Morgunblaðið - 03.01.1984, Síða 3

Morgunblaðið - 03.01.1984, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1984 3 Til vinstri á myndinni er eldhúsglugginn og þvottahúshurðin sem sprakk upp. Til hægri er bílskúrinn og stendur Kristján Friðbjarnarson í dyrunum, sem hann ætlaði að ganga út um í sama mund og snjóflóðið féll. Morgunbla&ið/Oifar. Snjóflóð í Hnífsdal: Mildi að ekki varð slys ísafirði, 31. desember. SNJÓFLÓÐ féll á tvö hús í Hnífsdal að kvöldi 30. desember. Engin slys urðu á mönnum, en litlu munaði að illa færi. Það var um klukkan níu að húsfreyjan að Dalbraut 9, Árný Oddsdóttir, heyrði að bakdyrahurðin á húsinu skall opin. Þegar hún ætlaði að fara að loka hurðinni kom í Ijós að snjóflóð hafi brotið hurðina upp og fyllt þvottahúsið og búr inn af því af snjó. Henni brá í brún og þar sem hún vissi að eiginmaðurinn, Kristján Friðbjörnsson, var að vinna úti í bflskúr sem stendur utan og ofanvert við húsið sendi hún strax son sinn út til að gæta að föður sínum. * Þegar hann kom að, var faðir hans að brjótast út úr bílskúrn- um en dyrnar fóru í kaf í flóðinu. Hafði Kristján verið búinn að taka í hurðarhúninn til að fara út þegar hann heyrði snarpan smell. Hann dokaði við, þar sem honum datt í hug snjóflóð, en þegar ekkert meira heyrðist opnaði hann hurðina, en hún var þá komin í kaf í snjóflóðinu, sem hafði fallið svo hljóðlega að næstu nágrannar hans höfðu ekki hugmynd um. Kristjáni tókst fljótlega að grafa sig út úr bílskúrnum. Við athugun kom i ljós að snjór hafði losnað úr kafla af hlíðinni upp af húsi hans í námunda við svonefndan Hádegisstein. Hafði ytri endi flóðsins lent á gömlu hænsna- húsi, sem stendur ofar í hlíðinni, og brotið þar þrjá glugga á neðri hæð. Mikið var farið að draga úr flóðinu þegar það kom á hús Kristjáns og varð það húsfreyj- unni til happs, því hún var að vinna við eldhúsglugga við hlið hurðarinnar sem féll inn. Snjór frussaðist upp á gluggann en hann brast ekki. Að sögn Kristjáns Friðbjarn- arsonar hefur aldrei fallið þarna snjóflóð áður og kom þetta mönnum mjög á óvart. Úlfar Innan brotalínunnar á myndinni losnaði snjórinn, sem féll á húsin tvö sem merkt er við með X. Engin hengjumyndun var sjáanleg heldur féll þarna nýfallinn snjór sem ekki tolldi við sleipan frerann sem undir var. MorgunblaÖiÖ/Olfar. Jóhann Hjartar- son í efsta sæti JÓHANN Hjartarson var efstur ásamt tveimur finnskum skák- mönnum eftir fjórar umferðir á alþjóðlegu skákmóti í Noregi. Hann hafði hlotið 3 vinninga ásamt Salmi og Yrjola. Margeir Pétursson teflir einnig á mótinu og hann hafði hlotið 2 vinninga og átti betri biðskák. Fjórir stórmeistarar taka þátt í mótinu. Jóhann tefldi í 1. um- ferð við Knezevic frá Júgóslavíu og gerði jafntefli, og Margeir við Rajkovic, skákmeistara Júgó- slavíu, og gerði einnig jafntefli. Þröstur Þórhallsson hafnaði í 5. sæti á alþjóðlegu skákmóti í Noregi fyrir skákmenn 20 ára og yngri. Hann hlaut 6 vinninga og hlaut sérstök verðlaun fyrir að hafa orðið efstur skákmanna 17 ára og yngri á mótinu, en Þröstur er aðeins 14 ára gamall. Bent Schneider frá V-Þýzkalandi sigr- aði, hlaut 7 vinninga, næstir komu Gustavsson, Svíþjóð, Salo, Finnlandi, og Merke, Noregi, með 6'A vinning. Gunnar Björnsson tók einnig þátt í mótinu og hafn- aði í 14. sæti með 5 vinninga. Björgvin Jónsson tekur þátt í Evrópumóti unglinga í Groning- en i Hollandi. Að loknum 12 um- ferðum hefur Björgvin hlotið 6 vinninga. í gær tefldi hann við Jeffrey Smith frá Wales og bar sigur úr býtum. Sovétmaðurinn Salov er efstur þegar aðeins ein umferð er eftir. Hefur hlotið 9 xh vinning. Næstur er Simen Agde- stein frá Noregi með 9 vinninga. Úr gæzlu- varðhaldi PILTUNUM, sem úrskurðaðir voru í gæzluvarðhald á Þorláks- messu eftir að tvítugur piltur beið bana eftir átök við þá, var sleppt úr gæzluvarðhaldi í gærkvöldi. Þeir voru úrskurðaðir í gæzlu- varðhald til 25. janúar. Dorriét