Morgunblaðið - 06.12.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.12.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1983 Rangar forsendur - rangar niðurstöður — eftir Jón H. Bergs Nýlega birtust í Morgunblaðinu þrjár greinar, sem teknar eru úr ritsmíð Þorvalds Búasonar, eðlis- fræðings, „Athugun á rekstrar- forsendum og áhrifum verðbólgu á afkomu vinnslustöðva landbúnað- arins*. Komið er að ýmsum þátt- um, sem lúta að rekstri sláturhús- anna í landinu, vinnslu-, dreif- ingar-, frysti-, geymslu og vaxta- kostnaði vinnslustöðvanna. í stuttu máli er megin niðurstaða „athugunarinnar" sú, að vinnslu- stöðvar sauðfjárafurða hafi gíf- urlegan, óeðlilegan hagnað af starfsemi sinni. í niðurstöðunum endurspeglast hugmyndir manna, sem gagnrýnt hafa verðlagningu landbúnaðarvara af miklum þekk- ingarskorti. Greinarhöfundurinn gefur sér í mörgum útreikningun- um rangar forsendur og niður- stöðurnar verða þess vegna vill- andi og oft alrangar, um það vitn- ar raunveruleg rekstrarafkoma vinnslustöðvanna. Aðallega er það tvennt, sem veldur því, að greinar Þorvalds Búasonar gefa í öllum aðalatrið- um ranga mynd af afkomu vinnslustöðvanna, annars vegar grundvallarmisskilningur á eðli afurðalána og lánakjörum, og hins vegar eru útreiknaðar rekstrar- forsendur Þorvalds Búasonar um slátur- og frystihús rangar í mörgum atriðum. Verðlagsnefnd landbúnaðarins, sexmannanefnd- in, sem skipuð er 3 fulltrúum neyt- enda og 3 fulltrúum framleiðenda, verðleggur, sem kunnugt er, flest- ar landbúnaðarvörur. Nefndin leggur fram mjög mikla vinnu í að afla upplýsinga frá ýpisum slát- urleyfishöfum, stórum og smáum, áður en hún tekur ákvarðanir um afurðaverðlagningu, og sendir nefndin oft trúnaðarmenn sína til þess að staðreyna í bókhaldi vinnslustöðvanna vinnslukostnað afurða, þar á meðal kindakjöts. Fer ekki milli mála, að slíkur verðlagsgrundvöllur er ólíkt traustari heimild heldur en þær útreiknuðu tölur, sem Þorvaldur Búason gefur sér til þess, að því er virðist, að fá ákveðnar niðurstöð- ur. Ein er sú gagnrýni í síðustu Morgunblaðsgrein Þ.B., sem að nokkru á rétt á sér, að því er við- kemur innheimtu og skilum á 1—2% sjóðagjöldum til Búnað- armálasjóðs og Stofnlánasjóðs landbúnaðarins vegna fram- leiðsluársins 1980—1981, sem hann fjallar um. Sláturleyfishafar höfðu ýmist þann hátt á að inn- heimta gjöldin að hluta við hvern afreikning afurða eða samtímis lokagreiðslu. Skil til sjóðanna þurftu ekki að fara fram fyrr en í lok söluársins, en þessu var breytt með nýjum reglum, sem tóku gildi um sl. áramót, og kveða svo á, að innheimtum búnaðarsjóðagjöld- um skuli skila jafnóðum ársfjórð- ungslega yfir söluárið. Það væri alltof langt mál að leiðrétta hér og endurreikna töflur og tölulegar niðurstöður Þ.B., sem gefa rang- lega til kynna verðbólguhagnað af afurðalánum og umfram tekjur vegna ímyndaðs ofreiknings á rekstrarkostnaði í verðlagningu afurða, en hér á eftir verður þó gerð nokkru nánari grein fyrir gagnrýni á umfjöllun Þorvalds Búasonar um þá tvo meginþætti, sem mestu máli skipta, en það eru afurðalánin og afurðalánakjör annars vegar og vinnslu-, frysti- geymslu-, vaxta- og dreifingar- kostnaður hins vegar. Afurðalán og afurðalánakjör Afurðalán eru veitt við aðstæð- ur þar, sem veltuhraði birgða er