Morgunblaðið - 06.12.1983, Blaðsíða 38
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1983
Ásókn í skíða-
ferðir er
minni en und-
anfarin ár
SALA í skíðaferðir flugfélaganna og
ferðaskrifstofa til Austurríkis og Sviss
hefur gengið frekar treglega það sem
af er, nema hvað ásókn hefur verið í
ferðir í febrúar.
Plugleiðir bjóða skíðaferðir til
Austurríkis í samvinnu við ferða-
skrifstofurnar Úrval og Samvinnu-
ferðir-Landsýn. Um ér að ræða
fimm leiguferðir, eða samtals 655
sæti, en það er nokkru minna fram-
boð en var á síðasta ári.
Arnarflug býður hins vegar upp á
skíðaferðir til Sviss, en í þeirra ferð-
um er flogið til Amsterdam í áætl-
unarflugi og síðan áfram til Genf í
Sviss.
Samkvæmt þeim upplýsingum,
sem Morgunblaðið hefur aflað sér
pantar fólk greinilega mun seinna en
það hefur gert undanfarin ár og ber-
lega kemur í ljós, að fólk hefur
minna handa í millum.
Borgarfjördur:
Aflífa varð
tvö hross
er hlupu
fyrir bifreið
Borgarnesi, 5. desember.
MIKLAR skemmdir urðu á bifreið
sem ekið var inn í hrossahóp á veg-
inum við Svignaskarð í Borgarhreppi
í dag, og þurfti að aflífa tvö hross-
anna á staðnum.
Bifreiðin var á leið úr Norður-
árdal í Borgarnes og þegar henni
var ekið fyrir nokkuð blint horn á
veginum skammt ofan Svigna-
skarðs, hljóp hrossastóð niður
gömlu heimreiðina að bænum og
yfir veginn. Lenti bifreiðin á
tveimur hrossanna og hafnaði úti
í skurði, en mikil hálka var er
óhappið varð. Bifreiðin, sem er ný
sendiferðabifreið, skemmdist mik-
ið og var óökufær eftir óhappið.
Hestarnir voru það mikið slasaðir
að aflífa þurfti þá á staðnum, en
það gerði rjúpnaskytta, sem þarna
kom að, og notaði til þess hagla-
byssu sína.
Agangur hrossa á þjóðveginum
þarna í efri hluta Borgarhrepps er
til stórra vandræða, enda lenda
hross iðulega fyrir bílum á þessum
slóðum.
— ILBj.
Hyggjast stofna hliö-
stæðu SÁÁ í Danmörku
- Danska sjónvarpið gerir þátt um starf-
semi SÁÁ hér á landi
FVRIRHUGAÐ er að stofna samtök í Danmörku, sem byggð verði upp í líkingu
við SAA — Samtök áhugafólks um áfengisvandamálið — hér á landi, að því er
Hendrik Berndsen varaformaður SÁÁ staðfesti í samtali við blaðamann Morgun
blaðsins í gær. Hendrik sagði að danskir aðilar hefðu komið að máli við SÁÁ
vegna þessa, von væri á mönnum frá Danmörku í kynnisferð hingað til lands og
fulítrúar SÁÁ myndu væntanlega fara utan og fyrirhugað væri að dagskrárgerð-
armenn danska sjónvarpsins kæmu hingað til lands til að gera sjónvarpsþátt um
SÁÁ og starfsemi samtakanna.
Hendrik sagði að hugmyndir þess-
ar í Danmörku væru meðal annars
til komnar hjá Dönum, sem hefðu
komið hingað til lands f meðferð
vegna alkóhólisma, og eins væri
starfandi AA-hreyfing í Danmörku,
sem tengdist þessu óbeint. Þá vildi
Hendrik minna á að ekki er langt
síðan hingað kom trúnaðarlæknir
SAS-flugfélagsins í Svíbjóð, til að
kynna sér starfsemi SÁA og í fram-
haldi af þeirri heimsókn hafa all-
margir starfsmenn SAS farið í
áfengismeðferð til Bandaríkjanna
fyrir tilstilli vinnuveitanda síns.
