Morgunblaðið - 06.12.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.12.1983, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1983 12 Hér er Margrét Hallgrímsson, önnur tveggja núlifandi dætra Thors Jensen og MargréUr Þorbjargar, ásamt manni sínum Hallgrími Fr. Hallgrímssyni. Tómas Hallgrímsson, höfundur niðjatals Thors Jen- sen og Margrétar Þorbjargar, áritar bók sína. 185 ættingjar Thors Jensen og Margrétar Þorbjargar komu saman AFKOMENDUR og ættingjar Thors Jensen komu saman til kaffidrykkju á Hótel Esju 3. des- ember sl. til aó minnast þess aó þá voru 120 ár liðin frá fæðingu hans. Þar var margt um manninn og sóttu um 185 manns hófið, enda eru beinir ættingjar Thors Jensen og konu hans Margrétar Þorbjarg- ar nú 259 og makar þeirra 119. Geta má þess að enn eru tvö af tólf börnum þeirra hjóna á lífi, Mar- grét og Kristjana. í tilefni afmælis- ins kom út niðjatal Thors Jensen og Margrétar Þorbjargar, sem dóttursonur þeirra og elzta barna- barn, Tómas Hallgrímsson, tók saman. Ættarmótið hófst með því að Örn Johnson yngri þakkaði gest- um komuna og mæltist til þess að Margrét Thors yrði veislu- stjóri, sem samþykkt var með lófaklappi. Margrét þakkaði heiðurinn og bauð Kristján Al- bertsson sérstaklega velkominn, en hann er systursonur Margrét- ar Þorbjargar. Því næst bað Margrét Thors, Tómas Hall- grímsson að koma upp og halda tölu í tilefni af útgáfu niðjatals- ins. Tómas rakti hlýleg kynni sín af þeim hjónum, Thor Jensen og Margréti Þorbjörgu, auk þess sem hann gerði grein fyrir niðja- talinu, áður en kaffidrykkja hófst. Blm. Mbl. ræddi stuttiega við Tómas um tildrög og samningu niðjatalsins. „Segja má að hugmyndinni hafi verið hreyft fyrir þremur árum þegar ólafur B. Thors fór þess á leit við mig að semja niðjatal Thors Jensen og Margrétar Þorbjargar, enda höfðu margir bæst í hópinn frá því að fyrri ættarskráin kom út árið 1963,“ sagði Tómas. „Ég hófst þegar handa við verkið og tókst að ljúka því fyrir tilsettan tíma, eða 3. desember, en þá hefði Thor Jensen orðið 120 ára. Og til gamans má geta þess að síðasti ættinginn fæddist 29. september sl. en ég skilaði hand- riti af mér 15. október. Því er ekki að neita að þetta er mikið nákvæmnis- og þolinmæðisverk, en mér fannst samt sem áður afskaplega gaman að vinna að því. Til marks um víðfeðmi niðjatalsins þá sótti ég fanga til 6 landa auk íslands, þ.e. Banda- ríkjanna, Svíþjóðar, Frakklands, Þýskalands, Danmerkur og Lúx- emborgar, þar sem ættingjar Thors Jensen eru búsettir, en ég fékk einnig leyfi til að byggj a á fyrra niðjatalinu. En hefði ég vitað fyrirfram að vinnan við ættarskrána yrði eins mikil og raun bar vitni þá efast ég um að ég hefði lagt út í þetta í upp- hafi,“ sagði Tómas Hallgrímsson að lokum. Það var glatt á hjalla á fyrsta Útsýnarkvöldi vetrarins og hér hafa gestir bnigðið sér í „Göngum við í kringum“, enda skammt til jóla. Ljósm. Mbl. RAX Skoðanakönnun Útsýnar um ferðaval: Yfirgnæfandi vinsældir sólarlandaferða Sólarlandaferðir njóta yfirgnæf- indi vinsælda meðal íslendinga og af s'larlöndum er Spánn vinsælasta fe>Vamannalandið, samkvæmt niður- stön im skoðanakönnunar Útsýnar um ferðaval í sumarleyfisferðum. Niðursiöður könnunarinnar voru birtar á fyrsta Útsýnarkvöldi vetrar- ins, sent haldið var í