Morgunblaðið - 20.11.1983, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1983
Guðmunda Guðmunds-
dóttir — Minning
Minning:
Þorsteinn Magnússon
frá Vestmannaeyjum
Fædd 1. febrúar 1918
Dáin 13. nóvember 1983
Mumma lést í Landspítalanum
þann 13. nóvember sl., eftir langa
og stranga baráttu við erfiðan
sjúkdóm. Kallið kom því ekki á
óvart, undanfarnar vikur var vitað
að hverju stefndi.
Hún var gift Herði Ásgeirssyni,
föðurbróður mínum, en hann lést
fyrir rúmu ári. Mumma er sú
sjötta úr hópi föðursystkina
mjnna og maka þeirra, sem kveður
þetta tilverustig. Af þeim hafa
fimm látist á aðeins einu og hálfu
ári. Dauðinn er það sem koma
skal, það á við okkur öll. Misjafn-
lega gengur að sætta sig við hann,
einkum ef manni finnst að hinir
látnu hafi verið á besta aldri. Það
er því mikil raun fyrir samferða-
fólkið að sjá nú á eftir enn einum
úr fjölskyldunni hverfa á braut.
Það er lífsreynsla út af fyrir sig
að hafa kynnst Mummu og örlög-
um hennar í lífinu. Þau hjón eign-
uðust eina dóttur, Áshildi, sem er
þroskaheft. Ása hefur alla tíð búið
í heimahúsum, og þar notið þeirr-
ar umhyggju og blíðu, sem for-
eldrar geta veitt barni sínu. Jafn-
framt hefur hún um langt skeið
verið í dagvistun á þeim stofnun-
um, sem Styrktarfélag vangefinna
starfrækir, og þar fengið tækifæri
til að njóta hæfileika sinna. Hvoru
tveggja er mikils virði fyrir slíkan
einstakling sem Ásu. Fyrir
Mummu var það alltaf sjálfsagður
hlutur að hafa hana heima hjá
sér, og aldrei var á henni að heyra,
að hún teldi eftir sér þá miklu
vinnu og bindingu, sem það hefur í
för með sér að annast og hafa í
sinni umsjá þroskaheftan ein-
stakling. Það var ekki fyrr en und-
ir lokin að krafturinn þyarr, og
hún gat ekki lengur sinnt henni.
Ása er nú í góðum höndum, og á
ég þá ósk heitasta henni til handa,
að hún megi áfram njóta slíkrar
umönnunar sem hún hlaut í for-
eldrahúsum.
Baráttan við sjúkdóminn reynd-
ist Mummu bæði löng og erfið.
Aldrei var að heyra neina kvörtun,
né kom í ljós sjálfsvorkunn. Hún
hélt áfram að lifa lífinu eðlilega,
eftir því sem unnt var, og virtist
leiða hjá sér þá staðreynd, að
henni hrakaði stöðugt. Ég dáist að
þeim krafti og vilja sem hún bjó
yfir alla tíð.
í þeirri von að heiðurskonan
Guðmunda Guðmundsdóttir sé
hvíldinni fegin, votta ég öllum að-
standendum hennar dýpstu sam-
úð. Ég er forsjóninni þakklátur
fyrir að hafa kynnst henni, og
varðveiti í huga mínum minning-
una um góða konu.
Ásgeir Eiríksson
Ennþá einu sinni hefur orf
sláttumannsins höggvið í fjöl-
skyldu okkar.
Á einu og hálfu ári hafa 5 með-
limir hennar verið hrifnir á brott
úr hinu veraldlega lífi til hins ei-
lífa.
Á sl. ári hurfu frá okkur Katrín
mágkona, Ingimar mágur og
Hörður bróðir minn. Á þessu ári
Eiríkur bróðir minn, eiginmaður
Katrínar, og nú Guðmunda, eigin-
kona Harðar.
Þegar alvarlegir sjúkdómar
steðja að, sem læknavísindin enn
ekki ráða við, má segja að flestir
séu hvíldinni fegnir.
