Morgunblaðið - 06.12.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.12.1983, Blaðsíða 32
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1983 Þjóðarbókhlaðan var byggd með Hiinnebeck-steypumótum. Um 10 ár frá því að notkun Hiinnebeck-steypumóta hófst hér á landi: Mikill tímasparnaður samfara notkun þeirra — segja talsmenn Aseta sf., sem flytur mótin inn UM ÞESSAR mundir eru liðin tíu ár síðan innflutningur á Hiinne- beck-steypumótum hófst. A þess- um tíma hafa nálægt eitt þúsund íbúðir og margar aðrar byggingar verið steypt í Hiinnebeck-kerfis- mótum. Frá því fyrstu mótin komu hingað til lands, hefur fjölbreytni þeirra aukist og nú er hægt að steypa alls konar hús í þessum mótum, að sögn talsmanna Aseta sf., sem flytur mótin inn. Hiinnebeck-kerfismótin eru úr heit-galvaníseruðu stáli. Þrátt fyrir mikla seltu við strendur landsins hafa mótin lítið látið á sjá frá því þau komu hingað í upphafi og eru því flest þeirra enn í fullri notkun. Þessi mót spara mikinn tíma við mótauppsláttinn. Eins og áður segir, endast mótin mjög vel og eru nánast engin afföll af þeim miðað við afföllin, sem verða þegar timbur er notað við mótauppsláttinn. Dæmi eru til þess, að tíma- sparnaðurinn við byggingu átta hæða fjölbýlishúss og lægri taxti húsasmiða hafi greitt upp stofnkostnaðinn við steypumót- in og verktakinn átt þau skuld- laus eftir, þegar framkvæmdir hófust við næsta hús. Flestir byggingaverktakar hafa reynt að auka hagkvæmni og hagræð- ingu í byggingariðnaðinum og hefur það leitt til þess að unnt er að reisa hús í dag á skemmri tíma en áður og með minni til- kostnaði, án þess að í nokkru sé slegið af kröfum til húsagerðar. Byggingaverktakar, stórir og smáir, hafa notað Húnnebeck- kerfismótin og sem dæmi um hús, sem byggð hafa verið með þeim má nefna þjóðarbókhlöð- una, hús Framkvæmdastofnun- arinnar, nýja útvarpshúsið, Geðdeild Borgarspítalans og fjölmörg einbýlishús og fjölbýl- ishús. Húnnebeck-fyrirtækið er vestur-þýskt og er hið stærsta sinnar tegundar í heiminum. Það framleiðir samnefnd steypumót af mörgum gerðum en einnig vinnupalla og fleira fyrir byggingariðnaðinn. Fyrirtækið Aseta sf. hefur frá stofnun, eða undanfarin þrjú ár, flutt inn Húnnebeck-mótin. As- eta er ráðgjafa- og þjónustu- fyrirtæki fyrir fyrirtæki í bygg- ingariðnaði. Á næsta ári hyggst Aseta sf., kynna nokkrar vélar og tæki, sem auðvelda mönnum enn frekar störfin í byggingar- iðnaðinum. VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF — UMSJÓN SIGHVATUR BLÖNDAHL — Minnkandi verðbólga í EBE-löndunum: Meðaltalsverðbólga um 8,4% í löndunum Framfærslukostnaður hækkaði um 0,8% að meðaltali í október Framfærslukostnaður hækkaði um 0,8% að meðaltali í löndum Efnahagsbandalags Evrópu, EBE, í októbermánuði, samkvæmt upp- lýsingum bandalagsins. Verðbólga á síðustu tólf mánuðum í löndum bandalagsins var um 8,4% að með- altali. Framfærslukostnaðurinn hækkaði um 0,4% í Hollandi og þar var verðbólga um 2,4% á síðustu tólf mánuðum. í Vest- ur-Þýzkalandi hækkaði fram- færslukostnaður ekkert í októ- ber og þar var verðbólga á síð- ustu tólf mánuðum 2,6%. I Bretlandi hækkaði framfærslu- kostnaður um 0,3% i október, en mánuðum var um 5,0%. í Danmörku hækkaði fram- færslukostnaður um 0,5% í októbermánuði sl. og verðbólga var um 5,3% á síðustu tólf mán- uðum. í Belgíu hækkaði fram- færslukostnaður