Morgunblaðið - 03.01.1984, Síða 32

Morgunblaðið - 03.01.1984, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1984 Benedikt Benedikts- son rannsóknarlög- reglumaður - Minning Fæddur 18. janúar 1956 Dáinn 24. desember 1983 Loksins voru jólin komin. Ham- ingja og gleði ríkti, en þá er dyra- bjöliunni skyndilega hringt. Fé- lagar úr Gróttu á Seltjarnarnesi bera okkur bræðrum þær fréttir, að besti vinur okkar .Benedikt Benediktsson, eða Benni, eins við nefndum hann, hefði látist fyrr á aðfangadegi. Jólagleðin vék í skyndi, sorgin varð allsráðandi. Ekkert gat huggað okkur á þessu kvöldi, við gengum til náða og grétum. Benni hafði verið handknatt- leiksþjálfari okkar strákanna í 3. og 4. aldursflokki Gróttu á Nesinu, ásamt öðrum ungum manni, Gauta Grétarssyni, og var alltaf gaman að fara á æfingar hjá þeim. Þeir höfðu unnið saman í löggæsl- unni í Reykjavík og kynnst þar, en löggæsla var aðalstarf Benna. í þjálfun okkar strákanna var þrekþjálfunin og hin andlega upp- bygging, eða sálfræðilega hliðin eins og sagt er, svið Benna, en fé- lagi hans sá um tæknilegu málin. Þegar við nefndum það við pabba að við höfðum fengið nýjan þrek- þjálfara, sagði hann glaður að nú vissi hann af okkur í góðum hönd- um, því faðir Benna hafði einmitt verið þjálfari og vinur hans á unglingsárunum. Við Gróttu-guttar fórum til Þýskalands, Svíþjóðar og Dan- merkur í sumar, og var Benni að- aldriffjöðurinn í undirbúningi öll- um og ferðalagi. Vinur hans, þjálf- ari Kiel THW, tók á móti okkur, og við nutum gestrisni og góðvild- ar þar í nokkra daga meðan við kepptum og æfðum. Síðasta ferð okkar með Benna var upp á Akra- nes nú í lok nóvember, þar var ieikin fyrsta umferð fslandsmóts- ins. Sami léttleikinn var yfir hon- um sem alltaf, og slíkar ferðir gleymast aldrei. Núna eftirá skiljum við að Benni gaf mestallan sinn frítíma til þess að þjálfa og sinna okkur handboltastrákunum. Það gerði hann af svo mikilli samviskusemi að skarð hans verður seint fyllt. Við bræðurnir, ásamt félögum okkar í Gróttu, kveðjum hann nú, og þökkum allt sem hann gerði fyrir okkur. Fari Benni, okkar kæri vinur, í friði. Arni og Leifur Við lögreglumenn búum við þá sérstöðu í starfi okkar, eins og reyndar annað vaktavinnufólk, að eiga iðulega vaktaskyldu á hátíð- isdögum, þegar flestir fá notið samveru við sína nánustu. Það var því kærkomin og ánægjuleg til- breyting hjá okkur vaktafélögun- um að sl. jól skyldu bera upp á frídaga okkar. Ánægður hópur kvaddist á hádegi aðfangadags og skiptust á árnaðaróskum um gleðileg jól. Fæst okkar grunaði þá að eitt okkar myndi vanta í hópinn að loknu jólaleyfi. Áður en dagur var að kveldi kominn var einn vaktfélaga okkar, Benedikt Benediktsson, allur. Ungur og efnilegur maður var skyndilega burtkallaður af sjónarsviðinu á hálfnuðum degi lífs síns. Benedikt hóf ungur störf i lög- regluliði Reykjavíkur. Snemma var ljóst að þar fór efnilegur lög- reglumaður. Það kom því fáum á óvart er honum voru fljótlega fal- in ábyrgðarmikil störf í Slysa- rannsóknadeild embættisins. Starfaði hann þar mestan sinn starfsaldur í lögreglunni og nær eingöngu hin síðari ár. Benedikt bar alla tíð mikla virðingu fyrir lögreglustarfinu og gekk að hverju verki af stakri elju og samvisku- semi, sem öðru fremur einkenndu störf hans alla tíð. Árangurinn skilaði sér í vönduðu og fáguðu handbragði, enda mikils af þeim krafist sem