Morgunblaðið - 06.12.1983, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 06.12.1983, Blaðsíða 46
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1983 KNATTSPYRNAN VEITIR MIKLA LÍFSFYLLINGU: Átján milljónir eru í knattspyrnufjölskyldu Evrópu í dag Hvarvetna í Evrópu, í görðum, á grasbölum, í hliðargötum; alls staðar er fólk að leik með bolta, alls staðar er fólk í fótbolta. Knattspyrnan hefur breiðst út eins og eldur í sinu um meginland Evrópu. Þannig hljóma inngangsorð í grein hins fræga knattspyrnumanns Franz Beckenbauer, sem birtist í bandarísku blaði fyrir skömmu. Hann heldur áfram: Ótal félög og sambönd hafa veriö sett á fót vegna þessarar vinsælu íþróttagreinar og á kappleikina koma menn úr öllum stéttum þjóðfé- lagsins svo sem stjórnmálamenn, viðskiptajöfrar og kvikmyndastjörn- ur. Knattspyrnan hefur slegiö í gegn. Hún hefur notið mikilla vinsælda um árabil og þær vinsældir eiga eftir að haldast næstu árin hvað sem á dynur. „Knattspyrnufjölskyldan“ í Evrópu er stór eða nærri 18 milljón skráð- ir knattspyrnumenn eða helmingur allra knattspyrnumanna í heimin- um, en heildaríbúatala Evrópu er einn fimmti af heildaríbúatölu heims- ins. Ekki einu sinni Suður-Ameríku- búar, sem eru orðlagðir fyrir knattspyrnudýrkun sína, slá þetta Evrópumet. Knattspyrnuiökendur þar eru 2.250.000. Sömu sögu er aö segja um knattspyrnufélögin sem eru 233.542 í Evrópu, 39.014 í S-Ameríku en í öllum heiminum eru þau 331.935 talsins. En töiurn- ar sega ekki alla söguna. Bæöi í Evrópu og Bandaríkjun- um leikur óskráöur fjöldi manna knattspyrnu. Nærri allir íþrótta- menn, hvort sem þeir eru í frjálsum íþróttum, stunda skíöi eöa ein- hverja aöra íþróttagrein, stunda jafnframt knattspyrnu og ekki ein- ungis í 3 mánuöi á ári, heldur allan ársins hring, snemma á morgnana og seint á kvöldin. Allt eru þetta knattspyrnumenn einnig. Skrautfjööur greinarinnar er svo hinir 23.340 atvinnuknattspyrnu- menn Evrópu. Og þeir geta svo sannarlega auögast á þeirri atvinn- unni. Jafnvel lakari leikmennirnir fá mánaöarlega launaávísun sem nemur hærri upphæö en venju- legur borgari lætur sig dreyma um. Verksmiöjufólk væri eitt ár aö vinna fyrir einni slíkri ávísun. En bestu leikmennirnir eiga skilið hverja einustu krónu. Þeir fylla leikvanginn og fá þannig inn þaö fé sem knattspyrnan þarfnast. Hins vegar ættu félög aö lækka launin þegar aösóknin aö kappleikjunum minnkar, því há launagjöld ríöa fé- lögum oft til falls. Smátt og smátt er mönnum aö skiljast aö laun eiga aö vera í samræmi viö frammi- stööu leikmanna og áhorfenda- fjölda. Ævinlega eru þaö ríkustu og bestu félögin sem eflast og dafna mest. Liggur þaö í því aö þau geta keypt bestu leikmennina. Má þar nefna félag eins og Juventus Turin sem keypti Michel Platini og Zbigniew Bonick eöa AS Roma sem keypti Brasilíumanninn Falcao og FC Barcelona sem keypti stór- stjörnuna Diego Maradona og Bernd Schuster frá V-Þýskalandi. Enginn þessara manna hlýtur lægri árslaun en sem nemur 380.000 dollurum. Þeir geta lifaö Ijúfu lífi, eru mikils metnir og fá allar óskir sínar uppfylltar. En ekki er allt gull sem glóir frekar f knattspyrnunni en annars staöar. Leik eftir leik er reynt aö knésetja besta liöiö og bestu leikmennina. Þeir leika undir gífurlegu álagi, stundum frá 