Morgunblaðið - 03.12.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.12.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1983 37 Sigurðardóttur; Sigurður, sem andaðist fyrir 3 árum, kvæntur Maríu Pálmadóttur; Erlingur, sem andaðist fyrir 10 árum, kvæntur Önnu Halldórsdóttur; Pálína, hús- móðir, gift Braga Salomonssyni, verkstjóra hjá Trésmiðjunni Víði. Árið 1929 kaupir Elín Austur- Sandvík og býr þar alla tíð síðan. Kom hún börnum sínum upp til manndáða við þröngan kost. Ekkja með 6 börn átti ekki auðvelt uppdráttar á þeim tímum, en það hafðist samt með hjálp góðra manna og bjartsýni hennar og dugnaði. Þó varð hún að koma tveimur börnum sínum í fóstur, þeim Sigurði og Erlingi. Ekki vildi hún annarsstaðar hafa lögheimili, en á Sandvík, þó svo að seinni ár- in, eftir að hún átti erfitt með að vera ein, dveldi hún til skiptis hjá börnum sínum, en þó mest hjá dóttur sinni og tengdasyni að Reynihvammi 35 Kópavogi. Margs er að minnast frá liðnum árum, og ber þar mest á þeim góð- vilja og yl sem stafaði frá henni. Minnug var hún og ættfróð og hafði gaman af að tala um ætt- fræði alveg fram að síðustu. Aldr- ei sá ég hana skipta skapi, en ef hún bað um að eitthvað yrði gert, gerði maður það strax, því það sást á henni að hún meinti það sem hún sagði. Starfaði hún að félagsmálum þegar tími gafst, og var um tíma formaður kvenfélags- ins á Eyrarbakka, og leiddi það til starfa í ýmsum nefndum. Elín átti einn hálfbróður, Tómas, sem nú er dáinn. Var mikill kærleikur á milli þeirra. Trúi ég því, að nú sé vel tekið á móti Elínu af þeim sem hún hefur misst og saknað um mörg ár, og veit ég að það verða ánægjulegir endurfundir. Börnum hennar, tengda-, barna- og barnabarnabörnum sendi ég og fjölskylda mín okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sigurður Tómasson Krossar á leiði Framleiði krossa á leiði Mismunandi geröir. Uppl. í síma 73513. Kl. 10.30 barnasamkoma i Safnað- arheimili Árbæjarsóknar og eru fullorðnir, foreldrar, afar og ömniur boðin velkomin með börnunum. Kl. 2 e.h. guðsþjónusta í Safnað- arheimilinu fyrir alla fjölskylduna. Fermingarbörn og foreldrar þeirra eru sérstaklega boðin velkomin i guðsþjónustuna. Kirkjukór Árbæj- arsóknar syngur undir stjórn organ- istans, Jóns Mýrdal. Kl. 3 að lokinni guðsþjónustu hefst kaffisala Kven- félags Árbæjarsóknar i hátíðasal Árbæjarskóla, og verður veislukaffi á boðstólum fram eftir degi. Þar mun Karl Jónatansson tónlistar- maður sjá um skemmtiatriði ásamt nemendum sínum. Auk veislukaffisins verður efnt til glæsilegs skyndihappdrættis með fjölmörgum góðum og gagnlegum vinningum. Góðir safnaðarmenn. Hjálpumst öll að við að koma kirkjunni okkar upp og búum jafnframt hugi okkar undir komu jólanna með glæsilegri þátttöku i kirkjuhátíð safnaðarins á aðventu. Verið öll hjartanlega velkomin á samkomur kirkjudagsins á morgun. Guðmundur borsteinsson Bridge Arnór Ragnarsson Fréttabréf bridge- sambands íslands Stjórn BSÍ hefur haldið 2 fundi frá þingi sambandsins. Helstu mál þeirra funda mun þetta bréf koma til með að fjalla um. Stjórnin skipti með sér verk- um á eftirtalin hátt: Björn Theo- dórsson er forseti sambandsins, Örn Arnþórsson varaforseti, Guðbrandur Sigurbergsson gjaldkeri, Ester Jakobsdóttir rit- ari og meðstjórnendur eru aðal- steinn Jörgensen, Jón Baldurs- son og Júlíus Thorarensen. Lögð var fram fjárhagsáætlun fyrir árið 1984. Kom þar m.a fram að fastar tekjur sambands- ins duga fyrir daglegum rekstri þess, en þá þarf að finna fjáröfl- unarleiðir fyrir erlend samskipti á vegum sambandsins. Jón Baldursson var ráðinn í hálft starf sem framkvæmda- stjóri sambandsins og er vinnu- tími