veitingahúsinu Broadway á sunnudagskvöldið, en í könnuninei komu fram ýmsar athygl- isverðar uptlýsingar um ferðaval og óskir landsn anna í þeim efnum. I vetraráætlun Útsýnar, sem kom út í haust, var efnt til áður- nefndrar skoðanakönnunar um ferðaval og óskir um ferðamáta eða tilhögun ferðar, dvalarstað og tímalengd ferðar í sambandi við sumarleyfisferðir Islendinga. Alls bárust 2.680 gild svör, þar sem les- endur völdu um sólarlandaferð, sumarhús, flug og bíl eða siglingu með skipi. Þar kom í ljós að sólar- landaferðirnar eru langvinsælasti ferðamátinn og völdu nálægt 60% þátttakenda sólarlandaferðir sem fyrsta valkost, eða nærri þrefalt vinsælli en sumarhúsadvöl í N-Evrópu og nærri fjórfalt vin- sælli en flug og bíll. Af sólarlöndum er Spánn vin- sælastur en Grikkland kemur næst, og að sögn Ingólfs Guð- brandssonar, forstjóra Útsýnar, vekur sú niðurstaða athygli enda liklegt að svarendur hafi ekki gert sér grein fyrir muninum á kostn- aði við Grikklandsferð í hlutfaili við önnur lönd í Suður-Evrópu, en ferð til Grikklands væri í flestum tilfellum um þriðjungi dýrari en ferð til Portúgals, Spánar eða ít- alíu. Einnig vekur athygli hve hlutfall Júgóslavíu er lágt, eða að- eins 3,6%. Ferðaskrifstofan Útsýn flutti um 5.000 manns í leiguflugi til sól- arlanda á sl. sumri, sem var nokk- uð færra en áður, þar eð framboð var minnkað í ársbyrjun, en sæt- anýting var mjög góð, eða rúm 95% að meðaltali. Að auki hafa um 12.000 farþegar skipt við Útsýn í ferðum sínum með áætlunarflugi. Að sögn Ingólfs Guðbrandssonar verður skoðanakönnunin höfð til hliðsjónar við útgáfu næstu sumaráætlunar, en þar er gert ráð fyrir svipuðu framboði í sólar- landaferðum og sl. sumar, en lögð verður jafnframt aukin áhersla á þjónustu við þá, sem velja flugferð og bílaleigu eða sumarhús. Könn- unin leiddi m.a. í Ijós mikinn áhuga á sumarhúsum í Þýskalandi og Utsýn undirbýr nú ferðir þang- að á þeim grundvelli og með val- inni aðstöðu við Rín-Mosel. Steinar hf. sendir frá sér tvær nýjar plötur Steinar hf. sendu í mánaðarbyrjun frá sér tvær nýjar plötur. Þetta er annars vegar nýjasta plata Mezzo- forte, Yfirsýn, og hins vegar tvöfijld jólaplata, Jólagleði. í raun er hér því um að ræða þrjár plötur. Jólagleði verður auk þess seld á verði einnar plötu. Yfirsýn er fimmta hljóðvers- plata strákanna í Mezzoforte. Á henni eru níu lög og hefur Friðrik Karlsson samið fimm þeirra. Þessi nýjasta plata Mezzoforte var tekin upp í tveimur af bestu hljóðverum Bretlands, Mason Rouge og Power Plant. Var allt kapp lagt á, að hljóðritunin skilaði sem bestum árangri, enda var platan dýr í vinnslu. Lætur nærri að selja hefði þurft 12.000 eintök hér heima til þess að standa undir kostnaði við gerð hennar. Jólagleði er samheiti tveggja hljómplatna, sem seldar eru á verði einnar. Efnið á þessum plöt- um kemur úr ýmsum áttum, en skiptist í höfuðdráttum í tvennt. Annars vegar hátíðlegt efni og hins vegar barnaefni. Fyrri platan inniheldur m.a. þekkt sálmalög, lög við þjóðvísur og ýmis önnur lög, sem öðlast hafa sess sem sí- gild jólalög. Á síðari plötunni, sem er helguð börnunum, er yfirbragð- ið allt gáskafyllra. Alls eru 26 lög á þessum tveimur plötum, en öll hafa þau komið út áður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.