Morgunblaðið - 10.12.1983, Page 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1983
Minning:
Þórður Halldór
Ágúst Ólafsson
Fæddur 1. ágúst 1911
Dáinn 4. desember 1983
Þórður Halldór Ágúst ölafsson,
bóndi á Stað í Súgandafirði, varð
bráðkvaddur 4. desember 1983.
Hann var fæddur á Suðureyri þ.
1. ágúst 1911, sonur hjónanna
Jónu Margrétar Guðnadóttur og
Ólafs Þórarins Jónssonar.
Ólst hann upp í stórum systk-
inahópi á möl og í sveit síns
heimafjarðar allt til þess tíma að
hann hélt til búfræðináms að
Hvanneyri í Borgarfirði haustið
1933, hvaðan hann lauk prófi vorið
1935. Með námi sínu treysti hann
undirstöðu ævistarfs, sem seinna
varð.
Haustið 1937 gekk hann að eiga
konu sína, Jófríði Pétursdóttur, f.
7.9. 1916, d. 2.6.1972, mikla mann-
kostakonu frá Laugum í Súganda-
firði.
Þau hófu búskap á Stað vorið
1938, en Staður er kirkjujörð og
var jafnframt prestssetur.
Börn þeirra hjóna eru Þóra, f.
6.7.39, kennari, gift Guðmundi
Valgeir Hallbjörnssyni, útg.m.
Suðureyri. Ólafur Þórarinn, f.
8.12.40, alþm., kvæntur Þóreyju
Eiríksdóttur kennara, búsett í
Kópavogi. Lilja, f. 13.6.43, d.
28.05.48, Pétur Einir, f. 9.12.49,
rafm.verkfr., kvæntur Jónu H.
Björnsdóttur verslst., búsett í
Hafnarfirði, og Þorvaldur Helgi, f.
22.12.53, búnaðarráðunautur,
kvæntur Rósu G. Linnet húsam.,
búsett í Stykkishólmi.
Eina dóttur eignaðist hann áð-
ur, Arndísi, f. 24.12.37, nú hús-
freyja að Bessatungu í Dölum,
samb.m. hennar Eysteinn Þórð-
arson bóndi þar.
Enginn ræður sínum næturstað
er máltæki sem ósjálfrátt kemur í
huga minn nú þegar dauðann ber
svo skyndilega að, sem raun ber
vitni.
Ég, sem þessi fáu minningarorð
rita, fór ekki varhluta af vinfengi
þessa frænda míns frekar en ann-
að hans skyldulið. Glaðværð,
frændsemi og lipurð var hans aðal
í mínum augum.
Man ég Gústa frá því ég var lít-
ill drengur og saman lágu leiðir
okkar af og til fram að dánardegi.
Seint eða aldrei mun mér úr minni
líða, hvern ferðafélaga hann hafði
að geyma, þá er við fórum landleið
frá Suðureyri til Reykjavíkur,
haustið 1977. Þar var hans aðals-
merki í fyrirrúmi, enda áttum við
þá tímann fyrir okkur.
Félagsmál lét hann sig nokkru
varða í heimahéraði og m.a. sat
hann í hreppsnefnd Suðureyrar-
hrepps um árabil, í stjórn Kf.
Súgfirðinga mörg ár, stjórn Bún-
aðarfél. Súgandafjarðar og sókn-
arnefnd, svo dæmi séu tekin.
Ófáir eru þeir Súgfirðingar, sem
minnast þess manns, er komið
hefur svo mörgum til hjálpar, þá
er jarðsetja þurfti jarðneskar leif-
ar ættingja og ástvina, jafnt við
óblítt veður sem hitt og misjafna
færð, þar sem leið liggur fyrir
Spilli. Þar var hann hinn raungóði
og sterk stoð aðstandenda og
prests í Staðarprestakalli í ára-
tugi.
Nú hin síðustu ár fékk hann
mikinn áhuga á því að koma á
ættarmóti niðja Guðrúnar Sigurð-
ardóttur og Guðna Egilssonar,
móðurforeldra sinna. Fyrir frum-
kvæði hans gekk það dæmi glæsi-
lega upp nú í sumar sem leið er
haldið var fjölmennt ættarmót að
Laugum í Dölum í júnílok. Er mér
minnisstæður allur hans þáttur
þar og ekki síst er hann sem móts-
stjóri sleit mótshaldinu á þá leið
að nú færi hans kynslóð að eldast
og unga fólkinu bæri að taka við
og fyl®a eftir því, sem áunnist
hefði, unga fólkinu væri hér með
falið að ákveða stað og stund fyrir
næsta ættarmót.