veljast til starfa við slysarannsóknir. Þær kröfur upp- fyllti Benedikt með sóma þar til yfir lauk. Benedikt var um margt afar sérstæður persónuleiki. Jafnframt því að vera prúður og vandaður lögreglumaður, þá hafði hann til að bera kímnigáfu sem fáum er gefin en er þó i raun nauðsynleg innan starfshóps þar sem mikill meirihluti vinnunnar felst í sam- skiptum af hinum neikvæðu hlið- um mannlífsins. Benedikt var mikill vinur vina sinna. Hann hafði tamið sér hreinskilni og fór því ekki dult með skoðanir sínar, hver sem í hlut átti. Hann var fé- lagi góður og tók mikinn þátt í hinum ýmsu tómstundum innan lögreglunnar. Þær eru margar ánægjustundirnir sem við vaktfé- lagarnir höfum átt með Benedikt yfir spilum eða tafli þegar stund gafst milli útkalla. Eins og flestir ungir eljumenn í blóma lífsins, átti Benedikt mörg áhugamál utan starfsins, sem hann unni þó svo mjög. Hann var m.a. flugmaður góður og er okkur ekki grunlaust um að skýjum ofar hafi hugur hans öðru fremur stað- ið. Benedikt lagði einnig stund á Íþróttir og starfaði m.a. í stjórn þróttafélags lögreglunnar okkur öllum til gagns. Til marks um at- orku hans má geta þess að í frí- tíma sínum þjálfaði hann unga knattspyrnudrengi við góðan orðs- tír. Benedikt mætir ekki oftar til okkar á vaktina. Við leiðarlok þökkum við vaktarfélagarnir hon- um samveruna og kveðjum góðan vin með virðingu og þökk. Móður og systkinum sendum við innileg- ustu samúðarkveðjur. A-vaktarfélagar Hann Benni er dáinn: Mitt í jólaboðskapnum barst þessi ótrú- lega frétt. Þrisvar sirnum þurfti ég að heyra hana, frá jafn mörg- um aðilum til að leggja trúnað á hana. Benni, sem var orðinn hluti af tilveru minni, var horfinn, frá nýbyrjuðu lifsstarfi, ungur og full- ur lífsgleði. Kynni okkar Benna hófust fyrir rúmum tveimur árum, og síðan höfum við starfað saman óslitið. Benni starfaði mikið innan stjórn- ar íþróttafélags lögreglunnar, en lagði sjálfur litla stund á bolta- íþróttir. Við kynni okkar jókst áhugi hans á þeim og lagði hann sig allan fram að tileinka sér flest þau atriði er að þjálfun lutu, þá einkanlega handknattleiksþjálfun. Einnig beindist hugur hans að al- mennri líkams- og heilsurækt og sökkti hann sér niður í lestur alls kyns bóka og rita til skilnings þessara fræða. Auk þessa lagði hann áherslu á það að styrkja hvern einstakling innan frá. Hafði hann rétt aðeins lokið upp dyrum að þessum leyndardómum er hann var kailaður brott til annarra starfa. Benni bauðst til að aðstoða mig við þjálfun unglingaliða Gróttu í handknattleik fyrir um 1% ári og varð það ómetanlegur styrkur fyrir mig. Rétti hann hjálparhönd við hvað eina, gaf góðar ráðlegg- ingar og stappaði stáli í mann- skapinn. Með Benna opnaðist nýr heimur drauma og hugmynda, og var eins og hann gæti látið draum- ana rætast þótt þeir væru ótrúleg- ir. Má þar nefna utanferð 3. og 4. flokks Gróttu til Þýskalands og Svíþjóðar nú í sumar. Átti Benni hugmynd að þeirri ferð og skipu- lagði hana af kostgæfni. Reyndi hann allt hvað hann gat til að gera ferðina sem ógleymanlegasta i hugum þeirra sem þátt tóku. i henni og notaði til þess sambönd sín heima og erlendis. Tókst ferðin frábærlega vel í alla staði, þökk sé góðri skipulagningu Benna hvað varðaði ferðatilhögun. Síðustu verk Benna voru að sjálfsögðu í þágu okkar strákanna í Gróttu, er hann lét útbúa vegleg jólakort sem send voru til vina og