Morgunblaðið - 20.11.1983, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1983
Augun í
rágeitunum
eru helst
til mannleg
en þær eru
herramannsmatur
Veiöivöröur í Iögregiutyigd fylgdiet meö veiöunum. Refur og tvrnr rágeitur voru þeger fettder.
„Þarna, þarna, þarna,“ hvíslaði ég og benti
á fallegan, ljósbrúnan ref sem hljóp eins og
hann ætti lífið að leysa í gegnum skóginn.
Veiðimaðurinn sneri sér snöggt við, mund-
aði riffilinn, skaut einu skoti og refurinn lá
grafkyrr. Kúlan hitti hann í höfuðið og
blóð seytlaði hægt út úr kjaftinum á hon-
um. Veiðimaðurinn var alsæll með skotið
og blés tvisvar í veiðilúðurinn til að láta
vita að refur var felldur.
Skógurinn var morandi af
veiðimönnum þennan dag. Þeir
voru saman komnir á Ulmizberg,
sem er hæð álíka langt frá Bern
í Sviss og Rjúpnahæðin er frá
Reykjavík, til að skjóta rágeitur.
Þær valda tjóni á skóginum og
uppskeru bænda svo að veiði-
mönnum er gefin frjáls höndin á
svæðinu einu sinni á ári til að
fækka dýrunum. Það gekk bæri-
lega þennan dag, fjórtán rágeit-
ur voru drepnar og tveir refir.
Veiðimennirnir voru hreyknir af
frammistöðunni og hugsuðu sér
gott til glóðarinnar að gæða sér
á villibráðinni. Hún er herra-
mannsmatur og mjög vinsæl
fæða í Evrópu á haustin á meðan
á veiðitímanum stendur.
Félagar úr veiðimannaklúbbn-
um Hubertus í Bern söfnuðust
saman á bílastæði við Ulmizberg
árla morguns í byrjun nóvember.
Náttþokunni hafði ekki létt og
það var kalt. En veiðimennirnir
voru vel búnir, klæddir í græn
föt og með hatta í sama lit. Þeir
voru tilbúnir til að standa graf-
kyrrir í langa stund og bíða þess
að bráðin léti bóla á sér. Riffl-
arnir voru rammgerðir, veiði-
hornin héngu í snúru um öxlina
og vasapelarnir voru ávallt til
taks.
Þeir skiptu sér í nokkra hópa.
Hundeigendur slepptu hundun-
um lausum og gengu á eftir þeim
um hæðina með vissu bili á milli
sín til að reka rágeiturnar úr
fylgsnum sínum. Hinir dreifðu
sér um skóginn og biðu þess að
dýrin hlypu hjá. Þá skutu þeir,
gáfu þrjú hljóðmerki og hreins-
uðu innyflin strax úr dýrunum
svo það kólnaði og geymdist bet-
ur. Síðan var gjarnan skálað í
snaps og beðið eftir öðru fórn-
ardýri.
Vaninn er sá að 3—5 veiði-
menn fari saman á veiðar. Hub-
ertus-rágeitaveiðarnar eru und-
antekning frá reglunni og eins
konar árshátíð hjá klúbbnum.
Trjágreinin í hettinum á þeeeeri hreyknu ekyttu er
merki um eö henn hefi fellt rágeit.
Hluti ef veiöinni. Þennen deg voru elle fjórtán rá-
geitur drepner og tveir refir.
Þeir veiddu fram yfir hádegi en
þá settusst þeir að snæðingi og
drykkju undir berum himni og
skiptust á veiðisögum. Þeir voru
ekki alltof hrifnir af að hafa
blaðamann á staðnum. „Nú fer
hún heim og skrifar um okkur
morðingjana,“ sögðu þeir, „og
svo verða birtar myndir af okkur
með blóðugar hendur."
Veiðimenn eru ávallt gagn-
rýndir fyrir að myrða blessuð
dýrin en yfirleitt hikar fólk ekki
við að gæða sér á villibráðinni
sem þeir drepa. Keppnin milli
dýranna og mannsins þykir
ójöfn. Þeir króa dýrin af og oft
eru fleiri en einn tilbúnir að
skjóta. Það er augljóst hversu
hrætt dýrið er. Marió, sá sem
felldi refinn, sagði að hann ætti
Hausinn á vegginn og kjötíð í pottínn
Henn ver 14,5 kg. Ver búiö eö
hreinee úr honum innyflin og eig-
endinn hlekkeöi til eö boröe
hjerte, lifur og nýru um kvöldiö.
Heueinn ekorinn ef. Henn veröur
húeprýöi á heimili veiöimenneine
en kjötkeupmeöur fákk búkinn til
eö bite niöur og eelje é himinháu
veröi.
Villibráð er fyrirtaks matur og í kringum
40 þús. tonn etin á ári hverju í Sviss. Stór
hluti magnsins er að sjálfsögðu fluttur inn
frá öðrum löndum Evrópu. Rádýr, hérar og
hirtir eru einna vinsælastir til manneldis
og þessi matur er borinn fram á ýmsan hátt
með rjómasósum og öðru góðu meðlæti.
Hér á eftir fara tvær uppskriftir sem vel
mættti reyna á hreindýrakjöti eða jafnvel
lambakjöti.
BÚRGUNDARVILLIKÁSSA
5 dl rauðvín
% dl. edik
laukur, lárviðarlauf, negulnaglar
5 einiber
5 heil piparkorn
Best er að hafa villibráðina í
þessum legi í eina 10 daga. Það
þarf að snúa henni daglega og
passa að lögurinn fljóti yfir alla
bitana.
1,2 kg. smábitar villibráð
2 msk. smjör
50 gr beikonteningar
150 gr. sveppir
2 matsk hveiti
1 dl súr rjómi
100 gr léttsteiktir brauðteningar
Taka kjötbitana úr kryddlegin-
um og þurrka það vel. Setja löginn
í pott og láta suðuna koma upp.
Sigta hann og setja til hliðar. Hita
feitina og steikja kjötið, beikon-
bitana og sveppina. Strá hveitinu
yfir og leysa upp með sigtaða
kjötleginum. Bæta kannski smá