Morgunblaðið - 03.12.1983, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.12.1983, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1983 11 ífSSkAPAR) Hollensk hágæðavara á sérstaklega hagstæðu verði ARC358 — Lúxus barskápur með teak-áferð. 90 lítra. Sérstakt frystihólf fyrir ísmolagerð. Verð kr. 8.710,- H. 52,5 cm. B. 52,5 cm. D 60 cm. AFE523 — Frystiskápur, 140 lítra með sérstökum hraðfrysti. Verð kr. 14.280,- H. 85 cm. B. 55 cm. D. 60 cm. ARF805 — Rúmgóöur 310 lítra ísskápur. 2ja dyra meö 65 lítra frystihólfi. Auðveldur að þrífa. Sjálfvirk afþýöing Verð kr. 16.520,- H. 139 cm. B. 55 cm. D. 58 cm. Muniö okkar hagstæöu greiöslu- kjör. HLJOMBÆR HLJÐM*HEIMIUS*SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 Frystiskápur 270 AFE567 — Frystiskápur 300 lítra. Tvö aðskilin hraöfrystihólf. Vert kr. 20.200.- H. 144 cm. B. 60 cm. D. 64 cm. Spegilsmálið: Sakfelldur fyrir guðlast klám og brot á prentlögum ÚLFAR Þormóðsson, ábyrgðarmað- ur Spegilsins, var í gær dæmdur í 16 þúsund króna sekt fyrir brot á 125. grein hegningarlaganna, sem vernd- ar trúartilfmningar fólks og rétt til þess að hafa trú sína í friði. Greinin er um guðlast hljóðar svo: „Hver sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúar- bragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða varðhaldi. Mál skal ekki höfða nema að fyrir- lagi saksóknara." Þá var Úlfar sakfelldur fyrir tvö af þremur ákæruatriðum um brot á 210. grein hegningarlaganna, sem kveður á um klám. Þá var hann sakfelldur fyrir brot á prentlögun- um. Þær síður Spegilsins og Sam- visku þjóðarinnar, sem þóttu brjóta í bága við lög, eru gerðar upptækar en ákæruvaldið krafðist þess að blöðin í heild sinni yrðu gerð upptæk. Ulfari er gert að greiða sakar- kostnað, krónur 15 þúsund, og málsvarnarlaun, krónur 15 þús- und. Jón Abraham Ólafsson kvað upp dóminn, ásamt meðdómend- um, séra Bjarna Sigurðssyni og dr. Eysteini Sigurðssyni. Pétur Guð- geirsson, fulltrúi ríkissaksóknara, flutti málið fyrir hönd ákæru- valdsins. Sigurmar K. Albertsson, hdl. var verjandi ákærða. Úlfar Þormóðsson hefur áfrýjað dómin- um til Hæstaréttar. Erlendir ferðamenn: Gjaldeyristekjur voru 655 milljónir árið 1982 Á árinu 1982 voru beinar og óbeinar gjaldeyristekjur vegna komu erlendra ferðamanna til landsins 655,6 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum Seðla- banka íslands. Sambærilegar gjaldeyristekjur árið á undan, framreiknað til verðlags 1982, voru 569,6 milljónir og nam hækk- unin á milli ára því 15,1%. Þetta kemur fram í ársskýrslu Ferða- málaráðs íslands fyrir árið 1982. í skýrslunni segir að þessi hækkun stafi án efa af hækkun verðlags í landinu en einnig vegna betri gjaldeyrisskila. Gjaldeyris- kaupin skiptast þannig i milljón- um króna: Keypt af eftirtöldum aðilum: Fríhöfn 34,4, Islenskur markaður 22,8, ferðaskrifstofur 33,5, hótel 21,3, verslanir 12,8, bílaleigur 4,1, vegna veiðileyfa 7,4, aðrir vegna ferðatékka og fl. 174,3 og tekjur flugfélaga af fargjöldum erlendra ferðamanna 345,0. Ef þessar gjaldeyristekjur eru bornar saman við heildarverð- mæti útflutnings landsmanna kemur í ljós að gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum eru 7,7% Fáskrúðsfjörður: Togaraafli svipaður milli ára Fáskrúðsfði, 28. nóv. AFLI skuttogaranna tveggja, sem héðan eru gerðir út, hef- ur verið eins og hér segir frá áramótum: Ljósafell hefur aflað 2.936 lest,a í 34 veiðiferðum, en á sama tíma í fyrra hafði skipið aflað 2.997 lesta. Aflaverðmæti nú er 29.485.000 kr., en var til samanburðar 15.715.000 kr. í fyrra, eða 88% meira. n, Hoffell hefur aflað 3.069 lesta, en til samanburðar 3.025 lesta á sama tíma í fyrra. Afl- averðmæti í ár er 31.448.000 kr., en var til samanburðar 15.658.000 kr. í fyrra. — Albert. Höfóar til „fólks í öllum starfsgreinum! sem hlutfall af verðmæti vöruút- flutninga á árinu 1982. Sambæri- legt hlutfall var á árinu 1981 5,4%. Auk þessa hefur ríkissjóður marg- víslegar tekjur af ferðamanna- þjónustunni. Er áætlað að þær hafi verið 120 milljónir á árinu 1982. Ik - *. & 'Bfr VEIT HVRf> ÞÚ ERT Bt> HOóSH, JÓNRTHN"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.