Morgunblaðið - 20.11.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.11.1983, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1983 Frá hárgreiðslusýningu á Broadway ÍSLENSKIR hárgreiðslumeistarar eru þátttakendur í alþjóða félagsskap ICD, eða Intercoiffure, í París, sem er félagsskapur hárgreiðslufólks sem eflir kynningu og samvinnu hárgreiðslu- meistara fremur en að hann skapi beinlínis tískuna. Gat íslenski hópurinn sér gott orð fyrir sýningu sína í Ríó de Janeiro í fyrra, og einnig í Sviss í ár. í janúar næstkomandi fer hópurinn með sýningu til Florida. Gafst íslendingum kostur á að sjá þá sýn- ingu, þar sem sýningarstúlkur voru m.a. í gærum, á hárgreiðslu- sýningu ICD i veitingahúsinu Broadway á þriðjudagskvöld. En auk þess sem allir þessir tíu íslensku hárgreiðslumeistar- ar í ICD sýndu þar klippingar og daggreiðslur á jafnmörgum sýningarstúlkum, þá hafði verið fenginn til landsins einn af listrænum ráðunautum Alexandres de Paris, forseta samtak- anna, hárgreiðslumeistarinn Gérard Vintin. Hann greiddi sex samkvæmisklæddum stúlkum á sviðinu og töfraði fram glæsi- legar gala-greiðslur. Fullt hús var af áhorfendum. Ljósmyndari blaðsins, Friðþjóf- ur, tók myndirnar á síðunni. Þar má sjá meistara Vintin, sem greiddi samkvæmisklæddu stúlkunum á myndunum, nokkrar stúlkur með daggreiðslur eftir íslenska hárgreiðslufólkið, í sér- hönnuðum rúskinn- og leðurfatnaði frá Skryddunni á Berg- staðastræti, og loks myndir frá sýningaratriðinu sem fór til Ríó, en það þekkist af gærunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.