80—100 sinnum á ári. Miölungs leikmennirnir þurfa oft aö leggja hart aö sér fyrir stjörn- urnar en þegar vel gengur gefur þaö mikiö í aöra hönd. Stöðugt eykst samkeppnin og reynist þeim æ öröugra aö halda stööu sinni í liðinu. Nú eru liönir þeir dagar þegar liðin þurftu aöeins aö keppa í deildar- og bikarkeppnum og bestu liðin svo í Evrópukeppni. Nú er keppnistímabilið mun strangara og fleiri keppnir og ýmis stærri mót sem liöin þurfa aö taka þátt í. Viö getum tekiö UEFA-keppni sem dæmi. Þaö er árleg keppni fyrir liö sem eru í 2., 3. og 4. sæti í deildarkeppninni. Þessi keppni þótti ekki merkileg áður fyrr en nú þykir mikilvægt aö sigra í henni eins og reyndar öörum Evrópu- keppnum. Þá hafa bestu leikmenn ýmsar skuldbindingar gagnvart landsliöum sínum sem eykur enn álagiö á þeim. Flestir bestu knattspyrnumenn sýna því jafnan mikinn áhuga aö taka þátt í leikj- um landsliöa sinna, ekki síst í Ijósi þess aö söluverö þeirra hækkar standi þeir sig vel og skapar þeim þar meö meiri tekjur. Stórstjörnur eins og V-Þjóöverj- inn Karl-Heinz Rummenigge þén- aöi tvisvar sinnum meira áriö 1982 þegar heimsmeistarakeppnin fór fram heldur en hann fær í meðalári hjá heimafélagi sínu Bayern, en tekjur hans þar eru 800.000 kr. á ári. Um leið og tekjur manna veröa svona háar eykst álagiö á þeim í leikjum félagsins og stöðugt stytt- ist tíminn milli leikja til aö draga ekki úr áhuga áhorfendanna. Eng- inn tími gefst því til aö láta sárin gróa svo minni háttar áverkar veröa oft aö langvarandi meiösl- um. Áriö 1974 er mér minnisstætt. Þá vann óg Evrópukeppnina og þýsku deildarkeppnina meö Bay- ern og jafnframt heimsmeistara- keppnina meö v-þýska landsliöinu. Sex leikmenn Bayern voru i landsliöinu og viö lékum allir 100 leiki þaö kepþnistímabil. Aö því loknu fengum viö tveggja vikna frí, sem reyndist ekki nægilega langt til aö ná því aö hvílast vel, né til aö græða gömul sár. Eftirköstin uröu þau aö liösmenn þjáöust. Viö töp- uðum fyrstu deildarleikjunum, Udo Lattek var rekinn og Uli Hoeness varö aö hætta knattspyrnuiðkun aö undangengnum nokkrum skuröaögeröum. Gerd Miiller, sem seinna lék meö Fort Lauderdale þurfti einnig aö gangast undir skuröaögerö. Hann var varla búinn aö jafna sig eftir þá aðgerð þegar hann sleit liö í læri og var rúmfast- ur í margar vikur. Svo dýru veröi var velgengnin keypt. Svipaða sögu geta önnur stór- • Beckenbauer fyrrum fyrirliöi v-þýska landsliösins heilsar Rummenigge sem stjórnar landsliöinu núna sem fyrirliöi. • Tveir þeirra stærstu á síöari árum í knattspyrnunni, Péle og „Keisarinn" Beckenbauer. félög sagt, svo sem Real Madrid, Inter Milan, AC Milan og Ajax Amsterdam. Eftir góöæri kemur oft harðæri. Hiö mikla álag getur haft slæm- ar afleiöingar. Leikmenn, þjálfarar, framkvæmdastjórar félaganna; öll- um fylgir óttinn viö ósigurinn. Hugsun þeirra er sú, aö geti þeir ekki sigrað í leiknum, þá sé hinn kosturinn aö gera jafntefli. Allt annað en ósigur. Liöin reyna því aö spara krafta sína, leika hlutlausa knattspyrnu og sækja ekki mikiö, heldur leika knettinum á milli sín á eigin vall- arhelmingi. Frægö, frami og gróöi hlýst ekki af ósigrinum. Þaö er hin gullna regla. Forveri minn í v-þýska landslið- inu, Willi Schulz, sem lék aftasta mann varnarinnar, var vanur aö katla til okkar í