Morgunblaðið - 10.12.1983, Síða 25
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1983
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1983
25
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakiö.
Innlendur sparnaður
— Samkeppni banka
að er ekki lengur hægt að
auka á erlendar skuldir til
að halda íslenzkum atvinnuveg-
um gangandi. Það er eitt brýn-
asta hagsmunamál landsmanna
á líðandi stund, að skapa hvata
og skilyrði fyrir auknum inn-
lendum sparnaði. Nálægt 80%
af útlánum viðskiptabanka og
sparisjóða gengur til að fjár-
magna atvinnustarfsemi í land-
inu, þ.e. til að efla verðmæta-
sköpun og stuðla að atvinnu-
öryggi. Aukinn innlendur sparn-
aður er ein meginforsenda þess
að byggja upp atvinnu- og efna-
hagslega velferð.
Erlend skuldasöfnun hefur
keyrt um þverbak. Ragnar Arn-
alds, fyrrverandi fjármálaráð-
herra, lét svo ummælt árið 1982,
að „þjóðin væri að sökkva í
ískyggilegar skuldir erlendis".
Þá fór skuldastaða þjóðarbúsins
í fyrsta sinn yfir 40% af þjóðar-
framleiðslu. Síðustu lánsfjárlög
fyrrverandi ríkisstjórnar komu
þessari skuldastöðu upp í 60%
af þjóðarframleiðslu, sem er
langt yfir hættumörk efnahags-
legs sjálfstæðis. Viðskiptahall-
inn við umheiminn var samtals
12.300 m.kr. 1979-1983.
Valur Valsson, bankastjóri
Iðnaðarbanka, sagði í blaðavið-
tali við Morgunblaðið, að Islend-
ingar búi fremur við „innlána-
kreppu" en „útlánakreppu".
Hann telur innlánsvexti einfald-
lega of lága til að hvetja til
sparnaðar. Það þurfi að sjálf-
sögðu að lækka vexti af óverð-
tryggðum innlánum samfara
minnkandi verðbólgu, en hitt
standi eftir, að raunvextir séu of
lágir. Stjórnvöld hafi viður-
kennt þetta með því að bjóða
verðtryggð spariskírteini ríkis-
sjóðs meö 4,16% vöxtum á sama
tíma og bankarnir geti aðeins
boðið 1% vexti.
Bankastjóri Iðnaðarbankans
gagnrýnir, hve langt er gengið
til að koma í veg fyrir alla sam-
keppni banka. Vextir séu
ákvarðaðir af stjórnvöldum, án
þess að bankar fái nokkru um
ráðið. Það sé jafnvel gengið svo
langt að stjórnvöld ákveði hvaða
innlánsform bankarnir megi
bjóða hverju sinni.
Þorsteinn Pálsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins og formað-
ur nefndar sem unnið hefur að
endurskoðun laga um viðskipta-
banka, segir hvergi tíðkast í
öðru lýðræðisríki, að % hlutar
peningakerfis séu undir opin-
berri stjórn, Hann lagði til í
þessari nefnd að ríkisbankarnir
yrðu gerðir að hlutafélögum, m
sú hugmynd náði ekki fram að
ganga. Hann telur miðstýringu í
vaxtaákvörðunum of mikla.
Stefna beri að því að koma á
meiri samkeppni milli banka.
Ekki hafi verið gerðar nægar
kröfur til þeirra, en að því yrði
stefnt í nýrri löggjöf að gera
ákveðnar kröfur um eigið fé
banka. Nauðsynlegt væri að
reisa skorður við samkeppnis-
hömlum í vaxtaákvörðunum, af-
greiðslutíma og á fleiri sviðum
bankastarfsemi.
Á spástefnu Stjórnunarfélags
Islands um þróun efnahagsmála
1984 sagði Sigurgeir Jónsson,
aðstoðarbankastjóri Seðlabank-
ans, að raunvextir yrðu að vera
háir og bankakerfið þyrfti að
bjóða fjölbreytta þjónustu.
