Morgunblaðið - 03.01.1984, Síða 1

Morgunblaðið - 03.01.1984, Síða 1
48 SIÐUR STOFNAÐ 1913 1. tbl. 71. árg. _________________ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Allt með kyrrum kjörum eftir valdarán hersins í Nígeríu: Buhari treystir sig enn frekar í sessi London, 2. ianúar. AP. HINN NÝI leiðtogi Nígeríumanna, Mohammed Buhari hershöfdingi, kallaði æðstu menn opinberrar þjón- ustu á sinn fund í morgun og skipaði þeim að uppræta spillingu í stjórn- kerfinu. Buhari virtist í dag hafa fullkomna stjórn á landinu eftir bylt- inguna, sem gerð var snemma á laugardagsmorgun án þess kæmi til blóðsúthellinga og aðgerðirnar í dag miðuðu að því að treysta hann enn frekar í sessi. Buhari, sem eitt sinn var olíu- málaráðherra landsins, hefur skipað 14 manna herráð í stað borgaralegrar stjórnar Shehu Shagari, forseta. f kjölfar valdaránsins var landamærum ríkisins lokað fyrir allri umferð og símasamband rof- ið. Af útsendingum útvarpsins í Lagos má ráða, að allt sé með kyrrum kjörum í landinu. Lög- regla tilkynnti þó, að fámennur hópur hefði verið með andóf í a.m.k. einu fylkinu. Buhari hefur bannað alla stjórnmálflokka í landinu og fyrirskipað útgöngu- bann eftir rökkur. Hinn 41 árs gamli Buhari sagði í útvarpsávarpi til þjóðarinnar í gær, að ógerningur hefði verið að una við vinnubrögð stjórnar Shag- ari, sem sýnt hefði vanhæfni og 'nánast leitt þjóðina til efnahags- legrar glötunar. Því hefði verið nauðsynlegt að ræna völdum. Jafnframt sagði Buhari, að opinberir starfsmenn, sem gerst hefðu sekir um spillingu í starfi, yrðu sóttir til saka. Ekkert hefur frést um afdrif Shagari, en talið er að honum hafi ekki verið gert mein. Að sögn sendiráðsstarfsmanna i Lagos, voru Shagari og nánustu aðstoð- armenn hans handteknir skömmu fyrir valdaránið. Þeir hermdu ennfremur, að flest stærstu blöð landsins hefðu fagnað aðgerðum hersins, en bættu því jafnframt við, að ekki yrði létt verk að bjarga þjóðinni úr efnahagsógöng- unum. Talið er, að Buhari, sem getið hefur sér orð fyrir áreiðanleika, hefji skjótt viðræður við Alþjóð- agjaldeyrissjóðinn um greiðslu af- borgana af lánum. Nígería er skuldum vafið land eftir að olíu- framleiðsla ríkisins dróst stórlega saman. Sjá nánar um valdaránið í Nígeríu á bls. 20—21. Slagorð krata fyrir kosningarnar: Stöðvið íhaldið Kaupmannahöfn, 2. janúar. Frú Ib Björnbak, fréttaritara Morffunblaönina. Kosningabaráttan er nú að komast á fullt skrið. Sósíaldemó- kratar leggja allt kapp á að beina spjótum sínum að flokkunum fjór- um, sem stóðu að síðustu ríkis- stjórn undir forystu Paul Schliiter. Slagorð þeirra er: Stöðvið íhaldið. Hinir flokkarnir þrfr, sem í stjórninni sátu (Venstre, flokk- ur miðdemókrata og kristilegi þjóðarflokkurinn) berjast allir fyrir því einu að halda óbreyttu fylgi sínu því fyrirsjáanlegt er talið að íhaldsflokkur Schlúters stórauki fylgi sitt. 1 nýlegri skoðanakönnun Gallup-stofnun- arinnar er talið að flokkur Schlúters fái 28% atkvæða í stað 14,5% nú. I ljósi þessarar spár er talið, að einn fyrrverandi stjórnar- flokka kunni jafnvel að falla út af þinginu — nái ekki tilskildum 2% atkvæða til þingsetu. Þetta kann að reynast flokk- unum fjórum, sem sátu síðast í stjórn, erfiðasta hindrunin. Vinni íhaldsflokkurinn of stór- an sigur raskast styrkleika- hlutfallið á milli þeirra og þar með kann að vera úti um hið góða samstarf, sem einkenndi lengstum stjórn þeirra. Næstu dagar skera væntanlega úr um það á hvern hátt atkvæðin deil- ast á flokkana fjóra. Níu flokkar áttu sæti á síð- asta þingi, en að þessu sinni bjóða 13 flokkar fram. Á meðal þeirra, sem reyna nú að komast á þing, er réttarsambandið, sósí- aliski verkalýðsflokkurinn, kommúnistaflokkurinn