Morgunblaðið - 20.11.1983, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1983
Frá Hafnarfiröi 1948.
Af sálarkirnu og
formrænum vísindum
Hugleiðing á yfirlitssýningu verka Harðar Ágústssonar
Servantur, 1945.
Mars og Venus 1950.
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Þótt segja megi með réttu, að
myndlistarmenn og listamenn yf-
irleitt túlki fyrst og fremst vett-
vang samtíðar sinnar, eru þeir um
leið boðberar framtíðarinnar. Þeir
skynja hræringarnar í samtíman-
um, sem seinna verða að umfjöll-
unarefni hug- og raunvísinda.
Þannig eru listamenn iðulega
langt á undan vísindunum hve
merkilegt sem það kann að virð-
ast. Eitt sannverðugasta dæmið er
e.t.v. hið djúpa sálræna raunsæi
og þau miklu umbrot, er birtast í
málverkum Edvards Munch, leik-
ritum Strindbergs og Ibsens. Á
það hefur verið bent, að Sigmund
Freud fór ekki að fjalla um sama
efni fyrr en löngu seinna. Þegar
hann grundvallaði kenningar sín-
ar, er vitað, að hann þekkti Ibsen
og Much. Þannig eru listamenn
næmir fyrir þeim öflum í samtíð-
inni, vitandi eða óvitandi, sem
seinna verða að ríkjandi veruleika.
Sagt hefur verið, að strangleik-
inn í þýskri byggingarlist hafi
boðað komu fasismans. Einnig má
álíta að Cobra-listin hafi um sumt
speglað óróa og upplausn eftir-
stríðsáranna, og að kalda stríðið
og sú sálarkreppa, sem heimurinn
var í, komi fram í hinu stranga og
óvæga flatarmálsmálverki (geo-
metríu) sjötta áratugarins.
Grundvöllurinn að flatarmálsmál-
verkinu var þó lagður mörgum
áratugum áður. Abstrakt-
expressjónisminn og tassisminn
losuðu svo um ný öfl. Hugmynda-
fræðilega listin og poppið var
tímabil endurmats og niðurrifs
viðtekinna kenninga um eðli
myndverksins og nýja málverkið
gæti þannig rökrétt verið sam-
svörun brenglaðs verðmætamats
nútímans, upplausnar og terror-
isma, — ásamt síaukinni sókn f
vímuefni, sértrúarsöfnuði, flótta
frá raunveruleikanum og ábyrgð-
inni.
Niðurstaðan minnir óneitanlega
á vísdómsorð forns japansks
spakmælis: „Sá er lifir í minning-
unni, lifir árangurslaust, — sá
sem lifir í framtíðinni, lifir sem
heigull, — einungis sá, er lifir í
endurtekningunni, höndlar fegurð
lífsins..."
Með uppátækjum sínum á alla
mögulega vegu hefur nútíminn
þörf fyrir að virkja skapandi lista-
menn meir en nokkru sinni áður
og mun gera í auknum mæli f
framtfðinni. Heimurinn þarf
meira en nokkru sinni fyrr á
sjálfstæðri hugsun og sköpunar-
gleði að halda til mótvægis við
hina geldu, ófrjóu örtölvuöld, sem
þegar hefur hafið innreið sína.
Þetta segja og fremstu vísinda-
menn á sviði örtölvunnar, sem
mjög eru uggandi um, að maður-
inn samlagist hinu ófrjóa vél-
menni. Þannig má álykta með
meiri rétti en nokkru sinni fyrr,
að siðmenningin geti ekki án skap-
andi lista verið.
Hörður Ágústsson, er Listasafn
íslands heiðrar um þessar mundir
með veglegri yfirlitssýningu, er
gott dæmi um togstreitu á milli
vísinda og listar. Eftir stúdents-
próf árið 1941 hefur hann nám í
verkfræðideild Háskólans og nem-
ur um leið byggingarlist í einka-
tímum hjá Einari Sveinssyni
húsameistara. Leggur um svipað
leyti út í myndlistarnám við
Handíða- og myndlistarskólann og
er þar í tvö ár. Síðan er hann í
einkatímum hjá Gunnlaugi Schev-
ing, en heldur svo utan til Kaup-
mannahafnar strax í stríðslok og
nemur í eitt ár við Fagurlistaskól-
ann þar í borg. Dvelur þar næst í
London í eitt ár. Kemur til París-
arborgar og innritast í „Académie
de la Grande Chaumiere". Hér
verða mikil umskipti í lífi Harðar
Ágústssonar, og við erum komin
til ársins 1947.
Er Hörður gistir Parísarborg,
var frægð húsameistarans og
myndlistarmannsins Le Corbusi-
ers hvað mest. Þessi sjálflærði en
hámenntaði listamaður, er í raun
hét Charles-Edouard Jeanneret
(1887—1865) varð einn frægasti
húsameistari og áhrifavaldur ald-
arinnar á sínu aðalsviði og auk
þess vel þekktur sem málari og
rithöfundur. Hann var ásamt
Amedée Ozenfant upphafsmaður
listastefnu, er hlaut nafnið
„postkúbískur púrismi", og sem
byggðist á því að hreisa málverkið
af öllum hjáleitum vangaveltum.
