Morgunblaðið - 06.12.1983, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.12.1983, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1983 Borgnes- ingar hafa fengið heilsurækt Borgarnesi, 28. nóvember. SÍÐASTLIÐINN (ostudag opnaði Ásmundur Ólafsson heilsurækt í Borgarnesi. Nefnir hann fyrirtækið Heilsuræktin, Berugötu 26 og býður fólki uppá alla þá þjónustu sem slík- ar stöðvar yfirleitt veita. Heilsuræktin er í 110 fermetra húsnæði á Berugötu 26, sem sér- staklega er innréttað fyrir starf- semina og óhætt er að segja að aðstaðan sé skemmtileg og snyrti- leg. Ásmundur mun sjálfur starfa við þetta ásamt Unnari Andrés- syni nuddara. f heilsuræktinni er þrekþjálfunarsalur með öllum helstu þrektækjum fyrir karla jafnt sem konur. Þar er fullkom- inn ljósalampi svo og nuddaðstaða en nuddarinn verður við allan daginn og boðið er meðal annars upp á svæðanudd. Þá er þarna gufubað sem Ásmundur reyndar vill kalla eimbað og auk venjulegr- ar baðaðstöðu og snyrtinga er þar setukrókur og afgreiðsla þar sem Ásmundur hefur á boðstólum alls- konar heilsu- og megrunarfæði. Sagðist hann einnig hafa aðstöðu til að stækka stöðina um 40 fer- metra ef aðsóknin yrði góð og gæti Ásmundur Ólafsson ásamt aðstoðarmönnum sínum í þrekþjálfunarsal Heilsuræktarinnar í Borgarnesi. Morgunbiaóið/HBj. þá boðið upp á teygingar og ýmis- legt fleira. „Þessu hefur verið ákaflega vel tekið það sem af er,“ sagði Ás- mundur í samtali við Mbl., „og er mikið spurt um þetta. Fyrsta dag- inn komu hingað á annað hundrað manns til að skoða. Ég er bara að vona að áhuginn verði svona góður því við höfum ákveðið að hafa mikið opið til að byfja með. Opið verður frá klukkan 7 á morgnana til kl. 23 á kvöldin, alla daga nema sunnudaga. Við skiptum vikunni á milli karla og kvenna og eru karla- og kvennadagarnir til skiptis. Enginn ætti að þurfa frá að hverfa því hér er pláss til að taka á móti allt að 25 manns í einu ef þannig verkast vill," sagði Ás- mundur Ölafsson. HBj. Bók um stjörnumerkin ÆGISÚTGÁFAN hefur gefið út bók- ina Stjörnumerkin og áhrif þeirra eftir Lindu Goodman. Jónína Leós- dóttir þýddi. Á bókarkápu segir m.a.: „í þess- ari bók er fjallað ítarlega um öll stjörnumerkin. Þar eru skvrðir kostir og gallar í fari karla og kvenna í hinum einstöku merkj- um.“ Bókin er 314 blaðsíður. Setningu og prentun annaðist Hagprent hf. og bókband Bókbandsstofan Örk- in. „Komiði sæl!“ Vilhelm G. Kristinsson ræðir við Sigurð Sigurðsson BÓKAÚTGÁFAN Vaka hefur sent frá sér viðtalsbók við Sigurð Sig- urðsson, fyrrum íþróttafréttamann útvarps og sjónvarps. Það er Vil- helm G. Kristinsson sem skráð hef- ur bókina, sem heitir Komiði sæl! Á bókarkápu er minnt á, að ávarpið „Komiði sæl!“ hafi verið eins konar vörumerki Sigurðar Sigurðssonar öll þau ár sem hann starfaði við fréttamennsku og þáttagerð hjá ríkisfjölmiðlun- um. í bókinni Komiði sæl! sem er tæpar þrjú hundruð síður að stærð er víða komið við á lífsferli Sigurðar Sigurðssonar undan- farna áratugi. Frásögnin er ekki síst opinská varðandi það, sem gerðist á bakvið tjöldin í ríkisfjölmiðlun- um og kemur þar að sögn Sigurð- ar fram margt, sem ekki var hægt að segja í hljóðnemann. Sigurður talar einnig um íþróttahreyfinguna og rifjar upp sitt af hverju úr keppnisferðum íslenskra íþróttamanna til út- landa á ýmis norræn og evrópsk stórmót og einnig á ólympíu- leika. Þetta er fyrsta bók Vilhelms G. Kristinssonar, en hann starf- I aði lengi við blaða- og frétta- mennsku, og vann meðal annars með Sigurði Sigurðssyni í rúman áratug á fréttastofu útvarpsins. Bókin Komiði sæl! er sett, filmuunnin og prentuð hjá Prentstofu Guðmundar Bene- diktssonar, en Bókfell hf. sá um bókband. Jólaínafimar frá Heimilistældiim Æg1' Sinclair Spectrum 48 K. Pínutölvan. Ótrúlega fullkomin tölva bœði fyrir leiki, nám og vinnu. Verð kr. 8.508.