Hann taldi og að grípa þyrfti til
nýrrar tegundar verðbréfa, til
að afla ríkissjóði fjár, s.s. geng-
istryggðra skuldabréfa og ríkis-
víxla. Verðtrygging höfði minna
til sparifjáreigenda á tímum
hjaðnandi verðbólgu.
Jónas Haralz, bankastjóri
Landsbanka, sagði í erindi hjá
FÍS að „þeir neikvæðu raunvext-
ir, sem verið hafi við lýði hér á
landi undanfarin ár, hafi leitt til
þess að stórlega hafi dregið úr
innlendum sparnaði... Jákvæð-
ir raunvextir eru skilyrði þess
að innlán aukizt, sem aftur er
undirstaða þess að bankarnir
geti aukið útlán sín og lengt
lánstímann".
í þessu sambandi er eðlilegt
að leiða hugann að því, hvort
eitthvert fé sé aflögu hjá fólki
til sparnaðar. „Ég tel að svo sé“,
segir bankastjóri Iðnaðarbank-
ans, „jafnvel þótt að landsmenn
hafi þurft að þola kjaraskerð-
ingar vegna minnkandi þjóðar-
tekna. Þrátt fyrir áföll undan-
farinna missera fer það ekki á
milli mála, að íslendingar eru
ein efnaðasta þjóð heimsins".
Sú efnahagskreppa, sem ræt-
ur á í utanaðkomandi efnahags-
áhrifum, aflasamdrætti, skert-
um þjóðartekjum og ekki sízt
pólitískum stjórnunarmistök-
um, hefur þrengt kjör þjóðar-
innar sem heildar og þegnanna
sem einstaklinga. Frekari
þrenging veiðiheimilda í sjávar-
útvegi 1984 skekkir stöðuna enn.
Þessar erfiðu horfur undirstrika
þá nauðsyn, að verja takmörk-
uðum fjármunum af hyggindum
með arðsemi að vegvísi. Þar veg-
ur þyngst að efla innlendan
sparnað. Lánsfjármögun
atvinnuvega verður að eiga sér
stað heima fyrir. Til þess að svo
megi verða þarf að gera sparn-
aðinn eftirsóknarverðan sem
ábataleið og þróaj^jankakerfi
þjóðarinnar í átt til pess sem er
í samképpnis- og velmegunar-
þjóðfélögum Vesturlanda.
Stjórnkerfisnefnd ásamt forsætisríðherra í blaðamannafundinum í gær, þar sem tillögur hennar voru kynntar.
Morgunblaðið/ ól.K.M.
Tillögur stjómkerfisnefndar kynntar í gær:
„Gætu orðið að lögum
á yfirstandandi þingi“
— sagði Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra
„Þessar tillögur hafa fengið
ágætar móttökur í ríkisstjórninni.
Þetta er vel unnin úttekt, en hefur
þó ekki fengið efnislega umfjöllun
innan stjórnarinnar. Það verða
vafalítið gerðar á þeim einhverjar
breytingar, enda er hér um mjög
víðtækt mál að ræða,“ sagði
Steingrímur Hermannsson, forsæt-
isráðhcrra, á blaðamannafundi,
sem boðað var til í gær til þess að
kynna tillögur stjórnarskrárnefnd-
ar. „Ég er t.d. ekkert yfír mig hrif-
inn af að fá bankamálin yfír í for-
sætisráðuneytið,“ bætti ráðherra
við.
Eins og fram hefur komið í
Mbl. er meginefni tillagnanna
það, að ráðuneytum verði fækk-
að úr 13 í 8. Að sögn nefndar-
manna verður í raun ekki um
það að ræða að neitt raðuneyt-
anna verði lagt niður, heldur
verða þau fámennustu sameinuð
öðrum og einstök verkefni ann-
arra færð á milli ráðuneyta.
