Morgunblaðið - 20.11.1983, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1983
ÞINGBREF
eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON
stefnu (um þorskeldi í Noregi
1983) að ekki muni tímabært fyrir
íslendinga að hefja miklar til-
raunir með seiðaeldi á þorski eða
öðrum fiski sem hrygnir f sjó.
Slíkar tilraunir hafa reynzt tíma-
frekar, mannfrekar, flóknar og
kostnaðarsamar. Til að seiða-
slepping hefði umtalsverð áhrif á
árgangsstyrk islenzka þorsksins
við núverandi aðstæður yrði að
sleppa árlega tugum eða hundruð-
um milljóna af sumaröldum seið-
um. Slík framleiðsla gæti orðið
óhemju kostnaðarsöm og ólíklegt
að hún svaraði kostnaði við núver-
andi aðstæður."
Flutningsmenn telja engu að
síður og vitna enn í Björn Björns-
son, þrátt fyrir þessa umsögn um
líkur seiðaeldis, að „æskilegt sé
fyrir fslendinga að hefja fljótlega
Þær vóru tíu konurnar, sem sátu þing þegar þessi mynd var tekin, nfu þingmenn, einn varaþingmaður. Ein þeirra,
Ragnhildur Helgadóttir, er menntamálaráðherra, önnur, Salome Þorkelsdéttir, forseti efri deildar Alþingis.
Ratsjá fyrirhyggju —
eldflaug samstöðu
„Lúða, lax og kræklingur saman í eldistjörn“
Þingsköp og
þingforsetar
Forsetar Sameinaðs Alþingis og
þingdeildar eru húsbændur og
fara með verkstjórn á löggjafar-
þingi þjóðarinnar, bæði þing-
manna og annars starfsliðs. For-
setar Alþingis skipa í sameiningu
skrifstofustjóra þess, en hann er
„háður eftirliti forsetanna og skuli
þeir semja og setja erindisbréf
handa honum og öðrum starfs-
mönnum þingsins".
Forseti Sameinaðs þings fer og
með vald forseta fslands, í fjar-
veru hans, ásamt forsætisráð-
herra og forseta hæstaréttar. f
margra huga hefur embætti for-
seta Sameinaðs þings vægi ráð-
herraembættis, a.m.k. að virðingu.
Röggsemi forseta, eða hið gagn-
stæða á stundum, setur mörk á
þingstörfin. Starfshættir þing-
nefnda ráða að vísu miklu um
framvindu mála, en einnig þar
hafa forsetar tök á að ýta á eftir.
Síðast en ekki sízt skal nefna und-
irbúning mála í þingflokkum og
ríkisstjórn, sem oft ræður miklu
um framvindu og afdrif mála í
meðferð þingsins.
Forseti Sameinaðs þings, Þor-
valdur Garðar Kristjánsson, sýnir
festu í bland við lipurð á forseta-
stóli. Verkstjórn hans lofar góðu,
bæði um vinnulag og virðingu Al-
þingis.
Salome Þorkelsdóttir, fyrsta
konan á forsetastóli efri deildar,
hefur einnig sýnt röggsemi í starfi
og ganga mál vel fram í þingdeild
hennar.
Ingvar Gíslason, fyrrv. mennta-
málaráðherra, forseti neðri deild-
ar, er og gamalreyndur stjórn-
málamaður, sem þekkir vel sinn
starfsvettvang. Það hefur hins
vegar viljað brénna við þessa
þingdeild að verða á stundum mál-
þófsvöllur, hvar stjórnmálamenn
fara mikinn í rökræðum — og
karpi. Forseti neðri deildar má
gjarnan fara sparlegar með ljúf-
mennsku sína, sem hann á mikið
af, en beita festu oftar, sem han á
einnig til, ef í harðbakka slær.
Þetta er sagt með fullri virðingu
fyrir málfrelsi og málfimi þing-
manna, sem sjálfsagt er að virða
vel.
Alþingi er og á að vera íhalds-
samt í starfsháttum. Engu að síð-
ur er eðlilegt að endurskoða þing-
sköp, ekki sízt er varða þá þætti,
sem vaxið hafa mest á síðustu ár-
um: tillögur til þingsályktunar,
fyrirspurnir og umræður utan
dagskrár.
Benedikt Gröndal, þá formaður
Alþýðuflokks, flutti fyrir nokkr-
um árum frumvarp til laga um
breytingu á þingsköpum, sem
Kjartan Jóhannsson, núv. formað-
ur flokksins, hefur endurflutt.