Það hefi ég fundið hin síðari ár
að traustan vin eignaðist hann
fyrir nokkrum árum sem er Sig-
ríður Jónsdóttir, ættuð frá Fífl-
holtum á Mýrum, en hún sat bú
hans með honum nú síðustu árin.
Nú að leiðarlokum vil ég þakka
hans framlag, sem hann með at-
höfnum sínum og lífsþrótti kom
inn hjá hinum yngri samferða-
mönnum sínum, það að vera fús til
verka.
Innilegar samúðarkveðjur til
t
Ástkær eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi,
ÞORVALDUR SIGURDSSON,
kennari,
Meöalholti 15, Reykjavík,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 12. desember
kl. 10.30.
Ingibjörg Einarsdóttir,
Kolbrún Þorvaldsdóttir, Andrés Haraldsson,
Edda Þorvaldsdóttir, Pétur Jónsson,
Ingunn Þorvaldsdóttir, Kristján Ríchter
og barnabörn.
t
VALGERDUR VAGNSDÓTTIR,
Höföatúni, Fáskrúösfiröi,
veröur jarösungin frá Fáskrúösfjaröarkirkju mánudaginn 12. des-
ember kl. 14.00.
Fyrir hönd systkina og annarra aöstandenda,
Vilborg Ákadóttir,
Sigmundur Eiríksson.
t
Þökkum auösýnda samúð og vinarhug viö andlát og útför
VILBORGAR MAGNÚSDÓTTUR,
Skólavöröustíg 20A, Rvík.
Sérstaklega þökkum viö hjúkrunar- og starfsfólki á Hrafnistu fyrir
góöa umönnun.
Ingibjörg Ólafsdóttir, Jens Guöjónsson,
Gróa Ólafsdóttir, Guömundur Kristjánsscn,
Vilborg Ólafsdóttir,
Hafsteinn Ólafsson,
börn og barnabörn.
barna hans og annarra aðstand-
enda.
Blessuð sé minning hans.
Guðm. Ó. Hermannsson
Hún kom fyrirvaralaust fregnin
um að hann Gústi Ólafs væri dá-
inn, en Gústi var hann kallaður af
vinum og kunningjum. Dauðinn
barði skyndilega að dyrum í þessu
tilfelli, eins og svo oft áður. Þótt
Gústi væri orðinn 72 ára var hann
í fullu starfi og með óbilaðan lífs-
þrótt.
Ég minnist Ágústar Ólafssonar
sem sérstaks drengskaparmanns
og mannvinar. Alltaf var hann
reiðubúinn að hjálpa náunganum,
ef hann þurfti liðsinnis við, og
skipti þá engu, hvernig stóð á hjá
honum sjálfum. Hann virtist
njóta þess sérstaklega að gera öðr-
um greiða.
Ég minnist líka starfa Ágústar í
ýmsum félagsmálum í Suðureyr-
arhreppi, en í þeirri byggð áttum
við samleið í yfir 50 ár. Auk þess
að vera í hreppsnefnd í fjöldamörg
ár, var hann stofnandi Kaupfélags
Súgfirðinga, í forustuliði Búnað-
arfélags Suðureyrarhrepps, vann
mikið í safnaðarmálum staðarins
o.fl. o.fl. Hann hafði alltaf nægan
tíma til að leggja góðum málum
lið. Þegnskapur og velvilji til sam-
borgaranna voru boðorðin, sem
hann lifði eftir. Það er mikill
söknuður að Ágústi Ólafssyni.
Ég gat ekki stillt mig um að
skrifa þessi fátæklegu kveðjuorð.
Þau eru aðeins brot af þeim minn-
ingum, sem upp í hugann koma á
þessari stundu. Ég þakka góðum
tengdabróður vinsemd og velvilja
á liðnum árum. Ég og fjölskylda
mín sendum börnum, systkinum,
venslafólki öllu og öðrum ástvin-
um innilegar samúðarkveðjur.
Hermann Guðmundsson
Nú hefur hann kvatt þennan
ófriðsama heim, þessi vinur minn,
sem ég á fleira gott upp að unna,
heldur en flestum öðrum mönnum.
Hjá honum í sveitinni hans dvaldi
ég sumarlangt árum saman, sem
barn og unglingur. Það voru mínir
unaðsdagar.
Þar var ekki ófriðsamur heim-
ur. Betra heimili ungum malar-
dreng getur ekki en hans og konu
hans, frænku minnar, Jófríðar
Pétursdóttur, sem látin er fyrir 11
árum, öllum harmdauði er hana
þekktu og kynntust.