og enn einn vinstriflokkurinn, sem nefnir sig Marx/Lenínista. Samkeppnin á vinstri vængnum er hörð og ekki talin likleg til að styrkja stöðu vinstriflokkanna á þinginu. Pólitískt fats talið Manama, Hahrain, Beirút, l'arís, London og WashinKton 2. janúar. AP. DAGAR YASSER ArafaLs í leiðtogasæti PLO eru senn á i dag í dagblaðinu Al-Khaleej í Bahrain. f frétt, sem blaðið birti um fund 11 manna miðstjórnar stærstu fylkingar samtakanna, sagði að Árafat berðist fyrir pólitískri framtíð sinni með kjafti og klóm. Sagði Al-Khaleej ennfremur, að malflutningur hans nyti ekki stuðnings neins hinna 10 í mið- stjórninni og því hlyti það aðeins að vera tímaspursmál hvenær dagar hans í embætti leiðtoga PLO væru taldir. Fundur hans og Hosni Mubaraks, Egyptalands- forseta, hefði fyllt mælinn. Sprengju var í dag varpað að fall Ara- blasa við Beirút til suðurhluta Líbanons til móts við lið Sameinuðu þjóðanna. Enn urðu umræður um breska gæsluliðið í neðri málstofu breska þingsins í dag. Skoraði talsmaður stjórnarandstöðunnar á stjórn- völd að huga alvarlega að því að kalla lið sitt heim frá Líbanon. Áskorunin var lögð fram eftir að Walter Mondale, forsetaefni demókrata í Bandaríkjunum, hafði viðrað svipaðar hugmyndir vestanhafs. Sagðist Mondale jafn- framt ekki sjá, að PLO gæti gegnt neinu hlutverki í samningavið- ræðum um frið fyrir botni Mið- jarðarhafs. enda, að því er sagði búðum frönsku gæsluliðanna í Beirút, en ekkert manntjón varð. Skömmu síðar var tilkynnt um handtöku enn eins trúarleiðtoga múhameðstrúarmanna í borginni Sídon. Helstu trúarleiðtogar í suð- urhluta Líbanon efndu þó til fund- ar í dag, þar sem þeir hvöttu til þess að fsraelum yrði veitt meiri mótspyrna, jafnvel þótt það kost- aði fleiri mannslíf. Franska ríkisstjórnin skýrði frá því í dag, að hún hefði ákveðið að færa um 500 gæsluliða sína frá Mohammed Buhari, hinn nýi leið- togi Nígeríumanna. „Þekki ekki ferðaþreytu“ London, 2. janúar. AP. MUNROE E. Spaght, 74 ára gamall ellilífeyrisþegi, hlýtur að vera á góðri leið með að setja met af einhverju tagi. Hann lagði í dag upp frá Heathrow-flugvelli í sumarleyfi og á miðri leiðinni náöi hann því marki að hafa ferð- ast með flugvélum 4 milljóna mflna vegalengd. Spaght er ekki beint ókunn- ugur flugvélum. Hann á að baki 583 ferðir yfir Atlantshaf- ið og hefur komið til 87 landa. Fyrsta flugferð hans var árið 1944 og hann er ekkert á þeim buxunum að hætta að ferðast, a.m.k. ekki á meðan peningarn- ir endast. „Ferðaþreyta er nokkuð, sem ég þekki ekki,“ sagði Spaght. George Orwell um 1984: Mig rekur í vörðurnar Sydney, 2. janúar. AP. „ÉG VILDI bara að ég gæti útskýrt þetta betur fyrir fólki, en mér er það gersamlega ómögulegt," sagði George Orwell í spjalli við frétta- mann AP-fréttastofunnar í dag. „Það flykkjast allir hingað til Sy- dney til þess að spyrja mig hvernig ég túlki hitt og þetta í bókinni 1984, en mig rekur í vörðurnar." Einhverjum kann að þykja þetta kyndugt, en málið skýrist þó þegar hið rétta kemur í ljós. Um- ræddur George Orwell er nefni- lega ekki höfundur tímamóta- skáldsögunnar 1984, heldur aðeins alnafni rithöfundarins, sem aflaði sér heimsfrægðar fyrir verk sitt. Hinn eini „rétti" George Orwell lést árið 1950. Orwell hinn ástralski er 68 ára gamall og starfaði áður við borg- arjárnbrautirnar í Sydney. Margir kunningjar hans gantast við hann út af nafninu, en þeir eru enn fleiri, sem leita ráða hjá honum vegna atriða, sem þeim finnast torskilin í bókinni. „Ég reyni allt- af að útskýra fyrir fólki að ég sé ekki höfundurinn en margir neita að trúa því. Verða svo æfir þegar ég get ekki svarað spurningum þeirra."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.