Samkvæmt tillögunum verður
viðskiptaráðuneytið lagt niður í
núverandi mynd og verkefni þess
falin utanríkis- og forsætisráðu-
neyti. Þá er gert ráð fyrir auknu
valdsviði forsætisráðuneytisins
og það verði jafnframt efna-
hagsmálaráðuneyti. Einnig verði
myndað sérstakt dómsmála- og
innanríkisráðuneyti og landbún-
aðar- og sjávarútvegsráðuneytin
verði lögð niður og eitt ráðuneyti
myndað með verkefni þessara
tveggja. Loks er lagt til að heil-
brigðis- og félagsmálaráðuneyt-
unum verði steypt saman í eitt
svo og mennta- og kirkjumála-
ráðuneytunum.
Efling þingræðis
Þá er lagt til að Þjóðhags-
stofnun verði sameinuð Hagstof-
unni í sjálfstæðri stofnun, sem
að líkindum heyrði undir forsæt-
isráðuneytið. Ennfremur er um
að ræða frumvarp til laga um
Ríkisendurskoðun, þar sem lagt
er til að hún heyri undir Alþingi,
en ekki fjármálaráðherra. Sagði
Ásgeir Pétursson, einn nefnd-
armanna, þetta vera lið í eflingu
þingræðis. Loks er lagt til að
Kjaradómur ákveði framvegis
laun allra embættismanna í
stjórnarráðinu.
I tillögum nefndarinnar um
stöðubreytingar og ráðningar-
tíma embættismanna stjórnar-
ráðsins er gert ráð fyrir að emb-
ætti ráðuneytisstjóra verði lagt
niður. Ráðherraritarar, skipaðir
af ráðherra sjálfum, verði æðstu
yfirmenn ráðuneytanna að ráð-
herrum frágengnum. Með þessu
móti telur nefndin ráðherra eiga
auðveldara með að móta stefnu
sína og koma henni í fram-
kvæmd. Ráðherraritarar yrðu
settir yfir skrifstofustjóra hvers
ráðuneytis.
Æviráöning úr sögunni
Þá er gert ráð fyrir að ráðning
verði til 6 ára í senn og enginn
verði lengur en 12 ár í sama
ráðuneyti. Er þetta gert til að
koma í veg fyrir svokallaðar
æviráðningar. Lagt er til að tek-
in verði upp stefna um hæfilega
endurnýjun. Segir ennfremur, að
ákveðinn stöðugleiki sé nayðsyn-
legur, en geti auðveldlega snúist
upp í andstæðu sína með of örri
endurnýjun.
„Við erum ekki að gera upp á
milli ráðuneyta. Það er heldur
ekki verið að leggja nein ráðu-
neyti niður í beinum skilningi,
heldur aðeins að sameina þau
öðrum. Við erum að gera eðlileg-
ar og raunhæfar skipulagsbreyt-
ingar," sagði Eiríkur Tómasson
er hann útskýrði tillögur nefnd-
arinnar fyrir fréttamönnum.
„Hér hefur alltaf ríkt viss ótti
við breytingar þótt við höfum
dæmin fyrir okkur í flestum lýð-
ræðisríkjum í Evrópu.
Skoðun okkar er sú, að ráðu-
neytin séu of mörg. Þau þurfa að
vera hæfilega stórar einingar.
Það eru ekki nema 9 starfsmenn
í því ráðuneyti, sem hefur fæsta
starfsmenn. Þegar málum er
þannig háttað er hætt við að
yfirbyggingin verði of mikil. Til-
lögur okkar miða að nokkurri
fækkun æðstu starfsmanna og
verði þær framkvæmdar eins og
nefndin leggur til sparast tals-
vert fé.“
Að sögn forsætisráðherra
hafa stjórnarflokkarnir, svo og
allir ráðherrar fengið tillögur
nefndarinnar í hendur. Stjórnar-
andstaðan mátti eiga von á þeim
í gær. Ráðherra sagðist telja
nauðsynlegt, að almenn umræða
færi fram um tillögurnar áður
en þær yrðu lagðar fram á Al-
þingi. Miðað er að því að tillög-
urnar komi fyrir Álþingi strax
ee jólaleyfi lýkur. „Tillögurnar
gætu orðið að lögum á yfirstand-
andi þingi, en ég hef ekki lofað
að flytja þær óbreyttar," sagði
Steingrímur.