ekkert í októ- bermánuði sl., en verðbólga þar í landi síðustu tólf mánuði var um 6,5%. í Luxemborg hækkaði framfærslukostnaður um 0,9% í októbermánuði sl., en verðbólga þar í landi á síðustu tólf mánuð- um er talin vera um 8,4%. færslukostnaður um 0,7% í októbermánuði sl., en verðbólga á síðustu tólf mánuðum er talin vera um 10,3%. Á Ítalíu hækk- aði framfærslukostnaður um 1,7% i októbermánuði, en verð- bólga þar í landi á síðustu tólf mánuðum er talin vera um 13,3%. Loks hækkaði fram- færslukostnaður í Grikklandi um 2,0% í októbermánuði sl., en verðbólga á síðustu tólf mánuð- um er talin vera um 20,8%. Talsmaður EBE sagði að verð- bólga væri alls staðar á áfram- haldandi undanhaldi í banda- lagslöndunum, sem væri góðs viti. Bfla- og vélhjóla- framleiösla jókst um 3,8% í Japan BÍLA- OG vélhjólaframleiðsla jókst um 3,8% í októbermánuði sl. í Japan, ef tekið er mið af sama tíma í fyrra, samkvæmt upplýsingum samtaka jap- anskra bflaframleiðenda. Heildarframleiðslan í október sl. var 923.956 eintök, en til samanburðar var fram- leiðslan í október í fyrra sam- tals 890.131 eintök. Október var sjötti mánuðurinn í röð, sem bíla- og vélhjólafram- leiðsla eykst í Japan. Aukningin í framleiðslu á venjulegum fólksbílum var um 7%, en aukningin í stærri fólksbílum var nokkru meiri, eða um 8,5%. Um 10% aukn- ing varð í framleiðslu á vöru- bílum, en hins vegar var verulegur samdráttur í fram- leiðslu á fólksflutningabílum ýmis konar. Framleiðsla á mótorhjólum dróst síðan saman um liðlega 46%. Liðlega 50 ár frá stofnun Danfoss Héðinn hóf viðskipti við fyrirtækið árið 1950 DANFOSS, eitt af þekktari iðnfyrir- tækjum Danmerkur, sem er íslend- ingum að góðu kunnugt, er 50 ára á þessu ári, en Héðinn hf., sem hefur umboð fyrir Danfoss, hóf viðskipti við það fyrir liðlega 30 árum, eða árið 1950. Eins og oft vili verða hófst vel- gengni Danfoss með góðri hug- mynd. Mads Clausen stofnaði fyrirtækið 1933, en sem ungur tæknifræðingur fékk hann hug- myndina að nýstárlegum þenslu- loka til nota í frystikerfum. Hann framleiddi 466 slíka loka í 20 fer- metra skúr á bóndabýli föður síns. Sem dæmi um þróun fyrirtækis- ins má nefna, að árið 1935 störf- uðu 4 starfsmenn bjá því, árið 1943 voru starfsmennirnir orðnir 37. Tíu árum, síðar árið 1953, voru starfsmenn Danfoss orðnir 1.000 talsins og í dag starfa liðlega 11.000 starfsmenn hjá fyrirtæk- inu. Árlegt söluverðmæti Danfoss er um þessar mundir nálægt 4 millj- örðum danskra króna, sem svarar til tæplega 12 milljarða íslenzkra króna. í því sambandi má skjóta að, að tekjuliður fjárlaga íslenzka ríkisins var um 13 milljarðar króna á árinu 1982. Nú rekur Danfoss verksmiðjur í Danmörku, Vestur-Þýzkalandi, Bandaríkjunum, Kanada og í Jap- an. Söluskrifstofur eru síðan í 15 löndum, 40 þjónustumiðstöðvar eru víðs vegar um heiminn og um- boðsaðilar eru í 90 löndum. Dag- lega eru framleiddar 80 þúsund einingar í þær 300 mismunandi gerðir tækja sem Danfoss selur. Það var árið 1950, sem Vél- smiðjan Héðinn hf. hóf að skipta við Danfoss eins og áður sagði. Um það leyti starfaði hjá Héðni danskur tæknifræðingur, sem þekkti vel til framleiðslu Danfoss. Fljótlega voru teknar upp viðræð- ur milli aðila, sem leiddu til þess, að Héðinn tók að sér umboð fyrir Danfoss hér á landi. Úr einni verksmiðja Danfoss.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.