ættingja. Verða störf hans seint fullþökkuð. Innri mann Benna þekktu fæst- ir hvað þá ég. Hann var alla tíð dulur og vildi lítið ræða um sjálf- an sig. En þrátt fyrir það kynntist ég eiginleikum hans, fórnfýsi, velvild og lífsgleði. Hann var sannkallaður æskulýðsleiðtogi og vildi allt fyrir okkur strákana gera, hvort sem var að nóttu eða degi. Fórnaði hann til þess mestu af frítíma sínum og hafði gaman af. Strákunum var hann góður fé- lagi, vinur og leiðbeinandi. Man ég það einatt, hvað hann hafði gam- an af að fljúgast á við strákana í liðinu, einn af öðrum og oft marga í einu. Mín ósk er sú að okkur takist að rækta það sem Benni hefur sáð í hjörtu okkar. Megi minning hans lifa meðal okkar strákanna í Gróttu og draumar hans og óskir rætast, fyrir okkar tilverknað. Fari Benni í friði. Gauti. Benedikt Benediktsson, rann- sóknalögreglumaður í Reykjavík, er lát.inn, langt fyrir aldur fram. Enn einu sinni hefur maðurinn með ljáinn látið að sér kveða án þess að gera boð á undan sér. Erf- itt er að finna einhvern tilgang í því að maður í blóma lífsins, með bjarta framtíð framundan, sé kvaddur á brott. Stundum læðist að manni sá grunur að einhver skortur sé á dugmiklum ungum mönnum handan móðunnar miklu. Kynni okkar Benna hófust um sumarið 1975, en þá vorum við báðir ráðnir sem lögreglumenn til sumarafleysinga hjá lögreglunni í Reykjavík. Leiðir skildu síðan þeg- ar Benni ákvað að hafa lögreglu- starf að æfistarfi. Fyrir u.þ.b. einu ári hafði Benni samband við mig til V-Þýskalands og spurði af sinni hæversku hvort ég gæti skipulagt æfinga- og keppnisferð fyrir unga pilta úr íþróttafélaginu Gróttu til V-Þýskalands. Eldmóður og áhugi Benna á að ferðin mætti takast sem best var slíkur að ekki var hægt að skorast undan. Allt frá þessu símtali hafði Benni vikulega samband við mig til að ganga úr skugga um að ekkert myndi gleymast og allt myndi takast sem best. Hópurinn frá Gróttu kom t.il V-Þýskalands i júní sl. Áhorfend- ur í íþróttahöllinni í New-Munster sem fylgdust með leik THW-Kiel og pólska landsliðsins í hand- knattleik ráku upp stór augu þeg- ar Gróttu-hópurinn, 30 ungir pilt- ar frá íslandi með Benna í farar- broddi birtist í dyrunum. Þar fór fríður hópur, allir klæddir eins íþróttabúningi. Við Benni horfð- umst í augu og mátti á svip hans ráða: „Er þetta ekki í góðu lagi?“ íþróttahópurinn frá Gróttu dvaldi síðan í Kiel i eina viku og höfðu menn á orði að sjaldan eða aldrei hefðu þeir séð jafn dugmikinn og vel agaðan íþróttahóp. Þessa viku tókst góður vinskapur með okkur Benna sem stóð allt til þess dags er hann lést 24. desember sl. Áhugi Benna á þjálfun og leið- beinendastarfi var aðdáunarverð- ur. Engan skildi það undra því hann var sonur Benedikts heitins Jakobssonar, eins kunnasta frjáls- íþróttaþjálfara bér á árum áður. Til marks um áhuga Benna þá ákvað hann að fylgjast með þjálf- un THW Kiel þegar liðið var í 10 daga æfingabúðum í Danmörku í ágúst sl. Hann taldi það ekki eftir sér að eyða 10 dögum af sumarfríi sínu og þar að auki greiða allan þann kostnað, sem ferðinni fylgdi. Hann var þess fullviss að það myndi skila sér í betra starfi við unglingaþjálfun hjá Gróttu, þó hann hefði alltaf sterkar taugar til Vals. Upphaflega hafði ég nokkrar áhyggjur af því hvernig hópurinn tæki honum í æfinga- búðunum, en þær áhyggjur reynd- ust ástæðulausar, því Benni var frá fyrsta degi einn af