Morgunblaðið - 10.12.1983, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1983
27
Félag fasteignasala stofnað
NÝVERIÐ var stofnað í Reykjavík
„Félag fasteignasala“, en stofnun
þess hefur staðið fyrir dyrum um all-
langan tíma og kemur þar margt til.
Kaup og sala fasteigna hefur á síðari
árum orðið æ flóknari. Lán sem
kaupendur nýta í fjármögnunartil-
gangi eru margbreytileg og verðlag
fasteigna breytilegt og háð ýmsum
sveiflum í efnahags- og atvinnulífi
okkar. Skortur hefur veriö á sam-
vinnu milli þeirra er fasteignasölu
stunda og þess vegna hefur þróun
viðskiptavenja verið háð tilviljunum,
þótt meginlínur hafi verið útfærðar
með svipuðum hætti meðal fast-
eignasala.
Þá þarf fasteignasalinn í dag að
geta veitt viðskiptavinum sínum
meiri og betri þjónustu og upplýs-
ingar en áður. Af þessu leiðir að
það er mikilvægt að þeir sem þessi
viðskipti stunda hafi tilskilda
menntun og réttindi, jafnframt
því að koma á betra samstarfi sín
á milli.
Hallgrímskirkja:
Sýningu Leifs
Breiðfjörð lýk-
ur um helgina
SÝNINGU Leifs Breiðfjörð í for-
kirkju Hallgrímskirkju lýkur nú um
helgina.
Á sýningunni hafa eingöngu
verið sýnd frumdrög, vinnuteikn-
ingar og ljósmyndir af steindum
gluggum og hefur henni verið
mjög vel tekið og aðsókn verið góð.
Sýningin er í boði Listvinafélags
Hallgrímskirkju og hefur staðið
frá 15. október. Sýningin verður
opin nú um helgina frá kl. 14—17
og lýkur eins og fyrr segir sunnu-
daginn 11. desember.
(FrétUtilkynning.)
Árita „Komiði sæla
SIGURÐUR Sigurðsson frétta-
maður og Vilhelm G. Kristinsson
árita bókina „Komiði sæl“ í Penn-
anum, Hafnarstræti, milli klukk-
an 15 og 17 í dag, laugardag.
(Fréttatilkynning.)
Hafnarfjörður:
Jólasveina-
rall JC
JC-Hafnarfjörður hefur frá árinu
1981 gengist fyrir svokölluðu „jóla-
sveinaralli" og svo verður einnig í
ár. Jólasveinar aka um bæinn á
vörubílspöllum, syngja og tralla
ásamt hljóðfæraleikurum og auglýsa
verslanir bæjarins í leiðinni. Þá taka
þeir lagið með bæjarbúum og að-
stoða við jólainnkaupin.
I ár verður „jólasveinarallið" í
dag, laugardag, og 17. desember.
Jólasveinarnir koma fyrst í
verslunina Hringval, Hringbraut
4, um kl. 13.15, þá fara þeir að
versluninni Hvammseli, Smára-
hvammi 2, þar eiga þeir að vera
um kl. 13.40, á Strandgötuna koma
þeir svo um kl. 13.55, þá verða þeir
við Reykjavíkurveg 50 um kl.
14.30, síðan verður haldið að Mið-
vangi 41, og er áætlað að þeir verði
þar um kl. 15.00, að því búnu halda
þeir að Reykjavíkurvegi 60, þar
ættu þeir að vera kl. 15.30, en síð-
asti viðkomustaðurinn er Skalli
við Reykjavíkurveg 72.
(Úr fréltatilkynningu)
Höföar til
.fólksí öllum
starfsgreinum!
Jllovjjunfclntofc
Megintilgangur með stofnun fé-
lagsins er að vinna að auknum
samskiptum félagsmanna, standa
vörð um hagsmuni þeirra og rétt-
indi, svo og að koma þarflegum
upplýsingum til fjölmiðla, kaup-
endum og seljendum fasteigna til
leiðbeiningar.
Að félagsstofnuninni stóð hópur
lögfræðinga, viðskiptafræðinga og
löggiltra fasteignasala, sem allir
hafa fasteignasölu að aðalstarfi.
I stjórn félagsins voru kosnir:
Dan Valgarð S. Wiium, lögfræð-
ingur, Atli Vagnsson, lögfræðing-
ur, Daníel Árnason, lögg. fast-
eignasali, Friðrik Stefánsson,
viðskiptafræðingur, og Viðar
Böðvarsson, viðskiptafræðingur.
Aðalfundur félagsins verður
haldinn í janúar ’84 og er þá frek-
ari frétta að vænta af félaginu.
Úr rréttatilkynningu.)
Tölvuspil
Vorum aö fá öll nýjustu tölvuspilin. Aldrei
hagstæöara verö.
Sérverslun Rafsýn hf.,
töivuspii Síöumúla 8, sími 32148
FURUMARKAÐUR
Ótrúlega hagstætt verö
STÓLAR
4
GERDIR
VERÐ FRÁ
KR. 1.331.-
MATBORÐ 10 GERDIR OG STÆRÐIR VERÐ FRÁ
KR. 2.516.00.-
KOJUR M/RUMFATASKÚFFU STÆRÐ 90x190.
ÁN DÝNA KR. 6.380.-
MEÐ DÝNUM KR. 10.340.-
KOJUR M/HILLUM
ÁN DÝNA KR. 5.971.-
MED DÝNUM KR. 9.931.
RUM 90x190 VERÐ KR. 4.154.- FÁANLEGT
140x190 CM. ÁN DÝNA. NÁTTBORÐ KR. 1.527.-
VEGGSKÁPAR
LAMPAR -
K0MMÓÐUR —
FURUHILLUR MJÖG HAGSTÆTT VERÐ.
— FURUSKENKIR
-SPEGLASETT
SÓFAR — STÓLAR
Opið til kl. 6.
Sendum um
land allt.
ÁRMÚLA 1a Sími: 86112