Lánsfjáráætlun lögð fram á Alþingi:
Heimilt að taka
erlend lán að
upphæð 1.708,7
milljónir króna
FRUMVARP til lánsfjárlaga var
lagt fram á Alþingi í gær, en í
frumvarpinu er fjármálaráð-
herra heimilað að taka erlent
lán að jafngildi 1.708,7 milljón-
um króna. Ennfremur er fjár-
málaráðherra heimilað að taka
lán á innlendum lánsfjár-
markaði að upphæð allt að 478
milljónum króna. Skal lánsfé
ráðstafað í samræmi við ákvæði
fjárlaga og fjárfestinga- og
lánsfjáráætlunar fyrir árið 1984.
Samkvæmt frumvapinu er
Landsvirkjun heimilað að taka
erlent lán að upphæð allt að 900
milljónum króna til fjármögn-
unar á raforkuframkvæmdum
og fyrirtækjum með eignaraðild
ríkissjóðs er heimilað að taka
allt að 40 milljóna króna lán. Þá
er framkvæmdasjóði heimilt,
samkvæmt frumvarpinu, að
taka erlent lán upp á 652 millj-
ónir.
Þá kemur einnig fram í frum-
varpinu að Orkubúi Vestfjarða
er veitt heimild til lántöícu er-
lendis að upphæð allt að 30
milljónum. Þá er ákvæði um
heimild til lántöku vegna hita-
veituframkvæmda og skuld-
breytingar til handa Hitaveitu
Akraness og Borgarfjarðar og
Hitaveitu Akureyrar. Er fyrr-
nefndu hitaveitunni heimilað að
taka allt að 8,5 milljóna króna
lán, en lántökuheimild síðar-
nefndu hitaveitunnar er 8,8
milljónir króna.
Getur Akureyrarbær sett Landsvirkjun
stólinn fyrir dyrnar?:
Þarf ekki sérstakt
samþykki eigenda
fyrir lántökum
— segir Halldór
Jónatansson
framkv.stj.
ÞAÐ KOM fram ( frétt í Morgun-
blaðinu í gær, að bæjarstjórn Akur-
eyrar hafí samþykkt á fundi þann 6.
desember sl. að leggja áherslu á það
við Landsvirkjun að ekki verði leitað
heimildar til að taka ný lán fyrir
Landsvirkjun, fyrr en fjárhagslegu
uppgjöri vegna sameiningar Laxár-
virkjunar og Landsvirkjunar þann 6.
september sl. verði lokið. Var þetta í
tilefni af því að Landsvkirkjun leit-
aði eftir samþykkt bæjarstjórnar
sem eignaraðila að Landsvirkjun til
lántöku upphæðar allt að 60 milljón-
um svissneskra franka, sem verja
átti til að greiða dollaralán hjá Ham-
bros Bank.
Af þessu tilefni leitaði Morgun-
blaðið upplýsinga um það hjá
Halldóri Jónatanssyni, fram-
kvæmdastjóra Landsvirkjunar,
hvaða reglur gildi um lántökur
Landsvirkjunar í sambandi við
eignaraðild:
„Almennt séð er Landsvirkjun
lögum samkvæmt heimilt að taka
lán til þarfa fyrirtækisins án sér-
staks samþykkis eigenda Lands-
virkjunar sem slíkra, það er ríkis-
ins, Reykjavíkurborgar og Akur-
eyrar," sagði Halldór.