heimsmeistara- keppninni 1966 og 1970: „Leggiö áherslu á vörnina." Öryggiö númer eitt var 1. boöorö Willis. Ef viö fór- um ekki eftir þessu stóö ekki á gagnrýninni af hans hálfu. Bayern fór í gegnum mjög erfitt tímabil 1974 eftir heimsmeistara- keppnina, en viö stóöum af okkur veöriö. Meö nýja þjálfaranum okkar, Dettmat Cramer, unnum viö Evrópukeppni meistaraliöa árin 1975 og ’76. Cramer kom varnar- leik okkar í mjög gott lag og jafn- framt kenndi hann okkur aö leika af öryggi og halda knettinum án þess aö mótherjar heföu tök á aö ná honum. Hann lagöi á þaö mikla áherslu aö leikmenn í liöinu héldu boltanum. i frægum úrslitaleik 1975 í Evrópukeppni meistaraliöa í París mættum viö mjög sterku ensku sóknarliöi; ensku meistur- unum Leeds United. í þessum leik létum viö þá sækja allan leikinn en vöröumst vel og skynsamlega þangaö til þeir hreinlega gáfust upp og á síðustu 10 mínútum leiksins gáfu skyndisóknir okkar okkur tveggja marka sigur. Sumir þjálfarar reyna aö auð- velda sér störf sín og vita aö þaö er auðveldara aö þjálfa leikmenn- ina í úthaldi og kraftæfingum held- ur en aö kenna þeim að leika góöa knattspyrnu. Á síöustu árum hafa knattspyrnuþjálfarar í Þýskalandi og Englandi lagt of mikla áherslu á úthaldsæfingar og kraftþjálfun og jafnvel í grunnþjálfun barna og unglinga er minni áhersla lögö á æfingar meö bolta! Ég á sjálfur 3 syni sem leika meö unglingaliöi Bayern Munchen og þeir eyöa meiri tíma í hring- hlaup á vellinum og aö hlaupa upp og niöur brekkur heldur en í æf- ingar meö boltann. Þar sem mótherjarnir veröa sí- fellt sneggri og sterkari fá leik- menn minni tíma til aö meöhöndia boltann. Þeir eiga fullt í fangi meö aö taka á móti boltanum, hafa stjórn á honum og senda hann frá sér aftur. Minnkandi áhorfendafjöldi á knattleikjum í Evrópu er ekki undraveröur þegar höfö er í huga þróun mála síöustu ára. Þaö hefur sem betur fer leitt til þess aö margir hafa endurskoöaö afstööu sína gagnvart þessum málum. Sérfræöingar eru fyrir löngu sammála um, aö á sama tíma og góö líkamleg þjálfun er ekki allt, þá getur maöur ekki veriö án hennar. Alfredo di Stefano, Argentínu- maöurinn snjalli, sem var stjarna Real Madrid kringum 1950, gat gert allt sem hægt er aö krefjast af góöum knattspyrnumanni. Hann var góöur sóknar- og varnarmaö- ur, hreiim snillingur í knatttækni og mikill markaskorari. Þaö má vera aö hann hafi haft meiri tíma og rými á vellinum held- ur en gerist í dag, en knattspyrnu- maöur eins og di Stefano er sjaldséöur nú á dögum. Á gömlum myndum frá knatt- spyrnuferli mínum má sjá mig i kjólfötum meö pipuhatt og bolta viö fætur mér. Ég átti aö vera hínn táknræni herramaöur knattspyrn- unnar vegna þess aö ég gat leikiö heilan leik án þess aö óhreinka buxurnar. En þegar harkan jókst í leiknum var ekkert til sparað, hvorki kraftar né annaö. Ég hef þá trú aö knattspyrnan í Evrópu geti lagast og oröiö eins og hún var þegar best lét og aö fleiri mörk veröi skoruö því áhorfendur vilja sjá sóknarknattspyrnu. Jafnvel ítalir eru farnir aö gera sér grein fyrir því hversu mikilvægt er aö skora mörk. Varnarknattspyrna er þekkt á ít- alíu og markalaust jafntefli er í mörgum leikjum. En liö Italíu sem sigraöi í heimsmeistarakeppninni á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.