Morgunblaðið - 03.01.1984, Side 25

Morgunblaðið - 03.01.1984, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1984 25 Dýrmætast alls sem eignast er föðurland — segir Svava Jakobsdóttir, er hlaut rithöfundastyrk útvarpsins SVAVA Jakobsdóttir rithöfundur hlaut á gamlársdag styrk rithöf- undasjóðs Ríkisútvarpsins, að upp- hæð 100.000 krónur, og er það í 28. skiptið sem þessum styrk er út- hlutað á síðasta degi ársins. Svava dvelst í vetur í Lundúnum , þar sem maður hennar, Jón Hnefill Aðalsteinsson, er við rannsókna- störf í ársleyfi. Fór þangað daginn eftir frumsýningu á leikriti hennar, Lokaæfingu, sem sýnt er í Þjóó- leikhúsinu um þessar mundir. For- eldrar hennar sr. Jakob Jónsson og Þóra Einarsdóttir veittu því verðlaununum viðtöku úr hendi formanns sjóðstjórnar, Jónasar Kristjánssonar, við hátíðlega at- höfn í Þjóðminjasafni, að við- stöddum forseta fslands Vigdísi Finnbogadóttur og menntamála- ráðherra Ragnhildi Helgadóttur og fleiri gestum. En þess má geta til gamans að þær eru allar bekkjar- systur og samstúdentar frá MR 1949 Vigdís, Ragnhildur og Svava. í skeyti sem sr. Jakob las upp er hann veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd dóttur sinnar, sejgir Svava Jakobsdóttir m.a.: „Areiðanlega veldur fjarlægðin einhverju um hugrenningar mínar á þessari stundu, en þó ekki hún ein heldur og eðli þeirra verðlauna sem nú eru veitt. Dýrmætast alls sem skáld getur eignast er föðurland og móðurmál. Ef til vill er öll við- leitni skálda og listamanna til- raun til að reynast þessarar eignar verðugir, borin uppi af löngun til að vinna sér þegnrétt meðal þeirra sem eiga sér sömu ættjörð og tala sömu tungu. Verðlaun eru af mörgum toga, Frá athöfninni í Þjóðminjasafni, er sr. Jakob Jónsson og Þóra Einarsdóttir tóku við rithöfundastyrk Ríkisút- varpsins fyrir hönd dóttur sinnar, Svövu Jakobsdóttur, að viðstöddum forseta íslands, menntamálaráðherra og fleiri gestum. Jónas Kristjánsson, formaður sjóðsstjórnar, afhenti verðlaunin. Morgunblaðíð/ Fríðþjófur skald getur og móðurmál Svava Jakobsdóttir en fyrir mér er innsta gildi þeirra viðurkenning á því að ég er sjálf sprottin úr þeim jarðvegi sem ég skrifa um — að ég á mér samastað. Ég hugsa með þakk- læti til þeirra sem hafa erjað þennan jarðveg og ekki síst til þeirra ónafngreindu skálda sem hafa lagt grunninn að þessum verðlaunum." I ræðu Jónasar Kristjánsson- ar, formanns sjóðstjórnar, kom m.a. fram hvaðan sjóðurinn er runninn, tilgangur hans og staða: „Sjóðurinn varð til með samkomulagi milli íslenskra rit- höfunda og forstöðumanna Ríkisútvarpsins. Höfuðstóll var myndaður með framlagi út- varpsins. Vegna hinnar alkunnu íslensku verðbólgu fór svo að sjóðurinn rýrnaði að verðgildi smátt og smátt eins og aðrar innistæður á landi hér, en hin síðari ár hefur verið unnt að ávaxta hann í raun og veru og ber það nú árangur í hækkandi styrkveitingum. Jafnframt hefur sjóðurinn haft nokkrar aðrar tekjur og munar þar mest um „rithöfundalaun sem Ríkisút- varpinu ber að greiða samkvæmt samningi en höfundar finnast eigi að“, eins og kveðið er að orði í skipulagsskrá sjóðsins. Sam- kvæmt skipulagsskránni er til- gangur sjóðsins að veita íslenzk- um rithöfundum styrki til rit- starfa eða undirbúnings undir þau, einkum með utanförum. En það skal þó skýrt fram tekið að styrkveitingin er með öllu skuldbindingalaus af beggja hálfu, styrkþega og Ríkisút- varpsins. í stjórn Rithöfundasjóðsins eiga sæti fimm menn: tveir skipaðir af Ríkisútvarpinu, þeir Andrés Björnsson útvarpsstjóri og Hjörtur Pálsson dagskrárstjóri; tveir tilnefndir af Rithöfunda- sambandi íslands til eins árs, að þessu sinni Sveinbjörn Bald- vinsson og Vilborg Dagbjarts- dóttir og formaður Jónas Krist- jánsson handritavörður, skipað- ur af menntamálaráðherra." Alls hafa 59 rithöfundar hlotið styrk úr sjóðnum ef þessi veiting