Morgunblaðið - 20.11.1983, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 20.11.1983, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1983 43 Marta Ólafs- dóttir - Minning leið og hann hafði þann kost að geta á auðveldan hátt aflað sér góðra vina. Það vissi ég að Þorsteinn vinur minn vissi fyrir nokkru síðan að hverju stefndi. Hann var sáttur við endalokin að vissu leyti, en vissi ég þó að hann vildi bæta fyrir ýmislegt, sérstaklega þó í viðmóti við börn sín og eiginkonu. Eins og ég sagði hér að framan, kom ást hans fram á annarlegan hátt á stundum. Þetta þekktu þeir sem honum voru nánastir, enda var það Guðrún, ástkær eiginkona hans, sem skildi þetta best, og hún var sú, sem hann vildi hafa hjá sér alla daga og öll kvöld meðan á sjúkrahúsdvöl stóð. Guðrúnu var það einnig til ánægju að geta verið með ástvini sínum þó hún þyrfti að horfa á hann hverfa smám saman. Þökk sé Guðrúnu, þökk sé þeim báðum fyrir vináttu í okkar garð. Fyrir hönd fjölskyldunnar í Bjarmalandi vil ég votta Guðrúnu og börnunum samúð okkar. Guðm. Þór Pálsson Vinur minn og samstarfsmaður, Þorsteinn Magnússon, trésmíða- meistari, er horfinn á braut. Hann var Vestmanneyingur, fæddur 30. júní 1919. Hann stund- aði nám i húsgagnasmíði hjá Gamla Kompaníinu 1938, og lauk sveinsprófi í þeirri iðn 1942. Vann hann þar sem sveinn og síðan meistari til 1950. Þá stofnaði hann byggingafyrirtækið Smið í Vest- mannaeyjum, og stóð þar fyrir fjölda stórra og smárra bygginga frá 1951 til 1973. Þá varð hann verkstjóri og umsjónarmaður bygginga hjá Vestmannaeyja- kaupstað frá 1973 til 1977. Hinn 18. maí 1977 var stofnað til Smíðahúss Kópavogskaupstað- ar, og valdist hann til forstöðu þeirrar stofnunar, sem átti að annast allt viðhald bæjarbygg- inga. Þar bar fundum okkar sam- an. Þessi stofnun jók fljótlega við sig verkefnum og fjölda smiða, og var það vegna hins ötula forstöðu- manns, sem vildi vanda allra leysa. Þetta fyrirtæki fannst hon- um hann þyrfti að reka sem sitt eigið, af stakri samvizkusemi og trúmennsku, og hefi ég aldrei unn- ið með slíkum manni sem Þor- steinn var á öllum sviðum. Ef hon- um fannst hann ekki getað staðið við gefin loforð, stóð ég hann oft að því að skjótast á verkstæðið um helgar, og vinna þar að einhverju, sem hann hafði lofað á mánudegi. Nú er þessi trúverðugi, mæti ■ vinur minn horfinn úr þessu lífi. Hann átti við heilsubrest að stríða síðustu árin, og fór í hjartaaðgerð til London í nóvember 1980. Náði hann sér ótrúlega fljótt eftir þá aðgerð, og taldi sig færan um hvað sem var. Við samstarfsmenn hans töldum oft að kapp væri meira en forsjá gagnvart vinnu, því hann hlífði sér hvergi. Hann var mikill atorkumaður og afkastaði miklu. í umgengni var hann ljúfur og góð- ur félagi og ávann sér trúnað og traust þeirra, sem hann hafði samskipti við. Hann vann hverja stund milli þess sem hann fór í rannsóknir eða meðferð á spítala. í byrjun október sl. fékkst hann loks til þess að fara í sumarfrí, og fór hann þá til barna sinna í Vest- mannaeyjum. Hann kom ekki til starfa úr því fríi, því inn á spítala var hann lagður þegar heim kom. Þar háði hann stríðið mikla, en við hlið hans sat Guðrún kona hans og róaði hug hans til svefns á hverju kvöldi með hlýrri hönd sinni. Við samstarfsmenn hans í Smíðahúsinu söknum hans mikið og þökkum samfylgdina. Að Litlahjalla 7 í Kópavogi, þar sem kona hans, Guðrún A. Gunn- arsson, og börn höfðu búið sér fag- urt heimili, ríkir nú sorg. Guð gefi, að minningin um góðan mann megi lifa, og styðja og styrkja aðstandendur hans. Sigurður Gíslason Jarðarför hans fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 21. nóv. kl. 15. Fædd 3. júní 1894 Dáin 12. nóvember 1983 Drottinn gaf og drottinn tók. Marta Ólafsdóttir lést í Landspít- alanum síðdegis laugardaginn 12. nóvember. Undir öðru þaki í næsta ná- grenni voru nýfædd tvö barna- barnabörn. Það voru stúlkur. Önn- ur er fædd 2. nóvember, hin 11. nóvember. Marta fæddist í Hrísakoti i Helgafellssveit 3. júní 1894. For- eldrar