Morgunblaðið - 03.12.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.12.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1983 29 Kirkjudagur Seljasóknar EINS OG undanfarin ir verður kirkju- dagur Seljasóknar 2. sunnudag f að- ventu. Þá er lögð ihersla i kirkjustarf- ið í sókninqi og dagskri frá morgni til kvölds. Seljasókn er yngsti söfnuður í höf- uðborginni, aðeins um þriggja ára gamall. Þar er þó mikið kirkjustarf, þótt aðstæður allar séu erfiðar vegna aðstöðuleysis. Þó eru hafnar bygg- ingarframkvæmdir við kirkjubygg- inguna, sem rísa skal í miðju hverf- inu. Sökkulveggir hafa verið steyptir að mestu og vonir standa til að hægt verði að halda framkvæmdum áfram þar strax á næsta sumri. Það fer þó að öllu leyti eftir þvl hver samstaða verður um það meðal sóknarfólks. En sannarlega lofar þar allt góðu, því mikill áhugi er fyrir því að kirkja rísi fljótt í þessu unga hverfi, þar sem kirkjulegt starf dafnar. Kirkjudaginn er til þess að hvetja menn til starfa. Athafnir hans hefj- ast að morgni sunnudagsins 4. des. með barnaguðsþjónustum kl. 10.30, samtimis í íþróttahúsi Seljaskólans og í Ölduselsskólanum. Þangað eru foreldrar boðnir velkomnir með börnum sínum. Á venjulegum tíma verður svo guðsþjónusta í Ölduselsskólanum kl. 14. Þá mun sóknarpresturinn, sr. Valgeir Ástráðsson, prédika og kirkjukórinn mun syngja. Strax að lokinni guðsþjónustunni hefst svo basar Kvenfélags Seljasóknar. Þar verður margt á boðstólum, ýmis kon- ar gjafavara, jólaskreytingar, lukku- pokar og kökur. Sérstaklega ber að benda á, að þarna verður á boðstólum laufabrauð, sem þær kvenfélagskon- ur hafa skorið og steikt. Jólakort sóknarinnar verða þarna til sölu og að sjálfsögðu verður tekið á móti framlögum til kirkjubyggingarinnar, en allur ágóði af basar og annarri sölu rennur að sjálfsögðu til fram- gangs þessu mikla hagsmunamáli íbúa í Seljahverfinu. Um kvöldið, kl. 20.30, verður svo aðventusamkoma í Ölduselsskólan- um. Ræðumaður kvöldsins verður prófessor Þórir Kr. Þórðarson. Kirkjukórinn syngur. Einnig syngur hinn þekkti söngvari Kristinn Sig- mundsson við undirleik Jónasar Ingi- mundarsonar. Þá mun Björgvin Magnússon flytja hugleiðingu. Undirbúningur jólanna verður ekki betur unninn en með því að taka þátt í athöfnum aðventunnar. Kirkjudagurinn er líka til þess að vinna að framgangi mála í söfnuðin- um og að byggja grundvöll að starfi, sem verður til heilla fyrir sóknina. Látið því sjá ykkur í einhverri at- höfninni, t.d. er tilvalið fyrir fjöl- skylduna að koma saman til til- beiðslu við undirbúning jólanna. “ Seljasókn smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar □ Gimli 59831257 = 2. Kvenfélag Keflavíkur Muniö jólafundinn mánudaginn 5. desember kl. 8.30 á Glóóinni. Stjórnin. Elím, Grettisgötu 62, Reykjavík Á morgun, sunnudag, veróur sunnudagaskóli kl. 11.00 og al- menn samkoma kl. 17.00. Athugiö breyttan samkomutíma. Verið velkomin. Jólabazar verður í Framheimilinu viö Safa- mýrl sunnudag 4. des. kl. 14 00. Glæsilegar kökur, jólaföndur oJL Framkonur. UTIVISTARFERÐIR Sunnudagur 4. des. kl. 13. Álftanas — Skansinn. Létt heilsubótarganga og ööuskelja- tínsla. Verö 150 kr., fritt f. börn m. fullorönum. Brottför frá bens- insölu BSl (i Hafnarf. v. Engidal). Sjáumst. Útivist. Krossinn Samkoma í kvöid kl. 20.30 aö Álfhólsvegi 32 Kópavogi. Allir hjartanlega velkomnir. Heimatrúboðiö Hverfisgötu 90 Almenn samkoma á morgun, sunnudag, kl. 20.30. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11796 og 19533. Dagsferð sunnudaginn 4. des.: Kl. 13. Gönguferö á Vífilsfell (655 m). Athugiö aö vera í góöum skóm og hlýjum klæönaöi. Gangan á fjalliö tekur um 1% klst. aöra leiö. Verö kr. 200,- Brottför frá Umferöarmióstöó- inni, austanmegin. Farmiöar viö bil. Feröafélag islands. Kvenfélag Laugarnessóknar Kvenfélag Laugarnessóknar heldur jólafund mánudaginn 5. desember kl. 20.00. Jóla- dagskrá. Munið jólapakka og málshætti. Stjórnln. Félagið Anglia heldur kaffikvöld aö Aragötu 14 næstkomandi þriöjudagskvöld kl. 20.00. Formaöur félagsins Colin Porter segir frá nýafstaö- inni heimsreisu sinni. Stjórn Angliu. Ármenningar — Skíöadeild Uppboö Bláfjallasveitarinnar verður í Safnaöarheimiii Bú- staöakirkju sunnudaginn 4. des. kl. 20. Mætiö öll og takiö meö ykkur gesti. Stjórnln. Jólafundur Húsmæöra- félags Reykjavíkur veröur haldinn mánudaginn 5. desember kl. 8.30 f Dómus Medica við Egilsgötu. Fjölbreytt dagskrá eins og venjulega. Ath.: aö strætisvagn nr. 1 stanzar viö dyrnar. Húsmæörafélag Reykjavikur. Kvenfélag Langholtssóknar Jólafundur þriöjudaginn 6. des- ember kl. 20.30 í safnaöarheim- ilinu. Venjuleg fundarstörf. Dagskrá helguö nalægð jóla Munið jólapakkana. Stjórnin. þjónusta Nýbyggingar Steypur, múrverk, flisalögn. Múrarameistarinn simi 19672. Smellur og kósar ísettar smellur og kósar. Tösku- viögeröir. Skóvinnustofan Langholtsvegi 22, sími 33343. Arinhleðsla Upplýsingar í síma 84736. VERÐBRÉ FAMARKAÐUR HUSI VERSLUNARINNAR SIMI 8 33 20 KAUPOGSALA VEÐSKULDABRÉFA [ raöauglýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar nauöungaruppboö Nauðungaruppboð Samkvæmt kröfu Sigurðar I. Halldórssonar hdl., Ásgeirs Thoroddssen hdl. og Björns Ólafs Hallgrímssonar hdl., verða bifreiðarnar M-1913, Ford Galant árg. 1973 og M-1148, Meizda árg. 1982 ásamt dráttarvélunum PD.573 Úrsus árg. 1978 og PD.602 Úrsus árg. 1981, seldar á opinberu uppboði sem haldið verður við bifreiðaverkstæði í Brákar- ey í Borgarnesi, þriðjudaginn 6. desember nk. kl. 16.00. Greiösla við hamarshögg. Sýslumaður Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Hvöt — Jólafundur Jólafundur Hvatar, félags sjálfstæöiskvenna í Reykjavik, veröur hald- inn í Lækjarhvammi, Hótel Sögu, 5. desember nk. kl. 8.30. Dagskrá: Setning: Erna Hauksdóttir, form. Hvatar. Hugvekja: Sr. Sólveig Lára Guömundsdóttir. Hljóöfæraleikur horn og píanó Anna Guöný Guömundsdóttir og Lilja Valdimarsdóttir. Ávarp: Þorsteinn Pálsson, form. Sjálfstæöisflokksins. Söngur: Jóhanna Sveinsdóttir. Undirleikur: Jónas Þórir. Kaffiveitingar Happdrættl. Kynnir er Sigríður Ragna Siguröardóttir. Vesturlandskjördæmi Aðalfundur kjördæmisráös Sjálfstæöisflokksins i Vesturlandskjör- dæmi verður haldinn sunnudaginn 4. desember nk. kl. 14.00 aö Hótel Borgarnesi. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Reikningar 3. Umræöur um skýrslu stjórnar og reikninga. 4. Störf miöstjórnar: Óöinn Sigþórsson. 5. Stjórnmálaviöhorfiö. Ræöa: Sverrir Hermansson iönaö- arráöherra. 6. Önnur mál. Stjórnin. Sjálfstæðisfólk Bolungavík Arlegur 1. desember fagnaöur Sjálfslæöisfe- laganna í Ðolungavik, veröur haldinn laug- ardaginn, 3. desember nk. i félagshelmillnu, og hefst kl. 19.30. Ræöa kvöldsins: Geir H. Haarde, formaöur Sambands unga sjálfstæóismanna. Matur, skemmtiatriöi, tónlist. Lesiö veröur úr ný útkominni bók um dr. Bjarna Benediktsson. fyrrum formann Sjálfstæöisflokksins. Dansleikur aö lokinni dagskrá. SjálfstaBóisfelögin Bolungavík Árnessýsla Aöalfundur fulltruaráös sjálfstæöisfélag- anna í Arnessýslu veröur haldlnn í S|álf- stæöishúsinu aö Tryggvagötu 8, Selfossi, sunnudaginn 4. desember nk. kl. 15.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Ávarp Þorsteins Pálssonar formanns sjálfstæðisflokksins. 3. Önnur mál. Stjórnin. Sjálfstæðiskvennafélagið Edda Kópavogi Jólafundur veröur haldinn föstudaginn 9. desember kl. 20.00 aö Hamraborg 1, 3. hæö. Dagskrá: 1. Kvöldveröur 2. ?? 3. Hugvekja: Séra Árni Pálsson. Tilkynniö þátttöku til Steinunnar i síma 42365 eöa Hönnu i sima 40421 fyrir fimmtudag. Konur mætiö vel og takiö meö ykkur gesti. Stjórnln. Garðabær viðtalstími Bæjartulltrúarnir Agn- ar Friöriksson bæjar- fulltrúi og Þorvaldur Ó. Karlsson vara- bæjarfulltrúi veröa til viötals kl. 11 — 12, laudardaginn 3. des. aö Lyngási 12, sími 54084. Taka þelr viö fyrirspurnum og hvers kyns ábendingum frá bæjarbúum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.