er meðtalin. Helgi Hálfdanarson: í bakkafullan Að undanförnu hefur orðið nokkur umræða um íslenzkan framburð. Ýrr.sir mætir menn hafa skeggrætt um það í bróð- erni, hvort réttmætt sé að kenna framburð i skólum og þá hvern- ig. Þar virðast mér einkum fram koma tvö sjónarmið. Annars vegar er sú skoðun, að framburðar-kennsla sé nauð- synleg til þess að stuðla eftir föngum að skýrum talanda, sem of mikið skorti á, ekki sízt meðal ungmenna. En til þess að sú kennsla geti orðið markvís, þurfi að nást samkomulag um ein- hvern tiltekinn kennslu-fram- burð, sem hljóti að velja og hafna. Hefur þá einkum verið bent á tillögur dr. Björns Guð- finnssonar um samræmdan framburð. Hins vegar er því haldið fram, að samræming framburðar til kennslu sé ekki aðeins þarflaus, heldur hlyti hún að stofna í hættu þeim mállýzku-mun, sem að vísu sé lítill en þó af hinu góða, þar eð hann auki á fjöl- breytni málsins. Auk þess þykir skorta fræðileg rök fyrir því að mismuna mállýzkum til sam- ræmingar, sem einnig væri fé- lagslegt ranglæti, því þá yrðu málnotendur dregnir í „fína“ dilka og „ófína" eftir framburði. Loks er það talið miklum vand- kvæðum bundið, ef ekki ógerlegt, að kenna mönnum annan fram- burð en þann sem þeir hafa alizt upp við. Ekki er laust við að mér finn- ist umræða þessi hafa farið nokkuð á skjön við það sem mestu varðar. Það sem mér þyk- ir einkum skorta, er glögg grein fyrir æskilegri afstöðu talmáls og ritmáls hvors til annars. Þau venzl hygg ég að skipti megin- máli. Einhvern tíma fyrir löngu var ég að halda því fram, að brýnast alls væri að koma í veg fyrir það eftir mætti, að talmálið fjar- lægðist ritmálið, og að ritmálið fjarlægðist hefð sína. Ég hef víst orðað þetta svo, að sporna þyrfti sem fastast við breytingum málsins, öðrum en vexti þess með nýjum viðfangsefnum á hverri tíð. í þessu skyni þyrfti ekki sízt að kenna I grunnskólum framburð, sem væri samræmdur svo mjög til móts við rithefð sem verða mætti um lifandi mál. í reynd yrði það svo, að kenndur yrði sunnlenzkur hv-framburður (e.t.v. valinn) og norðlenzkt harðmæli. Að öðru leyti yrði réttmætt talið hvert það mál- lýzku-fyrirbæri, sem gengi ekki í berhögg við uppruna eða rithefð (vestfirzka, skaftfellska). Ef slík kennsla væri rækt af alúð, mætti ekki sízt vænta þess árangurs, að framburður og staf- setning varðveittu hvort annað að því leyti sem þeim væri ætlandi. Tillögur Björns Guðfinnssonar um samræmingu framburðar virðast í hvívetna miðaðar við stafsetningu, og er vandséð hvernig þeim yrði mikið breytt til batnaðar; enda hafa engar teljandi breytingar orðið á ís- lenzkri stafsetningu síðan þær komu fram, að minnsta kosti engar sem tekið gætu til fram- burðar. Ef látið er skeika að sköpuðu um talmálið, svo sem nú er að mestu gert, er hætt við að brátt fari að losna um fleira en fram- burð, og verulegar breytingar verði á ritmáli fyrr en varir, jafnvel svo, að rætur málhefðar- innar fari að slitna smátt og smátt, og auðlegð bókmennt- anna að glatast miklum hluta þjóðarinnar. Þegar rætt er um málrækt, ekki sízt framburð og stafsetn- ingu, hefur mér stundum þótt það sjónarmið helzt til áleitið, að tungumál sé einungis það mál sem talað er; ritmál sé ekki ann- að en þerna talmálsins, sem sé skyldug til að hlíta jafnharðan öllum kenjum þess og gönuskeið- um. Þarna þykja mér heldur en ekki verða hausavíxl. Ritmálið er ekki aðeins ávöxtur talmáls- ins, heldur sá hátindur í menn- ingu hverrar þjóðar, sem öll raunhæf málrækt hlýtur að taka mið af. Samskipti talmáls og rit- máls verða að sjálfsögðu sífelld víxlverkun, og því ríður á að forða talmálinu frá því að fjar- lægjast ritmálið svo mjög, að málhefðin taki æ meir að týnast þeim báðum. Ástæðan til þess, að ég tel rétt að kenna börnum harðmæli í lestri, er ekki sú, að mér þykir það fallegra, enda má lengi deila um smekk, ekki