Helztu breytingar, sem felast í
frumvarpinu, eru þessar:
• 1. Tillögum til þingsályktunar
er skipt í tvo flokka eftir efni-
þeirra. Fjalli þær um stjórn-
skipan, utanríkis- eða varnar-
mál eða staðfestingu fram-
kvæmdaáætlana (t.d. vegaáætl-
un) er gert ráð fyrir óbreyttri
meðferð, tveim umræðum og
nær ótakmörkuðum ræðutíma.
Um allar aðrar tillögur skal
fara fram ein umræða. Flutn-
ingsmaður fái 10 mínútur til
framsögu, en síðan verði tillög-
unni vísað til nefndar án frek-
ari umræðu. Þegar nefnd hefur
afgreitt málið fer fram umræða
um það, og fá framsögumenn
nefndar og flutningsmaður 5
mínútur, en síðan er ræðutími
takmarkaður við 3 mínútur.
Þingsályktunartillögur verði
aðeins leyfðar í Sameinuðu
þingi. Sá heildartími, sem þær
taka, mundi við þessa breytingu
styttast verulega.
• 2. Varðandi afgreiðslu fyrir-
spurna verði sú breyting gerð,
að einungis fyrirspyrjandi og
ráðherra, sem svarar, taki til
máls. Við þetta styttist sá tími,
sem þarf til afgreiðslu á hverri
fyrirspurn, og ættu þá aðrar
fyrirspurnir að fá afgreiðslu
mun fyrr. óvíst er að tími til
fyrirspurna í heild styttist, en
fleiri spurningum yrði svarað.
• 3. Sett verði í fyrsta sinn
ákvæði í þingsköp um umræður
utan dagskrár, en þær hafa á
síðari árum orðið veigamikill og
nauðsynlegur þáttur þing-
starfa. Gert er ráð fyrir, að
slíkar umræður fari aðeins
fram í sameinuðu þingi, enda
ekki eðlilegt, að önnur deildin
ræði ein „aðkallandi mál, sem
ekki þola bið“. Settar verði
hömlur á ræðutíma, svo að slík-
ar umræður fari ekki úr bönd-
um eða ryðji öðrum þingstörf-
um frá.
Hér er aðeins komið inn á þrjú
atriði, sem mörgum hefur fundizt
tefja fyrir löggjafarstarfinu, höf-
uðverkefni þingsins. Eðlilegt er að
setja þessum þingþáttum skýrari
mörk.
Öll nútíma þjóðþing þurfa að
hafa opna leið til þess að þing-
menn geti fyrirvaralítið, jafnvel
fyrirvaralaust, hafið umræðu um
aðkallandi mál, sem ekki þola bið
né verða afgreidd á viðunandi hátt
innan ramma venjulegra þing-
mála. Hér er farvegurinn umræða
utan dagskrár. Hefur skapazt sú
hefð að þingmenn leita eftir sam-
þykki forseta og láti viðkomandi
ráðherra vita fyrir hádegi sama
dag og umræða fer fram. Hins
vegar er ekki stafur um utan-
dagskrárumræður í þingsköpum.
Öhjákvæmilegt virðist að þingið
taki þessar, eða aðrar hliðstæðar
tillögur um þingsköp, til af-
greiðslu, fyrr en síðar. En brýnast
er að þingmenn stytti mál sitt.
Klak og eldi
sjávar- og vatnadýra
Stjórnarfrumvarp um skipulegt
átak í fiskirækt mun fullbúið eða
langt komið í viðkomandi ráðu-
neyti. Þingmenn hafa áður hreyft
þessu máli á Alþingi, þó jafnan
hafi dagað uppi.
Tveir þingmenn Alþýðuflokks
fluttu fyrir fáum árum frumvarp
til laga um rannsóknir í þágu at-
vinnuveganna (103. löggjafar-
þing), sem fjallaði m.a. um til-
raunir „með klak og eldi þorsks og
annarra nytjafiska, með það fyrir
augum, að seiðum verði sleppt í
stórum stíl þegar þau hafa náð
þeim aldri að þau leita til botns,
u.þ.b. 5 mánaða gömul".
Fimm þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins fluttu tillögu til þings-
ályktunar (104. löggjafarþing) um
skipulegt átak og áætlun í fiski-
rækt og veiðimálum. í tillögunni
er lögð áherzla á rannsóknir og
tilraunir, leiðbeiningar í fiskirækt
og samræmingu í fjárveitingum
til fiskiræktarmála og eflingu
Fiskræktarsjóðs.