hægari en svo, að tekjur af sölu þeirrar vöru, sem í birgðum er, skapi það fjármagnsstreymi, sem nægjanlegt er til þess að greina fyrir þau aðföng, sem til fram- leiðslunnar þurfti, á eðlilegum tfma. Vinnsla sauðfjárafurða í vinnslustöðvum fer fram á tiltölu- Iega stuttum tíma, 4—6 vikum, en sala þessara afurða á sér stað yfir 12 mánaða tímabil eða jafnvel lengur og því augljóst, að fjár- magnsbinding í birgðum er gífur- leg. Ef tekið er mið af greiðslugetu vinnslustöðvar á grundvelli sölu- tekna af afurðunum til þess að endurgreiða birgjum og launþeg-' um fyrir framlag þeirra, kemur tvennt til (bændur taldir með birgjum, án þess að hér sé gerð grein fyrir þeim sérstöku aðstæð- um þeirra, að vinnuframlag þeirra og tilkostnaður fellur til á að minnsta kosti næstu 12 mánuðum, áður en gripum þeirra er slátrað): Annars vegar, að birgjum og laun- þegum séu sköpuð fjárhagsleg skilyrði til þess að lána vinnslu- stöð framlag sitt og hins vegar, að vinnslustöð fái lán á grundvelli kostnaðarverðs afurðabirgðanna til þess að greiða birgjum og laun- þegum fyrir framlag þeirra. Ekki þarf að eyða mörgum orðum að fyrri leiðinni, hún er óframkvæm- anleg og því hefur sú síðari orðið fyrir valinu. Tilgangurinn er einn, það er að skapa skilyrði til þess, að vinnslustöðvarnar geti greitt fyrir tilkostnað, sem þegar hefur verið stofnað til, áður en birgða- lánið er veitt. Vaxtakostnaður af birgðalán- um, hver sem vaxtafótur þeirra er, er birgðahaldskostnaður, sem við „eðlileg skilyrði" ætti að koma fram í verðlagi vörunnar eins og hver annar kostnaður við fram- leiðslu hennar. Á íslandi hefur verið mörkuð sú stefna, að í stað þess að hleypa þessum kostnaði út í verðlag afurðanna, greiðir ríkis- sjóður af vísitöluástæðum þennan hluta kostnaðarverðs afurðanna fyrir hönd neytendanna. Þeim mun hærri sem vaxtafótur birgða- lánanna er, því meiri verður greiðslubyrði ríkissjóðs við að halda niðri vöruverðinu og láta vaxtakostnaðinn ekki hafa áhrif á Jón H. Bergs „Aðallega er það tvennt, sem veldur því, að greinar Þorvalds Búasonar gefa í öllum aðalatriðum ranga mynd af afkomu vinnslu- stöðvanna, annars vegar grundvallarmisskilningur á eðli afurðalána og lána- kjörum, og hins vegar eru útreiknaðar rekstrar- forsendur Þorvalds Búa- sonar um slátur- og frysti- hús rangar í mörgum at- riðum.“ kostnaðarverð afurða. Verðtrygg- ing birgðalána við þessi skilyrði hefði þau áhrif, að greiðsluþörfin við að halda niðri verðinu ykist og einnig tekjuöflunarþörf ríkissjóðs. í útvarpsviðtali nýlega tók Þorvaldur Búason dæmi af því, að ef kindakjöt, sem kostaði að hausti kr. 100.00 pr. kg. hækkaði upp í kr. 150.00 pr. kg. yfir söluár- ið og vaxtakostnaður yfir árið hækkaði kostnaðarverð í kr. 130.00, en ríkissjóður greiddi vaxtakostnaðinn kr. 30.00, þá græddi sláturhúsið kr. 50.00 pr. kg. Þarna endurspeglast vanþekk- ingin og rangar forsendur í skrif- um Þ.B. Sleppt er að geta þess, að aðeins brot af ársframleiðslunni hækkar svo mikið, sem dæmi er tekið um, því að verðtímabilin eru yfirleitt fjögur, fyrsta hækkun kemur venjulega 1. desember, önnur 1. mars og þriðja hækkunin 1. júní, og er þá mikill hluti fram- leiðslunnar frá undanfarandi hausti þegar seldur. Ennfremur er sleppt að skýra frá því, að hinar ársfjórðungslegu