Morgunblaðið - 10.12.1983, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1983 11
rænu ráðherranefndarinnar á
næsta ári og aftur árið 1985. Mun
viðskiptaráðuneytið og Norræna
embættismannanefndin um við-
skiptamál fylgja málinu eftir á
næstu mánuðum í samstarfi við ís-
lenska útflytjendur.
Til undirbúnings fundi viðskipta-
ráðherranna efndi Matthías Á.
Mathiesen til fundar i Stokkhólmi
1. desember með sendiherrum Is-
lands á Norðurlöndunum, þeim
Benedikt Gröndal í Svíþjóð, Einari
Ágústssyni í Danmörku og Páli
Ásgeiri Tryggvasyni í Noregi;
fundinn sat einnig Hjálmar W.
Hannesson, sendiráðunautur við
sendiráð íslands i Stokkhólmi. Þá
tóku þátt í báðum fundunum þeir
Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytis-
stjóri, og Jón Júliusson, deildar-
stjóri.
Umræðurnar með sendiherrun-
um snerust um megindagskrár-
atriði fundar viðskiptaráðherranna
og hvað hægt væri að gera til að
draga úr hinum mikla halla, sem er
á viðskiptum íslands við hin Norð-
urlöndin, og þá með að auka út-
flutning á íslenskum framleiðslu-
vörum þangað.
Þessi atriði eru þó ýmsum erfið-
leikum háð, einkum í ljósi þess að
Danir og Norðmenn eru meðal
stærstu fiskframleiðenda i Evrópu
og því takmarkaðir möguleikar á
að selja þeim sjávarafurðir, sem
venjulega eru 75% af okkar út-
flutningi.
Yrði þar einkum að leggja
áherslu á útflutning á iðnaðarvör-
um, en til Svíþjóðar og Finnlands
mætti leggja meiri áherslu á sölu á
ýmsum fiskafurðum. Ennfremur er
hagsmunamál að tryggja áfram-
haldandi sölu á islensku lamba-
kjöti til hinna Norðurlandanna.
Voru sendiherrarnir reiðubúnir
til samstarfs um að gera nýtt átak
til að efla útflutning og komu á
framfæri ýmsum góðum ábending-
um.
í sambandi við viðskiptahallann
má benda á að árið 1982 seldu Is-
lendingar til hinna Norðurland-
anna fyrir 56,1 milljón dollara, en
keyptu þaðan fyrir 222,8 milljónir
dollara. óhagstæðastur var við-
skiptajöfnuðurinn við Noreg, þar
sem útflutningur var 8,8% af inn-
flutningi, þar næst við Svíþjóð, þar
sem útflutningur nam 14,1% af
innflutningi, og loks Danmörku,
þar sem útflutingur nam 15,3% af
innflutningi. Viðskipti við Finnl-
and voru nokkru minni en jöfnuður
hagstæðari, útflutningur 54,2% af
innflutningi. Hagstæður var aðeins
viðskiptajöfnuður við Færeyjar, út-
flutningur 19,4 milljónir dollara,
en innflutningur 0,1 milljón doll-
ara.
Úr frétUtilkynningu.
Ertu orðinn þreyttur a
Leiðurá pappírsvinnunni og ergilegur
á villum í ávísanaheftinu?
Hér er lausnin til að létta skapið
og spara vinnu.
SHARP MZ-700
TÖLVAN er Þaö sem ^arft ef Þú ert meó lítió
fyrirtæki eöa bara til heimilisnota.
64 Kb RAM BASIC fylgir —
4 MCH Z 80 A CPU
Grafik 10 x 50 punktar (8
blandanlegir bitar) Inn-
byggöur prentari og kass-
ettutæki. Rom (Mónitor 4K
— byte — Karakter genera-
tor 2 k byte) 40 stafa og
25 línu fullkomiö segul-
bandstaski 1200 bit/ sec.
Innbyggð klukka m/tón-
list.
Standard lyklaboró.
Veróið er ótrúlega hag-
stætt og greiðsluskilmálar
viðráðanlegir.
Það kostar ekkert að spyrja og skoða ...
HLJOMBÆR ■ -0pjð tij kj 6 f dag
HLJOM*HEIMRIS*SKRlFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 r
SIMI 25999
VERALDARPLATA
r
r
KRISTJANS JOHANNSSONAR
OG LUNDÚNASINFÓNÍUNNAR
íœst hjá okkur
Á hljómplötu sinni syngur Kristján
gullíalleg lög vió allra hœfi vió undirleik
London Symphony Orchestra
undir stjórn ítalska meistarans Maurizio Barbacini.
Kristján syngur:
O Sole Mio Muslca Proibita Toma a Surriento
Core 'Ngrato Non ti scordar dl me Dicitencello vuie
Mattinata Sjá dagar koma Mamma
Rondine al Nido 1 ijarlœgð Maria Marll
Ideale Hamraborgln
eins og honum einum er lagið.
TAKMARKAÐ
UPPLAG FYRIR JÓL
■.auaavegi 33. Símar 29575 — 29544.