Morgunblaðið - 03.12.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.12.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1983 35 ingamaður hann var. Það var dauft endurskin þessa lífsglaða manns sem eftir sat, voteygur og oft eins og annars hugar líkt og hann hlustaði eftir kalli sem kom fyrr en okkur varði. Aðfaranótt 20. nóvember hætti hjarta hans að slá þar sem hann var gestkomandi hjá vinum í Reykjavík. Á tæpu ári höfum við mátt sjá þessum öðl- ingshjónum á bak langt um aldur fram og erfiður biti í háls að þeirra fagra veröld skuli heyra minningunni til. En hvernig gat öðruvísi farið? Úr því að Svana þurfti að kveðja hlaut Kristinn að verða samferða, svo náin voru þau í lifanda lífi. Kristinn var mikil gangnamað- ur og sóttist jafnan eftir að fara í lengstu leitir á haustin. öræfin með sínu 15 daga úthaldi voru hans ær og kýr og næstum helgi- siðakenndur árviss atburður þeg- ar þau Svana gerðu klárt fyrir Arnarfellið. Ég sé hann fyrir mér með þrjá til reiðar, sumargamalt lamb í nesti, flatkökur í tösku og guðaveigar á flösku. Svartur hundur í hvítum sokkum fylgir honum fast á hæla. Stefnan er tekin á jökla. Hann ríður geyst úr hlaði strax byrjaður að hlakka til endurfundanna við sína heittelsk- uðu. Pétur Gunnarsson Ekki man ég, hvar ég hitti Kristin fyrst, en það hefur eflaust verið á einhverju hesta- mannamótinu. Þar var hann ávallt hrókur alls fagnaðar og ómögulegt annað en taka eftir manninum. Hitt man ég, að það var á slíku móti á Þingvöllum, að ég samdi við hann, að taka yngstu dóttur mína í sveit til sín um sumartíma. Eftir það urðu kynnin nánari. Ég þarf ekki að taka fram að dótt- irin hafði mjög gott af sveitaver- unni hjá Kristni og hans góðu konu, Svönu. Þar lærði hún guðs orð og góða siði og fékk að fara á hestbak, berbaka auðvitað, á henni Þrumu og öðrum stilltum hestum. Tilfinningin fyrir hestun- um og hreyfingum þeirra verður ábyggilega miklu næmari, þegar riðið er berbaka, þannig ættu allir krakkar að byrja, ef mögulegt er. Kristinn var mikill hesta- og ferðamaður, og hafði mikið yndi af íslenzkri náttúru. Einhvern tíma á Jónsmessunni var hann staddur hé syðra og bauð ég hon- um þá í reiðtúr inn í Heiðmörk í dýrlegu veðri. Við komum aftur úr Heiðmörkinni nokkru eftir mið- nætti og lá þá EUiðavatnið fyrir okkur spegilslétt og stóðu hæðir og fjöll þar á höfði. Stoppaðu aðeins, sagði Kristinn, við skulum fara af baki og njóta þessarar sýnar, svo dýrleg sem hún er. Kristinn lét sér ekki bústöfin, hin hefðbundnu, nægja. Hann vildi fá meira út úr tilverunni. Hann var mjög félagslega sinnað- ur og tók mikinn þátt í félags- störfum sveitunga sinna. Hann var m.a. frumkvöðull að því, að ungmennafélagið hóf leikstarf- semi og kom það í hans hlut að leika þar mörg hlutverk og Bárð á Búrfelli lék hann tuttugu og fimm sinnum. Gaman hafði hann af ferðalög- um og öllum samskiptum við menn og hesta. Auk hinna hefð- bundnu fjailaferð, á haustin í leit að fé, þá fór hann margar ferðir með félögum sínum. Ég varð þeirrar ánægju aðnjót- andi að ferðast með honum, bæði í kringum Flóann og lengra til, fá lánaða hjá honum hesta, koma til hans með kunningja mína og þiggja góðgjörðir hjá þeim hjón- um. Við höfðum það alltaf á til- finningunni að við værum að gera honum greiða með komu okkar, enda leið okkur vel í návist hans. Hann var oft skjótur til, er til hans var leitað. Eitt sinn man ég að ég hringdi til hans og sagðist vera lagður af stað í 75 ára afmæii kunningja okkar vestur á Barða- strönd. Hafði ég gleymt að minna hann á það, en spurði, hvort hann vildi ekki koma líka. Kem í fyrramálið, var svarið. Fór hann að heiman um níuleytið næsta morgun, tók flugvél vestur og var kominn vest- ur á Látrabjarg stuttu eftir há- degi næsta dag. Þá gerðist það að allir fuglarnir flugu úr bjarginu. Þeir hafa víst aldrei séð svona furðufugl fyrr, sagði Kristinn. Síðan var farið í afmælið og skemmt sér vel. Ekki lét Kristinn sér nægja að skoða sitt eigið land. Hann og Svana fóru mikla reisu allt vestur til Kaliforníu fyrir nokkrum árum og síðastliðið sumar fór hann til Norðurlanda. Var gaman að heyra hann segja frá þessum ferðum sín- um, enda hafði hann vakandi auga fyrir öllu því er fyrir augu bar. Kristinn var fæddur 5. júní 1918 á Vorsabæ á Skeiðum, og voru for- eldrar hans Vilborg Jónsdóttir frá Vorsabæ og Helgi Jónsson frá Stóru-Reykjum. Er Kristinn var ársgamall fluttu þau að Brúnavöllum og síð- an að Halakoti 1922 og þar var Kristinn það sem eftir var ævinn- ar og kaupir jörðina árið 1942, en áður hafði hún verið á leigu. Mesti hamingjudagur i lífi Kristins held ég þó að hafi verið 28. febr. 1948, en þá gifti hann sig. Kona hans var Svanhildur Lilja Kristvinsdóttir, hin mesta ágæt- iskona. Var honum mikill styrkur í lífsbaráttunni alla tíð, en hún lézt fyrir tæpu ári, langt fyrir ald- ur fram. Þau hjón eignuðust fimm mannvænleg börn og eru þau Helgi rafvirki á Akureyri, Jó- hannes bifvélavirki á Hvanneyri, Sigurbjörn við hásólanám í Gautaborg, Vilborg búfræðingur frá Hvanneyri, Svanur starfsmað- ur í Laugardælum. Sendi ég þeim öllum mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Sveinn K. Sveinson ítnlsk'birta * í Úrval af ítölskum Ijósum í loft - á veggi - á borö - á gólf - hvar sem þörf er fyrir mjúka lifandi lýsingu. íbúðin fær hlýja birtu og blæ meö Ijósi frá okkur. Þú gengur að gæðunum vísum. Sérverslun með listræna húsmuni Borgartúni 29 Simi 20640 3^ Valur íslandsmótið í handknattleik *4rjtl S\ Víkingur I DAG KL. 14.00 I LAUGARDALSHOLLINNI Komiö og sjáiö Á Pólar spennandi leik Valur Sólning hf. ^PORTVAL rafgeymar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.