„Jafnframt er Landsvirkjun
heimilt að taka slík lán með
ábyrgð eigendanna án slíks sam-
þykkis, en þó ekki fyrir hærri upp-
hæð á ári hverju en nemur 5 pró-
sentum af höfuðstóli fyrirtækisins
í lok næstliðins árs. I ár er þetta
hámark um 11 milljónir dollara,
svo dæmi sé tekið. Það er fyrst
þegar farið er yfir þetta hámark,
sem sérstakt samþykki eigenda
þarf fyrir ábyrgð þeirra á lántök-
um Landsvirkjunar. í slíkum til-
fellum er hverjum og einum eig-
enda Landsvirkjunar í sjálfsvaid
sett hvort hann veitir ábyrgð sína
eða ekki, án þess þó að hann hafi
nokkurt neitunarvald gagnvart
lántökum Landsvirkjunar, hvað
þá gagnvart ábyrgð annarra eign-
araðila á slíkum lánum. Lands-
virkjun getur því tekið lán með
ábyrgð, til dæmis tveggja eigend-
anna ef þvi er að skipta,
í stað allra þriggja og er ekkert
sem mælir því í mót.
Um lántökur Landsvirkjunar
gilda svo að sjálfsögðu allar al-
mennar reglur, svo sem ákvæði
lánsfjárlaga og laga sem áskilja
samþykki ríkisstjórnarinnar fyrir
erlendum lántökum til lengri tíma
en eins árs,“ sagði Halldór Jóna-
tansson.
Halldór sagðist ekki vera í að-
stöðu til að tjá sig um uppgjörið
vegna sameiningar Landsvirkjun-
ar og Laxárvirkjunar, enda heyrði
það undir eignaraðilana að ræða
það.
Nokkrir aðstandenda VISA ÍSLANDS. Frá vinstri: Sveinn Helgason, Iðnaðarbankanum; Margeir Daníelsson,
Samvinnubankanum; Sólon R. Sigurðsson, Búnaðarbankanum; Jóhann Ágústsson, Landsbankanum, stjórnar-
formaður VISA; Sigurður Hafstein, fyrir sparisjóðina á íslandi og Einar S. Einarsson, forstöðumaður VISA
ÍSLANDS. Morgunbladið/ 01. K.M.
VISA-greiðslukort til
notkunar innanlands
FRÁ og með deginumí dag verða VISA-greiðslukort gjaldgeng í
innlendum viðskiptum og ^geta nú allir þeir, sem bankar og
sparisjóðir innan VISA ÍSLAND ábyrgjast, fengið útgefið
greiðslukort sér til handa. Hingað til hafa þessi kort einungis gilt
í erlendum viðskiptum.
Að VISA ÍSLAND standa 5
bankar, Alþýðubankinn hf., Bún-
aðarbanki íslands, Iðnaðarbanki
íslands hf., Landsbanki Islands,
Samvinnubankinn, auk 13 af
stærri sparisjóðum landsins. Að-
ildarstofnanir VISA ÍSLANDS
eru samanlagt að stærð yfir 80%
af bankakerfi landsins. Félagið er
aðili að VISA International, sem
er samstarfsvettvangur um 15
þúsund banka og sparisjóða um
allan heim. Handhafar VISA-
korta eru nú yfir 100 milljónir, en
íslenskir korthafar eru rúmlega 5
þúsund talsins og hefur þeim
fjölgað um helming síðan VISA
ÍSLAND tók til starfa nú í sumar.
Kortin eru gjaldgeng hjá 4 millj-
ónum fyrirtækja í 160 löndum.
Eindagi hálfum mánuði
eftir síðasta úttektardag
Aðstandendur VISA ÍSLANDS
boðuðu til fundar með frétta-
mönnum í gær til að kynna þessa
nýjung. Kom fram á fundinum að
útskriftartímabil breytast og
verða nú frá 18. hvers mánaðar til
17. næsta mánaðar. Útskriftir
verða sendar út þann 22. hvers
mánaðar, en eindagi greiðslna er
2. hvers mánaðar, þ.e.a.s. 15 dög-
um eftir lok úttektartímabils.
Desembermánður í ár verður þó
undanteknig frá þessari reglu, þar
sem úttektartímabilið verður viku
lengra, eða frá 10. desember til 17.
janúar. Jafnframt seinkar út-
skriftum þessa tímabils um fimm
daga.
