Morgunblaðið - 20.11.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.11.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1983 23 Áhrif vaxta (arðs) á fjárfestingu (tvöfoldun verðmætis) Raunvextir TvöfðlduiiAr- tími Verdmjeti 100 kr. eftir 10 ir 1% 70 ár 110 kr. 5% 14 ár 163 kr. 9% 8 ár 237 kr. 10% 7 ár 259 kr. 11% 5 ár 405 kr. borðar ýsu í dag í staðinn fyrir lúðu og sparar við það 20 krónur getur ekki vænst þess að kaupa fyrir það íbúðarhúsnæði. En strax og hann er búinn að spara 500 kr. getur hann farið að huga að kaup- um á minnstu einingum spari- skírteina. Seljanleikinn fer einnig eftir einingastærðinni. Minni ein- ingar eru yfirleitt auðveidari í sölu. Hverjir eru ávöxtunarmöguleikar einstakra fjárfestingarleiða sem í boði eru? Á mynd 2 má sjá samanburð á 4 mismunandi sparnaðarformum, þ.e. í fyrsta lagi 6 mánaða verð- tryggðir reikningar í innláns- stofnunum með 1% vexti umfram verðbólgu á ári, í öðru lagi spari- skírteini ríkissjóðs með 4,5% vexti umfram verðtryggingu skv. aug- lýstu sölugengi Kaupþings hf. í þriðja lagi verðtryggð veðskulda- bréf með allt að 10% vexti um- fram verðtryggingu og í siðasta lagi 3ja ára óverðtryggð veð- skuldabréf með 20% föstum vöxt- um skv. auglýstu sölugengi Kaup- þings. Á myndinni er sýnd ávöxt- un verðtryggðra og óverðtryggðra bréfa miðað við mismunandi for- sendur um verðbólguþróun á ári næstu árin. Eins og sjá má á myndinni eru vextir umfram verð- bólgu fullverðtryggðra spari- skírteina og veðskuldabréfa óháð- ir verðbólgu. Vextir umfram verð- bólgu á óverðtryggðu bréfunum eru hins vegar háðir þeirri vaxta- kröfu sem gerð er þegar viðskiptin eiga sér stað og þeirri verðbólgu sem raunverulega verður á láns- tímanum. Sjá má á myndinni að lína óverðtryggða bréfsins og verðtryggða bréfsins skerast við 47% verðbólgu, sem þýðir með öðrum orðum að fari verðbólga á ári upp fyrir 47% borgar sig betur að kaupa verðtryggt veðskulda- bérf sé óverðtryggða bréfið með 20% vöxtum til 3ja ára. Niður- staðan er því sú að verðtryggð bréf eru mun áhættuminni en hin óverðtryggðu. Verðtryggðu veð- skuldabréfin má auk þess fá núna á mjög góðum kjörum þar sem í boði eru 10% vextir umfram verð- tryggingu. Ef fólk er hins vegar áhættu- glatt og tilbúið að veðja á lækk- andi verðbólgu getur hagnaðar- vonin verið mest í óverðtryggðu veðskuldabréfunum. Það mat sem lagt er á fjárfest- ingar er að sjálfsögðu háð þeim aðstæðum sem í gildi eru hér á landi á hverjum tíma. Þær geta breyst án fyrirvara. Fjárfestingar eru alltaf byggðar á huglægu mati manna á þróun mála í framtíð- inni. Þegar menn festa fé sitt ættu þeir að gæta vel að þeim kostum sem til greina koma og hafa það hugfast að það erfiði sem kostaði að afla fjárins má ekki fara fyrir bí vegna rangrar fjárfestingar. Þá verða menn að hugsa til framtíð- arinnar, hvað hún muni bera í skauti sér. Hvernig er starfsemi Kaupþings hf. háttað? Kaupþing hf. var stofnað í október í fyrra og starfar á tveim- ur sviðum, eignaumsýslusviði og ráðgjafarsviði, auk þess sem Kaupþing hf. gefur út Vísbend- ingu, vikurit um erlend viðskipti og efnahagsmál. Eignaumsýslusv- iðið felur í sér fasteignasölu og verðbréfasölu, en verðbréfasalan er hér helst á dagskrá. í verð- bréfasölu Kaupþings er verslað með ríkisskuldabréf (þ.e. spari- skírteini ríkissjóðs og happ- drættislán ríkissjóðs) og veð- skuldabréf (verðtryggð og óverð- tryggð) í umboðssölu. Kaupþing hf. býður viðskiptavinum sínum auk þess að annast ávöxtun fjár- muna þeirra í formi fjárvörslu- samnings. lánskjaravísitölu, en hún er háð breytingum stjórnvalda. Allt krukk í lánskjaravísitöluna hefur þannig mikil áhrif á þennan markað og getur breytt aðstæðum á verðbréfamarkaðinum á tiltölu- lega stuttum tíma. í rauninni væri það heppilegast að losna við allar þessar vísitölur út úr íslenska fjármálakerfinu — vísitölur þekkjast ekki á Vestur- löndum og hafa aðeins orðið til ófarnaðar hér. Almenningur veit lítið sem ekkert um þessar vísitöl- ur og þær eru oft notaðar til að slá ryki í augun á fólki. Þær valda því að mishæf stjórnvöld geta verið með puttana í öllu og hefur það valdið sífelldum hringlanda á fjármálasviðinu. Ég er sannfærð- ur um að