hópnum. Seinna rómuðu allir leikmenn THW Kiel og framkvæmdastjóri félagsins framkomu og viðmót Benna. Allt frá þessu tíma höfðum við Benni haft gott samband. Hon- um var annt um að mér gengi vel í starfi og alltaf endaði hann hvert símtal á þeirri spurningu, hvort hann gæti gert eitthvað fyrir mig á íslandi. Það lýsir e.t.v. best hvernig maður Benni var, hjálpfús og alltaf að þakka fyrir sig. f jólaleyfi mínu nú í desember hittumst við oft og ræddum málin og eins og nærri má geta voru íþróttir oft ofarlega á baugi. Benni var hugsjónamaður sem lifði og hrærðist í starfi sínu sem þjálfari og leiðbeinandi ungu strákanna í Gróttu. Hann var ekki aðeins þjálfari þeirra, hann var einnig vinur þeirra, og er það ósk mín að þessir ungu piltar sem honum var svo annt um, haldi merki hans á lofti og setji markið jafn hátt og hann gerði. Þá er ég þess fullviss að þeim muni vel farnast. Áðstandendum og fjölmörgum vinum hans votta ég mína dýpstu samúð. Hvíli Benni í friði. Jóhann Ingi Gunnarsson. Á jóladag barst mér sú harma- fregn að fyrrverandi starfsfélagi minn, Benedikt Benediktsson, hefði látist á heimili sínu að Keilugranda 8, Reykjavík, á að- fangadag jóla. Það er erfitt að skilja og þurfa að sætta sig við að svo góður drengur sé farinn í blóma lífsins. Það hvarflaði ekki að neinum, sem til þekkti, að sjúkdómur sá sem hann hafði lít- illega kennt sér meins af yrði til þess að kalla hann svo snögglega í burtu frá okkur. Benedikt Benediktsson var fæddur í Reykjavík 18. janúar 1956, sonur hjónanna Gyðu Er- lendsdóttur og Benedikts Jakobs- sonar, íþróttakennara. Föður sinn missti hann árið 1967, þá aðeins ellefu ára gamall. Hann átti eina alsystur og stóran hóp hálfsystk- ina. Benedikt tók landspróf frá Laugarvatnsskóla og hélt síðan áfram námi við Menntaskólann á Akureyri en hvarf frá því og tók sér fyrir hendur hið erfiða og krefjandi starf lögreglumanns. Benna, eins og hann var kallað- ur af vinum sínum, kynntist ég þegar hann hóf störf við lögreglu- stjóraembættið í Reykjavík árið 1975, og lágu leiðir okkar saman meðal annars í slysarannsókna- deild lögreglunnar. Hann var okkur lögreglukonunum í liðinu þá dyggilegur málsvari, en við áttum svo sannarlega erfitt uppdráttar. Það sýndi best hve hreinskiptinn hann var að fylgja sannfæringu sinni en haga ekki seglum eftir vindi. Benni var dulur að eðlisfari, sagði meiningu sína og var gædd- ur léttri kímnigáfu og var því oft glatt á hjalla meðal vinnufélaga í SRD. Eftir að ég hætti störfum við embætti lögreglustjórans í Reykjavík árið 1980 rofnaði vin- skapur minn við marga fyrrver- andi vinnufélaga eins og oft vill verða, en það átti ekki við um Benna. Hann var tryggur vinur vina sinna og það sýndi hann best í verki með heimsóknum sínum á vinnustað minn. Mér er ofarlega í huga þegar hann kom eitt sinn til mín með unga systurdóttur sína og sat hjá henni og hélt í hönd hennar, hversu mikla umhyggju hann sýndi henni og hvað hann var stoltur og hreykinn af dugnaði hennar. Benni var sérstaklega barngóður og þeim hæfileika gæddur að laða börnin strax að sér, enda veitti hann þeim óskipta athygli. Það er erfitt að útskýra fyrir þeim hvers vegna hann sé farinn frá okkur. Það verður tóm- legt fyrir dóttur mína að koma með pabba í heimsókn niður á lögreglustöð þegar enginn Benni er þar lengur. Ekki kemur oftar smá feimnissvipur á andlit hennar við að segja