Morgunblaðið - 06.12.1983, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 06.12.1983, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1983 27 • Franz Beckenbauar ar 36 éra gamall og ar þekktur sam ainn basti knattspyrnumaður allra tíma. Hann byggði upp nýja sðkn- ar/ varnaraðferö sam miövðrður þagar hann var fyrirliöi Bayern MUnchan og v-þýska landsliösins. Hann leiddi liö sitt Bayern þrisvar sinnum til sigurs í Evrópukeppni maistaraliöa 1974,1975 og 1976. Hann var fyrirliöi v-þýska landsliösins ar þair sigruöu í Evrópukeppni landsliöa 1972 og ar þair uröu haimsmaistarar 1974. Spáni var skipaö leíkmönnum sem hafa lært aö spila sóknarknatt- spyrnu jafn vel og varnarknatt- spyrnu. Jafnvel Scirea, sem lék aftasta mann varnarinnar átti þaö til aö fara úr stööu sinni og taka stööu fremsta manns sóknarinnar. Knattspyrnan í dag er leikin af meiri hraöa og krafti en nokkru sinni fyrr. Leikmenn þurfa aö vera í betri líkamsæfingu en áöur, og bitnar þaö á knatttækninni. Meiðsli leikmanna veröa algeng- ari; leikmenn brotna, togna, slíta liöbönd og veröa fyrir slæmum meiöslum sí ofan í æ. Ég vil meina aö þetta stafi ekki eingöngu af hörku í leiknum heldur hinu, aö leikmenn skortir meiri knatttækni miöaö viö hraöa leiks- ins. Ljótustu meiösli í þýsku deild- arkeppninni í knattspyrnunni áttu sér staö á síðasta keppnistímabili þegar Ewald Lienen, framherji Armenia Bielefeld, varö fyrir því aö takkarnir á skóm Norbert Sieg- mann fóru í læri hans svo djúpt aö þar opnaöist 30 sm langur skuröur langt ofan í kjöt. Lienen veltlst um af kvölum á vellinum. Mín skoöun er sú aö ef Lienen heföi haft betri knatttækni heföi hann náö fyrr valdi á boltanum og ekki misst hann 4 metra frá sér og heföi þá ekki lent í návígi viö Sieg- mann og því ekki fengið skóinn í sig. Miölungs knattspyrnumenn veröa aö leggja sig alla fram til aö ná árangri. Þaö verður til þess aö þeir tapa einbeitni og valdi á leikn- um og veröa grófari, sem leiöir til meiri Itkamlegra snertinga leik- manna og þeim mun meiri hætta veröur á meiöslum. önnur ástæöa fyrir minnkandi aösókn á leiki er efnahagskreppan í heiminum. Margar eiginkonur meina eiginmönnum sínum aö eyða peningum í aö horfa á knattspyrnu, en láta peninginn heldur í sunnudagssteikina. Fjár- hagur meöalfjölskyldu þolir ekki aö miklu fé sé eytt í knattspyrnu- leiki. Hitt bætist svo viö aö fleiri leikjum er sjónvarpaö. Góöur vinur minn og fyrrum þjálfari Bayern, Dettmar Cramer, geröi nýlega könnun í Leverkusen þar sem hann er nú þjálfari. Könn- unin sýndi aö almenningur getur ekki samlagast stórstjörnum. Mörgum finnst knattspyrnumenn vera drambsamir og hrokafullir og miklar tekjur þeirra fjarlægja þá frá áhangendum þeirra og almenn- ingi. Þetta endurspeglaöist mjög vel í atviki í heimsmeistarakeppninni á Spáni þegar þýsku landsliösmenn- irnir skvettu úr vatnsfötu yfir áhangendur sína, sem héldu fyrir þeim vöku eina nóttina og jafn- framt þegar áhorfendur mættu eitt sinn á knattspyrnuleik með mót- mælaspjöld þar sem háum tekjum leikmanna var mótmælt. Þetta er þó ekki allt knattspyrnumönnunum einum aö kenna. Viö höfum færst inn í nýtt tíma- bil. Atvinnuknattspyrnan hefur tek- iö á sig nýja mynd meö árunum. Atvinnuknattspyrnumaöurinn kemur inn í búningsklefa sinn eftir æfingu eöa leik og hengir upp keppnisgallann sinn eins og skrifstofumaöur lokar skrifboröi sínu í lok vinnudags. Síöan fer hann heim í fína húsiö sitt eöa boröar úti á huggulegum veit- ingastaö. Allir reyna jú aö