Morgunblaðið - 03.12.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.12.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1983 39 fclk í fréttum Sören Kongsted með Manfred Schwartz. Missti handlegginn í hjólsög — en stundar nú líkamsrækt og lyftingar + Fyrir tveimur árum, þegar Sören Kongsted var aðeins 14 ára gamall, varð hann fyrir því slysi að missa vinstri handlegginn í hjólsög. Nú stundar Sören líkamsrækt og lyft- ingar og handleikur lóðin með hend- inni, sem hann sá einu sinni liggja afskorna við fætur sér. Þegar Sören lenti í slysinu vildi svo vel til, að nærstaddir brugðust rétt við. Þeir kældu handlegginn og fluttu síðan hann og Sören á sjúkrahúsið í Óðinsvéum þar sem læknarnir voru í hálfan sólarhring að sauma handlegginn á aftur og urðu að vinna allt verkið með hjálp smásjár. „Það eina, sem ég get ekki gert, er að skrúfa skrúfu. Að öðru leyti er handleggurinn og höndin alveg eðlileg," segir Sören, sem að und- anfömu hefur lagt stund á lík- amsrækt og lyftingar með fullu samþykkri læknanna. Sören býr í Vojens, litlum bæ á Suður-Jót- landi, og nú fyrir skömmu kom þangað í heimsókn norður-þýskur meistari í líkamsrækt, Manfred Schwartz. „Ég gæti vel hugsað mér að líta út eins og Manfred," segir Sören og hlær þegar hann minnist þess, að Manfred vildi ekki trúa því, að fyrir aðeins tveimur árum hefði Sören misst þann sama handlegg og hann sveiflaði lóðunum svo léttilega með nú. Edward sækir í sig veðrið Edward prins í hlutverki sínu í „Nornaveiðum“. COSPER ;,i«( tViV; fs /1 ii, i i i ii, COSPER i i 11 "•r' “i?1 1 I. ......... i,. i 94io — Þér eigið sannarlega riddaralegan eiginmann, frú. + Edward prins, yngsti sonur Elísabetar Englandsdrottningar, hefur hingað til staðið í skugg- anum af eldri bræðrum sínum, þeim Charles og Andrew. Þetta breyttist þó þegar hann byrjaði nám í Cambridge. Þegar Edward kom til háskóla- bæjarins var tekið á móti honum með mótmælagöngum og hrópum og flestir námsmannanna töldu, að hann hefði komist í skólann fyrir það eitt, að hann er kon- ungborinn. Þetta álit þeirra hefur þó verið að smábreytast og það þótti mikill sigur fyrir Edward nú fyrir nokkrum dögum þegar hann komst í rúgbí-lið skólans en í Cambridge hefur sú íþrótt lengi verið í miklum hávegum höfð. Og ekki nóg með það. Edward hefur einnig verið valinn til að leika í uppfærslu Cambridge-skólans á „Nornaveiðum" Arthur Millers. „Edward er ágætur leikari og gæti staðist inntökupróf í hvaða leiklistarskóla, sem er,“ sagði leikstjórinn, Michell Gardo. Frumsýningin fór fram 1. des- ember sl. og voru þá foreldrar Edwards viðstödd. Jólamarkaðir ^ í fullum gangi Á Eiöistorgi höfum viö opnað V* 700m2 jólamarkað í kjallaranum. Þar bjóðum við bæjarins besta úrval af: gerf[jólatrjám, seríum, jólaskrauti, jólapappir, jólamerkimidum, jóladagatölum, slaufum og boröum leikföngum, sælgæti, búsáhöldum, kertum, bómullar- og uínil- jóladúkum Magnus kjartansson Skyrgámur og Kertasníkir lita viö kl: 16:00 Opið til ki. 18:00 vOMfsív’ vOt'KsV v<é)M(sK» v®."K9V í Ármúlanum erum við líka með úrval af: jólavörum, sælgæti, kertum, leikföngum og gjafavörum. Auk þess erum viö líka aö taka upp jólasendingarnar af húsgögnum heimilistækjum svo og öll jólafötin á börnin. ff Magnús Kjartansson Skyrgámur og tíertasníkir líta viö kl: 14:30 Opið til kl. 16:00 <*<e)i"Ks>V <yíe)M(9V <v(e)M(9>v> v<e)M(9V <y(e)M(sV <y(e)l'U(S>v> <y<e)M(s)v9 10% afsláttur af*# gosi í heilum kössum. E ( Vörumarkaðurinnhf. J Ávallt á undan ÁRMÚLA 1a EIÐISTORG111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.