Morgunblaðið - 03.12.1983, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 03.12.1983, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1983 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS skal fá köllun Eg Stefán Gunnlaugsson skrifar: „Það er ekki nóg að vera sagður snillingur, heldur þarf sá að fram- kvæma eitthvað sem réttlæti slíka umsögn. Það hafa snillingarnir gert. Þeir hafa keypt fiskiskip í dag sem þeir ætla að selja á morg- un. Ætli það séu tvö til þrjú, tutt- ugu til þrjátíu, tvöhundruð til þrjúhundruð eða hvað? Nei, þeir hljóta að vera að búa til brandara, því ég hef ekki séð þennan í Brandarabókinni. — Gæti það verið að þetta fyrirbæri væri kall- að frjáls verslun, kapitalismi, (nei). Það er nóg af fiski til, ef ekki innan 200 mílna þá utan. Eða er þetta sósíalismi? Það hlýtur eig- inlega að vera. Þeir eru svo klárir í peningamálum. Mér datt í hug um daginn að gott væri að halda jól og áramót erlendis, en féll frá þeirri hug- mynd, þegar ég gerði mér grein fyrir þeim verkefnum sem ég hef ákveðið að framkvæma. Hverju skyldi ég líka svara þegar ég yrði spurður af þarlendum konum og körlum, þegar þau heyra á mál- færi mínu að ég er útlendingur. „O.H. Iceland, Snæfellsjökull, Mý- vatn, Jöklar, heitt vatn, Reykja- vík, gáfað fólk, allir kunna að lesa, Þingvellir, Alþingi, — alþingi, þurfti hún endilega að minnast á alþingi? Er Alþingi enn þá á Þing- völlum, eins og sagt er í gömlu skólabókinni minni? „ó my God“ nú líður mér eins og þegar fólk kemur til mín eða sér málverk eft- ir mig sem ég skammast mín fyrir — ég lít undan og roðna — ég veit að ég get gert betur, miklu betur — ég verð að gera betur, ég hef bara eitt tækifæri hverju sinni. — Þetta er hreinasta listaverk. Hvernig ferð þú að þessu? „No, Alþingi er í Reykjavík. Hvernig er það í dag? Þingið is very good. Steingrímur er búinn að kaupa very good car, rándýran, enda er hann aðalkarlinn. Sjávar- útvegsráðherrann búinn að flaka þrjá fiska. En er ekki neitt spesial að gera á Alþingi í dag? Jú, jú, sá sem er með budduna. Hann er sá eini sem þorir. Hvað er hann að gera? Það á eftir að koma i ljós hvað úr því verður. Annars er þetta mest sosialsull frá Svíþjóð sem þeir hafa ekki getað notað í ég veit ekki hvað mörg ár. Sull, er það ekki sjúkdómur hunda? — Æ, þessir tungumálaerfiðleikar." Alþingi, já, það var stofnað. Það þarf mikið tií að komast á toppinn og enn meira til að halda sér þar. Að falla í djúpa myrka gjá er ekki gott, nema maður komist vel upp úr henni. Þá er það fegurð, reisn. Guð gefi mér styrk til að sigrast á vandamálum mínum og sjá að ég hafi hæfileika til að leysa þau og sjá sannleikann, hver sem hann mun verða; að ég kenni ekki öðr- um um aumingjahátt minn, fram- kvæmdaleysi eða mistök. Ég verð að skapa þá fegurð sem ég vil lifa í. Guð, þú hefur gert mig að erni og ég skal brjóta þau öfl hræðslu og kunnáttuleysis sem bundið hafa vængi mína. Ég skal svífa yfir fjöllum, dölum og byggð og sjá möguleika sem við höfum. Ég skal fá köllun úr alheimsins óend- anleika og lifa í þess mikilleika og dásemd, því þegar ég geri það er ég sjálfs mín verðugur og Guði þóknanlegur. stjórnarmönnum rásar 2 fyrir frábært morgunútvarp (fimmtu- dag) og ykkur á Mogganum fyrir kynningu liðanna í fyrstu deild. Gullfoss við poppundirleik Kristján Jónsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mér finnst það ákaflega skrýtið að sjónvarpið skuli ekki hafa neina tónlist til að bjóða okkur upp á, áður en dagskrá hefst og eftir að henni lýkur, aðra en poppmúsík. Og ég kann því t.d. mjög illa, að horfa á gullfallega mynd af íslensku landslagi i dagskrárlok við undirleik af út- lensku poppi. Ég man t.d. eftir Gullfossi við poppundirleik. Þetta er smekkleysa. Er ekki betur við hæfi að láta ættjarðarlög og þjóðlega tónlist hljóma undir þessar myndir? GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Hann er þannig maður, að óhætt er að treysta honum. Rétt væri: Hann er maður sem óhætt er að treysta. (Þannig er atviksorð en ekki lýsingarorð.) 