Morgunblaðið - 06.12.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.12.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1983 5 Lækkað verð á símtölum til útlanda: Skrefin lengjast - verðið lækkar ÚTLIT er fyrir að kostnaður við símtöl frá íslandi til annarra landa lækki talsvert á næstunni því að hvert skref í símtölum frá landinu verður lengt, að sögn Jóns A. Skúlasonar, póst- og símamálastjóra. „Það var verið að reikna þetta út og ég fæ tölurnar í fyrramálið," sagði Jón í samtali við blm. Morg- unblaðsins í gærkvöld. „Þá mun ég ganga á fund samgönguráðherra, enda er rétt, að hann fái að sjá þetta fyrstur rnanna." Jón A. Skúlason sagðist hafa nýverið bent ráðherranum á, að þar sem gengi íslensku krónunnar hefði verið stöðugt lengi, væri tækifæri til að lækka símgjöldin milli landa. „Við höfum þurft að nota sérstakan álagsstuðul á þessi gjöld, einskonar tryggingastuðul, til að vera tryggðir gagnvart lækkuðu gengi," sagði póst- og Þakkar- ávarp frá Bodil Begtrup „ÞAR SEM ég hef fengið svo margar hlýjar kveðjur frá vinum á íslandi í tilefni af áttræðisaf- mæli mínu, langar mig að biðja Morgunblaðið að koma á fram- færi svofelldum þökkum mínum: „Hjartanlegt þakklæti til allra vina minna á íslandi fyrir vinsamlegar kveðjur og hlýhug í tilefni af áttræðisafmæli mínu. Bodil Begtrup." símamálastjóri. „Nú er hugmynd- in að taka þennan stuðul úr sam- bandi enda viljum við hafa sím- gjöldin eins lág og hægt er. Um leið og ráðherrann hefur gefið sitt jáyrði við þessum breytingum verður farið í að breyta gjaldtök- unni í sjálfu kerfinu, þ.e. að lengja skrefin, og þá ætti þetta að geta komið til framkvæmda mjög fljótlega." Hann sagði aðspurður að ekkert samráð hefði þurft að hafa við Mikla norræna ritsímafélagið vegna þessarar ákvörðunar, enda eingöngu um að ræða niðurfell- ingu álagsstuðulsins. Spurning- unni um hvort þetta þýddi, að sím- notendur hérlendis hefðu fram að þessu borgað meira fyrir símtöi til útlanda en þau kostuðu i raun á hverjum tíma, svaraði Jón neit- andi. Ólafur Egilsson annaðist útgáfuna Morgunblaðið birti sl. sunnudag kafla úr bókinni „Bjarni Bene- diktsson í augum samtíðar- manna", sem AB gefur út. Þau mistök urðu í formála, að ranglega var farið með nafn þess, sem ann- aðist útgáfuna, en hann er ólafur Egilsson, sendiherra. Eru hlutað- eigandi beðnir velvirðingar á þessu. Ingólfur Jónsson Endur- minningar Ingólfs á Hellu „BÓKIN hefur tafist lítillega í vinnslu, en er væntanleg nú eftir nokkra daga," sagði Ragnhildur Bjarnadóttir á skrifstofu útgáfufé- lagsins Fjölnis hf„ er blaðamadur Morgunblaðsins spurði hana hvort ekki væri nú í haust væntanlegt síð- ara bindi endurminninga Ingólfs Jónssonar ráðherra og alþing- ismanns á Hellu. „Það er Páll Líndal sem skráir bókina eins og fyrra bindið," sagði Ragnhildur, „og í þessari bók segir Ingólfur frá viðreisnartímanum, en hann átti sem kunnugt er sæti í viðreisnarstjórninni frá upphafi og til þess er hún fór frá völdum 1971. Hann er eini ráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem enn er á lífi, sem sat í stjórninni allan tím- ann. Bókin verður um 300 síður að stærð," sagði Ragnhildur, „prýdd fjölda mynda.“ „Svissnesku ostarnir mæltust vel fyrira - segir Ómar Hallsson í Naustinu „Svissneska matarvikan gekk ákaflega vel og er matreiðslu- meistarinn Sepp Hugi farinn utan ásamt aðstoðarmanni sínum. Við fiuttum inn svissneska osta í til- efni vikunnar og mæltust þeir mjög vel fyrir — einkum Raclette, sem er glóðarbræddur fyrir fram- an gesti, hreinasta lostæti," sagði Ómar Hallsson, veitingamaður í Naustinu, í samtali við Mbl. í gær. „Kynningar sem þessar eru ákaflega gagnlegar. Við Islend- ingar kynnumst matarvenjum annarra þjóða og matreiðslu- menn okkar auka þekkingu sína. Þess má geta að íslandsdagar verða haldnir í Montana í Sviss í sumar. Þeir verða með svipuðu sniði og íslandsvikan í Svíþjóð í haust sem vakti mikla athygli. Þá sannaðist að útlendingar kunna vel að meta mat okkar Is- lendinga — ekki síst þorramat- inn. Við munum halda þeim góða sið í Naustinu að kynna þjóðar- rétti annarra þjóða og eftir þorr- ann er fyrirhuguð portúgölsk matarvika í Naustinu," sagði Ómar Hallsson. Morgunblaftið/Kristján Örn. Ómar Hallsson í Naustinu í gær með Raclette-ostinn, sem mæltist mjög vel fyrir. Jóhann Briem Jóhann Briem Æ fSLENSK MYNDLIST Bókaflokkurinn íslensk myndlist. Ragnar í Smára, Eiríkur Smith, Jóhann Briem mun verða listunn- endum og öllum almenningi hjartfólgnar um ókomin ár. Þriðja bókin í bókaflokknum um íslenska myndlist og myndlistarmenn er komin út. Bókin er um Jóhann Briem listmálara. í fyrsta sinn gefst okkur kostur á að eignast myndir þessa merka listamanns í bók. Halldór B. Runólfsson listfræðingur ritar um listamanninn og verk hans. 60 eftirprentanir og teikningar eru í þessu vandaða verki. UMSAGNIR: „List Jóhanns Briem varð og einstæð og sérstök í tíma okkar sem hann sjálfur var sérstæður í sínum hópi að öllu fari. Hún á sér eigin braut í því magnaða litróft sem íslensk myndlist hefur verið á undanförnum áratugum. Þar ritar hann einn“. Björn Th. Björnsson listfræðingur. Mér þykir bókin fremsta framlagið sem kynning listar eins manns, er bókaforlagið Lögberg og Listasafn ASÍ hafa staðið að. Bragi Ásgeirsson Mbl. 27.11 ’83 í heild er bókin um Jóhann Briem fagnaðarefni, útlit hennar er aðstandendum til sóma, og hver listunnandi ætti að bæta henni við bókasafn sitt. Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur DV. 30.11 ’83 LISTASAFN ASÍ Lögberg Bókaforlag Þingholtsstræti 3, simi: 21960

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.