hækkanir renna allar til bænda á grundvelli út- reiknaðs meðalgrundvallarverðs. Meðalgrundvallarverðið er byggt á verðhækkunum á sölutímabilinu og þeim birgðum, sem til eru í landinu í heild, þegar verðhækk- anir verða. Með þessum hætti er tryggt, að allar verðhækkanatekj- ur renni til bændanna, og leiðir þetta, ásamt verðmiðlun milli sláturleyfishafa, til þess, að allir fái sama verð fyrir framleitt kíló kindakjöts, án tillits til þess, hvenær á árinu sala 12—14 millj- ón kílóa fer fram hjá hinum ýmsu sláturleyfishöfum. Verðhækkan- irnar koma því bændumtil góða til þess að mæta aukinni verðbólgu, en ekki vinnslustöðvunum. Þorvaldi Búasyni verður tíðrætt um uppsöfnun fjár hjá vinnslu- stöðvunum vegna þess að útborg- anir til bænda fara fram í áföng- um. Auðvitað safnast örfá prósent af afurðaandvirðinu milli útborg- unartíma, eftir því hvernig salan gengur, og er tekið tillit til þessa við útreikning vaxtakostnaðar og vaxtatekna við verðlagningu af- urðanna. Vinnslu- og dreif- ingarkostnaður Eins og fram kemur í greinum Þ.B. er ákvörðun um þátt vinnslu- og dreifingarkostnaðar í verði kjöts tekin af sexmannanefnd. Við ákvörðun sína tekur nefndin að jafnaði mið af rekstarupplýsing- um frá vinnslustöðvum, sem fram- leiða um 70% af heildarkinda- kjötsframleiðslu landsmanna. Engum blöðum er um það að fletta, að mat nefndarmanna á þessum upplýsingum er vanda- samt, en á undanförnum árum hefur nefndin beitt sér fyrir margs konar aðgerðum til þess að auka gæði og samanburðargildi þessara upplýsinga. Rétt er að benda hér á til leið- réttingar því, sem fram kemur í greinargerð Þ.B., að haustið 1980 komst sexmannanefnd að þeirri niðurstöðu, að vinnslu- og dreif- ingarkostnaður kjöts væri 720.00 gamlar kr./kg., en ekki 651.00 g.kr./kg. eins og fram kemur hjá Akureyrarpistill Guðmundur Heiðar Frímannsson Ólíkir skólar, ólík kennsla I haust ræddi Morgunblaðið við nokkra skólamenn um sam- ræmingu í grunnskólum, hvort ætti að samræma og þá hvað. Samræming hefur aðallega verið með þeim hætti í grunnskólum landsins, að nemendur hafa orð- ið að ganga undir grunnskóla- próf í 9. bekk og er lagt sama prófið fyrir alla nemendur, hvar sem þeir búa á landinu. Þetta hefur líka haft í för með sér, að sömu námsbækur eru kenndar í öllum grunnskólum landsins í þeim greinum, sem enda í sam- ræmdu prófi. Það kom í ljós í þessum viðtölum að flestir voru á því máli, að ekki bæri að halda þessum prófum áfram, töldu ástæðu til að treysta hverjum skóla til að meta nemendur sína og gefa þeim einkunnir eftir því, sem honum þætti ástæða til. Sams konar samræming hefur ekki átt sér stað í framhaids- skólakerfinu. Þeim hefur verið treyst til þess að meta nemendur sína og útskrifa án þess að ráðu- neytið sendi próf í alla skóla. Ég hygg, að kennarar á þessu skóla- stigi myndu illa sætta sig við þá skipan. Þetta hefur stuðlað að lofsverðri fjölbreytni fram- haldsskóla. Fjölbrautaskólar — áfangakerfi Sú breyting hefur orðið helst á framhaldsskólastiginu síðastlið- inn áratug, að til hefur orðið ný gerð skóla: fjölbrautaskólar. En samhliða því hafa orðið aðrar breytingar. Áfangakerfi hefur komið til sögunnar og fjöldi nemenda á framhaldsskólastigi hefur margfaldast. Þessar breyt- ingar hafa verið þyrnir í augum margra skólamanna, af