Morgunblaðið - 03.01.1984, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1984
Svo segir Drottinn, frelsari yðar:
Sjá, nú hefí ég
nýtt fyrir stafhi
Nýársprédikun biskups íslands, Péturs
Sigurgeirssonar, í Dómkirkjunni
Texti: „Svo segir Drottinn, frelsari
yðar: Sjá, nú hefi ég nýtt fyrir stafni,
það tekur þegar að votta fyrir því —
sjáið þér það ekki?“
Jesaja 43:14,19.
Nýársdagur er upp runninn!
Nýtt ár er hafið, árið 1984. Það
er sent til okkar að náðargjöf úr
hendi alföður lífsins og skapara
allra tíma. Komi árið sem önnur
Guði helgað og blessað af forsjón
hans og föðurelsku. Komi það
góðu heiili yfir heimsbyggðina
með frið og farsæld, færi það ís-
lensku þjóðinni árgæsku og hag-
sæld. Við biðjum af öllu hjarta
fyrir hrjáðum heimi og fyrir
þjóð okkar á viðsjálum og vand-
rötuðum tímum.
Á miðnætti í nótt urðu hin
leifturhröðu skil áranna. Það var
fagurt að líta yfir borgina þrátt
fyrir hríðarmuggu og myrkur,
þegar flugeldar þeyttust upp í
loftið með litbrigðaljóma. Þá bar
fyrir sjónir sem ákall jarðar-
barna til alföður á himnum.
Að baki er enn eitt tímaskeið
ævigöngunnar, þeirri einu miklu
ferð, sem leiðir okkur til skapa-
dægurs og hinstu örlaga. Við
teljum árin, sem okkur eru gefin,
eitt af öðru. Tímatal okkar segir
sína sögu, sem vert er að veita
athygli. Við leitum áttanna til að
rata fram á veg. Viðmiðun tíma-
talsins er okkur öruggur leiðar-
vísir.
Um árið 500 hafði kristin trú
náð þeirri útbreiðslu í Róma-
veldi, að heimsrásin fékk nýtt
tímatal. í stað þess að miða tím-
ann við grundvöllun Rómaborg-
ar, eins og gert hafði verið, var
fæðing Jesú frá Nasaret valin í
staðinn. Út frá þeim atburði
reiknast tíminn, hvenær þetta
eða hitt gerðist fyrir og eftir
Krist. Þess ber jafnframt að
geta að hinn tölvísi munkur
Dionysius að nafni, sem fékk hið
vandasama hlutverk að tímas-
etja fæðingu Krists, vanreiknaði
tímann frá þeim atburði um
4—6 ár, svo að Kristur er fæddur
um það bil þetta mörgum árum
fyrr en ártalið segir til um.
Eigi breytir það þó neinu er
máli skiptir, enda ekki hægt að
finna hið nákvæma ár, „því dag
og ártal enginn reit“. Tíminn
hefur fært okkur áttavitann,
lausnarorðið, sem er Jesús
Kristur, og hann hefur hið
ókomna í hendi sér. „Að gefa
framtíð er fegurst af öllu“ —
yrkir séra Björn Halldórsson.
Það er guðspjall friðarins. Jesús
er með það kominn um leið og
nafn hans er nefnt. Á áttunda
degi var hann umskorinn og lát-
inn heita Jesús. Því er nýársdag-
ur og nefndur átti-dagur.
Þegar horft er fram til nýja
ársins, sjáum við merk tímamót
verða í sögu lands og þjóðar. 1
sumar verða 40 ár frá stofnun
hins íslenska lýðveldis. Á þessu
ári verða 400 ár frá prentun
fyrstu íslensku Biblíunnar, Guð-
brandsbiblíu, á Hólum í Hjalta-
dal, en því verki lauk 6. júní
1584. Guðbrandsbiblía er talin
eitt mesta bókmenntaafrek ís-
lendina fyrr og síðar. í tilefni
þessa afmælis er upp runnið ár
Biblíunnar, þar sem Hið íslenska
biblíufélag mun leggja sérstaka
áherslu á þýðingu Biblíunnar
fyrir landsmenn og lestur þeirr-
ar helgu bókar.
