Morgunblaðið - 06.12.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.12.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1983 Frá blaöamannafundi sem aðstandendur bókarinnar um Arngrím málara héldu nýlega. F.v. frú Halldóra Eldjárn, Þórarinn Eldjárn og Valdimar Jóhannsson, bókaútgefandi. Bókin „Arngrímur mál- ariu kemur út í dag - en dr. Kristján Eldjárn hefði þá orðið 67 ára hefði hann lifað yArngrímur málari" nefnist bók sem dr. Kristján Eldjárn, fyrrum forseti Islands, ritaði og hafði að mestu lokið við er hann féll frá. Kemur bókin út hjá bókaútgáfunni Iðunni í dag, á fæðingardegi höfundar sem hefði orðið 67 ára, en sonur hans Þórarinn Eldjárn annaðist útgáfuna. Segir m.a. í eftir- mála hans: „Þegar faðir minn féll frá, 14.september 1982, hafði hann um nokkurt skeið einbeitt sér að því að ljúka verki sínu um Arngrím málara, efni sem hafði verið honum hugleikið allt frá bernsku, rannsóknarefni með öðru á stopulum stundum í nær fjörutíu ár. Má segja að meðal margra óunninna verkefna hans hafi Arngrímsbókin verið einskonar óskabarn, og því kaus hann að veita henni forgang umfram annað er hann hafði losað sig undan þeim embættisskyldum er tóku drýgstan hluta af starfsævi hans.“ Arngrímur Gíslason var uppi á síðustu öld, bjó framan af í Þing- eyjarsýslu en settist þá að í Svarf- aðardal og bjó þar tíu síðustu ár ævi sinnar, en hann andaðist árið 1887, þá 58 ára að aldri. Arngrím- ur var lærður bókbindari, en sem listamaður gerði hann ýmist blý- antsteikningar eða mannamyndir og nokkrar „útsýnismyndir". Seinna tók hann til við að mála altaristöflur og hafa átta af tiu altaristöflum eftir hann varðveist á sínum upphaflegu stöðum. Flest- ar eru töflurnar í kirkjum í Þing- eyjar og Eyjafjarðarsýslu, en ein i Skagafirði og önnur í Stykkis- hólmi. Flestar myndir Arngrims eru mannamyndir og voru tuttugu þeirra á sýningu sem nýlega var haldin í Listasafni íslands í tilefni útgáfu bókar dr. Kristjáns Eld- járn, en á sýningunni voru alls 27 verk. Arngrímur var einnig tónlistar- maður, lék bæði á fiðiu og flautu og handskrifaði nótur sínar. Þá er talið að hann hafi stundað nám í rennismíði í Reykjavík. Mörg verkanna á sýningunni eru í eigu listasafnsins, en dr. Kristján Eld- járn og prófessor Matthías Þórð- arson beittu sér báðir sem þjóð- minjaverðir fyrir því að verk Arngríms kæmu í vörslu Þjóð- minjasafnsins. Bókin um Arngrím Gíslason, sem er 247 blaðsíður, skiptist í níu kafla og fjalla þeir um hin ýmsu æviskeið hans og störf. Eru t.d. kaflar sem bera yfirskriftina Arngrímur sundkennari, Arn- grímur bókbindari, Flautuleikur og fiðluspil, Altaristöflumálarinn, Arngrímur málari og Listamaður- inn Arngrímur. Þá er í bókarauka húskveðja og líkræða séra Krist- jáns Eldjárn Þórarinssonar, en úr þeim ræðum eru miklar heimildir um Arngrím komnar, Erfiljóð Þorsteins Þorkelssonar og „Upp- dráttarlist", grein sem Arngrímur þýddi, líklegast úr dönsku. Þá fylgir bókinni ritaskrá, mynda- skrá, eftirmáli og mannanöfn. Myndir eru margar í bókinni, bæði af málverkum og teikningum Arngríms, svo og ýmsum munum sem eftir hann liggja og ljósmynd- um af honum og fjölskyldu hans. Bókin er prentuð í Prentsmiðj- unni Odda, útlit og hönnum ann- aðist AUK, ljósmyndavinna var í höndum Leifs Þorsteinssonar hjá Myndiðn, en um litgreiningu sá Prentstofan hf. Með viljann að vopni - lífsreynslusaga Guðmundar í Víði BÓKAÚTGÁFAN Vaka hefur gefið út bókina Með viljann að vopni — lífssögu Guðmundar Guðmundssonar í Víði, eftir Kjartan Stef- ánsson. Bókin er á þriðja hundrað síður og prýða hana rúmlega sextíu myndir, flestar áður óbirtar. í kynningu forlagsina á bók arkápu segir, að lífssaga Guð- mundar