Morgunblaðið - 06.12.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.12.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1983 Morgunblaðið/Július. Ökumaður jeppans missti stjórn á bifreið sinni vegna mikillar hálku á Suðurlandsvegi. Alda umferðaróhappa í Reykjavík: Mörgum f umferðinni varð hált á svellinu MIKIL árekstraalda reið yfir í Keykjavík um helgina. Á laugardag og sunnudag urðu 27 árekstrar og 3 bílveltur og síðdegis í gær höfðu orðið 18 árekstrar, flestir eftir hádegi. Engin alvarleg slys urðu á fólki. Ljóst er að margar hifreiðir eru vanbúnar til vetraraksturs. Tveir voru fluttur í slysadeild eftir að Willys-jeppi valt á Suðurlandsvegi við Gunnarshólma. Mikil hálka var á veginum og missti ökumaður stjórn á jeppanum með fyrrgreindum afleiðingum. Jeppinn fór þrjár veltur og má telja mikla mildi að ekki varð alvarlegt slys. A laugardag var ekið á Volkswagen-bifreið, þar sem henni hafði verið lagt á Freyjugötu, skammt frá gatnamótunum við Bragagötu. Ekið var á bifreiðina á milli klukkan 11 til 15 á laugardag og fór sá er árekstrinum olli af vettvangi. Lögreglan í Reykjavík biður þá sem kunna að hafa orðið vitni að árekstrin- um vinsamlega að hafa samband við sig. Söluskrifstofa SH í Hamborg: Söluaukningin 115% fyrstu tíu mánuði ársins Áætluð heildarvelta 1983 er um 240 milljónir króna MIKII, AUKNING hefur orðið á sölu fiskafurða frá Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna í Vestur-Evrópu á þessu ári, og nemur aukningin á þeim hluta sem fer um söluskrifstofu SH í Hamborg 115% fyrstu tíu mánuði ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Gylfi Þór Magnússon framkvæmdastjóri söluskrifstof- unnar sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær, að fyrstu 10 mánuði þessa árs hefði heildarsalan í Vestur-Þýskalandi numið 5.340 tonn- um, á móti 2.480 tonnum á sama tíma í fyrra. Allt árið í fyrra nam salan 2.970 tonnum. Gylfi Þór sagði Vestur-Þýska- land vera eitt af fjórum mikilvæg- ustu markaðslöndum íslendinga í frystum fiskafurðum á liðnum ár- um. Ánægjuefni væri því að mark- aðurinn færi nú vaxandi, og aukn- ingin milli ára væri 115% sem fyrr segir, og Gylfi Þór sagði ljóst að um meira en tvöföldun yrði að ræða í magni fyrir allt árið í ár og verðmætaaukningin yrði væntan- lega enn meiri vegna hærra með- alverðs og aukins hlutfalls verð- mætari vörutegunda. Sölusvæði söluskrifstofunnrar í Hamborg er Vestur-Þýskaland, Danmörk, Austur-Þýskaland, Sviss, Austur- ríki og Spánn. Heildarsala til þessara landa er nú rétt innan við 6.000 tonn og nær væntanlega 7.000 tonnum í árslok, að sögn Gylfa Þórs, og er það tvöföldun í * _______ Agreiningur innan Framsóknar vegna bankastjórastöðu í Búnaðarbanka: Stefán Pálsson með meiri- hlutafylgi bankaráðsmanna magni frá í fyrra. Heildarveltuna sagði hann vera áætlaða 23 millj- ónir vestur-þýskra marka, eða um 240 milljónir íslenskra króna á ár- inu 1983. Helstu vörutegundir sagði hann vera rækjur, grálúðu og hrogn til Danmerkur, humar og skötusel til Sviss og síldarflök til Austur- Þýskalands. Til Vestur-Þýska- lands eru einkum seld síldarflök, grálúða — heilfryst og í flökum — karfaflök og rækja. Flakapakkn- ingar almennt hafa aukist, enda verið stefnt að því að draga úr sölu iðnaðarblokka