessa stöð eru tengd senditæki, staðsett hjá hinum ýmsu viðskiptavinum fyrir- tækisins, sem senda til stöðvarinn- ar boð ef eitthvað bjátar á. Er Vari eina fyrirtækið hér á landi sem býður upp á þjónustu af þessu tagi, þótt nokkur önnur starfi við upp- setningu á þjófavarnakerfum og við eftirlit. Úm tíu manns starfa hjá fyrirtækinu. Mbl. átti nýlega samtal við Baldur Ágústsson um starfsemi fyrirtækisins og fer það hér á eftir: Þjófavarnir „Þegar ég stofnaði fyrirtækið á sínum tíma voru hugmyndir manna um þjófavarnir mjög frumstæðar; náðu ekki mikið út fyrir hurðir úr járni og rimla fyrir gluggum," sagði Baldur. „Bjöllur og þjófavarnakerfi voru tiltölulega lítt þekkt, og menn hlógu að mér þegar ég sagði þeim frá þeim fyrirætlunum mínum að stofna fyrirtæki sem biði upp á sérhæfða öryggisþjón- ustu. Töldu að markaðurinn væri enginn. En þetta hefur mikið breyst á síðastliðnum tíu árum. Menn gera sér í vaxandi mæli grein fyrir því að það er margt sem hægt er að gera til að fyrir- byggja þjófnað. Og trygginga- fyrirtæki eru farin að mælast til þess af viðskiptavinum sínum að þeir komi sér upp þjófavarna- kerfi í verslunum og fyrirtækj- um. Bjóða jafnvel upp á lægri iðgjöld af þeim sökum. Og víða Önnur þjónusta — Við höfum nú mest rætt um þjófavarnir, en það er ýmis- legt fleira sem ykkar fyrirtæki býður upp á í öryggismálum. „Að sjálfsögðu. Öryggismið- stöðin er ekki aðeins þjófavörn, heldur kemur hún að gagni hvar sem einhverjum boðum þarf að koma til skila á hraðan og ódýr- an hátt. Það er hægt að tengja reykskynjara við senditækið, og ýmiss konar tæki og vélar, sem ganga kannski allan sólarhring- inn eftirlitslausar. Ef eitthvað fer úrskeiðis eru boðin komin til okkar nánast samtímis. Þá bjóðum við upp á vörslu, bæði staðbundna og farand- vörslu, auk þess sem við flytjum inn fjöldann allan af öryggis- búnaði og setjum upp sjálf," sagði Baldur Ágústsson að lok- um. erlendis gera tryggingafélög það að skilyrði fyrir tryggingu að þjófavarnakerfi sé til staðar. Sem er í rauninni alveg sjálf- sagt.“ — Hvernig virka þjófavarna- kerfi? „Það eru auðvitað til margar tegundir af þjófavörnum. Rimlar og járnhurðir gegna sínu hlut- verki, en það er ekki síður mik- ilvægt að vera með viðvörunar- kerfi, sem gera aðvart annað hvort einhvers staðar í nágrenn- inu eða á einhverjum fjarlægum punkti. Dæmi um það er til dæmis öryggismiðstöðin okkar. Við vitum það innan fárra sek- úndna ef brotist er inn í þau fyrirtæki sem við okkur skipta." — Hefur það komið fyrir að þjófavarnakerfi frá ykkur hafi stöðvað mann? „Það eru dæmi um það. Ég get nefnt nokkur fyrirtæki þar sem viðvörunarkerfi stöðvaði þjóf. Búnaðarbankann í Garðabæ, verslunina Hólagarða og Bæj- Fylgjast þarf reglulega með grunnvatnsdælum í mörgum húsum í Reykja- vík. Hér er öryggisvörður Vara í einni slíkri eftirlitsferð. Öryggismiðstöð Vara. Þangað berast boð um innbrot, eld, vélabilanir o.fl. % Starfsmenn öryggismiðstöðvarinnar gera strax viðeigandi ráðstafanir, svo sem að kalla á lögreglu, slökkvi- lið, viðgerðamenn o.s.frv. Hér er Gunnar Arnarson í starfi, en hann hefur starfað við öryggismiðstöðina frá stofnun hennar. Baldur Ágústsson, stofnandi Vara og forstjóri frá upphafi, stendur hér við húsið Þóroddsstaði, en það keypti fyrirtækið haustið ’82. legt dæmi í viðbót. Við settum eitt sinn upp þjófavarnakerfi í dúfnakofa. Drengurinn sem átti kofann fékk ekki stundlegan frið fyrir skemmdarvörgum og óttuðust foreldar hans að hann mundi missa áhugann á þessu heil- brigða áhugamáli ef ekkert yrði að gert. Þau vildu reyna að gera sitt besta til að viðhalda áhuga drengsins og létu því setja upp þjófavarnakerfi. Það má því segja að við þjónum bæði stórum og smáum, enda getur þetta komið ólíklegustu