Morgunblaðið - 03.12.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.12.1983, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1983 44 „þú ert kelst íii íéttur. Sbíngdu þessu i vasann. Ast er ... aö vera stadföst á lífs- leiðinni. TM Rog U.S Pal 011 -all rights reserved ® 1983 Los Angeles Times Syndicale „iCT l& ;j l) Pabbi, pabbi. — Hún mamma er ekki í neinu sólskinsskapi í dag. HÖGNI HREKKVÍSI si% HÖGNI <EIÚUZ ( 5 JÓNVARPS - FRÉTTUnUM I KJÖLO!" Oll togveiði verður að vera háð leyfisveitingu 0506—1873 skrifar: „Velvakandi. Vegna þess hversu illa horfir meö fiskveiðar okkar er nú ráð- gert að leggja nokkrum hluta togaraflotans. En hvaða togur- um á að leggja? Talað er um að leggja fyrst og fremt togurum á þéttbýlisstöðunum, en ekki mun því hafa verið vel tekið af við- komandi aðilum. Mér virðist ljóst, að í þessu máli verði eitt yfir alla að ganga og vii því benda á einfalda leið: 1) Öll togveiði verður að vera háð leyfisveitingu. 2) Ekkert togveiðiskip má fá veiðileyfi í meira en átta mánuði á árinu 1984. Frávik má þó gera, ef t.d. útgerðarstöð með þrjá togara leggur einum alit árið. 3) Ef veiðiskip siglir með afla, skal tíminn sem fer í siglinguna reiknast með veiðileyfistíman- um. Takmarka ber þær sigling- ar. 4) Hvert einstakt veiðileyfi ætti sennilega að gilda í tvo mánuði. 5) Á hvaða tímum hvert einstakt skip hefur veiðileyfi, er rétt að ákveða að einhverju leyti í samráði við útgerð og fisk- vinnslu. 6) Ekki má slaka á sókn- artákmörkunum, þó að veiði- horfur batni eitthvað á árinu. Að endingu vil ég láta í ljósi þá von mína, að sjávarútvegs- ráðherrann fái sem fyrst það vald, sem honum er ætlað í nýja frumvarpinu og að hann bresti ekki kjark til að stjórna, þó að erfitt reynist. Hvar endar þetta þá? Vandráður skrifar „Velvakandi. Bjórbannið er nú aftur til um- ræðu. Ljóst er að ofnotkun áfengis skaðar heilsuna og er þvi einn af mörgum skaðvöldum í þjóðfélag- inu. Nauðsynlegt er að berjast gegn þeim öllum með stofnun eins allsherjar skaðsemisvarna- ráðs sem hefði víðtækt vald til boða og banna. Eitt mikilvæg- asta verkefni slíks ráðs væri að berjast gegn einu allra mesta böli þjóðfélagsins: bflabölinu. Bíleigandinn skaðar ekki að- eins eigin heilsu af langvarandi hreyfingarleysi, heldur er vís- indalega sannað að hann getur einnig skaðað heilsu þeirra sem hann ekur á eða yfir, auk þess sem notkun einkabílsins er vanabindandi. Banna þarf þegar í stað allan bílainnflutning, og þeir einkabílar sem þegar eru hér fyrir skuiu teknir hvar sem til þeirra næst og brenndir á báli. Hinir fyrrverandi eigendur þeirra skulu frjálsir að því að ganga, hjóla, skokka eða synda. Veita mætti hinum veikbyggðari meðal þeirra tímahundna und- anþágu til að sitja í strætó hluta leiðar sinnar til vinnu. Bílabann- ið næði þó ekki til þeirra stétta sem nauðsynlega þurfa á bílum að halda, þ.e.a.s. flugmanna, sjó- manna, túrhesta og diplómata. Að sjálfsögðu eiga þegnar ís- lands að vera frjálsir. En eiga þeir að hafa frelsi til að velja hið óholla, fitandi og tannskemm- andi? Hvar endar þetta þá? — í allsherjar átveislu, sukki og svalli??" Þessir hringdu Frábær þjónusta Vilhjalmur Karlsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að þakka byggingarvöru- deild JL-hússins frábæra þjónustu og lipurð. Svo var mál með vexti, að ég var að taka baðherbergið í gegn heima hjá mér, meðan konan var á fæðingardeildinni að eiga fyrsta barn okkar hjóna. Ég var svo óheppinn að taka flísar sem voru gallaðar, en það uppgötvaðist ekki fyrr en uppsetning þeirra var langt komin. Við ætluðum að ljúka verk- inu, vinur minn og ég, á miðviku- dagsnóttina, en þegar við byrjuðum að fúga, kom í Ijós, að flísarnar voru allmargar sprungnar. Ég tal- aði við þá í byggingarvörudeildinni strax á frimmtudagsmorguninn og sagði frá því hvernig stæði á hjá mér. Þeir voru alveg í öngum