Morgunblaðið - 03.01.1984, Page 33

Morgunblaðið - 03.01.1984, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1984 33 Leifur Unnar Ingi- marsson - Minning um starf sitt og lét einskis ófreist- að við að leysa verk sitt sem best af hendi. Benedikt var sérstaklega samviskusamur og duglegur við lausn, afgreiðslu og frágang dag- legra verkefna og er margs að minnast í þeim efnum. Fjölhæfni og þekking á hinum margvísleg- ustu sviðum lögreglustarfans var áberandi eiginleiki í fari hans. Síðasta vakt hans fyrir jól var morgunvakt á aðfangadag. Hann gekk þá að sínu verki hress og kát- ur eins og hann átti vanda til. Skömmu fyrir hádegi fór hann að sinna síðasta slysinu, sem varð þennan morgun. Vaktinni lauk á hádegi og þegar hann kvaddi var hann ánægður yfir því að vera kominn í vaktarfrí, sem standa átti fram yfir hátíðisdagana. Það kom því engum í hug við vakta- skiptin að leiðir okkar ættu ekki eftir að liggja saman aftur í þessu lífi. Við starfsfélagarnir söknum hans og þrátt fyrir spurningarnar fyrrgreindu vitum við að lífið hef- ur sinn tilgang jafnframt dauðan- um, þó svo að við skiljum hann ekki sjálfan. Móður og systkinum Benedikts sendum við okkar innilegustu samúð og hluttekningu. Megi minning um góðan dreng ávallt lifa. Starfsmenn slysarannsóknar- deildar lögreglunnar í Reykjavík. Kveðja frá handknattleiksdeild Gróttu Okkur bárust þau sorgartíðindi á jóladag að Benni væri dáinn. Fyrstu viðbrögð voru efasemdir, síðan kom magnleysið. Hvernig gat það verið að ungur og hraust- ur maður, í blóma lífs síns, væri allur? Maður, sem átti svo margt ógert, en hafði samt komið svo mörgu í verk. Maður lífs og orku, en samt hæglátur. Þetta var ótrú- legt. Það var fyrir þremur árum, að Benedikt hóf að aðstoða við þjálf- un yngri flokka félagsins. Oft er það þannig þegar nýr maður kem- ur í hópinn að hann á erfitt með að ná fótfestu. Svo var ekki með Benna. Hann komst strax í mjög gott samband við drengina, sem hann var að þjálfa, og varð brátt þeirra besti vinur. Enda var hann alltaf tilbúinn að hlusta á hvað þeir sögðu og fljótur að leiðrétta, ef hann sá eitthvað aflaga fara. Hann hvatti þá til dáða, þegar illa gekk, og tók þátt í gleði þeirra, þegar vel gekk. En hann talaði líka tæpitungulaust þegar við átti, varaði menn við of mikilli bjart- sýni og bannaði allt stærilæti. Góð framkoma skipti hann jafnmiklu máli og góð frammistaða. Þannig var Benni drengjunum allt í senn vinur, þjálfari og uppalandi. Ekki stóð heldur á því að þeir tækju framförum í íþrótt sinni. Þegar allt virtist leika í lyndi kom áfallið, og þvílíkt áfall. Þeir höfðu verið saman aðeins tveimur dögum áður og allir í jólaskapi. Rætt var um mótið milli jóla og nýárs og margt fleira. Það grunaði engan að þetta yrði í siðasta skipti, sem Benni yrði meðal þeirra. Margur drengjanna brotn- aði alveg þegar fréttin um skyndi- legt brotthvarf Benna breiddist út. Harmi þeirra verður ekki með orðum lýst. Hula sorgarinnar lagðist yfir margt heimilið á Nes- inu þennan dag. Þótt missir okkar sé mikill, er missir fjölskyldu Benedikts samt meiri. Það hlýtur að vera sárt að sjá á eftir svo ungum syni og bróð- ur. En hér deyja þeir ungir, sem guðirnir elska, og kveðja