Margt leitar á hugann. Fegursta
bæjarstæði landsins. íbúðarhúsið,
hátt og reisulegt, sést þegar komið
er á Skollagötu. Þá var fagurt
heim að sjá og manni hlýnaði um
hjartarætur. Þetta sjónarhorn er
mér minnisstætt, því nokkur sum-
ur fór ég með „Glóa gamla" beitt-
an fyrir mjólkurkerru annan
hvern dag til Suðureyrar, færandi
íbúum þar mjólk á brúsum og
flöskum og tók svo út nauðsynjar
til baka í Kaupfélaginu. Þetta
voru ekki svaðilfarir, en eru eftir-
minnilegar fyrir margra hluta
sakir. Glóa þurfti ekki að stjórna
á þessum ferðum, enda kominn
undir þrítugt, og hafði farið þess-
ar ferðir árum saman. Fótviss og
hægfara rölti hann áfram þessa
3ja kílómetra leið, og þegar að
Stekkjarnesi, ysta húsinu á Suður-
eyri, kom, nam hann staðar, það
gerði hann alls staðar, sem við
átti. Hann var jafn viss um þetta
og ég, hvar átti að skilja eftir
mjólk, að honum skeikaði ekki,
nema ef nýir kaupendur bættust
við, eða gamlir af einhverjum
ástæðum heltust úr lestinni. Allar
þessar mjólkurpóstsferðir voru
ánægjulegar og alls staðar var
viðmót fólksins jafn gott. Maður
afhenti fullan brúsa, en tók í stað-
inn tóman, hreinan brúsa til
næstu ferðar. Oft var vikið að
manni góðgæti, alla þekkti maður
með nafni og þarna var eins og ein
stór fjölskylda. í þá daga spurði
fólk, hvort mjólkin væri komin.
Nú er spurt hvort búið sé að
fljúga. Svona breytist allt. Ferðir
mjólkurpóstsins enduðu allar á
sama stað. Eftir að hafa komið
hestinum fyrir, svo hann gæti
fengið sér „tuggu", var áð hjá
þeim hjónum Jónínu Margréti
Guðnadóttur og ólafi Jónssyni,
sem voru foreldrar Gústa, sem
minnst er hér í dag. ólafi kynntist
ég lítið, en glaðlyndari konu og
brosmildari en hennar Jónu minn-
ist ég vart. Og margan góðan við-
urgjörninginn þáði ég hjá henni
og Fanneyju, tengdadóttur henn-
ar, á þessum ferðum mínum.
Ég á margs að minnast. Smala-
mennsku á sumrum til rúnings,
fjölmargra ferða út á Sauðanes,
það þurfti að gera líka, en þar
voru naut og kálfar hafðir í girð-
ingu sumarlangt. Á hverju sumri
var eitthvað stykki tekið til rækt-
unar, mýrar ræstar fram, tún
sléttuð. Á þessu fyrstu sumrum
mínum á Stað var engin dráttar-
vél, heldur allt unnið á hestum.
Þannig var maður ávallt í mjög
nánum tengslum við náttúruna.
Það var slóðadregið með hestum,
borið á með hestum, það var snúið
og rakað með hestum og hey dreg-
ið saman með hestum. Að sjálf-
sögðu var einnig hirt með hestum
og hey dregið í hlöður af hestum.
Það var því oft mikið að gera fyrir
Minning:
Gunnar Thoraren-
sen Akureyri
Hinn 4. þ.m. lést á Fjórungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri, Gunnar
Thorarensen, verzlunarmaður á
Akureyri. Gunnar hafði átt við
mikla vanheilsu að stríða hin síð-
ari ár og þurfti hvað eftir annað
að gangast undir erfiðar skurðað-
gerðir og dvaldi langdvölum á
sjúkrahúsum oft sárþjáður.
Gunnar var fæddur á Akureyri
10. febrúar 1904, sonur sæmdar-
hjónanna Þórðar Thorarensen
gullsmiðs og konu hans, Önnu Jó-
hannesdóttur. Æskuheimili Gunn-
ars var í „fjörunni" eða innbænum
eins og það var venjulega kallað,
og þar bjó hann allt sitt æviskeið,
þó hann flytti sig um set þegar
hann byggði hið reisulega íbúð-
arhús sem stendur við Hafnar-
stræti 6. Gunnar var góður Akur-
eyringur eða nánar sagt inn-
bæingur í þess orðs besti skilningi.