Kavannah sópransöngkona látin DORRIÉT Kavannah, sópransöng- kona, lést í sjúkrahúsi í Boitn í V-Þýskalandi á gamlársdag eftir all- langt og erfltt sjúkdómsstríð, hálf- fertug að aldri. Dorriét Kavannah fæddist í Barcelona á Spáni af spánskri móður og bandarískum föður. Hún ólst upp í Barcelona en fluttist með móður sinni til Bandaríkj- anna og síðar til Ítalíu. Hún stundaði leiklistarnám í báðum löndunum og gat sér gott orð sem kvikmyndaleikkona áður en hún helgaði líf sitt söngnámi og söng, sem hún lagði stund á í mörgum löndum og gat sér gott orð fyrir. Hún kom fyrst hingað til lands 1980 en kom oft síðan og söng á mörgum tónleikum með eigin- manni sínum, Kristjáni Jóhanns- syni, óperusöngvara. Þau sungu saman á síðustu tónleikum henn- ar, í Austurbæjarbíói fyrir rúm- um mánuði. Dorriét Kavannah verður jarð- sungin á Akureyri. Dorriét Kavannah Borgarráð: 120 milljónir til skíðakennslu BORGARRÁÐ Reykjavíkur hefur samþykkt að verja 120 þúsund krónum á þessu ári til skíðakennslu og segir í samþykktinni að íþrótta- ráði sé falið að setja frekari skilyrði varðandi styrkveitingar til fþrótta- félaga í þvi sambandi. Davíð Oddsson borgarstjóri sagði í samtali við Mbl. af þessu tilefni, að styrkurinn væri veittur til Skíðaráðs borgarinnar og nota ætti féð til skíðakennsiu. Áður hafi ráðið verið styrkt með 10% framlagi af lyftugjöldum, en nú væru lyfturnar orðnar tvær, þannig að rétt hefði þótt að ákveða fast framlag til þessa verkefnis. Þá sagði Davíð að menn teldu að ekki hefði verið staðið að skíðakennslunni með nægjanlega góðum hætti, þannig að settar hefðu verið reglur til þess að fylgja því eftir. Sagði Davíð að íþróttaráði borgarinnar hefði verið falið að fylgja því eftir að fyrrgreindir fjármunir yrðu not- aðir til þess sem til væri ætlast, en misbrestur hefði orðið á því. Skipasmíðanefnd: 150 millj. króna til útgerðarinnar „VIÐ SKILUÐUM áfangaskýrslu til iðnaöarráðherra nokkru fyrir jólin þar sem við fjöllum eingöngu um þennan bráða vanda stöðvanna, það er að segja verkefnaleysi þeirra á næstunni. Við lýstum stöðunni hjá hverri einstakri stöð og okkar tillögugerð miðaðist við að opna leiðir fyrir viðhaldsvinnu og viðgerðir bæði fyrir togara og bátaflotann. Við leggjum til, að þannig verði unnið að málum að þessi verkefni fari ekki út úr iandi, án þess að það þurfi þó að banna mönnum að fara út. Við leggjum sem sagt til fjár- magnsútvegun til útgerðar og meg- intillaga okkar er að útvegaðar verði 150 milljónir króna til þess að létta útgerðinni að skipta við stöðv- arnar hér heima," sagði Ólafur G. Einarsson, formaður skipasmíða- nefndar, sem iðnaðarráðherra skip- aði í ágústmánuði sl. til að gera út- tekt á stöðu skipasmíðastöðva. Ólafur var spurður hvernig þeir hugsuðu sér að afla 150 milljón- anna. Hann svaraði: „Við reiknum með að það þurfi að taka erlent lán, en kveðum ekkert upp úr um það. Niðurstaða okkar var eingöngu sú, að 150 miiij. kr. þurfi til útgerðar- innar, í gegnum hvaða sjóð sem það færi svo.“ Ólafur sagði aðspurður, að við- gerðir hér heima væru ekki dýrari en erlendis, en stöðvarnar erlendis gætu boðið upp á ýmsa lánafyrir- greiðslu. Hann sagði ennfremur að samanburður á tiltölulega nýgerð-. um útboðum sýndi að stöðvarnar hérna heima væru fyllilega sam- keppnisfærar. Aftur á móti hefði útgerðum ekki verið leyft að taka erlend lán til þess að gera upp skip hér heima, en það gerðist sjálfkrafa þegar verkið væri unnið erlendis. Innlend lánafyrirgreiðsla væri ekki heldur fyrir hendi, Fiskveiðasjóður tómur og annað eftir því. Ólafur sagði í lokin, að það væri gífurlega mikið atriði að þessi starfsemi þessara stöðvar lognaðist ekki út af. Hann sagði að u.þ.b. eitt þúsund manns hefðu beina vinnu af starfsemi þeirra bæði í stöðvunum sjálfum og i þjónustugreinum, sem byggst hefðu upp við hlið stöðv- anna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.