Morgunblaðið - 03.01.1984, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 03.01.1984, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1984 Tanzanía og Kenýa: Efasemdir um stjórnarbylting- una í Nígeríu I)ar Es Salaam, 2. janúar. AP. VIÐBRÖGÐ í Afríku við stjórnarbyltingunni í Nígeríu hafa verið varfærin. Aðalstjórnarblaðið í Tanzaníu hefur að vísu fordæmt valdaránið og haldið því fram að það ógni lýðræði í álfunni. Salim Ahmed Salin, utanríkisráð- herra, og aðrir talsmenn stjórnvalda hafa hins vegar ekki viljað taka undir þessi ummæli og lýst því yfir að þei málum Mígeríu. í leiðara stjórnarblaðsins Uhuru sagði að enda þótt hinir nýju valdhafar í Nígeríu réttlætu aðgerðir sínir með því að vísa til spiliingar, óreiðu og ranglætis, sýndi reynslan að valdarán af þessu tagi leysti ekki vandann. „I sumum tilvikum eykst vandinn hins vegar," sagði í leiðaranum. Ríkisstjórn Daniel Arap Moi í Kenýa hefur enn ekki fordæmt valdaránið í Nígeríu, en óháð dagblað í Nairobi hefur látið í vilji ekki hafa afskipti af innanríkis- ljósi efasemdir um að hinir nýju valdaherrar í Lagos hafi lausn á vanda ríkja Vestur-Afríku á reið- um höndum. í forystugrein blaðs- ins sagði, að hvort sem um væri að ræða efnahagsmál eða spillingu þá væru hershöfðingjarnir ekki sannfærandi. „Eru þeir að reyna að halda því fram að þeir hafi nú betri hugmyndir um það hvernig leysa á efnahagsvandann og upp- ræta spillinguna en þeir höfðu á 13 ára valdaferli hersins?" var spurt í leiðaranum. Yfir 90% útflutn- ingstekna af olíu NÍGERÍA ER dæmigert þróunarríki sem græðir vel á einu auðlind sinni í góðæri en kynnist síöan rækilega í erfiðu ári hættunum sem fylgja því að vera jafnháðir einni afurð. Fengu þeir yfir 90% útflutningstekna sinna frá olíuútflutningi og voru 85% tekna ríl Án olíunnar hefðu Nígeríumenn ekki getað byggt nýja vegi, flug- velli, hafnir og stíflur. En með henni hafa einstaklingar og stofn- anir séð glæsileika ýmiss konar í hillingum og fallið í freistni græðgi, spillingar og þjófnaðar. Landbúnaður hefur verið van- ræktur og landið orðið háð inn- flutningi. Árið 1980 voru útflutningstekj- ur Nígeríumanna af olíu 22,4 milljarðar dollara, en innan við 10 milljarðar dollara 1982 og 1983. Og vonir um aukinn útflutning á næstunni fara minnkandi þar sem iðnríkin virðast ætla að eiga erfið- ara með að rétta úr kútnum í kjölfar efnahagskreppu en talið var. Með skyndilegum olíuauði á síð- asta áratug var ráðist í ýmsar stórar framkvæmdir, m.a. í bygg- ingu nýrrar höfuðborgar, Abuja. Vegna samdráttar í olíuútflutn- ingi hefur hins vegar orðið að draga saman seglin og því mikið um hálfkláruð verk í Lagos og víð- ar. Gífurlegar erlendar skuldir hafa safnast upp. Vegna samdráttar í olíufram- leiðslu hafa Nígeríumenn ekki átt um annað að velja en taka erlend lán til opinberra framkvæmda ýmiss konar, þrátt fyrir verulegan samdrátt á ýmsum sviðum. Og brýn nauðsyn verður fyrir nýjar lántökur til matvælainnflutnings þegar áhrifa þurrka og sjúkdóma á matvælaframleiðslusvæðum í norðurhluta landsins fer að gæta af þunga í sumar. Hins vegar er þolinmæði Alþjóðabankans, Al- þjóðagjaldeyrisvarasjóðsins og annarra banka á þrotum, svo vera kann að Nígería sé á leið inn í hættulegan vítahring ef ekki ræt- ist úr með olíuútflutning. Suður-Afríka: Hjón dæmd fyrir njósnir á vegum Sovétríkjanna llöfðaborg og Jóhannesarb. 