ísland á Guði að þakka and-
legar náðargjafir, sem hafa bor-
ið uppi menningu okkar og trú,
sem við metum mikils og viljum
varðveita. Nú er ekki nema hálf-
ur annar áratugur til þeirra
stóru tímamóta, að 1000 ár verða
liðin frá kristnitökunni á Þing-
velli. Það minnir okkur á arfinn,
er við bestan fengum.
Áramótin vekja okkur til um-
hugsunar. Nú er réttur tími til
að endurnýja forsjón Guðs og
miskunn í hugskoti okkar,
treysta öllu því, sem best er og
„Guð vors lands" hefur okkur í
té látið. Gjafarinn, sem gefur
nýtt ár, gefur einnig að nýju sín
hjáiparráð. Á þeirri forsendu
getum við leyft okkur að taka
mark á spádómi, sem spáir vel
fyrir komandi tíð, en það gerir
Jesaja, þegar hann segir: Svo
segir Drottinn, frelsari yðar:
Sjá, nú hefi eg nýtt fyrir stafni.
Það tekur þegar að votta fyrir
því, sjáið þér það ekki?
Jesaja hafði ærna ástæðu til
þess að hughreysta þjóð sína,
sem hafði gefið upp von og
horfði uggandi fram á veg.
Spá.naðurinn fullvissaði fólkið,
að Gað hefði ekki yfirgefið það,
heldur væri hann að starfi mitt
á meðal þess. Við það vaknaði
öryggiskennd og ný von. Um
þessar mundir sjáum við syrta í
álinn og þurfum einnig á von að
halda um nýja og betri framtíð.
Marteinn Lúther sá af sinni
spámannlegu andagift, að tæki-
færin eru fyrir hendi. Þegar við
notum þau, höfum við nýtt fyrir
stafni, nýja von, nýja framtíð.
Hann sagði:
„Guð er við dyr okkar. Það er
skyldugt og réttmætt af okkur
að opna fyrir honum, biðja hann
velkominn. Hann heilsar okkur,
og það varðar gæfu okkar að
taka kveðju hans. Ef við glötum
tækifærinu, fer hann framhjá og
hver kallar þá á hann til baka.
Kæra þjóð! Kauptu meðan
markaðurinn er við dyr þínar.
Uppsker þú meðan sólin skín og
góða veðrið helst. Gríptu tæki-
færið meðan kostur er og þú hef-
ur náð Guðs og orð hans hið
næsta þér. Með vanþökk og for-
smán útilokast vitundin um Guð
og gæsku hans. Orð hans og náð
fer framhjá okkur líkt og
gróðrarskúr, sem fer úr einum
stað í annan.“
Guð leggur framtíðina í skaut
okkar og hann sér fyrir því, að
ekki brestur hjálpina, ef við vilj-
um þiggja hana. Við þurfum ekki
að missa áttanna, ef við höldum
fast í Drottin og sleppum honum
eigi. „Set á hann von þína, hann
mun veg þinn greiða (Síraks-
bók).
Það er líka hægt að spá illa
fyrir árinu og framtíðinni, því að
vægast sagt eru horfurnar
ískyggilegar, ef við einblínum á
erfiðleikana, ekki síst ófriðar-
blikuna. En Guð á sína sólskins-
bletti, sem skína í gegnum öll
ský, þegar minnst varir. Tæki-
færin eru þar, og þau ljúka upp
hinum eilífu sannindum, að
„heiður er Guðs himinn". Höfum
það ríkt í huga, að aðalvandinn
eru ekki erfiðleikarnir, heldur
hvernig þeim er tekið, hvernig
við þeim er brugðist. Reynslan
hefur kennt okkur að torfærur
og vandkvæði, sem í raun og
veru eru smámunir, geta orðið
okkur að fótakefli, ef við förum
skakkt að, eins og þegar við
herðum hnútana, sem annars er
Pétur Sigurgeirsson
auðvelt að leysa. A hinn bóginn
fáum við svo hin erfiðustu úr-
lausnarefni, sem þó verða yfir-
stíganleg. Það eru ekki erfiðleik-
arnir, sem skipta sköpum, held-
ur hvernig að þeim er staðið.