Mumma veiktist af krabbameini
fyrir rúmum 2 árum en barðist
gegn veikinni með von um að fá að
lifa lengur. Það var ekki fyrr en
daginn áður en hún lézt að hún
sagði við mig: „Ég vona að þetta
fari að styttast. Kvalirnar eru svo
miklar."
Hugur og umhyggjusemi henn-
ar var til eina barnsins þeirra,
Áshildar, dótturinnar sem er 44
ára og þroskaheft.
Þau hjónin lifðu fyrir hana og
eftir að Hörður dó og Mumma var
orðin mikill sjúklingur, þurfti oft
að fara á spítala til aðgerða eða
rannsóknar. Lá henni alltaf mikið
á að komast aftur heim. Þó hún
væri ekki lengur manneskja til að
sjá um heimilið gerði hún það.
Frá upphafi, að séð var ástand
Áshildar, dóttur Mummu og
Harðar, kom það oft til tals að
hún ætti heima á heimili sér líkra.
Svar Mummu var: „Ég hef fætt
hana og ber að sjá um hana þar til
ég dey.“
Áshildur var á dagheimili fyrir
þroskahefta og leið þar vel en
heim varð hún að koma á hverjum
degi. Mumma gat ekki hugsað sér
annað.
Nú hefur Áshildur eignast aðrar
mömmur á dagheimilinu Lækjar-
ási og Kópavogshælinu. Þar veit
ég að henni mun líða vel þó heima
sé alltaf best að vera.
Mumma var dóttir hjónanna
Mari Magnúsdóttur og Guðmund-
ar Eyjólfssonar, sjómanns í Bol-
ungarvík. Mari dó 1953 nær 70 ára
að aldri, en Guðmundur 1970 þá
nær 90 ára. Guðmundur var tví-
kvæntur. Með fyrri konu sinni átti
hann 3 börn, Guðrúnu, sem er lát-
in, Jónas og Magnús sem báðir
bjuggu lengi á Flateyri. Magnús er
nú á Sjúkraskýlinu (elliheimilinu)
Flateyri, en Jónas á Elliheimilinu
Grund.
Með Mari átti hann Guðmund,
rafvirkja, Isafirði, sem lést 1946,
og Guðmundu. Börn Guðmundar
eru þrjú.
Guðmunda kom til Flateyrar í
vist hjá sæmdarhjónunum Ingi-
björgu og Ragnari Thorarensen
bakara. Þar kynntust þau Mumma
og Hörður bróðir minn. Þau giftu
sig 1. maí 1937.
Aðalstarf Harðar framan af ár-
um var verkstjórn í frystihúsum,
hjá föður okkar á Flatéyri, Kaup-
félaginu á Skagaströnd og Sigurði
Ágústssyni, Stykkishólmi. Til
Reykjavíkur fluttu þau fyrir rúm-
um 20 árum og starfaði Hörður
við fyrirtæki mín við umsjón
vöruafgreiðslu, en Mumma sá um
mötuneyti og síðar var hún hús-
móðir á heimilinu, þ.e.a.s. sá um
að skrifstofurnar væru hreinar og
fágaðar, enda sérstök manneskja
hvort sem um matargerð var að
ræða eða halda öllu snyrtilegu.
Heimili hennar bar því einnig
vitni fram á seinasta dag.
Ég og kona mín áttum þess kost
að koma á heimili þeirra hvar sem
þau bjuggu. Það var dásamlegt að
heimsækja þau og munum við ekki
hafa verið ein um að njóta
gestrisni þeirra hjóna en margir
nutu þar góðs matar, gistingar og
gestrisni.
Börnin okkar eiga sælar minn-
ingar frá dvöl sinni hjá Mummu
og Herði á leið í eða úr sveitinni,
þar sem þau voru jafnan sem ung,
í nágrenni Stykkishólms.
Starfsfólk fyrirtækja minna
minnast konunnar sem gekk
hljóðlega um skrifstofurnar, not-
aði tækifærið þegar enginn var
þar inni til að þurrka af, laga til á
borðum eða ryksuga. Þess á mill-
um gat hún verið í vinahópi með
kaffibollann og rætt um daginn og
veginn. Prúð í framkomu, dul en
þó ræðin og ánægð með tilveruna,
þótt oft væri erfitt líf heima fyrir
að okkar mati. Slíkt lét hún ekki á
sig fá. Þetta var þeirra líf, það
varð að taka því og það gerði
Mumma með prýði ásamt Herði
eiginmanni sínum.