Stofnun samtaka er væru hliðstæð
SÁÁ í Danmörku, sagði Hendrik að
gæti orðið að veruleika, en baráttan
gegn áfengisvandamálinu væri hins
vegar skammt á veg komin í Dan-
mörku. En mál þessi sagði hann
myndu trúlega skýrast nánar áður
en mjög langt liði.
Rússar kaupa sjávar-
afurðir fyrir 950 millj.
SÖLUMIÐSTÓÐ hraðfrystihúsanna og Sjávarafurðadeild SÍS hafa nú undirritað
samninga við Sovézku innkaupastofnunina Prodintorg um sölu á 17.000 lestum af
frystum fiskflokum og 6.000 lestum af heilfrystum fiski. Þá hefur Sölustofnun
lagmetis gengið frá samningum við sömu stofnun um sölu á 26.000 kössum af
gaffalbitum og 4.000 kössum af niðursoðinni þorsklifur.
Gaffalbitarnir verða framleiddir um sama magn að ræða og í síðustu
Lokaatriði Bítlahátíðarinnar er söngur Rúnars Júlíussonar, sem sveiflar
sér inn á sviðið með tilþrifum, eins og myndin ber með sér.
Bítlaæðið á
lokaspretti
22. sýning og sú síðasta á laugardag
BÍTLAÆÐIÐ í Broadway er nú komið á lokasprettinn. Næstkomandi
laugardagskvöld verður síðasta skemmtunin á þessu ári og e.t.v. sú
síðasta, því óvíst er að Bítlaæðið verði tekið upp að nýju eftir áramót.
Bítlaæðið á laugardaginn verður 22. skemmtunin og er Bítlaæðið þar
með orðið vinsælasta skemmtidagskrá, sem veitingahús hefur boðið
uppá. Fyrra metið átti Rokkhátíðin í Broadway sl. vetur, en hún var
haldin 15 sinnum.
hjá K. Jónssyni & Co. á Akureyri og
Siglósíld í Siglufirði. Þorsklifrin
verður framleidd hjá Lifrarsamlagi
Vestmannaeyja og Gerðaröst í
Garði. Samningurinn er til af-
greiðslu á fyrra helmingi næsta árs
og er heildarverðmæti hans um 37
milljónir króna. Frekari samningar
um sölu lagmetis voru ákveðnir eftir
áramót, en í rammaviðskiptasamn-
ingi íslands og Sovétríkjanna er gert
ráð fyrir að Sovétmenn kaupi lag-
meti af íslendingum að verðmæti
110 til 180 milljónir króna árlega.
Hvað varðar frysta fiskinn er hér
samnmgum. Heildarverðmæti
samningsins er 32,4 milljónir dollara
eða 914,3 milljónir króna. Hefur orð-
ið um 2,7% meðaltalslækkun á verði
miðað við dollara frá síðasta samn-
ingi. Að sögn Guðmundar H. Garð-
arssonar, blaðafulltrúa SH, er fisk-
urinn til afhendingar þegar eftir
áramót og gætu afskipanir því hafizt
seinni hluta þessa mánaðar. Sagði
hann að þessir samningar myndu
létta veruíega á birgðastöðu frysti-
húsannna, einkum þeirra, sem ættu
mikinn karfa, því verulegur hluti
umsamins magns væri karfaflök.
Loðnan:
Gunnar Þórðarson hljómlist-
armaður hefur haft veg og vanda
af Bítlaæðinu. Hann stjórnar 12
manna hljómsveit, sem leikur
undir hjá 14 söngvurum, sem
flytja öll vinsælustu lög Bítla-
tímabilsins. Alls taka 35 manns
þátt í sýningunni, ef tæknimenn
eru með taldir.
í janúar tekur ný skemmti-
dagskrá við í Broadway en ekki
er ákveðið hvaða efni verður tek-
ið til flutnings. Sem fyrr segir er
alls óvíst að Bítlaæðið verði
endurtekið eftir áramótin og er
því hver að verða síðastur að sjá
þessa geysivinsælu skemmtun.
