Morgunblaðið - 03.12.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.12.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1983 25 Greinargerð frá Hagvangi hf. um niðurstöður úr spurningavagni Hér á eftir verdur gerð grein fyrir niöurstöðum tveggja spurn- inga úr öörum spurningavagni fyrirtækisins á þessu ári. Eins og komið hefur fram náði könnunin til alls landsins, og voru 1300 þátttakendur á aldrin- um 15 ára og eldri valdir af handahófi úr þjóðskrá af Reikni- stofnun Háskólans að undan- gengnu leyfi Hagstofu íslands og Tölvunefndar. Svarprósenta af brúttó-úrtaki var 76,9%, en af nettó-úrtaki 85,7%. Svörin reyndust vera auðkennandi fyrir þann hóp sem úrtakið var valið úr hvað varðar kyn, aldur, búsetu o.fl. Könnun fór fram í gegnum síma og stóð hún yfir frá 28. október til 6. nóvember síðastliðinn. Spurt var um eftirfarandi: 1. „Hvert telur þú vera helsta vandamál íslendinga í dag“? 2. „Telur þú að hægt verði að leysa þetta vandamál á næstu árum?“ Fyrr á þessu ári eða í apríl síðastliðnum gerði fyrirtækið samskonar könnun, þar sem spurt var sömu spurninga, og er samanburður á niðurstöðum þessara tveggja kannana sýndur hér til hliðar. Það skal tekið fram, að í samanburðinum eru eingöngu þeir einstaklingar lagðir til grundvallar sem voru á aldrinum 20 ára og eldri. Marktækur munur miðað við 95% vissu er á niðurstöðunum t.d. varðandi verðbólguna og sömuleiðis í hve ríkum mæli bjartsýni gætir hjá þátttakend- um varðandi lausn á viðkomandi vandamálum. Að öðru leyti er vísað í ein- stakar töflur, en í þeim eru sýnd- ar prósentutölur sem hafa verið hækkaðar eða lækkaðar á fyrsta aukastaf í útreikningi, og því þarf summa þeirra í öllum til- vikum ekki að vera jöfn og 100,0%. Hagvangur hf. Hvert telur þú vera helsta vandamál íslendinga í dag? Telur þú að hægt verði að leysa þetta vandamál á næstu árum? Könnunartími 28. okt. — Apríl Okt.— Úrtaksstærö 6. nóv.’83 ’83 nóv. '83 1.300 manns Almennt efnahagsástand 22,3 13,6 Svarprósenta brúttó 76,9% Veröbólga 37,2 29,5 Svarprósenta nettó 85,7% Stjórn- og ábyrgðarleysi 12,2 5,4 Aldur þátttakenda 15 ára og eldri Þaö aö lifa um efni fram 8,1 7,7 Framkvæmdarmátí í gegnum síma Áfengi / Fíkniefni 5,5 6,3 Búseta Allt Island Annað 14,7 37,5 Apríl Okt. — ’83 nóv. ’83 Að verulegu leyti 27,9 34,8 Aö einhverju leyti 37,1 39,0 Aö litlu leyti 17,8 12,6' Aö engu leyti 10,4 7,2 Veit ekki 6,8 6,4 Fiskiþingi lokið: Kvóti á allar veiðar og öll skip samþykktur FISKIÞINGI lauk í gær og sendi þaö frá sér fjölda ályktana, meöal annars um kvótaskiptingu á öll skip og allar veiðar. A þinginu var Jón Páll Halldórsson, ísafiröi, kosinn varafiskimálastjóri til tveggja ára og í hans staö í aðalstjórn var Guöjón A. Kristinsson tilnefndur af hálfu Vestfiröinga. Fiskiþing samþykkti að stjórn- un fiskveiða á árinu 1984 verði með eftirfarandi hætti: 1. Við ákvörðun um hámarksafla einstakra fisktegunda á árinu 1984, verði þess gætt, að fisk- stofnarnir vaxi til aukinna veiðimöguleika í framtíðinni. 2. Allar veiðar verði leyfis- bundnar. 3. Kvótaskipting verði á öllum aðalfisktegundunum og á öll skip yfir 12 brúttórúmlestir, en sameiginlegur heildarkvóti á skip 12 rúml. og minni. 