fyrstir, sem mannfólkið saknar. Samt lifir alltaf eitthvað áfram eða eins og sagt er í Hávamálum: Deyr fé deyja frændr, deyr sjalfr et sama. En orðstírr deyr aldrigi, hveims sér góðan getr. Við þökkum Benedikt samveru- stundirnar, sem gjarnan hefðu mátt vera fleiri, og vottum móður hans og systkinum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd handknatt- leiksdeildar Gróttu, Marinó G. Njálsson, formaður. Fæddur 2. október 1935 Dáinn 28. desember 1983 „Hönd er stirð og hjartað slær ei meir. Harpan þögnuð, brostinn strengur hver“. Þessar ljóðlínur Gunnars Dal komu mér í hug við andlát vinar míns Leifs Unnars. Leifur fæddist í Reykjavík 2. okt. 1935. Hann var tekinn í fóstur á fyrsta ári af sæmdarhjónunum Kristínu Sigtryggsdóttur og Halli Pálssyni, sem þá bjuggu í Garði í Hegranesi. Skömmu síðar brugðu þau hjón búi og fluttust til Akur- eyrar og þar ólst Leifur upp fyrstu bernskuár sín. Síðar fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur og bjó í Hegningar- húsinu við Skólavörðustíg, en Hallur fósturfaðir Leifs var þar lengi fangavörður. Þar ólst Leifur upp til fullorðinsára. Kynni okkar Leifs hófust kring- um árið 1960, í félagi sem við störfuðum báðir í. Skömmu síðar urðum við svo nágrannar í Kópa- vogi. Síðan hefur vinskapur okkar haldist óslitið, enda þótt Leifur flytti um tíma í annan landshluta. Leifur lagði gjörva ‘ hönd á margt á sinni fremur skömmu ævi, enda fjölhæfur svo að með ólíkindum má telja. Hann mun ekki hafa hlotið aðra menntun en í Samvinnuskólanum og svo skóla lífsins. Menntun hans og með- fæddir hæfileikar nýttust honum þó svo vel, að hann gat leyst af hendi með prýði ýmis störf, sem háskólamenntaðir menn hefðu mátt teljast fullsæmdir af. Hann var lengi deildarstjóri við Iðnaðardeild SIS í Reykjavík og munu margir minnast hans þaðan. Síðar vann hann í Samvinnu- tryggingum í nokkurn tíma. Þrátt fyrir það að hann leysti þessi störf sín af hendi með prýði, mun hann innst inni ávallt hafa haft löngun til að hverfa úr borg- arskarkalanum og lifa í meira samræmi við náttúruna. Sama má segja um þáverandi konu hans, Steinunni Halldórsdóttur frá Helgastöðum í Reykjadal, sem hann kvæntist 1. jan. 1956. Þau ákváðu þá að breyta til og fluttu norður í Reykjadal og hófu búskap að Pálmholti, sem er næsti bær við Helgastaði, þaðan sem Steinunn er upprunnin. Þar bjuggu þau í nokkur ár, vafalítið við margskonar erfið- leika, bæði fjárhagslega og af öðr- um toga, enda ekki heiglum hent að hefja búskap með lítil fjárráð, allra síst fyrir borgarbúa óvana sveitastörfum. Eftir nokkurra ára búskap ákváðu þau að selja jörðina og flytja aftur í höfuðborgina. Nokkru síðar stofnaði Leifur ásamt fleirum fyrirtækið „Tinnu“, sem framleiðir og flytur út prjónavörur. Leifur var fram- kvæmdastjóri þess fyrirtækis meðan honum entist heilsa til, en síðla árs 1982 varð hann að hætta því starfi vegna heilsubrests. Nú nýlega hafði hann svo tekið við starfi framkvæmdastjóra Lands- sambands sauma- og prjónastofa á íslandi. Síðastliðið sumar kynntist Leif- ur svo eftirlifandi unnustu sinni, Dísu Dóru Hallgrímsdóttur, ætt- aðri frá Siglufirði. Þau voru nú að kaupa sér góða íbúð og framtíðin virtist blasa við þeim, en enginn ræður