hafa sem mestar tekjur fyrir sína vlnnu. Mín reynsla hjá öllum knatt- spyrnufélögum sem ég hef leikiö meö er sú aö leikmenn eru mikið saman; þeir æfa saman tvisvar á dag, búa saman þegar liöiö er í æfinga- og keppnisferöum. Þetta er fullmikiö, meira aö segja fyrir bestu vini. Því er ekki aö undra þó aö knattspyrnumenn vilji fá aö vera út af fyrir sig endrum og eins. Atvinnuknattspyrnan er ekkert annaö en hörö viöskipti þar sem lítið er um sanna vináttu. Vinskap- ur myndast fyrst og fremst meöal þeirra sem standa utan viö knatt- spyrnuna. Þetta þýöir þó alls ekki þaö, aö leikmenn sem kemur vel saman, hittist aldrei utan vinnu- tíma, einkum ef eiginkonunum fell- ur vel hvor viö aöra. Þróun knattspyrnunnar hefur samt sem áður verið jákvæö ekki síst eins og hún er leikin í dag. Kvikmyndir frá tveimur þýskum sigrum í heimsmeistarakeppninni 1954 í Bern og 1974 í Munchen sýna aö hinn stórsnjalli Fritz Walt- er haföi þaö mun róiegra á móti Ungverjum heldur en W. Overath 20 árum síöar á móti Hollending- um. Var þaö vegna þess aö völdun leikmanna var ekki í eins föstum skoröum og hún var 20 árum síö- ar. En jafnvel í dag myndi Fritz Walter vera sérstakur því hann bjó yfir svo mikilli knatttækni og slíkur knattspyrnumaöur mun alltaf standa uppi sem sigurvegari. Oft viröist sem leikmenn séu einugis valdir eftir hæö og krafti. Viröist hugsunin á bak viö þaö sú, aö hafi leikmenn ekki hæfileika til aö vinna leikinn, þá eru þeir alla- vega stærri og sterkari. Raunin er hins vegar sú aö hinir stóru veröa oft fyrir barðinu á lágvöxnu leik- mönnunum, sem eru snöggir og fimir með boltann. Ég bind miklar vonir viö yngsta son minn, Stefan, sem er 14 ára gamall. Hann hefur allt til að bera til aö veröa góöur knattspyrnu- maöur; góöa knatttækni, næmt auga fyrir boltanum og getur sparkaö jafnt meö báöum fótum. En hann er enn lítill vexti og þarf aö leggja áherslu á aö auka hraö- ann. Margt hefur breyst í gegnum tíö- ina. Nú eru liönir þeir dagar þegar félög voru eingöngu byggö upp af heimamönnum. Þegar ég var meö Bayern komu nærri allir leikmenn frá Munchen eöa annars staöar frá Bavaria. Núna eru Bernd Dúrn- berger og Hans Pflúger einu heimamennirnir. Aörir leikmann koma frá N-Þýskalandi eöa útlönd- um. Margir knattspyrnumenn í dag eiga stuttan leikferil því íþróttin tekur stóran skerf af líkamlegu at- gervi mannanna. Um þrítugt eru margir leikmenn illa farnir í hnjám og ökklum og mynd af 30 ára gömlum atvinnuknattspyrnumanni líkist oft 70 ára gömlum manni sem aldrei hefur leikiö knatt- spyrnu. Of oft enda þeir á skurö- arboröinu. Hér áöur fyrr var 30 ára aidurinn engin tímamót á leikferlin- um og er ekki enn hjá leikmönnum sem búa yfir leiktækni. Þaö hvarfl- aöi ekki aö Engiendingnum Stan- ley Matthews, aö hætta knatt- spyrnu þegar hann varö 50 ára. Sepp Herberger, fyrrum lands- liösþjálfari í Þýskalandi, var gagn- rýndur harkalega áriö 1962 þegar hann náöi í hetjuna Fritz Walter til aö spila i heimsmeistarakeppninni í Chile. Þá var Fritz 42 ára gamall, en hann bjó enn yfir miklum hæfi- leikum sem knattspyrnumaöur. Svo mikil velgengni í knatt- spyrnu byggist á peningum og aft- ur peningum, einkum í Evrópu. Real Madrid var fyrsta félagið sem haföi nóga peninga til aö kaupa til sín fræga leikmenn og 1950 keyptu þeir stjörnur eins og Alfredo di Stefano og ungverska flóttamanninn Ferenc Puskas. Önnur félög fylgdu fljótt í kjöl- fariö, þ.e. AC Milan, Inter, Ajax og Amsterdam og Bayern Múnchen og nutu landsliö