4. Aflamagn síðustu þriggja ára verði lagt til grundvallar við skiptingu aflakvóta á milli skipa. Við úthlutun veiðikvóta til báta sem hafa sérstök leyfi til veiða skelfisktegunda, loðnu og síldar, verði tekið tillit til heildaraflaverðmætis, miðað við samskonar skip á almenn- um fiskveiðum. Öllum frávikum sem gera kvótaskiptingu óeðlilega fyrir einstök skip verði vísað til ráðgjafarnefndaí- sbr. 9. lið. 5. Úthlutun aflakvóta verði til eins árs í senn. Heimild verði gefin til þess að flytja úthlut- aðan aflakvóta á milli skipa. 6. Veiðiheimildir verði rýmkaðar verulega frá því sem nú er. Endurskoðuð verði ákvæði um möskvastærð með tilliti til nýtingar tiltekinna fiskteg- unda. Jón Páll Halldórsson 7. Gerðar verði ráðstafanir til þess að allur afli sem á skip kemur verði færður af landi og fyrirbyggt eins og kostur er að verðminni fiski eða gölluðum sé hent aftur í sjóinn. Lög um að gera afla upptækan verði afnumin. 8. Gildandi reglur um skyndilok- anir svæða verði óbreyttar. Lokuð svæði verði ekki opnuð á ný fyrr en eftir könnun veiðieftirlitsmanns. Kannað verði hvort unnt sé að beita skyndilokunum til þess að vernda fisk í hrygningu, í stað þess fyrirkomulags sem nú gildir. Allar veiðar báta verði áfram stöðvaðar um páska. 9. Þar sem hér er lögð til kerf- isbreyting frá núgildandi til- högun veiða, láti sjávarút- vegsráðherra framkvæma nauðsynlega útreikninga nú þegar. Sjávarútvegsráðherra skipi nefnd eftir tilnefningu hagsmunaaðila til þess að fylgjast með framkvæmd kvótakerfisins og gefa umsögn og gera tillögur til ráðherra um úrlausn vandamála, sem upp kunna að koma. 10. Sú kerfisbreyting, sem hér er lögð til, gildi einungis til eins árs og verði tekin til endur- skoðunar með tilliti til reynslu. Dalvík: 1100 laufa- brauðskök- ur seldust á hálftíma Dalvík, 2. desemer, 1983. SÍÐASTLIÐINN laugardag stóðu kvenfélagskonur á Dalvík í laufa- brauösgerö til fjáröflunar fyrir starf- semi félagsins. Laufabrauö kvenfé- lagsins Vöku á Dalvík er orðinn ár- viss viöburður fyrir jól. Um þrjátíu félagar komu saman í heimavist skólans á Dalvík og flöttu út og bök- uöu um ellefu hundruð kökur. Nutu þær aöstoöar barna viö útskurö brauðsins. Á sunnudag seldu konurnar brauðið ásamt ýmsu öðru sem á boðstólum var. Mikill áhugi var á að fá brauð hjá þeim, því allt var selt á hálftíma og fengu færri en vildu. Starfsemi kvenfélagsins Vöku hefur staðið í miklum blóma und- anfarin ár. Hefur félagið tekið þátt í uppbyggingu Dalbæjar, dvalarheimilis aldraðra, auk þess sem félagið hefur safnað fé til tækjakaupa fyrir heilsugæslustöð- ina á Dalvík og Systrasels á Akur- eyri, en þar hefur verið stofnuð langlegudeild fyrir aldraða. Fréttaritarar Þeir „gömluu standa fyrir sínu Skák Margeir Pétursson RÖKRÉTTUR skákstfll Vassily Smyslovs, 62ja ára, fyrrum heims- meistara í skák, fær svo sannar- lega aö njóta sín um þessar mund- ir. I sjöttu einvígisskákinni við Zoltan Ribli tefldi Smyslov eitt af sínum rólegu uppáhaldsafbrigðum. Ungverjinn náði vissu frumkvæði, en það rann út í sandinn