Við fjölskyldan, starfsfólkið og
aðrir vinir sjáum nú á bak mikilli
konu, konu sem hafði stórt hjarta,
byggði upp dásamlegt heimili með
manni sínum. Þau voru bæði hvers
manns hugljúfi.
Það er mikill missir að góðum
vinum og förunautum og þegar lit-
ið er til baka vakna í huga margar
góðar endurminningar. Fjöl-
skyldubönd okkar fjölskyldu hafa
verið sterk og þótt nánustu ætt-
menni og makar séu nú nær 130
höfum við kappkostað að hittast
við hvert tækifæri sem gefist hef-
ur og a.m.k. flest öll einu sinni á
ári í sl. 30 ár.
Mumma er nú komin til Harðar
síns en eftir er dóttirin Áshildur
og bið ég Guð almáttugan að
halda yfir henni verndarhendi.
Ég þakka Mummu fyrir ánæg-
julega samfylgd í lífinu fyrir hönd
okkar hjóna, barna og annarra
fjölskyldumeðlima, svo og starfs-
fólks fyrirtækja okkar.
Fyrir hönd okkar fjölskyldunn-
ar vil ég þakka sambýlisfólkinu
Kleppsvegi 28 fyrir alla þá aðstoð
og hlýju sem þau veittu Mummu
og Herði í veikindum Jieirra.
Gunnar Ásgeirsson
Á morgun, mánudaginn 21. nóv-
ember, verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni í Reykjavík frú
Guðmunda Guðmundsdóttir.
Mig langar í örfáum orðum að
minnast þessarar ágætu konu, en
eins og oftar á kveðjustundu mega
orð sín lítils, en margar góðar
minningar leita á hugann.
Guðmunda, eða Mumma eins og
hún var kölluð innan fjölskyld-
unnar, var gift föðurbróður mín-
um, Herði Ásgeirssyni, og eignuð-
ust þau eina dóttur, Áshildi, sem
ennþá er aðeins barn þó fullorðin
sé.
Mínar fyrstu minningar af þeim
hjónum eru frá þeim tíma er þau
bjuggu í Stykkishólmi. Nú eru
rúmlega 20 ár síðan ég dvaldi hjá
þeim, barn að aldri, ásamt yngri
bróður mínum. Það var ekki lítið
ævintýri að vera sendur í burtu
frá foreldrum sínum í fyrsta
skipti og eftirvæntingin því mikil.
Dvölin var hin ánægjulegasta í
alla staði, enda voru þau ávallt
góð heim að sækja.
Líf þeirra hjóna var ekki
áhyggjulaust. Mótlæti máttu þau
þola meira en margir, en þrátt
fyrir erfiðleika var ekki gefist
upp, heldur barist af fullum
krafti. Styrkur Mummu var ótrú-
lega mikill og kom vel í ljós síð-
ustu ár eftir að hún veiktist af
sjúkdómi þeim er flesta sigrar að
lokum. Eftiiv sem áður annaðist
hún eiginmann sinn og dóttur sem
hvorugt gekk heilt til skógar.
Áshildur þurfti alltaf sinnar
umönnunar við. Samband þeirra
mæðgna var alltaf eins og sam-
band móður og barns er fyrstu
æviárin, þar sem oft er það móðir-
in ein sem skilur barn sitt og
þekkir þarfir þess. En Mumma var
ákveðin í því til síðasta dags að
veita henni sjálf þessa umönnun.
Þann 23. okt. 1982 missti
Mumma eiginmann sinn og kom
þá styrkur hennar enn betur í ljós,
er þær mæðgur stóðu einar eftir.
Þrátt fyrir margar erfiðar sjúkra-
húslegur var hugurinn alltaf
heima hjá Áshildi og lagði hún
allt kapp á að eyða sem flestum
stundum heima með henni.