úr hinum ýmsu fisktegundum á Þýska- landsmarkaði og vinna blokkir sem mest í eigin verksmiðjum, það er í Bandaríkjunum og hinni nýju verksmiðju í Grimsby. En hlut- verk söluskrifstofu SH í Hamborg sagði Gylfi Þór einmitt vera að undirbúa þá nýju möguleika, sem nú væru að opnast á meginlandi Evrópu, með tilkomu verksmiðj- unnar í Grimsby. Gylfi Þór sagði að lokum, að sá árangur, sem að framan greinir, hefði náðst þrátt fyrir gífurlega harða samkeppni á Vestur-Evrópumarkaðnum, og ljóst væri að mikla vinnu þyrfti til að halda hlut SH þar og auka við hann á næstu árum. - Stefán Valgeirsson alþingismaður og bankaráðsformaður sækir einnig um stöðuna, en hlaut ekki stuðning þingflokks síns ALLT ÚTLIT ER fyrir aö á næsta bankaráðsfundi Búnaðarbanka íslands verði Stefán Pálsson, forstöðumaður Stofnlánadeildar Búnaðarbankans, kjörinn bankastjóri Búnaðarbankans í stað Þórhalls Tryggvasonar, sem sagt hefur starfi sínu lausu. Bankastjórastaöa þessi hefur valdið miklum deilum innan þingflokks Framsóknarflokksins og hefur Stefán Valgcirsson alþingismaður, sem er einn þriggja umsækjenda um bankastjórastöðuna, ekki mætt á þing- flokksfundi í hálfan mánuð, eða allt frá því hann flutti langan reiðilestur yfir forystumönnum flokksins á þingflokksfundi á miðvikudag í fyrri viku, en megininntak málflutnings hans var að flokksforystan hefði brugðist, hún ætti að koma sér saman um einn frambjóðanda. Hannes Pálsson, aðstoðarbanka- tímasetning bankaráðsfundarins stjóri Búnaðarbankans, er þriðji umsækjandinn, en allir eru um- sækjendurnir taldir framsóknar- menn. Framsóknarflokkurinn telur sig eiga rétt á stöðu þessari sam- kvæmt samkomulagi flokkanna um skiptingu embætta. Ekki hefur þar sem bankastjóraembættið verður veitt verið ákveðin, en Stef- án Valgeirsson alþingismaður, sem er formaður bankaráðsins, mun ekki mæta á fundinn þar sem hann er einn umsækjenda. Formaður bankaráðs ákveður þó fundartím- ann, en varaformaður ráðsins, Friðjón Þórðarson, mun stjórna fundinum. Þegar ljóst var að Stef- án alþingismaður ætlaði sér að bjóða sig fram, þrátt fyrir að mikill meirihluti bankaráðsmanna styðji Stefán Pálsson, var farið að athuga hver væri varamaður hans. Kom þá í ljós að kjörinn varamaður banka- ráðsformannsins var Jón Helgason landbúnaðarráðherra. Þar sem landbúnaðarráðherra er æðsti yfir- maður Búnaðarbankans þótti ekki við hæfi að hann tæki sæti banka- ráðsformannsins og sagði ráðherr- ann því af sér. Þingflokkurinn til- nefndi síðan Þórarin Sigurjónsson sem varamann í hans stað á þing- flokksfundi sl. miðvikudag. Auk Stefáns Valgeirssonar og Friðjóns Þórðarsonar alþing- ismanns, sem sæti á í bankaráðinu fyrir Sjálfstæðisflokkinn, sitja þar eftirtaldir: séra Gunnar Gíslason fyrir Sjálfstæðisflokk, Haukur Helgason skólastjóri fyrir Alþýðu- flokk og Helgi Seljan alþingismað- ur fyrir Alþýðubandalag. Sam- kvæmt heimildum Mbl. munu allir bankaráðsmennirnir, nema þá e.t.v. Þórarinn Sigurjónsson, sem kæmi inn fyrir Stefán Valgeirsson, styðja Stefán Pálsson. Viðmælend- ur Mbl. sem þekkja til mála sögðu einnig, að Þórhallur Tryggvason hefði ekki sagt starfi sínu lausu, nema hann hefði verið þess fullviss að Stefáni Pálssyni væri trygg ráðningin í stöðu hans. Fyrsti almenni viðrædufundur ASÍ og VSÍ í dag FYRSTI almenni viðræðufundur Al- þýðusambands íslands og Vinnu- veitendasambands fslands um kjaramál verður haldinn í dag, en hingað til hafa aðilar aðeins ræðst við um kjör þeirra er verst eru settir í þjóðfélaginu. Ekki er gert ráð fyrir, að til neinna tíðinda dragi á fundi aðila í dag, en almennt er búist við löng- um og ströngum samningaviðræð- um á komandi vikum. Guðni A. Jónsson úrsmiður látinn Óttast að það geti orðið til frambúðar LÁTINN er í Reykjavík, Guöni A. Jónsson úrsmiður, níutíu og þriggja ára að aldri. Guðni fæddist hinn 26. september árið 1890 á Gunnfríðarstöð- um í Langadal í Austur-Húnavatns- sýslu, sonur hjónanna Önnu Einars- dóttur og Jóns Hróbjartssonar. Framan af ævinni gekk Guðni til allra almennra starfa á jörð foreldra sinna, en árið 1912 fór hann inn í Vatnsdal til að læra bókband og það- an flutti hann á Sauðárkrók. Árið 1916 sigldi hann til Danmerkur og lagði stund á nám í úrsmíði í fjögur ár, og dvaldi að námi loknu um skeið í Þýskalandi. Eftir að hann kom heim á ný settist hann að í Reykja- vík þar sem hann stofnaði eigið fyrirtæki, sem hann rak um ára- tugaskeið í Austurstræti 1. Kona Guðna, Ólafía Jóhannesdótt- ir frá Svínavatni, lifir mann sinn ásamt þremur dætrum þeirra hjóna. Guðni A. Jónsson - segir Karl Steinar Guðnason um atvinnuleysið á Suðurnesjum „ÉG SÉ ekki aö það geti orðið veruleg breyting á næstu vikurnar. Ég óttast að þetta geti orðið til frambúðar, ef ekki kemur til verulegur stuðningur viö atvinnulífið á svæðinu," sagði Karl Steinar Guðnason, alþingismaður og forustumaöur verkalýðshreyfingarinnar á Suðurnesjum, er hann var spurður álits á fjölda atvinnulausra á svæðinu, en eins og Mbl. skýröi frá á laugardag- inn eru um 200 manns nú skráðir atvinnulausir þar. Karl Steinar sagði aðalástæður atvinnuleysisins vera þær, að ann- ar togari Keflvíkinga, Bergvík, þyrfti að fara í klössun til Akur- eyrar, en ekki hefði fengist fyrir- greiðsla til verksins. Hinn togar- inn sigldi með aflann á meðan. Þá væru almennir rekstrarerfiðleikar hjá frystihúsunum og verið væri að undirbúa breytingar á Hrað- frystihúsi Keflavíkur. Aðspurður um hvað helst væri til ráða sagði hann að fyrst þyrfti að fá fyrirgreiðslu til að koma Bergvíkinni í notkun. Þá yrði að hætta að sigla með afla hins togar- ans. Síðan yrði að skoða vandamál þeirra fyrirtækja sem nú væru að leggja upp laupana og reyna til hins ítrasta að koma þeim í gagnið á ný. Sagði hann sem dæmi að eitt frystihús sem væri nú stopp væri að íhuga að kaupa Hafþór, skip Hafrannsóknastofnunar, og gæti það orðið lyftistöng fyrir. svæðið. Karl Steinar bætti því við í lokin vegna umræðu um að framkvæmd- ir á Keflavíkurflugvelli við nýja flugstöðvarbyggingu og í Helguvík, að þær virtust engan veginn hafa orðið sú lyftistöng fyrir verkafólk á svæðinu eins og haldið hefði ver- ið fram. Einungis þrír til fjórir verkamenn hefðu nú atvinnu af flugstöðvarbyggingunni, líklega væri eina hagsbótin af fram- kvæmdunum fyrir atvinnulífið sú, að ekki hefði komið til fjöldaupp- sagna hjá verktökum. Um 200 manns eru nú skráðir atvinnulausir, eins og fyrr segir, og sagði Karl Steinar að hópurinn væri aðallega konur, eða að tveim- ur þriðja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.