hennar voru ólafur Ólafs- son, bóndi og síðar hótelhaldari í Stykkishólmi, og Málfríður Jón- asdóttir, ættuð úr Flóanum. Systkini Mörtu voru sex. Af þeim er Steinunn, sem gift var Magnúsi G. Guðnasyni, steinsmið, ein á lífi. Frímann, fv. forstjóri Hampiðjunnar, lést 1956. Kona hans var Jónína Guðmundsdóttir. Fjögur systkinanna létust um f tvítugsaldur. Ótrúleg er sú breyting á öllum sviðum, sem kynslóð Mörtu hefur lifað. Allir kynntust hinni hörðu lífsbaráttu. Sjálf sagðist Marta ætíð hafa verið sólarmegin í líf- inu. Foreldrarnir flytja til Reykjavíkur og Marta vinnur meðal annars að saumaskap, framreiðslu og lengst af við af- greiðslu. Eignaðist hún á þeim ár- um margar góðar vinkonur. Þá fékk Marta tækifæri til ársdvalar í Danmörku og hefur það vissu- lega víkkað sjóndeildarhringinn. Þáttaskil verða í lífi Mörtu, er hún giftist 14. janúar 1928 Vil- hjálmi Jónssyni, húsasmíðameist- ara. Vilhjálmur fæddist á Skarði í Gnúpverjahreppi 31. maí 1901. Á unga aldri missir hann móður sína. Faðir hans tekur sig þá upp og flytur til Kanada með fjögur börn en þrem er komið f fóstur heima. Svo vill til, að yngsti bróð- irinn, Ársæll, verður kjörsonur Magnúsar G. Guðnasonar og fyrri konu hans, en að henni látinni tek- ur Steinunn, systir Mörtu, við uppeldinu. Ársæll, steinsmiður, sem nú er látinn, var kvæntur ínu Magnússon. Með þessum fjöl- skyldum tekst hin besta vinátta og leið varla sú helgi hér áður fyrr, að ekki væri komið saman. Vil- hjálmur hafði lært trésmíðar, húsgagna- og síðar húsasmíði, á Eyrarbakka hjá hinum besta fag- manni. Lærisveinninn var næmur og árangurinn verður eftir því. Verkefnin voru margvísleg. Kom það sér vel, þegar þau Marta réð- ust í húsbyggingu á Shellvegi 8A í Skerjafirði, en þar búa þau í 19 ár. Börnin urðu þrjú, Manfreð, arki- tekt, kvæntur Erlu Sigurjónsdótt- ur, Steinunn, einkaritari, var gift Konráði Þorsteinssyni, verslun- armanni, sem nú er látinn, býr með Karli O. Karlssyni, og Karen, kennari, gift Þorvaldi óskarssyni. Þá ólu þau upp dótturson, Vilmar Þór Kristinsson, flugmann, kvæntur Unni Gunnarsdóttur. Barnabörnin eru 13 á lífi og barnabarnabörnin eru orðin 13. Árið 1947 hafði Vilhjálmur byggt húsið Drápuhlíð 2 og verður þar síðan heimili fjölskyldunnar. Gestkvæmt er hjá þeim Mörtu. Borgin byggist í austur og Drápu- hlíðin verður meira miðsvæðis. Það er því oft hellt upp á könnuna og glaðværð rikjandi. Svo var líka íbúðin í kjallaranum oftast setin af ættingjum. Öll nutu börnin handleiðslu og hagleiks Vilhjálms við eigin hús- byggingar og verður það seint full- þakkað. Hann lést 10. júlí 1972. Eftir fráfall Vilhjálms sést vel styrkur Mörtu. Orgelleikur eig- inmannsins er að vísu þagnaður og fleiri strengir brostnir, en hug- urinn og góðvildin er sú sama. Marta átti létta og hreina lund. Hún sagði sina meiningu, hvort sem mönnum líkaði betur eða verr, en var svo fljót að slá á létt- ari strengi. Hún var létt á fæti og fór flesta morgna í smágönguferð- ir, enda reyndist það besta ráðið við höfuðverk, sem þjáði hana síð- ustu árin. Fyrri hluta júnímánaðar verður hún fyrir áfalli og er flutt á spít- ala. Þaðan á hún ekki afturkvæmt. Aðstandendur vilja þakka hjúkrunar- og starfsfólki á deild 11B Landspítalans sérstaklega góða umönnun við Mörtu. Blessuð sé minning hennar. Útför hennar verður gerð frá Fossvogskirkju, mánudaginn 21. nóvember kl. 13.30. Þorvaldur Óskarsson Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliA stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Sjóivvörp 20” VERÐ FRA KR. 25.545 p3 Upptökuvélar Videótækí VERÐ FRA KR. 37.810,—G KANNIÐ ÚRVAL VERÐ OG GÆÐI HLJOMBÆR HUOM-HEIMIIIS-SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGOTU 103 SIMI 25999 HELSTU UMBOÐSMENN Parið. Akranesi Radíóver, Husavik Kaupf Borgfiröinga Seria. Isafirði Alfhóll. Siglufirði Skrifstofuval. Akureyri Ennco. Neskaupstaö Eyjabær. Vestm eyjum M M . Selfossi Fataval. Keflavik Kaupfelag Skagfiröinga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.