Loks hafa fjórir þingmenn Al-
þýðubandalags flutt tillögu um
fiskeldi og rannsóknir á klaki og
eldi sjávar- og vatnadýra. Tillagan
felur ríkisstjórn, ef samþykkt
verður, að undirbúa áætlun um
eflingu fiskeldis, með það fyrir
augum, að ræktun sjávar- og
vatnadýra geti orðið gildur þáttur
í atvinnulífi okkar. Heildarlöggjöf
verði sett um fiskeldi og komið
upp tilraunastöð á vegum Haf-
rannsóknastofnunar.
Óþarfi er að minna á að einka-
aðilar hafa þegar unnið þrekvirki í
fiskiræktarmálum (silungur og
lax), sem vísa veg til fengsællar
framtíðar í þessari atvinnugrein.
Hins vegar hefur minna borið á
„klaki og eldi þorsks og annarra
nytjafiska", svo notuð séu orð úr
frumvarpi um þetta efni fyrir
þremur árum.
I greinargerð með síðasttalda
þingmálinu er vitnað til Björns
Björnssonar, sem er að Ijúka dokt-
orssnámi við Dalhousie-háskóla í
Halifax í Kanada. Hann segir: „Eg
dreg þá ályktun' eftir þessa ráð-
tilraunir með eldi á þorski og öðr-
um sjávardýrum til manneldis. Þá
á ég aðallega við að veiða ungfisk
hér við land og koma honum fyrir
í sérstökum eldistjörnum og ala
hann þar upp til slátrunar ...
Nokkrar tegundir, sem kæmu vel
til greina, eru þorskur, lúða, lax,
ufsi og kræklingur. Það er trúlega
hagkvæmasti kosturinn að vera
með blandað eldi, t.d. lúðu, lax og
krækling saman í eldistjörn.
Þannig yrði lúðan á botninum,
laxinn við yfirborð og kræklingur-
inn mundi hreinsa vatnið og nýta
um leið alla tiltæka smáfæðu."
Hér verður ekki frekar farið út í
þetta mál. En tímabært er að ís-
lendingar, sem nú fjalla um vanda
sjávarútvegs, stærri og meiri en
nokkru sinni fyrr, hugi í leiðinni
að fiskiræktar- og fiskeldismálum.
Einkaaðilar hafa sem fyrr segir
stigið stór spor á þessu sviði, að
því er viðkemur vatnafiskum, sil-
ungi og laxi. En betur má ef duga
skal. Það er þörf á mörgum við-
bótarstoðum undir atvinnu- og
efnahag þjóðarinnar, ef hún ætlar
að ganga til góðs götuna fram eft-
ir veg.
Ratsjá framsýni
og eldflaug samstöðu
Eldflaugar og ratsjárstöðvar
settu mark á þingræður í vikunni
sem leið. Þá var mikill hiti í
mönnum; lá við að sumir stæðu á
öndinni, svo mikið var þeim niðri
fyrir. Þrátt fyrir alvöru þessara
nýju umræðuefna — og andar-
teppu — vóru þingmenn léttari á
brún; líklega fegnir því að fá tæki-
færi til að horfa til annarrar áttar
en þeirrar, sem sýnir efnahagskr-
eppu og aflasamdrátt. Þegar leið á
vikuna stóðu þeir þó í sömu spor-
um og flesta aðra daga, frammi
fyrir óleystum vanda sjávar-
útvegs, ítem efnahagsdæminu.
Heimsmálin máttu þoka fyrir erf-
iðleikum í túninu heima.
Launafrumvarp ríkisstjórnar-
innar kom til annarrar umræðu í
neðri deild. Þorsteinn Pálsson,
nýkjörinn formaður Sjálfstæðis-
flokks, mælti fyrir breytingartil-
lögu frá stjórnarliðum, sem m.a.
kveður á um brottfall afnáms
samningsréttar úr frumvarpinu.
Meðal efnispunkta i máli hans
vóru:
• Þegar við horfðum framan í
óðaverðbólgu og atvinnusamdrátt
á sl. vori var ekki ágreiningur
milli stjórnmálaflokka um það, að
fyrstu aðgerðir í efnahagsmálum
hlytu að lúta að launamálum.
• Alþýðubandalagið lagði til í
stjórnarmyndunarviðræðum að
öllum verðbótagreiðslum á laun
yrði frestað í einn mánuð og
freistað að ná fram samningum
um vísitölukerfi, er drægi úr
víxlhækkunum launa og verðlags.