aðilum að gagni." arnesti, en eigandi þess var al- veg að gefast upp á rekstrinum áður en hann fékk sér kerfi. Hann fékk aldrei frið fyrir þjóf- um. Nú er þetta allt annað líf fyrir hann, því við megum ekki gleyma því, að hlutverk slíkra kerfa er ekki síst það að bægja þjófum og skemmdarvörgum frá. Ég skal nefna eitt skemmti- Höfum sett upp þjófavamarkerfi í dúfnakofa Einvígi í skugga risanna Skák Margeir Pétursson Það eru ekki bara þeir Kasparov og Korchnoi sem eru að tefia ( undanúrslitum áskorendakeppn- innar í London. Hitt undanúrslita- einvígið fer einnig fram þar á sama tíma, en þar mætast þeir Vassily Smyslov, fyrrum heimsmeistari frá Sovétríkjunum, og llngverjinn Zoltan Ribli. Sigurvegararnir í þessum tveimur einvígjum munu síðan mætast í úrslitum keppninn- ar á næsta ári, en flestir líta svo á sem það sé keppni Kasparovs og Korchnois sem skipti mestu máli og úrslitin verði aðeins formsatriði þar sem þeir Ribli og Smyslov eru almennt taldir mun veikari skák- menn en hinir tveir. Þetta álit kemur m.a. fram í verðlaunasjóðnum. Þeir Ribli og Smyslov verða að sætta sig við helmingi minni sjóð en hinir tveir, jafnvel þótt um samskonar einvígi sé að ræða. Sigur skiptir þó að sjálfsögðu miklu máli, t.d. fyrir þá sök að þeir sem komast í úrslit áskorendakeppninnar fá sjálfkrafa sæti í næstu keppni og losna við að tefla á millisvæða- móti. Ribli er yngri og sigurstranglegri Einnig í þessu einvígi er gríð- arlegur aldursmunur á milli keppenda, eða 32 ár rétt eins og hjá Kasparov og Korchnoi. Árangur Smyslovs í þessari heimsmeistarakeppni er ein- stæður og undraverður því heimsmeistarinn fyrrverandi er 64 ára gamall og flestir jafnaldr- ar hans löngu hættir að taka þátt í erfiðum keppnum. Það eru liðin 27 ár síðan Smyslov vann heimsmeistaratitilinn af Bot- vinnik og glataði honum síðan árið eftir. Hlutverk hins 32 ára gamla Ribli er þó engan veginn auðvelt því það er hægara sagt en gert að sigrast á einföldum en rök- réttum stíl gamla mannsins. Smyslov beitir vafalaust sömu aðferð og í einvíginu við Hubner í vor. Þá sneiddi hann hjá öllum flækjum og í endatöflum vó reynsla og kunnátta fyllilega upp á móti meiri snerpu and- stæðingsins. Úrslitin gegn Hubner urðu 7—7 eftir fram- lengingu og síðan vann Smyslov á hlutkesti. Samt sem áður verður að segj- ast að Ribli er ótrúlega heppinn með andstæðinga í keppninni. Því í fyrstu umferð mætti hann stigalægsta þátttakandanum, Eugenio Torre frá Filippseyjum, og sigraði án verulegra erfið- leika. Ribli hefur tekið hægum en jöfnum framförum undanfar- in ár og fær nú stórkostlegt tækifæri upp í hendurnar. En Ungverjinn á við vandamál að stríða þar sem taugarnar eru, þær hafa stundum brugðist á mikilvægum stundum. Ef Smys- lov tekst að halda í horfinu fyrstu tíu skákirnar getur allt gerst því heimsmeistarinn fyrr- verandi er þekktur fyrir stál- taugar sínar og hann hefur engu að tapa. Spá: Ribli 6% v. Smyslov 4'Æ v. Ragnar Örn Pétursson og Björn Vífill Þorleifsson, sem keppa í alþjóðlegu kokteilkeppninni í Los Angeles. Keppa á alþjóðlegri kokteilkeppni FÖSTUDAGINN 25. nóvember hefst í Los Angeles í Bandaríkjunum alþjóðlegur fundur og kokteilkeppni Alþjóðasamtaka barþjóna. Tveir íslenzkir barþjónar, þeir Ragnar Örn Pétursson og Björn Vífill Þorleifsson, verða fulltrúar Barþjónaklúbbs íslands á þessu móti. Keppt verður í blöndun sætra drykkja. Bjöm og Ragnar hafa oft áður tekið þátt í slíkri keppni er- lendis og náð góðum árangri. Má sem dæmi nefna að Björn hlaut gull- og silfurverðlaun á Evrópu- mótinu í Frakklandi 1981 og hlaut 4. sæti á Heimsmeistaramótinu 1982. Ragnar er núverandi Norð- urlandameistari og hann vann einnig sömu keppni árið áður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.