hans frá 1—5 mánudag til föstudags. Búið er að tímasetja öll mót á vegum sambandsins fyrir næsta ár, og var ákveðið að reyna að útvega hagstæða helgarpakka fyrir spilara utan af landi á mót á vegum sambandsins. Stefnt er að því að sambandið komið upp bridgebókasölu, búið er að senda bréf til fimm bóka- forlaga og óska eftir upplýsing- um um þær bækur sem þau hafa á boðstólnum. Meistarastigaskránni á að reyna að koma út í blaðaformi, í henni eiga einnig að vera upplýs- ingar um félög sambandsins, mót á vegum sambandsins og allt annað sem til fellur. Öll stig sem berast fyrir 15. jan. verða í skránni. Bridgesambandið mun efna til happdrættis þar sem gefnir verða út 1000 miðar og verða góðir ferðavinningar í boði. Stjórn BSÍ vonast eftir öflugum stuðningi frá félögum sam- bandsins við sölu á happdrætt- ismiðunum. Á Bridgehátíð sem verður í byrjun mars má búast við að margir af bestu bridgespilurum heims mæti til leiks. Reykjavíkurmótið í tvímenningi hefst í dag Úrslitakeppnin í Reykjavík- urmótinu í tvímenningi hefst í Hreyfilshúsinu í dag, laugardag, kl. 13.00. 28 pör spila í úrslitun- um og eru fjögur spil á milli para, samtals 108 spil. Spilað verður til rúmlega sex í dag, en þráðurinn tekinn upp aftur á morgun og spilað frá hádegi og fram á kvöld. Áhorfendur eru velkomnir og er aðgangur ókeyp- is. Bridgedeild Skagfirðinga Þriðjudaginn 29. nóv. var spil- uð fyrsta umferð í hraðsveita- keppni. Hæstu skor hlutu: Björn Hermannsson 663 Óli Andreasen 624 Guðni Kolbeinsson 592 Sigmar Jónsson 589 Meðalskor 576 Keppninni verður fram haldið þriðjudagskvöldið 5. des. kl. 19.30 stundvíslega. Bridgefélag Hveragerðis Fimmtudaginn 24. nóv. var spiluð sjöund og áttunda umferð hraðsveitakeppni og er staða efstu sveita þessi: Guðmundur Jakobsson 123 Hans Gústafsson 117 Þórdór Snæbjörnsson 107 Stefán Garðarsson 86 Birgir Bjarnason 84 Einar Sigurðsson 69 Sveinn Símonarson 69 Skipting sveita á miili svæða í undanúrslitum íslands- móts í sveitakeppni 1984: Svcði Frá úrslitum 1983 KTóUskiptini! SamUls Reykjavík 6 sveitir 5 sveitir 11 sveitir Keykjanes 2 sveitir 2 sveitir Suðurland 3 sveitir 3 sveitir Austurland 1 sveit 1 sveit Norðurland eystra 1 sveit 1 sveit Norðurland vestra 1 sveit 1 sveit Vestfirðir 1 sveit 1 sveit Vesturland 1 sveit 2 sveitir 3 sveitir íslandsm. 1983 1 sveit 1 sveit Sveitir samtals 8 sveitir 16 sveitir 24 sveitir iV ss Að gefriu tilefni SS búðimar selja eingöngu nýjar kjötvömr Það mundi aldrei hvarfla að okkur að bjóða gamlar kjötvömr eins og nú er gert á allskonar tilboðsverði í jólamatinn * Urvalið í jólamatinn hefur aldrei verið meira Verið velkomin BÚÐIRNAR um alla borg Opel Rekord, érg. 1978. Ek- inn 88.000 km. Gulur einka- bíll. Verð 200.000. Ath.: Skipti á ódýreri. Chevrolet Citation árg. 1980. Beinek., 4 cyl., vökvast. Ek- inn 19.000 km. Verö 265.000. Buick Skylard 1981. Ekinn 12.000 mílur. Litur blár. 6 cyl., sjálfskiptur, sem nýr. Verö 420.000. Peugeot 504 S.R. 1980. Litur brúnn. Útvarp + segulband. Aukadekk. Verö 98.000. Plymouth Volaré Premier station. Ekinn 47.000 km. Drapplitaöur m/viðarlit á hliöunum. Verö 260.000. Toppbíll. Oldsmobile Cutlass Broug- ham. Dísel árg. 1980. Nýupp- tekin vál. Brúnn/dökkbrúnn. Verö 370.000. Chevrolet Suburban 4x4. árg. 1979. Ekinn 4000 mílur, hvítur. Verð 600.000. Sem nýr. Chevrolet Blazer árg. 1975 meö 6 cyl. díselvél, Trader. Upph., breiö dekk, nýtt lakk. Verö 330.000. Skipti á ódýr- ari bíl. BIFREIDADEILD SAMBANDSINS HÖFÐABAKKA9 SIMI 39810 OPIÐ MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA KL. 9-18 (OPIÐ I HADEGINU) LAUGARDAGA KL 13—17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.