mér hvað hann Benni hafi sagt og gert og ekki kemur hann oftar til að ná í hann pabba í vinnuna, né tendra ljósin á lög- reglubílnum, sem hann vissi að gladdi svo barnsaugun. Það var gott að eiga Benna að vini og hann sagði meiningu sína og því var auðvelt að umgangast hann. Benni átti mörg áhugamál. Hann stundaði flugnám með starfi sínu og öðlaðist atvinnu- flugmannsréttindi. Einng gaf hann sig mikið að íþróttamálum innan lögreglunnar og tvö síðast- liðin ár þjálfaði hann unglingalið Gróttu. A þessu ári sótti hann námskeið í Bandaríkjunum sem tengt var áhugamálum hans um íþróttir. Starf lögreglumanns í slysa- rannsóknadeild lögreglunnar er ábyrgðarmikið og spennumynd- andi, en aldrei lét Benni bilbug á sér finna og engum datt í hug er hann skilaði af sér vaktinni um hádegisbil á aðfangadag jóla að hún yrði hans síðasta. Ég og fjölskylda mín sendum móður hans og systkinum innileg- ar samúðarkveðjur. Katrín Þorkelsdóttir Kveðja frá starfsfélögum Öll þekkjum við þau alkunnu sannindi að eitt sinn skal hver deyja og þegar menn hverfa frá þessari jarðvist í fyllingu tímans, að loknu löngu dagsverki, sættum við okkur yfirleitt við þessa óumflýjanlegu staðreynd, þótt trega valdi hún, en þegar ungur maður, aðeins 27 ára að aldri, full- ur atorku, kapps og vona, er hrif- inn burt skyndilega og óvænt, gengur okkur báglega að skilja og skynja tilgang forsjónarinnar. Enginn veií þó hvar manninn með ljáinn ber næst að garði. Við- komustaðir hans eru stundum lítt skiljanlegir og oft ótímabærir frá sjónarhóli okkar sem ekki skiljum þau lögmál sem ráða ferðum hans. Hver er tilgangur lífsins? Hver kveikir neistann, slekkur logann og hvers vegna? Slíkar spurningar kvikna óhjákvæmilega þegar mað- ur í blóma lífsins er kvaddur á brott fyrirvaralaust, maður sem átti svo mörgu ólokið, en svörin kann þó sá einn sem yfir okkur vakir, sá einn sem afli blæs í brot- inn hálm og breytir nótt í dag. Þegar klukkur í kirkjum lands- ins höfðu hringt jólin inn og kveðjan „Gleðileg jól“ var á allra vörum barst okkur sú sorgarfregn á lögreglustöðina að yngsti sam- starfsmaður okkar, Benedikt Benediktsson, hefði orðið bráð- kvaddur á heimili sínu. í starfi lögreglumannsins verðum við oft áþreifanlega varir við hve skammt er milli lífs og dauða. Eigi að síður erum við eins og aðrir óviðbúnir slíkum fregnum, einkum þegar um er að ræða ungan mann, sem allir reikna með að eigi langa lífdaga fyrir höndum og framtíðin blasi við. Benedikt var fæddur 18. janúar 1956, sonur Gyðu Erlendsdóttur og Benedikts Jakobssonar, íþróttakennara. Þann 6. júní 1975 gekk hann í lögreglulið Reykjavík- ur. Fyrstu árin var hann við al- menna löggæslu, en árið 1977 hóf hann störf í slysarannsóknar- deildinni og var skipaður rann- sóknarlögreglumaður ári síðar. Starfsvettvangur okkar i slysa- rannsóknardeildinni er að miklu leyti á slysstað og einnig við fram- haldsrannsókn umferðarslysa. Slíku starfi fylgir því að taka verður skjótar ákvarðanir og stundum verður að fara inn á heimili til þess að tilkynna að- standendum váleg tíðindi. Þá reynir á að sýna hlýtt viðmót og lögreglumaðurinn verður að geta veitt fólki tilfinningalegan styrk við slíkar aðstæður. Þeim eigin- leika var Benedikt búinn í ríkum mæli. Hann var skjótráður, ákveð- inn en þó jafnframt gætinn og mannlegur. Hann var áhugasamur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.