þjóöanna góös af. Hin gullna regla var aö fjárfesta í góöum stjörnum líöandi stundar en hugsa minna um stjörnur fram- tíöarinnar. Þaö er athyglisvert aö A-Þjóö- verjar og þjóöir austan járntjalds eiga mjög góöa íþróttamenn í ein- staklingsíþróttum eins og frjálsum íþróttum og sundi, en fremur fáa snjalla knattspyrnumenn. Góö frammistaöa í knattspyrnu veröur ekki sköpuö á rannsókn- arstofu. Gott knattspyrnulið veröur aö byggja upp i kringum hæfileika- ríka, unga leikmenn og samvinnan veröur aö vera alls ráöandi. Lítil lönd eins og Holland og Portúgal vita hvaö þaö er mikilvægt aö eiga góöa knattspyrnumenn sem búa yfir miklu einstaklingsframtaki. Má þar nefna Johan Cruyff og Euse- bio. Þrjú lönd í Evrópu eiga marga efnilega knattspyrnumenn og si- fellt koma nýir efnilegir leikmenn fram á sjónarsviðið. Þessi lönd eru England, V-Þýskaland og Ítalía, en þar er unglingaþjálfun svo vel skipulögö aö ungir og efnilegir leikmenn fara ekki framhjá for- svarsmönnum félaganna. Hæfileikar ungu knattspyrnu- mannanna eru mjög mikilvægir til aö halda jafnvægi i leiknum þvi stundum er annaö hvort sóknar- eða varnarleikur alls ráöandi. Þannig var þaö í heimsmeistara- keppninni í Chile 1962 aö varnar- leikurinn var alls ráöandi, en 4 ár- um siöar í Svíþjóö var það sóknar- leikurinn og mikiö skorað af mörk- um. í Mexico áriö 1970 var jafnvægi í leiknum milli varnar og sóknar og áhorfendur nutu leiksins út í ystu æsar, enda var knattspyrnan þar eins og hún gerist best. Áriö 1978 í Argentínu lék liö Brasilíumanna varnarleik og þá unnu heimamenn titilinn fyrst og fremst vegna þess aö þeir voru reiöubúnir aö berjast í hverju skrefi til sigurs. En á Spáni á síöasta ári glöddu Brasiliumenn okkur aftur meö góöu liði sem lék bæöi góöa sókn- ar- og varnarknattspyrnu. Þaö nægöi þeim þó ekki þvi þaö rifjaö- ist allt í einu upp fyrir itölum hvern- ig átti aö skora mörk og þeir sigr- uöu í keppninni. Leikaöferöin er mjög mikilvæg í knattspyrnu og þýöingarmikiö aö ná sem mestu út úr viökomandi liöi. Tökum heimsmeistarakeppnina 1966 sem dæmi og liö Englands sem sigraöi undir stjórn Alf Ram- sey. Hann fékk ekki þá kantmenn sem honum fannst henta í liöiö og ákvaö því aö leika meö 2 fram- herja í staö þriggja. Leikaöferö Ramseys byggöist á því aö láta miövallarspilara sækja fram upp kantana til aö styöja viö bakiö á kantmönnum. Þarna varö leikkerf- iö 4-4-2 fyrst til og síöan hafa allir tekiö þetta kerfi upp og er þaö nú leikiö um allan heim. Allir geta veriö sammála um einn hlut; knattspyrnan þarf aö vera aölaöandi til aö fólk komi aö horfa á hana. Sigrarnir einir saman eru ekki nóg. Knattspyrnan heldur velli í Evrópu og er vinsælasta íþróttagreinin þar. Einn helsti kost- urinn viö íþróttina er sá aö þaö er hægt aö stunda hana allt áriö. Bestu þjálfarar eins og Rinus Michels og Hennes Weisweiler sneru fljótt aftur til Evrópu eftir aö hafa þjálfað í Ameríku, því þeir komust aö raun um aö Evrópa er og verður höfuðvígi knattspyrn- unnar. Sjálfur get ég ekki hugsað mér lífiö án knattspyrnu og óg sakna þess sáran aö vera ekki lengur í eldlínunni. Vonandi fæ ég einhvern tíma tækifæri til aö þjálfa lið eöa sjá um framkvæmdastjórn félags. Knattspyrnan veitir mér enn mikla lífsfyllingu. Grein þessa, sem er þýdd, skrífaöi hinn þekkti knattspyrnumaóur Frans Beckenbauer. • Beckenbauer lók lengi með Cosmos í New York. Hór kemur hann inná leikvang Cosmos við mikil fagnaðarlæti viðstaddra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.