sínum næturstað. Vanheilsa Leifs hófst á árinu 1982 og síðla þess árs gekkst hann undir mikla skurðaðgerð, sem heppnaðist vel. í mars í fyrra fór hann til Danmerkur í hættulega geislameðferð, sem aðeins fáeinir einstaklingar höfðu áður gengist undir í heiminum. Hann náði sér, að því er virtist, allvel eftir þá meðferð, en seinni- partinn í sumar sem leið fór hann að fá viss sjúkdómseinkenni, sem læknar töldu að væru afleiðing ' geislameðferðarinnar. Enginn bjóst þó við því að endalokin kæmu svona fljótt, og læknar höfðu gefið Leifi vonir um að ná fullri heilsu. Leifur kom í heimsókn til mín tveim dögum fyrir jól. Hann var að vanda glaður og reifur og spjölluðum við lengi saman. Hvor- ugan okkar mun þá hafa órað fyrir því, að við ættum ekki eftir að sjást oftar í þessu lífi. Leifur var einstakur hæfileika- og mannkostamaður. Hann var fjölhæfur listamaður, skáldmælt- ur og hafa nokkur ljóða hans verið birt á prenti. Hann var tónlistar- unnandi og bæði söng vel og spil- aði á hljóðfæri. Einnig samdi hann lög, sem sum hafa verið flutt opinberlega. Hann málaði myndir og skar út í tré og allar smíðar léku í höndum hans. í góðum hópi var Leifur manna glaðastur og hrókur alls fagnaðar. Skapgerð hans var ljúf og mild og hann lagði ávallt gott til allra mála. Aldrei minnist ég þess að hann hallmælti nokkrum manni, en reyndi þess í stað að finna það besta í öllum. Því eignaðist hann vini hvar sem hann fór og engan veit ég sem bar honum ekki góða sögu. Leifur hugsaði mikið um andleg mál og var félagi í Guðspekifélag- inu. Hin frjálsu leitandi viðhorf, sem sannir guðspekinemar til- einka sér óhjákvæmilega, voru honum í blóð borin. Hann leit á allar kreddur sem vott þess að ennþá ættum við nokkuð ólært í að tileinka okkur hin æðstu sann- indi. Dvöl okkar hér á jörðinni mætti líkja við skólagöngu. í þeim skóla eru margir bekkir. Því er ekki hægt að ætlast til þess, að þeir, sem eru að hefja sína fyrstu skólagöngu, leysi á viðunandi hátt námsefni þeirra sem lengra eru komnir. Enginn getur sagt um það hvar hver og einn er staddur í þeim skóla lífsins. „Dæmið því ekki, svo að þér verðið sjálf ekki dæmd“. Við Leifur ræddum þessi mál oft og nú hefur hann að líkindum fengið svör við einhverjum þeirra spurninga, sem brenna á vörum leitandi manna. Nú þegar við kveðjum okkar gamla vin, Leif, trúum við að það sé aðeins hinn ytri búningur, hismið, sem við séum að kveðja. Við trúum því að hann sé ennþá meðal okkar, þó að andi hans hafi lyft sér einni tröppu ofar í stig- ann, sem við öll eigum eftir að ganga, stigann sem stefnir til hins eilífa. Þrátt fyrir þessa trú, er þó harmur kveðinn að öllum þeim er þekktu Leif. Ég og fjölskylda mín vottum ástvinum hans dýpstu samúð og biðjum þess að gjafari allra góðra hluta styrki þá og styðji. Ævar Jóhannesson Kveðja frá stjórn Tinnu hf. í Kópavogi í dag fer fram frá Dómkirkj- unni í Reykjavík útför Leifs U. Ingimarssonar, framkvæmda- stjóra, er lést langt um aldur fram 28. desember síðastliðinn. Hann háði erfitt sjúkdómsstríð um eins og hálfs árs skeið, en talið var að hann hefði haft betur. Því kom skynilegt lát hans sem reiðarslag yfir okkur félaga hans og vini. Fyrir fimm árum setti Leifur ásamt okkur