því að þeir hafa talið, að með þessum breytingum hafi menntun á framhaldsskólastigi hrakað. Ég er ekki alveg viss um það, en hún hefur breyst. Þessar breytingar hafa allar, eftir því sem ég best veit, verið gerðar í hinum lofsverðasta til- gangi. En mér hefur stundum reynst um megn að skilja rökin. Fyrir rúmum tíu árum var þörf- in fyrir aukna menntun á fram- haldsskólastigi ótvíræð. En af hverju helst fjölbrautaskóla? Einu rökin, sem ég hef komið auga á fyrir fjölbrautaskólum sérstaklega, eru þau, að þeir hafi átt að draga úr fordómum á milli nemenda á ólíkum náms- brautum. Þetta er virðingarvert markmið, en ekki kannaðist ég við, að þessir fordómar væru mikill þröskuldur á milli manna, áður en fjölbrautaskólar komu til. Og mér skilst, að lítil breyt- ing hafi orðið á þeim og ekki hafi gefist vel að kenna sömu hlutina með sama hætti nemendum í iðnnámi og nemendum í mála- námi eða náttúrufræðinámi. Það sem mestu máli skiptir í þessu sambandi er, að hafi þeir ólík markmið með námi sínu, virðist það krefjast þess, að tekið sé á námsefni með ólíkum tökum. Áhugi tengist náið þeim mark- miðum, sem nemendur setja sér. Ég nefndi þá breytingu, að áfangakerfi hefði komið til. Það, sem átt er við með orðinu áfangi, er einn hluti náms í tiltekinni grein, sem metinn er til eininga eftir sérstökum reglum. Þetta kerfi hefur haft það í för með sér, að námi er skipt mun meira í sundur, en áður var gert, og yfirlitspróf tíðkast ekki lengur. Auðvitað fylgir þessu breytt þekking nemenda á námsefni, en ég get ekki séð, að það sé nein afturför, eins og sumir vilja halda fram. Með tilkomu þessa kerfis fjölgar þeim kostum, sem nemendur geta valið, og væntan- lega stundað nám, sem þeim sjálfum er meir að skapi, en ella væri. Leiðum hefur fjölgað að lokaprófi og sífellt fleiri taka stúdentspróf. Breytingin hefur að sumu leyti gengið í þá átt að gera nám hagnýtara en var. Þá er tilgangurinn sá, að nemendur ■séu betur hæfari til að takast á við vandamál daglegs lífs en áð- ur var. íhaldssemi í mennta- kerfum er dyggð Þessi tvö atriði, frelsið og hag- nýtingin, hafa óneitanlega haft í för með sér verulegar breytingar á kennslu og námsefni. Þær eru ekki allar af hinu góða. Eitt hlutverk skóla er að varðveita það, sem nefnt hefur verið menningararfur, eða arfur kynslóðanna. Sé þetta rétt, eru skólar og eiga að vera nokkuð íhaldssamar stofnanir. Ég hygg að þetta varðveisluhlutverk hafi verið vanrækt, ýmsar hefð- bundnar greinar horfið, sem ekki var kannski ástæða til. Kennsla í sögu til dæmis miðast í mjög auknum mæli við nútím- ann og þau tímabil sem næst honum standa. Latína er nánast horfin úr þessu kerfi. Þetta væri í sjálfu sér allt í lagi, ef ekki vildi svo til að úr fornöld kemur margt af því sem Vesturlönd eiga merkilegast og dýrmætast í menningu sinni. thaldssemi í menntakerfinu er dyggð, að því er mér sýnist. Með þessum breytingum sem hafa verið að gerast og eflaust hafa í einhverjum skilningi verið nauð- synlegar hefur ekki verið gætt nægilegrar íhaldssemi. Nú má ekki skilja þessi orð mín svo að ég sé andsnúinn því að breyt- ingar séu gerðar, sé þörf á þeim, né heldur að ég sé andsnúinn því, að nám og kennsla skuli koma að gagni, hvort sem gagnið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.