fjármálastarfsemin myndi þrífast margfalt betur, þjóðinni til heilla, ef framtak ein- staklingsins fengi að njóta sín meir á þessu sviði. Ég tel brýna þörf á að settar verði vinnureglur um verðbréfa- viðskipti. Ýmsar óæskilegar venj- ur hafa myndast sem gera verð- bréfaviðskiptunum miður gott. Þar á ég m.a. við útgáfu bréfanna, útreikning á skuldabréfum, starfsaðferðir verðbréfasala og að réttur kröfuhafa verði fljótvirk- ari. / bverju felst starfsemi Ávöxtunar sf.? — Ávöxtun sf. er fyrsta fyrir- tæki sinnar tegundar á ísiandi. Auk verðbréfasölu eru aðalvið- skipti Ávöxtunar að fjárfesta á sem arðvænlegastan hátt fjár- muni viðskiptavina sinna. Við- skiptavinir okkar gera samning um ávöxtun fjármuna sinna ákveðið timabil. Fjármagnið er í raun aldrei fryst hjá okkur, þ.e. viðkomandi viðskiptavinur getur tekið út fé sitt hvenær sem er. Verðtrygging miðast við heila mánuði. öll ráðgjöf og upplýs- ingar um fjármál er innifalið. Viðskiptavinir okkar greiða ekki fyrir ávöxtunarþiónust.una. Við bjóðum fulla verðtryggingu sam- kvæmt lánskjaravísitölu og bjóð- um að auki: 3%ársvexti fyrir 1—3 mán. 4% ársvexti fyrir 4—6 mán. 6% ársvexti fyrir 7—9 mán 8% ársvexti fyrir 10—12 mán. Þá er komið að hinni stóru spurningu, hvernig Ávöxtun sf. fjárfestir. Ávöxtun kaupir skulda- bréf eingöngu af fyrirtækjum með ákveðnum og eðlilegum afföllum, og þar fær Ávöxtun sína söluþókn- un; þannig þurfa viðskiptavinir okkar ekki að greiða fyrir ávöxt- unarþjónustuna. Skuldabréfin eru verðtryggð og bera fyrirtækin ábyrgð á skuldaranum. Þannig tryggir Ávöxtun sf. sig fyrir skakkaföllum. Viðskiptavinir okkar eru fólk úr ölium starfsgreinum, á öllum aldri og úr öllum stjórnmálaflokkum. Það gerir starfsemina svo sann- arlega líflega og yfirgripsmikla. Fólk kemur með í ávöxtun allt frá 5000 kr. og upp úr. Fyrirtækið hefur nú starfað um 7 mánaða skeið og sýna undirtekt- ir almennings að brýn þörf er fyrir starfsemi sem þessa. Það er undarlegt hversu stjórnmálamenn og verkalýðsforysta hafa látið þessi fjárfestingarmál almennings lítið til sín taka, þegar haft er í huga að fjárfesting sparifjár hlýt- ur að vera hverjum manni mikils virði. Að líkindum er góð fjárfest- ing einhver besta kjarabótin sem völ er á í dag. Það er ósk mín, að íslenskir stjórnmálamenn taki fljótt við sér, svo auðveldara verði að þróa hinn íslenska fjármagnsmarkað og koma íslensku viðskiptalífi úr þeirri stöðnun sem verið hefur undanfarið. Við erum nú þegar 50 árum á eftir tímanum í fjármála- viðskiptum — því þarf að undir- búa jarðveginn vel fyrir nútima- viðskipti. SJÁ EINNIG Á BLS. 26. Okkar gæði - Okkar verð Ekki útsala — Okkar verö — Ekki útsala — Okkar verd Sérhannaöir skóla- og vinnuskór meö gæru- fóöursóla og sterkum og grófum botnum sem þola sýrur, olíu, hita og kemísk efni. Litur: Svartur. Verö kr. 895. PÓSTSENDUM KREDITKORTAÞJÓNUSTA Bastad- klossar í tveimur breiddum, G og H, fyrir þá sem eru meö háa rist. 4 litir. Verð trá kr. 575. Kveninniskór, leður. Litir: Hvítt, blátt og drapp. St. 36—41. Verð frá kr. 679. T0PP ^ÍköRINN 21212 VELTUSUND11 ÍSi ,I_ Þúsundir ánægöra lesenda um víöa veröld fá blaöiö okkar reglulega Eru vinir þínir medal þeirra? Sendu þeim gjafaáskrift aö lceland Review — nú er tækifæriö lceland Review Höfðabakka 9, sími 84966, Reykjavík. • Hverri nýrri áskrift 1984 getur allur árgangur 1983 fylgt á sérstökum kjörum meðan birgðir endast. • Útgáfan sendir viðtakanda jólakveðju i nafni gefanda, honum að kostnaðarlausu. • Hvert nýtt hefti af lceland Review styrkir tengslin við vini í fjarlægö. □ Undirritaður kaupir... gjafaáskrift(ir) að lceland Review 1984 og greiði áskriftargjald kr. 595 pr. áskrift að við- bættum sendingarkostnaði kr. 100 pr. áskrift. Samtals kr. 695. □ Árgangur 1983 verði sendur til viðtakanda (enda) gegn kr. 200 pr. áskrift. (Sendingarkostnaöur um allan heim innifalinn). Ofangreind gjöld eru í gildi til ársloka 1983. Nafn áskrifanda Sími Heimilisfang • Ódýrt, en umfram allt þægi- legt. Nafn móttakanda Heimilisfang Nöfn annarra móttakenda gjafaáskrifta fylgja með á sérstöku blaöi. Sendist ásamt greiðslu til lceland Review, Hötðabakka 9, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.