sínum yfir þessu og sendu mér menn á föstudagsmorguninn. Reynt var að kippa málunum í lag, sem tókst þó ekki fyllilega í það skiptið. Á laug- ardeginum gekk ég endanlega frá þessu við bygginngarvörudeildina. Ég var beðinn innilega afsökunar á þessu óhappi og látinn hafa flísarn- ar og allt sem með þurfti ókeypis. Aðra getraun Haraldur Jónsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar að koma á framfæri ósk um að það verði aftur getraun í Mogg- anum, eins og var með íslensku fótboltamennina. Svo vil ég þakka Eins og á Stalíntímanum Sjálfstæðismaður skrifar: „Mig langar að leggja nokkur orð í belg í samræður þær, sem nú eiga sér stað um afvopnun og skyld mál- efni. Engum blandast hugur um, að allir heilbrigðir menn eru mjög kvíðafullir út af vopnaeign stór- veldanna og þá sérstaklega kjarn- orkuvopnum, sem nú þegar geta sprengt upp heiminn. Friðarhreyfingar eru því í gangi. Standa margir aðilar að hreyfing- um, sem mótmæla framleiðslu á kjarnavopnum. Hér er bæði um áhrifamikla einstaklinga og félaga- i samtök að ræða. Aðallega er talað um stórveldin tvö, sem eiga kjarna- vopnin í fórum sínum, Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið annars- vegar og Rússland og Austur-Evr- j ópulöndin hins vegar. í sambandi við friðarhreyfingar, sem mjög hafa sig nú í frammi, svo sem áður segir, er aðallega lagt að Atlantshafsbandalaginu að draga úr vopnaskaki og vopnafram- leiðslu. Sjaldnar eru að því er virð- ist í kommúnistaríkin hvött til þess. Að mínu áliti og margra ann- arra væri þó full ástæða til, að fenginni reynslu, að snúa þessu við og hvetja kommúnistana til slök- unar. Skal nú gerð grein fyrir þessu sjónarmiði. Rússland lagði undir sig Eystra- saltslöndin fljótt eftir síðari heimsstyrjöld. Rússar afsökuðu þann yfirgang með ábendingu um, að þeir hefðu misst rúmlega 4 milljónir manna í styrjöldinni, og nú væri þeim nauðsynlegt að gæta vel landamæranna. Mörgum þótti þetta langsótt afsökun, þar sem vesturveldin höfðu hjálpað Rússum til að vinna styrjöldina. Eins og margir eldri menn muna, var Þýskalandi skipt, illu heilli, og Berlín var staðsett í austurhlutan- um. Nú liðu ekki nema nokkur misseri, þá höfðu Rússar með ofbeldi sölsað undir sig Austur- Þýskaland. Berlín var með samn- ingum skipt á milli Rússa, Frakka, Breta og Bandarfkjamanna, hvert landið fyrir sig átti að hafa fullt j sjálfstæði að sínum hluta. Rússar sviku þann samning og bönnuðu öðrum löndum aðgang að Berlín. Vegna öflugrar flugvélaeignar Bandaríkjanna og einarðrar fram- komu, gáfust Rússar upp á því að svelta Berlfnarbúa til undirgefni. Eftir þennan leik í Berlín, gera ! Rússar síðan innrás í Ungverja- land, og enn síðar í Tékkóslóvakíu. Inn í þessi lönd ráðast Rússar með ofurefli liðs og hjálp svikara, öllu er snúið við svik og prettir ráða ríkjum. Rússland skal í krafti stærðar og mannafla, vera forustu- landið. Frelsisást og þjóðarstolt landanna brotið niður, rétt eins og gert var á Stalínstímanum. Siðferði kommúnista hefur frá fyrsta tíma verið það sama, burt séð frá nafni æðsta stjórnanda. Lenin taldi tilganginn helga meðalið, það sama gerði Stalín. Gott dæmi um það eru réttarhöldin yfir Eikhe. Eikhe var færður fyrir rétt 1940, þar játaði hann ekki á sig neina sök, en sagði efnislega: „Ég hefi gefið játningu undir þrýstingi rannsóknardómaranna, sem allt frá handtöku minni hafa beitt mig pyntingum." Hann sagðist aldrei hafa gerst sekur um neitt samsæri, heldur deyja í trúnni á stjórnar- stefnu flokksins, í þeirri trú hefði hann starfað allt sitt líf. Síðan var Eikhe skotinn. Löngu síðar fær hann uppreisn æru. Þessi maður var eitt af mörgum fórnardýrum Stalíns, en sýnir í hnotskurn slíka mannvonsku og miskunnarleysi, að enginn venju- legur maður fær skilið. Þarna sýnir kerfið einnig hvar takmörk siðferð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.