• Það var óhjákvæmilegt að
stjórnvöld tækju af skarið til að
koma í veg fyrir stöðvun atvinnu-
rekstrar og fjöldaatvinnuleysi.
• Enn eru mörg og erfið verkefni
óleyst, ef við ætlum að höggva að
rótum efnahagsmeinsemda. Það
er unnið að verkefnum á þessu
sviði. Meginmáli skiptir að stýra
fjárfestingu þangað, sem hún skil-
ar beztum arði. Eitt þessara við-
fangsefna er endurskoðun banka-
og fjárfestingarlánasjóðakerfis-
ins, til að tryggja að við fáum há-
marksarðsemi af fjárfestingar-
fjármagni.
• Jafnframt er unnið að endur-
skoðun laga um Framleiðsluráð
landbúnaðarins og verðmyndun í
landbúnaði.
• Ennfremur að áframhaldandi
uppbyggingu orkufreks iðnaðar.
• Að fengnum nýjum upplýsing-
um um stöðu þorskstofns og
minnkandi afla á næsta ári er
nauðsynin enn brýnni á víðtækri
samstöðu með þjóðinni um að-
gerðir á sviðum atvinnu- og efna-
hagsmála.
• Það, að fellt er niður umdeild
atriði úr bráðabirgðalögunum, fel-
ur ekki í sér neinn undanslátt frá
efnahags- og atvinnumálastefnu
stjórnarflokkanna. Áætlanir hafa
gengið eftir í hjöðnun verðbólgu.
Ný áföll valda því hins vegar að
það er nauðsynlegt að stjórnvöld
og hagsmunasamtök atvinnulífs-
ins taki höndum saman.
Fulltrúar stjórnarandstöðu,
sem mæltu gegn bráðabirgðalög-
unum, viðurkenndu, sumir hverjir,
þann neyðarrétt, sem þau vóru
byggð á, ekki beinum orðum að
vísu, heldur óbeint.
Guðrún Agnarsdóttir, Kvenna-
lista, sagði m.a.: „Við samþykkjum
þó að það hafi verið nauðsynlegt
að grípa til einhverra breytinga á
verðbótakerfinu sl. vor, samhliða
öðrum aðgerðum í efnahagsmál-
um, en við vildum fara aðra
leið ..." Hún skilgreindi hins veg-
ar ekki þessa „aðra leið“ að því
marki, að ná hefði mátt niður
verðbólgu um nálægt hundrað
prósentustig, eins og nú hefur tek-
izt, hvert sem framhaldið verður.
Hún sagði á öðrum stað í ræðu
sinni: „Ég held að almenningur
hafi verið samþykkur því að brýna
nauðsyn hafi borið til að ná tökum
á verðbólgunni og sýnt ótvíræðan
vilja til að sameinast um það að
vinna sig út úr þeim efnahagslegu
ógöngum sem við blöstu."
Vandinn er viðurkenndur. Þörf-
in fyrir aðgerðir er viðurkennd.
Þeir, sem síðan gagnrýna bráða-
birgðalögin, axla þá ábyrgð, að
benda á annan, jafnmikilvirkan
kost eða mótleik. Á það hefur
verulega skort, vægt orðað.
Jón Baldvin Hannibalsson, Al-
þýðuflokki, minnti á tillögu Al-
þýðuflokks í viðræðum við aðra
flokka eftir kosningar sl. vor:
„Vísitölukerfið í sinni núverandi
mynd verði afnumið. í staðinn
komi frjálsir samningar aðila
vinnumarkaðarins. Gætt verði
sérstaklega hagsmuna láglauna-
fólks."
Alþýðuflokkurinn staðfesti
þessa afstöðu sína í atkvæða-
greiðslu um bráðabirgðalögin, eft-
ir aðra umræðu í neðri deild. Fékk
bágt fyrir í Þjóðviljanum. Það
blað mætti raunar endurprenta
kenningu Alþýðubandalagsins um
„fjögurra ára neyðaráætlun" í
þjóðarbúskapnum, fram setta áð-
ur en fiskifræðingar settu fram
hugmyndir sínar um aflasamdrátt
1984.
Það kann að þjóna tilgangi að
munnhöggvast um eldflaugar og
ratsjárstöðvar á hinu háa Alþingi.
Ekki sízt ef þingheimur skoðar
þjóðarbúskapinn í ratsjá fyrir-
hyggju og framsýni — og beinir
eldflaug samstöðunnar að efna-
hagskreppunni.
Steíán Friðbjarnarson er þing-
fréttamaður Mbl. og skrifar að
staðaldri um stjórnmál í hlaðið.