þegar Smyslov sneri vörn í sókn með peösfórn. Um tíma voru síðan ýms- ar blikur á lofti, en eftir aö Ribli gaf peðið til baka í 30. leik var jafntefliö fyrirsjáanlegt. Smyslov hefur því enn foryst- una í einvíginu, hefur hlotið þrjá og hálfan vinning gegn tveimur og hálfum vinningi Riblis. Áður en undanúrslitaeinvígin hófust var talið að ungu ljónin, Kasp- arov og Ribli, myndu ryðja gömlu mönnunum, Korchnoi og Smyslov úr vegi, en sem stendur virðast miklar líkur á því að eldri kynslóðin haldi velli, því gömlu mennirnir hafa teflt bet- ur það sem af er. 6. skákin: Hvítt: Zoltan Ribli Svart: Vassily Smyslov Slavnesk vörn I. d4 — d5, 2. c4 — c6, 3. Rc3 — Rf6, 4. e3 — g6. í fjórðu skákinni fór Smyslov út í hina hefðbundnu Meran- vörn og lék 4. — d6, en lenti í erfiðri stöðu. Þetta lítt teflda af- brigði, sem kennt er gamla jafn- tefliskónginum Schlechter, hæf- ir traustum skákstíl hans betur. 5. Rf3 — Bg7, 6. Bd3 — 0-0, 7. 04) — Bg4. Smyslov er allra manna lagn- astur við að losa sig við slæma menn, en halda eftir þeim góðu. Nú hyggst hann losa sig við hvítreitabiskup sinn og setja síð- an peð sín á hvíta reiti, þannig að svartreitabiskup hans fái gott svigrúm. Afar rökrétt, en þetta kostar tíma og hvítur fær bisk- upaparið. 8. h3 — Bxf3, 9. Dxl3 - e6, 10. Hdl — Rbd7. Þessi staða kom upp í skákinni Korchnoi-Jusupov, Lone Pine 1981, að vísu eftir aðra leikjaröð. í þeirri skák náði hvítur heldur betri stöðu eftir 11. De2 — Dc7, 12. Bd2 - Had8, 13. Hacl - Db8,14. Bel. II. b3 — He8, 12. Bfl — e5!, 13. cxd5 Lakara var 13. dxe5 — Rxe5, 14. De2 — Da5, 15. Bd2 — dxc4, og svartur fær betri peðastöðu. 13. — e4, 14. De2 — Rxd5, 15. Rxd5 — exd5, 16. Db5! Ribli reynir að blása lífi í stöð- una. 16. — Rb6, 17. Ba3 — a6, 18. Da5 - Hc8. Sú hernaðaráætlun Smyslovs sem nefnd var í skýringu við 7. leik hans, hefur tekist ágætlega í framkvæmd. Hvíti biskupinn á fl hefur sáralítið svigrúm. 19. Hacl — Df6, 20. Hc5! 20. — Bf8! Ef Smyslov hefur einhvern tímann á sínum 45 ára skákferli teflt betur en nú, hefur hann sannarlega verið stórkostlegur! Nú fórnar hann peði fyrir mót- spil og léttir um leið á stöðunni. Eftir 20. - De6, 21. Hdcl hefði hvítur haldið þungri pressu á svarta drottningarvænginn. 21. Hxc8 — Hxc8, 22. Bc5 - Rd7, 23. Bxf8 — Rxf8, 24. Dxd5 — Hc2, 25. Dxe4 — Dxf2+, 26. Khl — b5! Mun lakara var 26. — Hxa2, 27. Bc4 með hótuninni 28. Hfl. 27. a4 — Hc3, 28. Bd3 Bætur svarts fyrir peðið koma fram í sóknarfæruni eftir leikja- röðina 28. axb5 — axb5, 29. Bxb5 - Hxe3, 30. Dbl - Re6, 31. Hfl — Dd2 og svartur hótar 32. — Rf4. Hér hafði Ribli eytt furðulega litlum tíma á skákina, aðeins tæplega einni klst. á móti klukkutíma og fjörutíu mínútum Smyslovs. 28. — Db2, 29. axb5 — axb5, 30. Df3 — Dxb3. Svartur hefur unnið peðið til baka og skákin er þar með dæmd til að verða jafnteflisdauðanum að bráð. 31. Hbl — Da3, 32. Bxb5 — Hxe3, 33. Ddl — He7, 34. d5 — Dd6, 35. Bc6 — Rd7, 36. Bxd7 — Hxd7, 37. Dd4 — f6, 38. Hb6 — De5, 39. I)b4 — Dal+, 40. Kh2 — De5+, 41. Kgl — Dxd5, 42. Hxf6 — Dd4+. Jafntefli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.