Hús sín vildi Le Corbusier fyrst og
fremst gera manneskjuleg og nota
til þess lágmark af tildri, en gera
þau um leið sjónrænt fögur. Kynni
Harðar af þessum meistara munu
hafa haft djúpstæð áhrif á list-
sköpun hans og lífssýn allt fram á
daginn í dag, þótt hann hafi einnig
orðið fyrir áhrifum af seinni tíma
hræringum í myndlist sem húsa-
gerðarlist. En þau áhrif hafa ein-
mitt byggst á hinu rökfræðilega á
myndfletinum og um leið hinni
ósjálfráðu skrift handarinnar, svo
sem fram kemur í rannsóknum
listamanna á kalligrafíunni. Þá
detta mér í hug listamenn svo sem
Dotremont og Henri Michaux.
Það er ekkert nýtt, að lista-
menn, er tjá sig í lágmarki efni-
viðar, geri það með sem mestum
formrænum andstæðum, þraut-
hugsuðum eða ósjálfráðum og um-
búðalausum.
Eins og margir landar, er gistu
Parísarborgar á þessum árum, var
Hörður fljótur að skipta yfir í
flatarmálsmálverkið — sennilega
má álykta, að þeir hafi flestir ver-
ið of bráðir á sér, enda hvorki
sprottnir upp úr sama jarðvegi né
hefð og helstu iðkendur listastefn-
unnar. Þetta varð því nokkuð
hrámelt framleiðsla hjá þeim, og
þótt hún væri oft tæknilega vel af
hendi leyst, þá skorti hið innra
samhengi og sannfæringu — sem
fram kom m.a. i óeðlilegu ofstæki
og í sannfæringu um ágæti þess,
sem þeir voru að gera. Margir
þessara listamanna hafa þar.nig
farið í heilan hring í listsköpun
sinni og sama má segja um hlið-
stæður þeirra erlendis. En á sama
tíma ræktuðu velflestir brautryðj-
endurnir sinn garð staðfastir,
sallarólegir og rökrétt.
Andlegu meltingarfærin eru
þannig ekki síður samsvarandi og
mikilvæg en hin líkamlegu. Menn
geta aldrei með öllu flúið uppruna
sinn án þess að blekkja sjálfa sig,
— svo sannarlega ekki, ef maður
starfar mitt í honum og aðlagast
ekki með öllu öðrum vettvangi.
Þannig er eðlilegt, að listamaður
starfandi á íslandi hugsi öðruvfsi
en erlendir og landar hans, er í
áratugi starfa erlendis. Jarðveg-
urinn er annar, þótt grundvallar-
hugmyndirnar kunni að vera þær
sömu. Annað væri að taka það
bókstaflega, sem gárunginn sagði
um Kínverja, að þeir væru svona
gulir vegna þess að forfeður þeirra
hefðu borðað svo sterka karrísósu!
Það er öðru fremur umhverfið,
sem mótar manninn, en ekki hjá-
leitar kennisetningar, hversu
sennilegar sem þær kunna að virð-
ast. Eiginlega gera allar harð-
soðnar kennisetningar listina svo
fjarska leiðinlega, því að það er
hið óræða og óvænta, sem heillar
og sem hlýtur að vera kveikjan að
allri lífvænlegri list.
Ég held því þannig fram, að hið
óskiljanlega skipti ekki mestu
máli í myndlistinni, heldur hæfi-
leikinn til að hrífast af hlutunum
án þess að spyrja um merkingu
þeirra. Við getum meðtekið hið
óskiljanlega með kenndum okkar
án þess að vera færir um að
skilgreina það nánar. Það sem all-
ir skilja og geta skilgreint býr
einnig iðulega yfir leynd og yndis-
þokka og það að bregða yfir hlut-
inn nýju óvæntu ljósi er einnig
mikil list. Uppgötva ný sjónar-
horn almennra hluta. Hér er ekki
hægt að alhæfa neitt, og það er
galdurinn við alla lifandi list, sem
og lífið sjálft.
List Harðar Ágústssonar hefur
tilhneigingu til að vera klár og
skilmerkileg eins og maðurinn er
sjálfur í persónu sinni, skrifum og
viðtölum. En eins og oft vill vera,
leynist með honum efasemdar-
maðurinn, er bankar reglulega
upp á f smiðju listamannsins,
glottir og vekur athygli á tilvist
sinni.
í samþjöppuðu máli má segja,
að þróun listar Harðar Ágústsson-
ar spanni frá hlutbundnu mál-
verki, eins og það var kennt og
iðkað á stríðsárunum hér í borg.