Sama kortið innan-
lands og utan
Það verður á valdi banka- og
sparisjóðsstjóra að ákvarða út-
tektarheimildir einstaklinga. Lág-
markið er 10 þúsund krónur, en
sérstakt hámark hefur ekki verið
ákveðið. Fer það eftir tekjum við-
komandi hve mikil hámarksupp-
hæð getur orðið.
Eitt og sama kortið gildir fyrir
viðskipti innanlands og utan. Út-
tektarheimildin er hins vegar að-
skilin: korthafi getur tekið út há-
marksupphæð bæði hér á landi og
erlendis í einum og sama mánuð-
inum, en getur ekki tekið út inn-
anlands fyrir þá úttektarheimild
sem hann hefur erlendis.
Þóknun til VISA ÍSLANDS
á bilinu 2—3%
Þóknun af viðskiptaveltu til
VISA ÍSLANDS verður lægri en
tíðkast hefur í hliðstæðum við-
skiptum hér á landi, eða á bilinu
2—3%. Þóknun af mánaðarlegri
veltu hjá verslunar- og þjónustu-
aðilum verður 3% af fyrstu 250
þúsund krónunum, 2,5% af næstu
250 þúsund og 2% af þeirri upp-
hæð sem fer yfir 500 þúsund.
M.ö.o. þóknunin fer stiglækkandi
miðað við veltuaukningu.
Aðrar nýjungar
Sú nýbreytni verður tekin upp
að korthöfum er heimilt að taka út
reiðufé af tékkareikningum gegn
framvísun kortsins í öllum VISA-
bönkum og sparisjóðum innan-
lands, en þó ekki hærri upphæð en
sem nemur 5 þúsund krónum. En
þetta fé er ekki lánað og því verð-
ur innistæða að vera fyrir upp-
hæðinni á ávísanareikningnum.
Þá verður við endurnýjun korta
á næsta ári bætt við svokölluðu
PIN-númeri, eða lykilnúmeri á
segulrönd kortsins, sem gerir
korthöfum kleift að taka út skot-
silfur erlendis úr „skyndibönkum",
það er bankasjálfsölum.
Hve ber ábyrgð
þegar kort tapast?
I 9. grein í samningi VISA ÍS-
LANDS við korthafa segir orðrétt:
„Glatist greiðslukort ber korthafa
tafarlaust að tilkynna það til
VISA fSLANDS, eða næstu
umboðsaðila VISA hvar sem er í
heiminum. Sé tilkynningin gefin
símleiðis, skal staðfesta hana
skriflega innan þriggja daga. Þeg-
ar skrifleg yfírlýsing þar um hefur
borist, ber korthafí eftir þann dag
ekki ábyrgö á misnotkun kortsins,
og getur þá fengið nýtt kort útgef-
ið sér að kostnaðarlausu.
SÉRSTÖK ATHYGLI ER VAK-
IN Á AÐ KORTHAFI BER
FULLA ÁBYRGÐ Á ÚTTEKTUM
MEÐ GLÖTUÐU KORTI SÉ TIL-
KYNNINGARSKYLDU EKKI
FULLNÆGT. (Feitletrun Mr:-g-
unblaðsins, en hástafirnir eru í
samningnum.)
Þessa grein má túlka svo að
korthafi beri ábyrgð á úttektum
glataðst korts á tímabilinu frá því
að hann tilkynnir tapið símleiðis
og þar til skrifleg staðfesting hans
hefur borist bréflega. Það fer eftir
því hvaða skilning mennleggja í
orðin „eftir þann dag“. Er átt við
daginn sem hringt er eða daginn
sem bréfið berst VISA ÍSLANDI?
Aðstandendur VISA á blaða-
mannafundinum tóku af allan
vafa þar um, sögðu að korthafi
væri laus allrar ábyrgðar frá og
með símtalinu. Hins vegar væri
nauðsynlegt að hann staðfesti það
bréflega.
f þessu sambandi voru fulltrúar
VISA ÍSLANDS spurðir um það,
hvers vegna ekkert þak væri á
hugsanlegu tjóni korthafa sem
hlýst af því að annar aðili taki út á
tapað kort hans, en slíkt tíðkast
viða erlendis. Svöruðu þeir því til
að reglur VISA ÍSLANDS væru
sniðnar eftir þeim almennu regl-
um sem í gildi væru hjá VISA Int-
ernational og þar væri ekki gert
ráð fyrir þaki.