Kristur talaði um, að trúin flytti
fjöll. Þar á hann við aflið, sem
gefur sigurmáttinn. Sannleiks-
gildi þess reyndi þjóð okkar
oftar en nokkur veit á erfiðum
tímum. „Fyrir afturhvarf og ró-
semi skuluð þér frelsaðir verða, í
þolinmæði og trausti skal styrk-
ur yðar vera.“ (Jes. 30:15).
Sannlega er það betra að gefa
ljósinu gaum og tendra það en
bölva myrkrinu. Á umliðnum
jólum munu fleiri ljós hafa verið
tendruð á íslandi en nokkru
sinni áður, — ljós vonar, trúar
og kærleika. Von mannsins um
frið byggist á því að hægt verði
að upplýsa og endurnýja hjartað
til þjónustu við friðarins Guð. í
hjarta mannsins eiga styrjaldir
upptök sín, en líka friðurinn.
Það sem því gildir er að vinna
hjartað til friðar, eignast sátt-
argjörðina milli Guðs og manna.
Sá, sem er ekki sáttur við sjálfan
sig, sættist ekki við aðra.
í tvíþætta kærleiksboðorðinu
vitnaði Kristur til Biblíu sinnar:
„Þú skalt elska náunga þinn eins
og sjálfan þig“ (3. Móseb. 19:18).
Eitt sinn hlýddi ég á rabbúní —
gyðinglegan lærimeistara — út-
skýra boðorð þetta. Hann áleit,
að gera ætti úr boðorðinu tvær
setningar: „Elska skaltu náunga
þinn. (Hann er) eins og þú.“
Þannig taldi hann, að taka
mætti á boðorðinu. Náunginn er
eins og hver annar maður, þótt
hann sé víðs fjarri, svartur og
sveltandi suður í Afríku, þá er
hann samt maður eins og þú,
náungi þinn með sínar þarfir til
lífs og friðar, eins og við hvert og
eitt.
í hebreska textanum er reynd-
ar ekki um slíka tvískiptingu að
ræða eftir orðanna hljóðan.
Samt býr hér að baki athyglis-
verð hugmynd, sem auðveldar
skilning á því sem við er átt.
Sagnameistarar áður fyrr gáfu
sumt í skyn með hreyfingum sín-
um og látbragði eins og þegar
lesa má milli línanna. Inn við
beinið eru mennirnir allir eins
hvað sem útliti líður, eins að því
er snertir brýnustu þarfir til
daglegs viðurværis og væntum-
þykju. Þannig séð erum við öll
systur og bræður, sem eigum að
sýna hvert öðru kærleika svo
sem við þurfum sjálf á honum að
halda.
íslendingar hafa nýverið látið
þennan kærleikshug í ljós á
framúrskarandi hátt, en þar á ég
við landssöfnun Hjálparstofnun-
ar kirkjunnar á aðventu og jól-
um. Vart munum við áður hafa
reynt meiri samhug og skilning
en þar kemur fram í garð hins
nauðstadda náunga. Á sama
tíma var það áberandi hve
kirkjusókn var meiri og almenn-
ari en oft áður. Þá vekur það
verðskuldaða athygli hve hin
virka þátttaka leikmanna fer ört
vaxandi í helgihaldi kirkjunnar.
Þannig er það á mörgum fleiri
sviðum, að kristni þjóðar sýnir í
vilja og verki sjónarmið Fjall-
ræðunnar: Þannig lýsi ljós yðar
mönnunum.