37 bátar með
24.000 lestir
MIKIL loðnuveiði hefur verið síð-
ustu sólarhringa. Frá því á laugar-
dag og til miðs dags í gær höfðu 37
bátar tilkynnt um samtals rúmlega
24.000 lesta afla. Mestu af loðnunni
Ekki rétt að sögukennslan ein-
skorðist við 120 ára tímabil
„ÞAÐ er einfaldlega ekki rétt eins og sagt var í Morgunblaðinu að sögu-
kennsla í grunnskólum landsins einskorðist við 120 ára tímabil. Það má vera
að það finnist bekkur einhvers staðar á landinu þar sem kennslan fer þannig
fram, en slíkt væri þá alger undantekning," sagði Valgeir Gestsson skóla-
stjóri og formaður Kennarasambands íslands á fundi með fréttamönnum,
sem KI boðaði til í gær. Var tilefni fundarins að leiðrétta ýmsar rangfærslur
sem komið hafa fram í dagblöðum og víðar varðandi kennslu í samfélags-
fræði og íslandssögu, eins og segir efnislega í fréttabréfi sambandsins.
Valgeir sagöi að staðreynd málsins
væri sú, að út væru komnar þrjár
nýjar kennslubækur í sögu, sem
spönnuðu 120 ára tímabil, þ.e.a.s. um
landnám fslands, um móðuharðindin
og sjálfstæðisbaráttuna. Hins vegar
væru fleiri rit í undirbúningi auk
þess sem eldri sögubækur, sem ná
yfir alla fslandssöguna væru mikið
notaðar. Það væri því fráleitt að
meiningin væri að einskorða ís-
landssögukennslu við einhver ákveð-
in tímabil.
f fréttabréfi KÍ segir m.a:
og höfðar þá síður til nemenda. Nýtt
og endurbætt námsefni, sem nem-
endur hafa fengið i hendur á síðustu
árum, er fyrst og fremst út komið að
frumkvæði menntamálaráðuneytis-
ins og hefur verið unnið af skóla-
rannsóknadeild. Námstjórar og ann-
að starfsfólk deildarinnar hafa þann-
ig á unanförnum árum unnið ómet-
anlegt starf fyrir grunnskólana.
Störf mcnntamála-
ráðuneytisins, skóla-
rannsóknadeildar
Örar þjóðfélagsbreytingar, ný
viðhorf og nýjar staðreyndir kalla á
sífellda endurskoðun námsefnis. Auk
þess leiða örar tæknibreytingar t.d. í
myndefni og prentun til þess að
framsetning námsefnis viil úreldast
Námskrárgerð,
útgáfa og kynning
Skólarannsóknadeild er gert mjög
rangt til þegar haldið er fram að
starfsfólk deildarinnar vinni „í kyrr-
þey“ að umturnun kennsluaðferða og
námsefnis. Grunnskólalög kveða á
um útgáfu á námskrá og eru þær
samdar eftir þeim markmiðslýsing-
um fyrir starf grunnskólans sem lög-
in kveða á um. Jafnan fjallar fjöldi
kennara og embættismanna um efni
þeirra. Menntamálaráðuneytið gefur
námskrár út, ráðherra staðfestir þær
og er sú gjörð tilkynnt í stjórnartíð-
indum. Verður að ætla að alþingis-
menn fylgist með á þeim vettvangi.
Frá 1974 hefur skólarannsókna-
deild gefið út um 40 bæklinga þar
sem m.a. er fjallað um einstakar
námsgreinar, námsefni og kennslu-
aðferðir almennt. Bæklingar þessir
eru jafnan sendir í nokkrum eintök-
um til allra grunnskóla.