2. janúar. AP. Sunnudagsblöðin Sunday Times og Sunday Express I Jóhannesar- borg töldu í gær bæði líkur fyrir því að Dieter Gerhardt, yfirmaður í flota Suður-Afríku, og kona hans Ruth, sem bæði voru dæmd fyrir njósnir í þágu Sovétríkjanna á gamlársdag, yrðu látin laus í skipt- um fyrir vestræna njósnara, sem eru í haldi í Moskvu. Dieter Gerhardt var handtek- inn í New York í janúar í fyrra eftir að sovézkur flóttamaður hafði komið upp um hann. Var Gerhardt fyrst fluttur til Wash- ington, þar sem bandaríska leyniþjónustan, CIA, hafði hann í yfirheyrzlum í 11 daga, en síð- an var hann sendur heim til Suður-Afríku. Rannsókn í máli þeirra hjóna tók langan tíma. Gerhardt við- urkenndi fljótlega að hafa veitt sovézkum yfirvöldum upplýs- ingar, en hélt því jafnframt fram að þær upplýsingar hafi verið rangar, og hann hafi í raun verið gagnnjósnari fyrir vinveitt vestrænt ríki. Þessa starfsemi játaði hann að hafa stundað í rúma tvo áratugi. Kona hans, Ruth, viðurkenndi að hafa að- stoðað mann sinn frá árinu 1970, en sagðist hafa trúað sögunni um að hann starfaði á vegum vestræns ríkis. Dómstóllinn tók ekki þessar afsakanir til greina, og hlaut Dieter Gerhardt lífstíðarfang- elsi, en Ruth Gerhardt var dæmd til tíu ára fangelsisvistar. Lögfræðingur þeirra hjóna lýsti því strax yfir að dómnum yrði áfrýjað. Dieter Gerhardt var yfirmaður birgða- og viðgerðarstöðvar flot- ans í Simsontown við Höfðaborg þegar hann var handtekinn, en staddur í New York til að taka þátt í sex mánaða námskeiði í stærðfræði við Syracuse-há- skóla. HEBA • ■5,« námskeið að hefjast heldur við heilsunni Dag- og Tvisvar eöa Megrunarkúrar f kvöld Fjórum sinnum Nuddkúrar timar í viku Létt leikfimi • Leikfimi * Sauna sa o.fl. 'V ‘C • Ljós • Nudd • Megrun • Hvild • Kaffi o.fl. eba Hárgreiðslu- stofan ^ HRUND Innan veggja Hebu hár- greíðslustofa með alla almenna Þjónustu. Sími 44088. Snyrtistofan ERLA Andlitssnyrting handsnyrting o.fl. Opið allan daginn og fram eftir kvöldi. Sími 44088. Heilsurækt Auðbrekku 53 Kópavogi Simi 42360 Þrjár. spummgar 'um erlendan kostnað Til viðskiptavina okkar og þeirra sem hlut eiga að máli Hafskip hf. hefur sett sér sem eitt meginmarkmið að gæta hagsmuna farmflytjenda varðandi kostnaðarmyndun við vörusendingar á erlendri grund. Enn betra tækifæri gefst okkur til þessa starfs eftir stofnun eigin umboðsskrifstofa erlendis og eftir því sem íslendingum starfandi þar vex þekking á aðstæðum. Sem einn lið í þessum ásetningi félagsins höfum við beint eftirfarandi spurningum til viðskiptamanna í von um, að svör gefi betri forsendurtil að ráðast til atlögu á réttum stöðum með viðeigandi vopnum. Við viljum hér með minna viðskiptavini okkar á að senda okkur svörin sem fyrst. Við viljum einnig biðja aðra farmflytjendur og þá sem hlut eiga að máli að gera slíkt hið sama. Svör við spurningum má klippa hér úr blaðinu og senda Hafskip hf., eða koma þeim á framfæri til starfsmanna okkar á annan hátt, munnlega eða skriflega. Góð þátttaka í þessari skoðanakönnun verðurokkurvopn í baráttunni gegn óþarfa milliliðakostnaði erlendis. 1 2 3, Fylgja eftirkröfur, þegar vara er keypt FOB? □ oft □ sjaldan □ aldrei Frá hvaða höfnum er mestum eftirkröfur? a) ................................................. b) ................................................. c) ................................................. Eru eftirkröfur óeðlilega háar, þegar vara er keypt ex-factory? Ef svo er, frá hvaða höfnum helst? a) ................................................. b) ................................................. c) ................................................. Með þökk fyrir hjalpsemina. HAFSKIP HF. Pósthólf 524-121 Reykjavík HAFSKIP

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.