Morgunblaðið - 10.12.1983, Page 48
Bítlaæöiö
n
LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1983
VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR.
Bensín og olía
lækka í verði
VKRDLAGSRÁÐ samþykkti í gær
að lækka verð á benzíni og olíuvör-
um frá og með deginum í dag. Lækk-
unin er á bilinu 2,1% til 3,4%.
Benzínlítrinn lækkar úr 22,90 i
22,30 krónur eða 2,6%, gasolía (til
skipa o.fl.) lækkar úr 8,80 í 8,50
krónur lítrinn eða um 3,4%, gas-
olía (til bíla) lækkar úr 9,40 í 9,20
krónur lítrinn eða um 2,1% og
svartolía lækkar úr 7.500 í 7.250
krónur tonnið eða um 3,3%.
Að sögn Gunnars Þorsteinsson-
ar varaverðlagsstjóra eru ástæður
lækkunarinnar fyrst og fremst
tvær. í fyrsta lagi hefur staða inn-
kaupajöfnunarreikninga olíuvara
batnað og halli, sem orðinn var,
hefur verið greiddur upp. í öðru
lagi hefur gengi Bandaríkjadoll-
ars í íslenzkum krónum verið til-
tölulega stöðugt undanfarið.
Jólasveinarnir eru á leið til byggða. Ljósmyndari Morgunblaðsins rakst á þá í gær, þar sem þeir voru að
klöngrast með poka sína fulla af gjöfum. Askasleikir er foringinn og hann og félagar hans ætla að heilsa upp á
börnin á jólaskemmtun á Kjarvalsstöðum, sem hefst klukkan 15 í dag. Allir eru velkomnir. Farið verður í leiki,
dansað í kringum jólatréð og fleira skemmtilegt verður gert.
Á sunnudaginn klukkan 15.30 verða jólasveinarnir að venju á Austurvelli, eftir að kveikt hefur verið á
jólatrénu stóra.
Verðbólguhraðinn síðasta
ársþriðjung nemur 25,9%
VÍSITALA framfærslukostnaðar
fyrir desembermánuð er 1,23 eða
15,8% miðað við ársgildi. Samsvar
andi tala var 37,7% í síðasta mánuði.
Meðalhækkun verðbólgunnar síð-
ustu fjóra mánuði, þ. e. frá 1. ágúst
til 1. desember, eða það tímabil sem
vísitalan hefur verið reiknuð mánað-
arlega, er 25,9%.
Lánskjaravísitalan hefur einnig
verið reiknuð út, hún er 23,9%.
Síðustu þrjá mánuði ársins reikn-
ast hún 28,2%, en var á sama tíma
í fyrra 88,7%. Vísitala fram-
færslukostnaðar hækkaði milli
mánaða á sama tíma í fyrra um
5,5%, sem nam 90,1% í ársgildi.
Axel Axelsson starfsmaður Klausturhóla með hina fornu gripi, útskorn-
ar rúmfjalir og kistil með höfðaletri frá árinu 1730. Myndina tók
Ragnar Axelsson.
Rúmfjalir frá 1649
og 1769 og útskor-
inn kistill frá 1730
— meðal muna á listmunauppboði Klausturhóla
FORNAR rúmfjalir og útskorinn kistill frá árinu 1730 eru meðal muna,
sem seldir verða á listmunauppboði Klausturhóla í Breiðfirðingabúð á
morgun, sunnudag. Rúmfjalirnar eru hver úr sinni áttinni, önnur með
ártalinu 1649 en á hina er grafið ártalið 1769. Kistillinn er nýlega
kominn hingað til lands frá Danmörku, en rúmfjalirnar eru komnar úr
eigu einstaklings hér á landi. Bæði
gripir að uppruna.
Ekki er vitað hver gripina hef-
ur gert, en á kistlinum má finna
þessa áletrun, skorna í höfðalet-
ur: „Mig hefur skorið maður,
sem virtist sjá illa, var blindur á
báðum augum. Þess ber jeg
sannalega merki. 25 mars 1730.
þegar jeg lauk.“
Auk framangreindra gripa
kistillinn og fjalirnar eru íslenskir
verða ýmsir aðrir gripir á upp-
boðinu á morgun, svo sem vasar,
húsgögn og tveir uppstoppaðir,
íslenskir fálkar. Munirnir verða
til sýnis í Klausturhólum í
Breiðfirðingabúð í dag milli kl.
13 og 18, en uppboðið fer fram á
morgun og hefst klukkan 15.
Níu Víetnamar
koma til lands-
ins á midvikudag
„Við eigum von á níu til landsins
á miðvikudag og höfum reyndar beð-
ið eftir þeim meira og minna í hálft
annað ár,“ sagði Jón Ásgeirsson,
framkvæmdastjóri Rauða kross ís-
lands, er Morgunblaðið innti hann
eftir því hvort von væri á fleiri Víet-
nöraum hingað til lands.
Að sögn Jóns er hér um að ræða
hóp ættingja fólksins, sem kom til
landsins þann 20. september 1979.
Þá kom 34 manna hópur og þá
þegar lá fyrir heimild um að 15
ættingjar þess fólks mættu flytja
hingað til lands. Jón sagði að
Rauði krossinn hefði af og til
fengið ábendingar um að von væri
á 11 manna hópi, en núna virtist
loks ljóst, að ekki kæmu nema 9.
Einkum munu það vera tafir í
skrifstofubákninu í heimalandi
flóttafólksins sem komið hafa í
veg fyrir að það kæmist úr landi
fyrr en nú. Rauði krossinn sér um
alla aðstoð við þetta fólk í umboði
ríkisstjórnar Islands. Felst hún
m.a. í útvegun húsnæðis og vinnu,
barnagæslu og kennslu.
Á þeim 34 manna hópi, sem kom
upphaflega til landsins, hafa orðið
talsverðar breytingar. Eitt barn-
anna lést skömmu eftir komuna
hingað og síðan héldu sjö til Kan-
ada og þrír til Bandaríkjanna.
Einn bættist í hópinn fyrir ári og
þrír komu í mars sl. Þá lést einn í
sumar þannig að 26 eru nú hér á
landi. Með þeim 9, sem koma á
miðvikudag, hafa því alls komið 47
Víetnamar til fslands.