Eins voru þeir inntir eftir því
hvað gerðist ef það færist fyrir af
einhverjum ástæðum hjá korthafa
að kvitta fyrir úttekt með kortinu.
Sögðu þeir, að korthafi yrði að
greiða fyrir úttektina, en ef hann
gerði athugasemd og teldi að út-
tektin væri ekki á sinum vegum,
mundi bankinn taka málið til
rannsóknar og endurgreiða upp-
hæðina ef í ljós kæmi að einhver
mistök hefðu orðið.
Kaupsamningi rift og gamla
Akraborgin er enn óseld
GAMLA Akraborgin, sem lengi var í
siglingum milli Reykjavíkur og Akra-
nesK, liggur nú í Akranesshöfn, og
hafa ekki fengist -viðunandi tilboð í
skipið, að því er Arnmundur Back-
mann, stjórnarformaður Skallagríms,
útgerðarfélags Akraborgarinnar, sagði
í samtali við blaðamann Morgun-
blaðsins. Arnmundur sagði, að á sín-
um tíma hefði verið búið að selja skip-
ið fyrir um 700 þúsund dollara til eyj-
arinnar St. Lucia í Karabíska hafínu,
en þeim kaupum var rift af kaupend-
unum.
Arnmundur sagði, að skipið væri í
mjög góðu ástandi nú, hefði verið
klassaö upp fyrir sölu, og væri það
því ekki fyrirstaða sölunnar. f upp-
hafi sagði Arnmundur stjórn
Skallagríms hafa kannað hvernig
horfur væru á sölu skipa af þessu
tagi. Innleadir skipamiðlarar hefðu
metið horfurnar allgóðar og gefið
upp hugmyndir um verð. Tilbq||^
frá St. Lucia hefði komið í fram-
haldi af því, og verðið þótt viðun-
andi. Skrifað hefði verið upp á
kaupsamning með kurt og pí, sagði
Arnmundur, en ákvæði hefðu þó
verið um riftun, ef tilskilin leyfi
fengjust ekki í heimalandinu. Málið
virtist því hafa strandað þar. „Síðan
höfum við verið í stanslausum sölu-
tilraunum," sagði Arnmundur,
„nokkrum sinnum hafa hugsanlegir
kaupendur komið hingað til að
skoða skipiðr en ekki gengið saman.
Nú eru ákveðin tilboð I gangi, en
fyrir allmiklu iægra verð en farið
hefur verið fram á. Þá eru innlendir
aðilar einnig áhugasamir og varla
hefur þótt koma til greina að selja
skipið utan fyrir lágt verð, ef til
greina gæti komið að það yrði nýtt
hér, svo sem til flutninga á Breiða-
firði. Þar er verið að undirbúa
margfalt dýrari skipakaup, en þetta
skip hentar mjög vel þar.“
Dræm loðnuveiði
LOÐNUVEIÐI hefur verið ákaf- fimmtudag Júpíter RE, 600 lest-
lega dræm síðustu daga. í gær ir, og Sæberg SU, 200, og í gær
og fyrradag tilkynntu aðeins Keflvíkingur KE með 450 lestir.
þrjú skip loðnunefnd um afla. Á
Ögri seldi í Bremerhaven
Skuttogarinn Ögri RE seldi mjög blandaður, karfi, ufsi,
síðastliðinn fimmtudag 231,4 grálúða og þorskur meðal ann-
lestir í Bremerhaven. Heildar- ars. Ekkert íslenzkt fiskiskip
verð var 5.184.900 krónur,' seldi afla erlendis í gær, föstu-
meðalverð 22,41. Afli Ögra var dag.