á stofn Tinnu hf. í Kópavogi, sem hóf framleiðslu á ullarfatnaði til útflutnings. Var hann ráðinn framkvæmdastjóri fyrirtækisins og rak hann það í fjögur ár. Hann hætti störfum á síðastliðnu ári þegar heilsan bilaði og hann þurfti á öllu sínu þreki að halda til að ná henni aftur. Þessi fjögur ár voru tími áætl- ana og uppbyggingar. Og þar nutu sín vel mannkostir Leifs. Hann var þéttur fyrir og þó laginn við að samræma sjónarmið manna. Glettinn var hann og gamansam- ur þegar það átti við, en ýtinn og ákveðinn þegar á þurfti að halda. Leifur var mjög listhneigður maður, sérstaklega átti tónlistin sterk ítök í honum. Samdi hann töluvert af lögum, einkum söng- lögum, enda var hann góður söng- maður sjálfur og lék vel á hljóð- færi. Þá orti hann töluvert og átti létt með að kasta fram vísu við ýmis tækifæri. Á góðri stund var hann hrókur alls fagnaðar. Sjaldan sáum við honum bregða og aldrei bar hann það með sér að hann væri sjúkur. Jafnvel ekki þegar hann kom af sjúkrahúsi, eftir að framkyæmd hafði verið á honum stóraðgerð, sem mun ekki hafa átt sér fordæmi hér á landi. Virtist hann furðu fljótur að ná sér. Síðastliðið vor fór hann til eftirmeðferðar á sjúkrahús í Kaupmannahöfn. Sendi hann okkur þaðan kveðju (í bundnu máli), sem full var af kímni og glettni. Vissum við þó, að erfitt tímabil stóð yfir hjá honum ein- mitt þá. Nú þegar Leifur er allur, standa eftir minningar um góðan félaga, sem við söknum. Við sendum aldraðri móður hans, sem býr í Danmörku, börn- um hans, dótturbörnum og öðrum vandamönnum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Kveðja frá Landssamtökum sauma- og prjónastofa Á síðastliðnu hausti réðst Leif- ur Unnar Ingimarsson, fyrrver- andi útflutningsstjóri hjá Alafoss hf., til Landssamtaka sauma- og prjónastofa, hagsmunasamtaka framleiðenda í þessari iðngrein, sem stofnuð voru fyrir aðeins þremur árum. Það var þessum ungu samtökum mikill styrkur að fá svo hæfan og reyndan fram- kvæmdastjóra meðan þau voru enn í mótun og uppbyggingu. Þrátt fyrir veikindi, sem hann hafði strítt við um sinn, vann hann samtökunum vel, og munu þau búa lengi að þeirri skipulagn- ingu og þeim starfsháttum, sem hann hafði byggt upp. Þrátt fyrir veikindi Leifs Unn- ars, sem okkur samstarfsmönnum hans í þessari framleiðslu var kunnugt um, kom andlát hans okkur á óvart, en hann lézt að heimili sínu, Álfatröð 1 í Kópa- vogi, 28. desember sl. Við höfðum tengst honum vináttuböndum í sameiginlegu starfi og bundum við hann miklar vonir. Við kveðjum hann með mikilli eftirsjá, biðjum honum blessunar og sendum ást- vinum hans og aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Útför hans verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík klukk- an þrjú í dag. F.h. Sambands sauma- og prjónastofa, Sævar Snorrason. CNDURSKODUN OG ROKNINGSSKIL SF Hér meö tilkynnist að við höfum opnað nýja endurskoðunarstofu Veitt verður öll þjónusta á sviði endurskoðunar og reikningsskila. Cf CNDURSKODUN OG R6IKNINGSSKII SF IflUGflVéGUR 18 101 R6VKJRVÍK SÍMI^T27888 NNR2133 8362 IOGGIITIR €NDURSKOD€NDUR €flNfi BftVNDÍS HflUDÓftSDÓnifl GUÐMUNDUft fftlÐftlft SIGUftÐSSON JÓNftTflN ÓtflFSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.