Vakning! — Orðið kemur
ósjálfrátt í hugann, og segir þó
kannski of mikið. Það mætti þó
leiða hugann að nýárstextanum:
Svo segir Drottinn, frelsari yðar:
Sjá, nú hefi ég nýtt fyrir stafni,
það tekur þegar að votta fyrir
því — sjáið þér það ekki? Hið
nýja fyrir stafni er ný og sam-
stilltari þjónusta við náungann,
þjónusta við Guð, þjónusta við
land og þjóð. Fordæmið lýsir í
guðspjalli friðarins, fyrsta nafn-
inu sem hljómar frá altari kirkj-
unnar á nýársdegi, nafnið Jesús,
nafn hans sem sagði: Eg er á
meðal yðar eins og sá sem þjón-
ar. (Lúk. 22:27). Enginn sýndi
betur en hann hvernig við eigum
að þjóna hver öðrum. Og sú
þjónusta er hið nýja fyrir stafni,
sem á okkur kallar.
Þegar Sveinn Björnsson tók
við embætti ríkisstjóra árið
1941, sagði hann í ræðu sinni orð
um þetta atriði, sem mér verða
ætíð minnisstæð og hljóða svo:
„En framar öllu lít ég á starf
mitt sem þjónustu, þjónustu við
heill og hag íslensku þjóðarinn-
ar, þjónustu við málstað íslend-
inga hvað sem framundan kann
að vera. En mér er ljóst að
ásetningurinn einn nægir ekki.
Því bið ég höfund tilverunnar,
hann sem á bæði ríkið, máttinn
og dýrðina, að gefa mér og okkur
öllum — þann styrk, það þol og
þann kjark, sem okkur er öllum
nauðsynlegur."
Við göngum nú inn til hins
nýja árs. Gerum það í þessum
þjónustuhug. Þá er hægt þrátt
fyrir erfiðleika og tvísýni að spá
vel fyrir því sem koma skal.
Vor sól og dagur herra hár
sé heilög ásján þín í ár.
ó, Drottinn, heyr vort hjartans mál
í hendi þér er líf og sál.
I Jesú nafni. Amen.
Bændur á Vesturlandi í erfíðleikum með kjarnfóðurkaup
SAMEIGINLEGUR fundur for-
ráóamanna búnaðarsambandanna
á Vesturlandi, sem haldinn var ný-
lega í Borgarnesi, samþykkti
áskorun til landbúnaðarráðherra
að hann beitti sér fyrir því að
Bjargráðasjóði verði gert kleift að
veita fé til fóðurkaupa þeirra
bænda sem nú eiga í erfiðleikum
vegna óvenjulegs árferðis.
I ályktuninni segir að bændur
á Vesturlandi eigi nú í miklum
erfiðleikum vegna uppskeru-
brests og óþurrka síðastliðið
sumar. Segir að fóðurforðinn sé
í mörgum hreppum kjördæmis-
ins 20—30% minni að vöxtum
en í eðlilegu árferði, auk þess
sem hey séu allt að V4 hluta lé-
legri að fóðurgildi en venjulegt
er. Því sé ljóst að margir bænd-
ur þurfi að kaupa mikið kjarn-
fóður í vetur, þrátt fyrir veru-
lega fækkun búfjár, en það sé
hinsvegar ljóst að margir þeirra
bænda sem i hluta eiga hafi ekki
handbært fé né möguleika til
lántöku í almennu lánakerfi til
að standa undir fóðurkaupun-
um.
Fundinn sátu formenn búnað-
arsambandanna þriggja á svæð-
inu: Búnaðarsambands Borg-
arfjarðar, Búnaðarsambands
Snæfellinga og Búnaðarsam-
bands Dalamanna; ráðunautar
sambandanna og framkvæmda-
stjórar; auk framkvæmdastjóra
Samtaka sveitarfélaga í Vestur-
landskjördæmi. HBj.
Opið til kl.19
mánudaga
þriðjudaga
miðvikudaga
fimmtudaga
. . .
TJ A fy Tf A Ttp Skeifunni 15
IlAuIlAU I Reykjavík