Árlega sækir verulegur hluti kenn-
arastéttarinnar endurmenntunar-
námskeið Kennaraháskóla íslands og
fræðslufundi námstjóra sem haldnir
eru víðsvegar um landið, einkum í
upphafi skólaárs. Á þeim vettvangi
er nýtt námsefni og tilraunaefni
kynnt og námstjórar nýta sér um-
sögn og reynsiu kennara við endan-
lega námsefnisgerð. Skólastjórnend-
ur og kennarar hafa því átt þess kost
að fylgjast vel með öllu starfi skóla-
rannsóknadeildar og koma hugmynd-
um sínum og athugasemdum á fram-
færi við námstjóra og námsefnishöf-
unda.
Síðast en ekki síst skal á það minnt
að námsefni og umræða um skóla-
starf og kennsluaðferðir berst með
nemendum á heimili þeirra. Árlega
sitja hátt í 40 þúsund nemendur í
grunnskólum og er því stór hluti
þjóðarinnar beint eða óbeint tengdur
starfi skólanna. í mörgum skólum
hefur nýtt námsefni og kennsluað-
ferðir verið kynnt á foreldrafundum.
Tvö skip
seldu í
Grimsby
TVÖ íslensk fiskiskip seldu afla
sinn erlendis í gærmorgun, Sigl-
firðingur SI og Guðmundur Krist-
inn SU.
Siglfirðingur seldi í Grimsby,
samtals 81,8 tonn, kola og þorsk.
Fyrir aflann fengust að meðal-
tali 33,32 krónur á hvert kíló,
samtals 2.725.900 krónur.
Guðmundur Kristinn seldi
einnig í Grimsby, blandaðan afla,
samtals 45,7 tonn, meðalverð var
20,42 krónur á kg, heildarverð-
mæti 932.900 krónur, samkvæmt
upplýsingum er blaðamaður
Morgunblaðsins fékk í gær hjá
Jóhönnu Hauksdóttur á skrif-
stofu LÍÚ.
hefur verið landað á Austfjarðahöfn-
um, en smávegis hefur farið til
Siglufjarðar og Krossaness. Á Rauf-
arhöfn er þróarrými þrotið eins og
er.
Gísli Jóhannesson, skipstjóri á
Jóni Finnssyni, sagði í samtali við
Morgunblaðið I gær, að menn
væru nú bjartsýnir á veiðarnar og
hissa á því, hve fiskifræðingar
hafi gefið upp lítið magn. Sagði
hann veiðina bezta út af Langa-
nesi, en menn yrðu varir við loðn-
una allt frá Seyðisfirði, norður og
vestur um landið að Kolbeinsey og
jafnvel vestar. Víðast hvar á
svæðinu væri loðnan mjög góð og
því hugur í sjómönnum nú.
Á laugardag tilkynntu samtals
fjórir bátar um afla, alls 3.050
lestir. Það voru Eldborg HF með
500 lestir, Sigurður RE, 1.350,
Hrafn GK, 650 og Albert GK, 550.
Á sunnudag tilkynntu 24 bátar um
samtals 14.790 lestir. Þeir eru Sæ-
berg SU, 630, Súlan EA, 800 VE,
Gullberg VE, 610, Huginn VE, 600,
Gísli Árni RE, 630, Keflvíkingur
KE, 520, Skírnir AK, 450, ísleifur
VE, 620, Erling , 430, Húnaröst
ÁR, 630, Hilmir II SU, 500,
Skarðsvík SH, 600, Hákon ÞH,
750, Dagfari ÞH, 520, Ljósfari RE,
450, Víkurberg GK, 540, Höfrung-
ur, 730, Jón Kjartansson SU, 900,
Pétur Jónsson RE, 750, Jón
Finnsson RE, 600, Júpiter RE,
1.250, Bergur VE, 180, Magnús
NK, 520, Örn KE, 580. Um miðjan
dag í gær höfðu 9 skip tilkynnt um
afla, samtals 6.350 lestir. Helga II
RE, 540, Kap II VE, 670, Fífill GK,
640, Hilmir SU, 1.100, Þórshamar
GK, 530, Gígja RE, 720, Grindvík-
ingur GK, 800, Bjarni ólafsson
AK, 450 og Guðmundur RE, 900
lestir.