Morgunblaðið - 20.11.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.11.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1983 3 Hulda Gudjónsdóttir á Eiríksbakka með Skjóna í taumi. Morjfunblaðið/ Sifjurður Sigmundsson. Hulda á Eiríksbakka notar enn hestvagn við bústörfin Syðra-Langholti, 17. nóvember. ÞAÐ er víða fámennt í sveitum landsins, einkum á veturna, og sumstaðar býr einsetufólk, þ.e. að- eins ein persóna er á viðkomandi bæ. Á Eiríksbakka í Biskupstung- um býr ein kona, Hulda Guðjóns- dóttir. Hún er þar fædd og uppalin, en ein hefur hún búið í tæpa tvo áratugi, eða síðan faðir hennar dó. Á sumrin hefur hún jafnan haft hjá sér ungling úr kaupstað. Bústofninn er 6 kýr, um 40 ær og þrjú hross. Hulda keypti dráttarvél eins og aðrir bændur, en ekur henni ekki sjálf. Þvi hef- ur hún fengi nágranna til að heyja túnið með sér á síðari ár- um og einnig til að aka mykjunni á túnið. En hún notar einn hest og hestvagn til ýmissa bústarfa líkt og bændur gerðu almennt á fyrri hluta aldarinnar. Vagn- hesturinn hennar, hann Skjóni, er orðinn 30 vetra gamall, sem teljast verður mjög hár aldur hjá hestum. En hann gegnir eigi að síður sínu hlutverki vel enn, og Hulda segist nota vagninn til að flytja ýmislegt til á búi sínu líkt og aðrir bændur nota drátt- arvélar. Ekki er mér kunnugt um að hestvagn sé notaður til bústarfa á neinum bæ nema þessum, og orðnir nokkrir ára- tugir síðan það var algengt. Það mun hafa verið um og upp úr aldamótunum sem farið var að nota hestvagna til bústarfa hér á landi, og síðar komu hesta- verkfærin hvert af öðru. Þá hófst mikið framfaraskeið í ís- lenskum landbúnaði. Tímabil hestaverkfæranna var merki- legur kafli í búnaðarsögu lands- ins. Um og eftir 1950 fara drátt- arvélarnar að verða almenn eign bænda og hestaverkfærin hverfa. Fréttaritara Mbl. þótti því við hæfi að mynda þessa dugmiklu einsetukonu, þar sem hún teymir Skjóna sinn fyrir vagninum. Það er sjón sem að fáir af ýngri kynslóðinni hafa séð og heyrir senn sögunni til, en vekur endur- minningar einhverra þeirra sem eldri eru. En hvernig skyldi líf einyrkj- ans vera á sveitabæ? Ég spurði Huldu hvort henni leiddist ekki stundum. „Nei, mér leiðist aldrei, ég hef > < ■ ■ ” &Þ ' ‘ .- *** .. . &k. »"*<*■ Hulda Guðjónsdóttir með Skjóna, sem er 30 vetra. alltaf nóg að gera. Ég er heldur ekki ein, ég er með skepunum mínum og hef ánægju af þeim.“ — Styttir sjónvarp og útvarp ekki stundirnar? „Ég hef ekki horft á sjónvarp- ið síðan í apríl. Drengurinn sem var hér í sumar kveikti stundum á því. Ég er að mjólka kýrnar þegar fréttirnar eru í því, en ég tek stundum útvarpið með mér í fjósið." — Það hefur þá væntanlega gefist lítill tími til ferðalaga? „Það er ekki hægt að fara mik- ið frá búinu. Ég hef farið austur í Rangárvallasýslu og ég komst með kvenfélaginu vestur í Borg- arfjörð fyrir tveimur árum. Nei, ég hef aldrei komist norður." Þessar línur gefa nokkra mynd um líf þessarar fullorðnu konu sem er sennilega síðasti bóndinn sem notar dráttarhest við bústörfin og kaus heldur að búa ein á föðurleifð sinni þó erf- itt sé og bindandi, en að flytja á mölina, sem hefur orðið hlut- skipti svo margra. Sig.Sigm. Utsýn uppfyllir ósk Verð frá kr. 8.915.- Verð frá. kr. 8.208.- Verð frá kr. 8.202.- Verð frá kr. 10.273.- Sérstök jóla- fargjöld í desember til: Kaupmannahafnar Osló Gautaborgar 'Stokkhólms Lúxerriborgar Skíðaferðir AUSTURRÍKI Lech Beint leiguflug með Flugleiðum, 2 vikna ferðir. Brottfarardagar: 22. janúar, 5. og 19. febrúar, (fullbókaö), 4. mars. Verð frá kr. 18.030. Sérstök jólaferð 20. des. til Austurríkis. Odyrar viku- og helgarferðir Kaupmannahöfn Edinborg Glasgow Lúxemborg London Costa del Sol Brottfarardagar: 16. des., 30. des., 6. jan., 13. jan., 3. febr., 10. febr., 17 febr., 24. febr., 9. mars, 16. mars, 23. mars, 30. mars. Verð frá 14.800 í 2 v. Brottfarardagar í leiguflugi: 14 des., 4. jan., 25. jan, 15. febr., 7. marz, 28. marz, 18 apr., 9. mat. Brottfarardagar (áætlunarflugi: Vikulega frá og með 2. nóvember. Verð frá kr. 19.159,- PLAYA DEL iNGLÉS Á suðurströnd Gran Canaria mílii bæjanna San Augustin og Maspalomas, er enska ströndin — Playa del Inglós — sann- kallaður sælureitur sóldýrkenda og annarra sem kunna að meta lifsins lystisemdir. Rétt ofan viö ströndina er hver lúxusgististaöurinn viö annan, sem aliir bjóða ferðamönnum fyrsta flokks þæglndi og þjónustu. Þar eru einnlg verslanir, sem seija vöru sína á ósviknu fríhafnarveröi, líflegur útimarkaður þar sem prúttið er í hávegum haft, skemmtistaöir og veitinga- hús á spænska vísu. Verð frá kr. 8.275.- Amsterdam Verð frá kr. 9.950.- París Verð frá kr. 12.754.- Helsinki Verð frá kr. 10.918.- Ferðaskrifstofan ÚTSÝN Reykjavík: Austurstræti 17, sími 26611. Akureyri: Hafnarstræti 98, sími 22911. Ráðstefnur — Vörusýningar — Kaupstefnur — Viðskiptaferðír Tæknivæddasta ferðaskrifstofa landsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.