- Samlokurist frá Philips. Þú þarft ekki út í sjoppu til þess að fá samloku með skinku, osti og aspas. Verð kr. 1.811.- Forrit fyrir Sinclair. Leikja- og kennsluforrit, t.d. skák, pacman, stjörnustríð, flug og stærðfrœði. Verð frá kr. 400,- Utvarpsklukkur frá Philips Morgunhanann frá Philips þekkja flestir. Hann er bœði útvarp og vekjaraklukka í einu taeki. LW, MW og FM bylgjur. Verð frá kr. 2.577.- Brauðristir frá Philips eru með 8 mismunandi stillingum, eftir því hvort þú vilt hafa brauðið mikið eða litið ristað. Verð kr. 1.243.^,' Rafmagnsrak - vélar frá Philips Þessi rafmagns- rakvél er tilvalinn fulltrúi fyrir hinar velþekktu Philips rakvélar. Hún er þriggja kamba með bartskera og stillan- legum kömbum. Hún er nett og fer vel í hendi. Verð frá kr. 2.604.- Hárblásarasett frá Philips Fjölbreytt úrval hársnyrtitœkja. Verð frá kr. 1.090. Philips kassettutæki. Ódýru mono kassettutœkin standa fyrir sínu. Verð frá kr. 3.463.- Kaffivélar frá Philips Þær fásl í nokkrum gerðum og stærðum sem allar eiga það sameiginlegt að laga úrvals kaffi. Verð frá kr. 2.250.- Teinagrill frá Philips snúast um element, sem grillar matinn fljótt og vel. Grillið er auðvelt í hreins' og fer vel á matborði Verð kr. 2.191.- Útvarpstæki frá Philips fyrir rafhlöður, 220 volt eða hvort tveggja. Mikið úrval. LW, MW og FM bylgjur. 1.926.- Ryksuga frá Philips gæðaryksuga með 830 W mólor, sjálfvirkri snúruvindi og 360 snúningshaus. Útborgun aðeinmfafOO. - Verð kr. 4.916.-1 f !i L, Philips Maxim með hnoðara, blandara, þeylara, grænmetiskvörn, hakkavél og skálum. Verð kr. 5.236.- Philips solariumlampinn til heimilisnota. Aðeins 2.500 kr. útborgun. Verð kr. 11.160,- Kassettutæki fvrir tölvur. Ódýru Philips kassettu- tækin eru tilvalin fyrir Sinclair tölvurnar. Verð frá kr. 2.983.- Handþeytarar frá Philips með og án stands. Þriggja og fimm hraða. Þeytir, hrærir og hnoðar. Verð frá kr. 1.068.- Steríó ferðatæki Úrval öflugra Philips slerríótækja. Kassettutæki og sambyggt kassettu- og útvarpstæki með LW, MW og FM bylgjum. Verð frá kr. 5.984.- Grillofnar frá Philips. í þeim er einnig hægt að baka. Þeir eru sjálfhreins- andi og fyrirferðarlitlir. Verð kr. 3.737.- ■v * —• • V- ■ ----— , Tunturi þrek- og þjálfunartæki. Róðrabátar, þrekhjól, hlaupabrautir og lyftingatæki Verð frá kr. 4.947,- Straujárn frá Philips eru afar létt og meðfærileg. Gufustraujárnin eru á sérstaklega hagstæðu verði. Heyrnatólin frá Philips. Tilvalin jólagjöf handa unga fólkinu í fjölskyld- unni. Heyrnatólin stýra tónlistinni á réttan stað. Verð frá kr. 535.- Café Duo. Frábær ný kaffivél fyrir heimilið og vinnustaðinn. 2 bollar á 2 minútum. Djúpsteikingarpottur frá Philips. Tilvalinn fyrir frönsku kartöflurnar, fiskinn, kleinurnar laufabrauðið, kjúklingana, laukhringina, camembertinn, rækjurnar, hörpufiskinn og allt hitt. Verð kr. 4.157.- heimilistæki hf Hafnarstræti 3 — 20455 Sætúni 8 — 15655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.