Skömmu eftir lát Harðar eign-
uðumst við hjónin son, sem hlaut
nafn afabróður síns. Þetta var
Mummu mikið gleðiefni og var
Hörður litli einn af sólargeislun-
um í lífi hennar þetta síðasta ár.
Þennan tíma áttum við margar
ánægjulegar samverustundir, sem
hefðu svo gjarnan mátt verða
fleiri.
Ég og fjölskylda mín senduro
Ásu okkar innilegustu samúðarkv-
eðjur og óskum henni allrar guðs
blessunar.
ilalldór Eiríksson
Fæddur 30. júní 1919.
Dáinn 12. nóvember 1983.
Hinn 12. þessa mánaðar lést
Þorsteinn Magnússon, trésmiður,
sem um árabil hefur haft umsjón
með trésmíðaverkstæði Kópa-
vogsbæjar.
Kynni okkar Þorsteins vörðu
ekki lengur en eitt ár eða frá því
ég hóf störf hjá Kópavogsbæ, þar
til nú, að hann er kallaður burtu
af sjónarsviðinu. Þessi kynni voru
hins vegar með þeim hætti að ég
finn til sterkrar löngunar til að
minnast hans með fáeinum orð-
um.
Þorsteinn Magnússon vann hug
og hjörtu þeirra sem áttu við hann
samskipti. í starfi sínu hjá Kópa-
vogsbæ ávann hann sér virðingu
og vinsældir meðal samstarfsfólks
síns sakir þeirrar velvildar og
hjálpsemi, sem öðru fremur ein-
kenndi framkomu hans. Verklagni
hans og samviskusemi var við
brugðið. Oft mæddi mikið á Þor-
steini enda starf hans þess eðlis að
ófyrirséð atvik kölluðu á skjót
viðbrögð og kom þá gjarnan í ljós
hversu ósérhlífinn og úrræða-
góður hann var. Síðustu mánuðina
fór það ekki fram hjá neinum að
Þorsteinn átti við alvarleg veik-
indi að stríða. Hann tók veikind-
unum með því æðruleysi sem hon-
um var eðlislægt og dró hvergi af
sér í starfi. Skyldurækni og iðju-
semi Þorsteins ásamt mannkær-
leika hans og prúðmennsku mun
prýða minningu hans.
Ég vil fyrir hönd starfsfólks Fé-
lagsmálastofnunar Kópavogs,
votta konu, börnum og öðrum
ástvinum Þorsteins samúð og
virðingu.
Bragi Guðbrandsson,
félagsmálastjóri.
Þorsteinn Magnússon frá Vest-
mannaeyjum verður jarðsettur á
morgun, mánudag. Hann var
kenndur við London eins og fleiri
góðir menn voru kenndir við
ákveðna staði þar i bæ.
Ekki þekkti ég þann stað og kom
þar ekki, því miður, en þeir sem til
þekktu höfðu orð af þeirri gest-
risni sem þar ríkti ávallt.
Ekkert veit ég um uppeldisár
Þorsteins vinar míns, hann ræddi
þau ekki, enda ekki margmáll. Þó
veit ég margt um greiðasemi hans
gagnvart öðrum og finnst mér það
bera einhvern vott um uppeldi
hans og kærleika gagnvart þeim
sem bágt áttu og minna máttu sín.
Sjálfsagt hefir uppeldið átt sinn
hluta svo og eigin lífsskoðun
Þorsteins sjálfs, en Þorsteinn var
sérstakur maður.
Skýringarinnar á því af hverju
við urðum svo góðir vinir í byrjun,
er ef til vill ekki vandleitað. Skap-
lfkir á okkar þögla hátt, stundum
án orða. Raunar hófst þessi vin-
átta okkar, þegar ég sem hönnuð-
ur Sjúkrahússins í Vestmannaeyj-
um, kynntist Þorsteini yfirsmið.
Þar var ég viss um að færi af-
bragðs fagmaður, þess vegna
þurfti ekki svo mörg orð vegna
þess að hann vissi nákvæmlega
hvað ég vildi og ég treysti honum,
eins og áður sagði sem afbragðs
fagmanni.
Sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum
var hans verkefni og hann vildi
skila því eins og hann vildi og gat
manna best. Við áttum þetta
áhugamál sameiginlegt, eins og
svo mörg önnur. Þarna var m.a.
um að ræða heilsugæslustöð til að
byrja með, innréttingu sjúkra-
deilda, skurðstofa, fæðingarstofu,
gjörgæslu, eldhúss og matarað-
stöðu starfsfólks. Sjúkrahúsið
væri ekki það í dag ef Þorsteinn
Magnússonar hefði ekki notið við.
Þarna lagði Þorsteinn Magnússon
nótt við dag, bæði fyrir og eftir
gos. Auðvitað kom þetta niður á
fjölskyldulífi hans og hans yndis-
legu konu, Guðrúnu.
Vinátta okkar náði þar til yfir
lauk, þökk sé Guði fyrir það.
Þorsteinn hafði svo mikið að gefa
mér í vináttu og kunnáttu hans
sem fagmanns. Vináttan, skap-
gerðin og svo margt annað gerði
okkur samrýnda, það sem ég sagði
við hann fer með honum í gröfina,
en hitt, sem hann sagði mér og
dýrmætara er mér gleymdi ég ekki
og geymi næst hjarta mér, þökk sé
vini mínum.
Ferðir mínar til Vestmannaeyja
voru ófáar og dvöl okkar í gámn-
um eftir gos voru ávallt ánægju-
legar eftir strangan og langan
vinnudag. Þorsteinn var strangur
verkstjóri og vildi hafa allt fyrsta
flokks um leið og hann gætti
ávallt hags bæjarsjóðs í útgjöld-
um.
Vilhjálmur, sonur minn, átti
þess kost að vinna með Þorsteini
vini mínum í sjúkrahúsinu. Ég
veit það og þekki að hann minnist
vinar míns sem jákvæðum at-
vinnurekanda svo og leiðbeinanda,
ekki þá síður sem verkstjóra og
uppalanda.
Þegar Þorsteinn og Guðrún
fluttu hingað alfarið til Reykja-
víkur, urðu kynni okkar allra nán-
ari. Þá var lok^ins tími til þess að
hittast öll. Þá varð það einnig að
konur okkar urðu mjög góðar
vinkonur. Vináttan var sameinuð.
Fyrir þá sem ekki þekktu Þor-
stein Magnýsábn náið, var það ef
til vill á stundum einkennilegt, því
að hann átti til að bregða fyrir sig
stríðni. Stríðnisorð sem voru jafn-
vel vinarorð frá honum til ann-
arra, sem honum líkaði sem best
við.
Þessi stríðnisorð gátu auðveld-
lega orðið að ástarorðum til Guð-
rúnar konu hans, torskilin stund-
um bæði henni og börnum þeirra.
Þegar til fastlandsins kom hóf
hann fljótlega störf sem yfirmað-
ur Trésmiðju Kópavogskaupstað-
ar, þar sem hann m.a. bar ábyrgð
á öllu viðhaldi skóla þar í bæ. Hefi
ég það frá yfirmönnum hans þar
að einnig þar stóð hann sig með
afbrigðum vel og var alls staðar
vel liðinn. Hann var einnig þar
vakandi nótt sem dag ef á ein-
hverju liðsinni þurfti að halda.
Þegar mest var að gera í því starfi
var oft leiðinlegt að tala við hann,
að mínum dómi, því þar og þá var
alltaf talað um starfið. Þorsteini
leið vel, þegar hann gat talað af
allri sinni hógværð um það sem
honum var kærast.
{ Vestmannaeyjum var hann
vinamargur, sem von var og
minntist hann þeirra oft með
ánægju og þakklæti. Ég ætla mér
ekki að nefna nein nöfn í því sam-
bandi, ég geymi þau nöfn en þökk
sé þeim öllum.
Sama veit ég að átti sér stað í
Kópavogi. Hann var sami Þor-
steinn þar og í Vestmannaeyjum.
Þar bar hann einnig ávallt hag
bæjarfélagsins fyrir brjósti um