5kíóa- kynning Halldór Matthíasson, skíðagöngu- garpurinn landskunni, leiðbeinir við- skiptavinum um val á gönguskíða- búnaði í versluninni í dag kl. 13—16. AA FI5CHER TYROLIA is kommúnista eru. Svik og aftur svik eru í hávegum höfð, og glæp- um stjórnanda engin takmörk sett. Stjórnendur Rússlands hafa að vísu oft breytt um tón, en grunn- tóninn virðist því miður vera sá sami. Afganistan er síðasta landið sem Rússar leggja undir sig að til- efnislausu, lítið iand sem þeim stafaði hætta af. Nú hefur verið skorað á Rússa af Sameinuðu þjóð- unum og mörgum áhrifamiklum fé- lagasamtökum að gefa landinu frelsi, en það kemur fyrir ekki. Því að þar sem rússneski björninn kemur klónum í sleppir hann ekki. Víkjum nú að upphafi þessara orða. Trúir því nokkur í alvöru að Atl- antshafsbandalagið verði sá aðili sem byrjar kjarnorkustríð? Tveir af þeim mönnum sem mjög hafa komið við sögu í íslenskum stjórnmálum og sérstaklega mót- mælt veru Bandaríkjamanna á Miðnesheiði, gera það báðir gegn betri vitund. Þessir menn, Ólafur Ragnar Grímsson, prófessor og Svavar Gestsson fyrrv. ráðherra, hafa fyrir löngu orðið sér svo til skammar, að enginn tekur lengur mark á þeim. Þeirra boðskapur og pólitískur bægsiagangur stefnir að verulegu leyti að því að vekja at- hygli á sjálfum sér. Þessir menn vita báðir að stefnan sem þeir boða, kommúnismi, sósíalismi eða hvaða nafni sem stefna þeirra nefnist, er í aðalatriðum keimlík þeirri stefnu sem ríkir í Rússlandi og öðrum Austur-Evrópulöndum, t.d. í Póllandi. I þessum löndum eru öll frjáls verkalýðssamtök barin niður. Sá grunur læðist að mörg- um, að þessir herrar hafi ekki gefið stefnu sinni nafn. Þeir sendu nefni- lega bæði forseta Frakklands og forsætisráðherra Grikklands heillaóskaskeyti við valdatöku þeirra. Ef stjórnarmynstur Alþýðu- bandalags verður sniðið eftir prógrammi Póllands með ívafi af enn harðari sósíalisma, þá fer trú- lega að fara um margan verka- manninn í Alþýðubandalaginu. Menningarvitunum verður þó trú- lega vel vært. Annars er djúp alvara því sam- fara að hafa innan verkalýðsfélaga landsins menn sem hafa aldrei „pissað í saltan sjó“ né „difið hendi í kalt vatn“, en gala þó manna hæst á fundum í verkalýðsfélögum. Þykjast hafa vit á hvar að kreppir í málum verkamanna. En ef þeir gætu með þessu gert verkamennina ráðvillta, er tilgangi þeirra náð. Fyrst og fremst er innbyrðis valdabarátta milli hinna ýmsu meningarvita Þjóðviljans. Þetta hefur lengi verið svo og færst í aukana nú eftir að svo ágætir menn sem Eðvarð Sigurðsson og Sigurður Guðgeirsson gengu á fund feðra sinna. Ólafur Ragnar er fyrst og fremst hættulegur andstæðing- ur út frá því, að hans fræðigrein gefur honum dýpri innsýn í klæki og frekju, sem notuð er af jábræðr- um hans víða um heim. Þessir menn átelja og finna lýðræðis- stjórnarfari allt til foráttu. Sjálfir nota þeir svo þetta stjórnarform til að vega að rótum þess. I löndum þar sem stjórnarfar Ólafs Ragnars hefur verið tekið upp, eru kosn- ingar afnumdar. Örfáir menn stjórna með vatnsslöngur og tára- gassprengjur að vopni og lýsa því yfir að þeir framkvæmi vilja fólks- ins, þeir einir séu hinir útvöldu og réttsýnir í öllum framkvæmdum. Geta ekki margir séð fyrir sér fast- mótuð andlit Svavars og ólafs, þegar þeir í sjónvarpi túlka vilja sinn til stjórnarathafna, og muna þá jafnan að taka fram, að þeir tala í nafni fólksins, þó ekki styðjist þeir við nema 20—25% atkvæða. Vonandi verða núverandi stjórn- arflokkar þess umkomnir að koma efnahagsmálum þjóðarinnar í það horf að vel verði við unað, eftir óráðsíu kommúnista í ríkisstjórn. Launþegasamtök láta kommún- ista vonandi ekki spilla fyrir, en hlusta á orð þeirra sem af heilum vilja reyna að koma þjóðarskút- unni á flot, og halda í kyrrum sjó.“ Sjálfstæðismaður. DACHSTEIN adidas •*' TOPPmerkin í ikíðavörum OfUá d óxacfésicLöyum ÞEKKING - REYNSLA - ÞJÓNUSTA FALKINN 105 REYKJAVÍK SUÐURLANDSBRAUT 8 - SÍMI 91-84670

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.