í Víði sé saga stórhuga og dugandi athafnamanns. Hann varð blindur á barnsaldri, en lét hvorki það né annað mótlæti buga sig, heldur gekk tvíefldur til verks. Á unglingsárum hóf hann húsgagnasmíði, byrjaði skipulega framleiðslu fyrir al- mennan markað í kreppunni á fjórða tug aldarinnar og stofnaði síðan Trésmiðjuna Víði, sem lengi hefur verið ein stærsta húsgagnaverksmiðja landsins. Kjartan Stefánsson, höfundur bókarinnar, starfar sem blaða- fulltrúi Verslunarráðs íslands. Hann hefur skráð þessa reynslu- sögu Guðmundar í Víði sam- kvæmt samtökum við hann og ýmsa þá sem hafa verið honum samferða á lífsleiðinni. Þá hefur Kjartan einnig leitað í ýmsar aðrar heimildir. Auk starfs og baráttusögu Guðmundar er í bókinni fjallað ítarlega um einkahagi hans og það, hvernig hann hefur unnið markvisst gegn því að láta sjón- leysið verða sér til trafala. Er ekki síst forvitnilegur í því sam- bandi kafli sem ber heitið Heim- ur í hugskoti, þar sem Guð- ■ mi W1 |at [jan ivoon mundur lýsir því, hvernig hann skynjar umhverfi sitt. Á bókarkápu segir: Guðmund- ur í Víði er einstæður áhuga- og eljumaður með ákveðnar skoð- anir. Bjartsýni hans hefur sífellt lýst upp myrkrið og áfram hefur hann barist með viljann að vopni. Bókin Með viljann að vopni er að öllu leyti unnin í Prent- smiðjunni Odda hf. Bókin um Finn Jónsson komin út ALMENNA bókafélagið hefur gef- ið út listaverkabók um Finn Jóns- son listmálara. Myndaval og út- gáfu hefur annast Frank Ponzi listfræðingur, og hann skrifar einnig ritgerö sem nefnist Lista- maður á undan sinni samtíð, og er úttekt á list Finns Jónssonar. Ind- riði G. Þorsteinsson skrifar um ævi Finns og styðst þar við frásögn listamannsins. Prentsmiðjan Oddi hefur annast setningu, prentun og band bókarinnar. í frétt frá útgefanda segir m.a.: „Finnur Jónsson er nú níu- tíu og eins árs og er því mál til komið að út komi bók um hann. Listferill hans er sérkennilegur. Hann er fyrsti framúrstefnu- málarinn á íslandi, en framúr- stefnulist hans var ekki vel tekið hér heima þegar hann sýndi hana hér 1925. Samtímis því sýndi hann átta framúrstefnu- myndir í Sturm-salnum í Berlín á samsýningu með Kandinsky og Paul Klee o.fl. sem taldir eru upphafsmenn nútímalistar. Vöktu myndir hans þar mikla athygli og var skrifað um hann af frægum listfræðingum í Þýskalandi, Frakklandi og víðar. Finnur Jónsson En það var aldrei kunnugt hér heima og meginhluti þessara mynda glataðist, hafa sennilega lent í málverkabrennum Hitlers. Tvær þessara mynda björguðust þó til Ameríku og eru þar í lista- safni Yale-háskóla og vel þekkt- ar af listunnendum þar, því að þær eru sífellt á farand- sýningum víðsvegar um Banda- ríkin.“ Myndsegulband VC 381 Ágerð 1984 Til afgreiðslu strax í dag. O Framhlaðið O 10 faldur myndleitarhraði í báð<ir áttir O Truflanalaus kyrrmynd O Innbyggður rakavari O 4ra tölu teljari O Stillir fyrir myndtón O Spólar til baka („autorewind") O Fjarstýring fáanleg Stærö: B 43 cm, H. 13 cm, D. 35 cm Þyngd:9,2 kg Rafnotkun 32W. Verð aðeins kr. 37.810,00 Kannið okkar hagstæðu greiðsluskilmála. Staðgreitt. HLJOMBÆR - HUOM*HEIMILIS*SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 ÚTSÖLUSTAEJIR: Portið. Akranesi — KF Borgl Borgarnesi — VW1». Infl*. Hellitsandi — Patróna. Patraksfiröi — Serfa. Isafirði — Sig Pálmaaon. Hvammatanga — Alfhöll. Siglufiröi — Cesar. Akureyri — Radióver Húsavik — Paloma. Vopnafirói — Ennco. Neskaupsstaö — Stálbúöin. Seyöisfiröi — Skógar. Egilsstööum — D)úpiö. Djúpavogi — Hombær. Homafiröi — KF Rang Hvolavelli — MM. Selfossi — Eytabær. Vestmannaeyjum — Rateindavirkinn. Gnndavík — Fataval. Keflavik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.