Honum þótti einstaklega vænt um
heimabyggð sína og lagði sig fram
um að rækta og prýða umhverfi
sitt, því hann var eins og svo
margir í fjölskyldu hans, mikill
ræktunarmaður.
Á unga aldri hugðist Gunnar
stunda nám við Verslunarskóla ís-
lands, en vegna veikinda gat hann
ekki lokið námi þaðan. Síðar
stundaði hann verslunarnám bæði
í Bretlandi og Þýskalandi og öðl-
aðist þannig víðtæka og staðgóða
þekkingu sem reyndist honum ör-
uggur grundvöllur, en verslunar-
og kaupsýslustörf varð starfs-
vettvangur Gunnars. Lengstan
hluta ævi sinnar vann hann sem
umboðsmaður Olíuverslunar fs-
þessa þörfu þjóna yfir sumartím-
ann og þeir líkt og mannfólkið oft
lúnir að kveldi. Oft var því tekið á
af þeim Hring og Skjóna, Freyju,
Hreina, Jarpi og öllum hinum.
Þeir lifa í minningunni líka ...
En það var líka slegið með orfi
og ljá á Stað. Einkum þar sem
ennþá hafði ekki verið sléttað og
svo við háaslátt. Hann var hvikur
við orfið hann Gústi, álorfið sitt,
sem ég stundum stalst í, þegar
aðrir sáu ekki. En hann hefur lík-
lega fundið, þegar hann gekk að
því næst, að einhver hafði þar
nærri komið, því aldrei var gengið
frá óbrýndum ljá. óli stóð líka við
orfið og skáraði breytt, enda mik-
ill dugnaðarmaður við verk. Og
Valdi gamli frændi minn, stóð
stundum við orfið dögum saman.
Og einhvers staðar á milli þeirra
dinglaði ég svo, þeir brýndu fyrir
mig til skiptis, uns ég komst upp á
lagið sjálfur. Ég minnist þess, að
hafa oft verið blautur og kaldur á
höndum við orfið á haustin, því oft
var slegið jafnvel í slyddu, þegar
komið var fram í september og
verið var að hirða í vothey. En þó
vinnudagurinn hafi oft verið lang-
ur og strangur, gerði það manni
aðeins gott, viðmót og viðurgern-
ingur allur var svo góður. Enginn
getur kosið sér betri æsku en ég
átti þarna.
En maður hafði líka sinn einka-
búskap. Við Pétur Einir áttum
okkar Horn og Hólma til að hugsa
um, og sá búskapur var ekki
minna merkilegur en hinna, sem
var stærri í sniðum.
Og að sjálfsögðu var maður
lengi framan af „kúarektor". Það
var ábyrgðarstarf og eins gott að
fylgjast með þeim á daginn, kún-
um, svo maður vissi svona nokk-
urn veginn hvar skyldi vitja þeirra
að kveldi. Þær gátu verið rás-
gjarnar, einkum ef þær komust í
„Bæjarkýrnar". Þannig gat ég
þurft að elta þær inn á Fjörur. En
maður gat líka gleymt sér í emb-
ættinu, einkum um varptimann á
vorin eða í berjunum á haustin.
Já, aldrei fór maður svo heim á
haustin, að ekki færi maður með
einhver ber og harðfisk og annað
góðgæti. Og garðvinnan var fastur
hluti vetrarstarfans, þar hafði
maður sitt „beð“, til að taka upp
úr á haustin, rófur og næpur og
annað góðgæti. Þar átti ég margar
stundir með henni ömmu minni,
Kristjönu, sem alltaf kom í garð-
inn á haustin. En nú er hún látin,
eins og svo margt gott fólk, há-
öldruð.
Ég minnist þess líka, þegar ég
var sendur eftir ljóðsmóðurinni,
til hennar Þóru frænku minnar,
þegar hún Lilja litla Rafney fædd-
ist. Þá var ekki dregið af sér á
sprettinum. Mér þykir vænt um
þær.
En það var ekki eintóm sól. Það
var ekki sólskin þegar hlaðan
brann. Það var erfitt fyrir Gústa.
En þá sást hversu vinsæll hann
var alla tíð. „Hálf Suðureyri" kom
til hjálpar við björgunarstarfið og
lands hér í bæ. Gunnar var traust-
ur og öruggur starfsmaður í hví-
vetna, hann var reglusamur, ná-
kvæmur og samviskusamur svo að
af bar.
Á yngri árum var Gunnar mjög
áhugasamur um íþróttir og alveg