heldur sú, að mig gruni að það sé í sókn, eða að það sé á undanhaldi vegna vanrækslu í kennslu. Ástæðan er sú, að ég vil koma í veg fyrir að sagnirnar taka og láta fari sömu leið og hjá frændum vorum við Eyrarsund og verði fyrst ta-ga og lá-da, síðan tag-a og lað-a, og loks ta og la, og svo drattist ritmálið smám saman á eftir. Og ástæðan til þess, að ég tel rétt að kenna börnum að lesa fremur ísland en íssland, er ekki sú, að framburð- ur með einu s-i sé að líkindum algengari enn sem komið er, heldur blátt áfram sú, að landið heitir tsland (stofnsamsett) en ekki tssland (laust samsett) og nafnið stafsett samkvæmt því. Ekki get ég miklað fyrir mér vandkvæðin á því að kenna sam- ræmdan íslenzkan framburð í skólum; ég er nefnilega ófáan- legur til að trúa því, að eina tungumálið, sem íslendingar geti ekki með nokkru móti lært, sé íslenzka. Víst er fjölbreytni meginkost- ur tungumáls. Én það merkir ekki að fjölbreytni í framburði sé æskileg; það er nú öðru nær; þar getur hún aðeins valdið varhugaverðri lausungu; hún er til einskis gagnleg, en er mein- laus þegar bezt lætur. Hins veg- ar er fjölbreytni orðaforðans ómetanleg; hana ber að varð- veita og efla með ráðum og dáð. Enn er þess að geta, að sá „dilkadráttur" eftir framburði, sem fyrr var á minnzt, hlýtur einmitt að verða, ef framburður er ekki kenndur, og er raunar þegar orðinn. Eina ráðið til að koma í veg fyrir hann, er kennsla í samræmdum fram- burði, sem allir eiga kost á að njóta. Það viðhorf virðist býsna ríkt meðal fræðimanna, að ekki sé hægt að taka afstöðu til mál- fars-breytinga nema byrjað sé á að rannsaka hversu útbreiddar þær séu orðnar; og skuli þá væntanlega meirihlutinn ráða að lýðræðislegum hætti; það er að segja ef niðurstöður rannsókn- arinnar eiga þá að skipta nokkru máli umfram það að verða efni í fræðilegar ritgerðir um mál- þróun. Breyting færi alltjent sínu fram óátalið, meðan béðið væri eftir rannsókn, sem seint eða jafnvel aldrei yrði gerð, því annaðhvort skorti til hennar mannafla eða fé, nema hvort- tveggja væri. Ef fylgt væri því sjónarmiði um samræmingu kennslu-framburðar, sem hér var bent á, þyrfti engra rann- sókna að bíða. Og fróðlegt þætti mér að frétta af öðru sjónarmiði sem hlyti að teljast hollara. Nú er mér ekki grunlaust um að einhverjum þyki annað brýnna en að berjast við að varð- veita þjóðtungu sem oftar sé til trafala en gagns. Þó vona ég að enn séu þeir miklu fleiri sem láta sér skiljast, að fari þjóð- tungan forgörðum, er menning- arlegt sjálfstæði í hættu; en þá er stjórnarfarslegt sjálfstæði í hættu um leið. Ég hef heyrt því haldið fram, að vísu í gamni, að þjóðtungan sé stjórnarfarslegu sjálfstæði lítil vörn, enda hafi íslendingar gengið erlendu valdi á hönd einmitt á mesta blóma- skeiði íslenzkrar tungu. Þar hygg ég að því sé við að bæta, að hið erlenda vald, sem undir var játazt, var í höndum þeirra sem þá töluðu sama mál og íslend- ingar. Nú er það vor gæfa og helzta vörn í ágengum heimi að tala og rita þá tungu sem engin önnur þjóð og voldugri á að móð- urmáli, þó vissulega megi það aldrei gleymast, að jafnvel sú vörn er fjarri því að vera einhlít. Oft heyrist sagt, að mál hljóti að þreytast, það sé eðli þess að taka ýmislegum breytingum, og er það stundum kallað náttúrleg og jafnvel æskileg þróun lifandi máls. Þetta er að því leyti rétt, að tungumál breytist „sjálf- krafa“ og líður reyndar smám saman undir lok, ef ekki er sinnt um að varðveita það. Hitt sýnir öðru fremur menningarstig hverrar þjóðar, hversu annt hún lætur sér um að varðveita tungu sína. Ég vil því ljúka þessu spjalli á sama hátt og ég er van- ur, þegar íslenzka málrækt ber á góma, og rifja upp þau tvö boð- orð, sem ég tel þar skipta mestu máli: Hið fyrra er íhaldsemi; og hið síðara er gífurleg íhaldsemi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.